Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Auka afl
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2007 at 23:30 #200053
Halló hvað get ég gert til að auka afl í hilux 2,4 tdi?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2007 at 12:27 #586904
Góðann daginn .
Ef mótorinn er mikið ekinn ,myndi ég gera sem minnst . Veit um tvö tilvik , þar sem sett var opnara 3 tommu púst , aukið við olíuverk og síðan hækkað boost á túrbínu auk þess opin KN loftsía og hiclone .
Þetta dugði skamman tíma og báðar þessar vélar voru terknar úr eftir mikið og kostnaðarsamt bilanaferli .
Það sem vantar til að jeppi virki skemtilega, er stærri vél í kúbikum (lítrum) til að fá meira tog .
Ef ég væri í þínum sporum , setti ég 302 eða 351W V8 Ford í húddið með c4 skiptingu upptekna með stórum kæli og aka svo alsæll með nóg aflAllt tjúndót í þessar vélar er mjög ódýrt , stór kostur er hvað þær eru léttar og nóg pláss í kring .
Eiðslan er háð ökumanninum og aksturslagi að miklu eða öllu leiti .
Það er til í Ameríkuhreppi orginal millistykki á milli c4 kassans og Toyota millikassans þannig að þar er ekkert skítamix .
Kveðja Valli S .
03.04.2007 at 12:50 #586906‘eg á bara ekki pening í bensín er að spá líka hvernig ég get set bost mælir á hann um daginn varð hann afar kraftlaus og bíllinn er bara notaður í sveit sem leiktæki og ég var að spá er ekki til 2,8 toyota td eða eithvað sem ég held heitir 5L eða einhvað disel trubo mótor vill halda mig við disel er alltaf til á tank í sveitinni en voða lítið bensín og er að tjúna til að geta kannski notað í bæjarakstri og á fjöll þegar ég fæ prófið ef hann fer á skrá.
03.04.2007 at 13:05 #586908Nema þú vitir um alla þessa parta á viðráðanlegu verði og er ekki mikið mál að henda þessu í?
03.04.2007 at 13:17 #586910Það hefur löngum verið sagt: "There’s no substitute for cubic inches". Og þó að það sé hægt að tjúnna afl út úr litlum vélum þá er oftar en ekki ódýrara að henda litlu vélinni úr (sérstaklega ef að hún er gömul og slitin) og fá sér aðra sem er stærri og aflmeiri. Ég myndi allavega ekki nenna né tíma að eyða peningum í að tjúnna gamla HilLux vél.
Margir hafa sett í HiLux 4.3L Chevy með góðum árangri, tiltölulega ódýr, létt og sparneytin vél sem skilar sér ágætlega og allt til til að láta hana passa í. Ef menn vilja endilega halda sig við diesel þá eru væntanlega fáir ódýrir kostir til, almennilegar dieselvélar eru yfirleitt dýrar og líklega best að halda sig við það sem er í og hugsa bara: "Kemst þó hægt fari" sem er svo sem rétt þó að það sé hundleiðinlegt.
Að mínu áliti eiga vélar undir 4L í rúmtaki heima í fólksbílum en ekki jeppum hvort sem þær eru bensín eða diesel en menn mega gjarnan vera ósammála því ef þeir vilja.
03.04.2007 at 18:32 #586912Hvernig er það passar 6,5 disel ofaní húdið?
Og eru þær að eiða miklu á til eina soleiðis með skiptingu og millikassa.
03.04.2007 at 19:26 #586914Hehe.. mér þætti gaman að sjá 6.5 ofan í Hilux : )
03.04.2007 at 20:03 #586916Kemst 318 dodge ofaní og er hún að eyða miklu er þá að spá í ef ég setti einhvað í hann t.d 302 eða 351w hvað er þetta að eyða í innanbæjarakstri bíllin er c.a 1500-1700 kg og hefði fátækur námsmaður nýbúinn að fá prófið efni á að kaupa bensín á fjöll og svona og hann er á 35 er að spá 38 og 5,29 hvað eyðir hann inanbæjar? utanbæjar og fjöllum
03.04.2007 at 20:06 #586918‘I þínum sporum myndi ég snögg gleyma 6.2 eða 6.5 í þennan bíl .
það er , eða var til Toyota vél sem hét 2,4 D Dé stóð fyrir DEAD !
Þetta hefur afskaplega lítið lagast hvað sem gert er til að æsa þessar elskur upp í afli .
Þú verður að sætta þig við aflleysið þangað til þú finnur öflugra kram .
Mín skoðun er að ekki vera að eltast of mikið við Díeselmótora , eins og fram kemur, eru þeir miklir seðlatætarar ef þeir bila .
Munurinn er svo ofsalega lítill í dag , hvort er Díesel eða Bensínrella í húddinu.
Verðlaunamótorinn Duramax og svo Powerstrokinn eru að virka svaðalega . Nett tjúnnaður Duramax 380 hestöfl !Kv. Valli S .
03.04.2007 at 20:13 #586920búin að vera að hugsa að vera að setja bensín mótor en hvað eru þeir að eyða í innanbæjar? langkeyrslu utanbæjar? á fjöllum? er að spá 302 351w 4.1 vortec kemst 318 dodge í húddið?
03.04.2007 at 20:24 #586922Eyðslutölur hafa alltaf verið hitamál þegar kemur að V8 vélum .
Eins og ég sagði í upphafi , þá er það aksturslagið sem stjórnar að verulegu leyti eyðslu V8 .
‘Eg veit að 2,4 er að eyða Ca 12 til 14 lítrum í blönduðum akstri og fara nærri 20 í puði .
Mín reynsla af rétt upp settri 302 er að hún er að skola niður 14 til 16 í bæjarakstri og svo í miklu álagi í þungu færi 20 til 25 . Ef hún er botnstaðin og engu hlíft , sjást tölur vel yfir 30 l .
‘Eg álýt að það er sama hvaða leið er farin , aflið kostar alltaf peninga .Kv . VS
03.04.2007 at 20:37 #586924hvað er hún mörg hestöfl og hvað torkar hún mikið?
351w hestöfl og tork?
og 4,3 vortec hestöfl og tork?
318 ef það kemst ofaní hestöfl og tork?
En 350 er ekki einhver komin með svoleiðis ofaní húddið og hvernig er að koma því ofaní?
03.04.2007 at 21:07 #586926Það eru þrjú megin atriði sem ráða því hvað bíll eyðir:
1. Þyngd bílsins
2. Þyngd bensínfótar ökumannsins
3. Stærð vélarinnar
Og vægi þessara þriggja atriða er svona í meginatriðum í þessari röð. Þriðja atriðið hefur vissulega áhrif en hin tvö eru samt það sem mestu skiptir. Mátulega stór vél sem fer létt með bílinn getur í sumum tilfellum komið betur út heldur en kraftlítill mótor sem ræður ekki við bílinn sérstaklega í aðstæðum þar sem þarf á miklu afli að halda. Í venjulegum akstri þar sem ekki reynir mikið á afl er hinsvegar stór mótor undantekningalítið að eyða meiru.
03.04.2007 at 21:30 #586928302 5.0 lítra fordinn var að skila á bilinu 200 til 300 hp… allt miðað við úr hvaða bíl hún kom.
351 windsor, er að skila frá 250 til 350 hp… sama hér, eftir því hvernig búnaður er á henni..
4.3 vortech, mótorinn var að skila 190 hp að mig minnir
315 5.2 magnum, var að skila 220 hp … sú vél græðir mjög á tölvukubb frá mópar og 3" púst.. ja líkast hinar vélarnar líka.
Fyrir þig þá eru allir hér nema einn mótor of stór fyrir hásingarnar þínar og það er 4.3 vortech. Einn mótor sem þú ættir að skoða er 4.0 lítra 6 inline cherokee mótor.. hægt að fá þá mjög mjög ódýrt. þeir eru 185 hp. t.d. í vöku. Annar mótor væri 4.0 v6 úr ranger eða ford explorer, hann er frá 170 og upp í 210 eftir árgerðum.
Varðandi hlutföllin hjá þér þá myndi ég ekki fara lægra en 4:56 ef þú ætlar þér að stækka vélina. það er líka alveg nógu lágt drif fyrir 38" dekk ef þú ert með sæmilegan mótor.
Ég sjálfur er með 3;73 og 4.7 lítra mótor og það virkar fínt.. þó svo að ég ætli að fá mér 4:56 í sumar.. þegar $ koma inn.. (námsmaður)
Ég var með 2.5 lítra bensín mótor hjá mér, þá eyddi bílinn 18 lítrum innanbæjar og 18 lítrum utanbæjar… skipti um mótor.. og innanbæjar eyðslan var 18 lítrar og utanbæjar 13 lítrar.. Stórt er ekki endilega slæmt.
Eyðsla á fjöllum jókst ekki, þar sem litli mótorinn var oftast í botni til að hanga í ferðafélögunum.
ÞEssar 8" drifs toyotu hásingar þola illa eitthvað lægra en 4:56 ef þú ætlar að vera með vél sem skila einhverju. Þó svo að margir séu að nota þennan búnað þá er það oftar en ekki að menn séu að skipta um 5:27 drif árslega…. ef stórir mótorar eru notaðir..
kv
Gunnar..
03.04.2007 at 22:01 #586930hvaða ranger er 210hp og er cherooke ekki allveg að drekka bensinið 4.0 cherooke hans pabba high outpu-t eða eithvað honum var hreinliega lagt orginal dekk og allt eyðir of.
03.04.2007 at 22:12 #586932Ranger.. árgerð sirka 2002.. og uppúr.. eru með 210 hp.. eldri týpur.. 170 hp.
4.0 lítra cherokee vélar eyða ekkert miklu… ekki ef þær eru í sæmilegu ástandi. Þær endast rosalega vel og bila lítið, en auðvitað verður að skipta um kerti, háspennukefli, þræði, súrefnisskynjara, hreinsa kvaðrakútinn… (oftast stíflast þeir eftir sirka 100 þus keyrslu) .. Ef allt annað er í lagi í vélinni þá eru þeir ekkert að eyða miklu.
Þú getur googlað… Grand cherokee.. með 4.0 lítra vélinni.. og það er sama vélin og hefur verið síðastliðin 15 ár.. eða svo. Reyndar eyddur vélar minna sem voru með peogot innspýtingu .. árgerð 87 veit ég um..
á google geturðu séð fullt af reynslusögum um eyðslur og slíkt… um allar vélar.
kv
gunnar
03.04.2007 at 23:00 #586934Ég átti óbreittan Grand ’96 með 4L 185hp. fór með 18-20l innanbæjar í Reykjavík, 12-13l á 100km/kl. á cruse control á suðurlandinu og einhverstaðar þar á milli á fjallvegum. Sérlega skemtileg jeppavél mjög gott tog og mjög gott vélarafl þó að hún sé ekki stærri en þetta. Og sló aldrei feilpúst þrátt fyrir mikið vatnabusl og mikla notkun við þungan drátt. Sumir vilja halda því fram að hún sé besta alhliða jeppavél allra tíma, ég veit svo sem ekki hvort það er rétt en góð vél allavega.
03.04.2007 at 23:27 #586936Er ekki fínt að hafa 4,88 og 38" og 4,0 cherooke en hvernig skipting ætti að vera bara cherooke orginal
en millikassi
04.04.2007 at 06:26 #586938Einn félagi minn er með cherokee breyttan, 87 árgerð og er ekinn yfir 300 þús.
hann er með 4 gíra sjálfskiptinguna, trikkið við að halda skiptingunni gangandi er að setja tappa á olíuplötuna á skiptingunni og skipta um alla þá olíu sem hægt er að taka af hverju sinni af skiptingunni(sirka helmingur magnsins) um leið og hann skiptir um olíu á vélinni sjálfri, þannig hefur hún endst og endst hjá honum.5 gíra beinskiptingin er líka fín, ég hef heyrt að það þurfi hugsanlega að skipta um legur í kassanum í um 150 þús… en það er nú bara eðlilegt svosum.
Með millikassa þá er original kassinn í cherokee np 231 eða np 242 , báðir eru með 2.72 lága drif. ´Þeir eru báðir mjög sterkir millikassar og þola vel 8 cyl power. (ég nota 242 með v8) Eina spurningin er hvernig hásingin að framan er hjá þér, þ.e.a.s. hvort er inntakið fyrir drifskaftið bílstjóramegin að framan eða farþegamegin. Ef það er bílstjóramegin þá geturðu fengið þér alla driflínuna úr cherokee og sett beint í. Ef það er farþegamegin þá þarftu að fá þér annan millikassa, t.d. dana 300… hann er með útganginn farþegameginn.
Með 4:88, þá er betra að hafa 4:56 , því það er sterkara drif, en 4:88 ætti alveg að duga ef varlega er farið og ökumaðurinn vitandi um að búnaðurinn sé svona smá viðkvæmur.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.