FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Auglýsingar á vefnum

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Auglýsingar á vefnum

This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarki Clausen Bjarki Clausen 17 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.09.2007 at 13:23 #200852
    Profile photo of
    Anonymous

    Að undanförnu hefur borið mikið á því að f4x4.is sé misnotaður af fyritækjum og bröskurum í allavega starfsemi. T,d virðis fólksbílasölumarkaðurinn vera að teygja sig inn í auglýsingarnar og standa auglýsingar félagsmann orðið stutt við á forsíðunni þess vegna. Ég mæli með að stór bílabraskarar noti bílasölur.is en þar eiga þessar auglýsingar heima. Sömu sögu er að segja um fyrirtækja auglýsingar í smáauglýsingardálknum. Þær eiga ekki heima þar. Og geta fyrirtæki leitað til vefnefndar eftir örðum auglýsingarmögurleikum ella verður þessum auglýsingum eytt jöfnum höndum. Einnig eiga vefnotendur að gefa upp nöfn sín í prófílnum. Okkur langa einnig að benda auglýsendum að nota ekki myndaalbúmið undir auglýsingamyndir en all að 10 % myndaalbúmsins er undirlagt af ruslmyndum af dekkjum, dekkjamunsti og felgum og öðru drasli. Tökum til á vefnum.
    Hér má sjá prófíl notandans og dæmi um auglýsing sem ekki samræmist skilmálum
    síðunar.

    halldorat
    Veffang
    http://
    Tökum að okkur járnsmíði!, Bílar
    halldorat, 24. September 2007 – 11:55
    Dundaverk er vaxandi félag sem tekur að sér meiri eða minni járnsmíði eða viðgerðir. Kerrur, mótorfestingar, kerrulásar, stífur ofl.
    Hafið samband og ræðum málin. Jón og Halldór.
    Hafðu samband: dundi@simnet.is

    Skilmálar f4x4.is

    1. Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á vefsvæði Ferðaklúbbsins 4×4, f4x4.is.

    2. Skilmálarnir geta breyst án fyrirvara ef þörf þykir.

    3. Notkun vefsvæðisins skal vera í samræmi við hlutverk klúbbsins eins og það er skilgreint í lögum hans.

    4. Brot á skilmálum þessum getur valdið tafarlausri brottvikningu af vefsvæði klúbbsins og síendurtekin brot geta varðað brottvísun úr klúbbnum.

    5. Notendur skulu gefa upp rétt nafn og kennitölu við nýskráningu. Skráningum sem ekki uppfylla þetta skilyrði verður tafarlaust eytt.

    6. Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána öðrum aðgangsorð sitt, nota kennitölu eða félagsnúmer annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn sem tilheyra öðrum.

    7. Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða reyna að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á búnaði eða gögnum. Ferðaklúbburinn 4×4 ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að valda.

    8. Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar, sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir og mun slíkum þursum verða meinaður aðgangur að síðunni í skemmri eða lengri tíma. Vefnefnd metur það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei og getur lokað aðgangi hans tímabundið. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 í samráði við Vefnefnd ákveður hvort lokun skuli vera varanleg.

    9. Notendum skal vera ljóst að þeir bera sjálfir persónulega ábyrgð á öllu sem þeir skrifa eða senda á vefinn. Þeir skulu því haga notkun sinni á vefnum með þeim hætti að ekki sé brotið á friðhelgi persónu né einkalífi annarra. Vefnefnd mun fjarlægja slík skrif án nokkurs fyrirvara.

    10. Óheimilt er að nota upplýsingar af vefsvæðinu til að senda óumbeðnar fjöldasendingar.

    11. Auglýsingar frá notendum skulu vera á auglýsingasvæði, ekki í myndasafni eða spjalli. Fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á vefsvæðinu nema gegn greiðslu.

    12. Óheimilt er að birta efni á f4x4.is sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni.

    13. Forsvarsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 munu eftir fremsta megni reyna að tryggja öryggi þeirra gagna sem geymd eru á vefsvæðinu. Klúbburinn ber þó ekki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast af notkun vefsvæðisins eða ef vefsvæðið er ekki aðgengilegt af einhverjum ástæðum. Einnig ber klúbburinn ekki ábyrgð á gögnum sem geymd eru á búnaði vefsvæðisins ef þau tapast eða skemmast.

    14. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til þess að nota allt efni sem notendur vefsvæðisins birta á vefsíðunum, s.s. myndir, texta eða skrif á spjallið, í þágu starfsemi Ferðaklúbbsins, hvort sem það er til birtingar annars staðar á vefsvæðinu, í félagsritum eða öðrum vettvangi í nafni Ferðaklúbbsins. Önnur nýting á efni því er birtist á vefsvæðinu er óheimil án heimildar stjórnar klúbbsins og höfunda viðkomandi efnis.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 28.09.2007 at 22:05 #597820
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    BTF: Ég verð reyndar að vera sammála þér þarna.

    … og Skúli – hvað segirðu um að mætast á miðri leið og samþykkja að hér megi auglýsa allt … nema Yaris. Ég færi mjög sáttur að sofa með þá niðurstöðu :-)

    Annars er ég líka að auglýsa Pajero fyrir föður minn – ef þú ert á annað borð á höttunum eftir bíl 😀

    kv.
    Einar Elí





    28.09.2007 at 22:15 #597822
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Yaris er bara fyrir smástelpur, og ég efa að margar gelgjur séu fastagestir á þessum vef. Ég er á því að þeir sem spama auglýsingar á 4×4 með fólksbíladrasli og öðru álíka rusli, og eru ekki einusinni félagar í 4×4, ættu að fá bann í einhvern tíma.

    Góðar stundir





    29.09.2007 at 01:06 #597824
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég er viss um að einhver gúrúinn í vefnefnd getur skrifað forritsstubb sem eyðir aðgangsorðum og ræsist í hvert skipti sem einhver skrifar Yaris á auglýsingasvæðinu. Það væri alveg hægt að sættast á þá millileið svona þangað til einhver verður alvarlega brátt í brók með að selja þvottavélina sína eða eitthvað álíka.
    Hlynur er náttúrulega með skilgreiningarnar á hreinu.
    Kv. – Skúli





    29.09.2007 at 03:47 #597826
    Profile photo of Tryggvi R. Jónsson
    Tryggvi R. Jónsson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 2648

    Þannig að í stuttu máli þá má ekki auglýsa Yaris á vefnum?





    29.09.2007 at 08:30 #597828
    Profile photo of Haukur Írvar Weihe
    Haukur Írvar Weihe
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Ég er félagsmaður, og ég ætla að auglýsa Yaris hérna eins oft og mér sýnist, enda kemur það engum við.
    Þeir sem ekki hafa áhuga á að skoða Yaris auglýsingar eða aðrar fólksbílaauglýsingar skoða einfaldlega næstu auglýsingu fyrir neðan, það fer nú ekki mikill tími í að skrolla niður skjáinn og ýta svo á "næsta síða".

    Að gefnu tilefni vil ég benda á að ég er líka með ísskáp til sölu :) hahahahahaha
    Endilega að hafa samband 899-2536





    29.09.2007 at 11:20 #597830
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Þegar maður sér pósta eins og þennann að ofan frá Hauk Weihei, þá skilur maður þörfina að settar eru reglur um auglýsingarnar á Vefnum.





    29.09.2007 at 16:07 #597832
    Profile photo of Sveinbjörn Ingi Þorkelsso
    Sveinbjörn Ingi Þorkelsso
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 142

    hvernig væri að hafa það með í dæminu að flestir af þessum mönnum sem eru að auglýsa fólksbílana sína eiga jeppa. eru að reynað selja fólksbílinn til þess að fá sér jeppa. eigum við að kalla það brask eða leið til að eiga fyrir hlutunum. eitt út annað inn?
    ansk. eg ætla ekki að hafa samviskubit yfir því að auglýsa eithvað herna hvort sem það er fólksbíll eða jeppavarahlutir eða fylgihlutir til þess að eiga fyrir mínu áhugamáli.

    óhofleg misnotkun á auglýsingaplássi er auðvitað bara merki um það að menn vilja losna við hlutina og reynað hafa þá á upphafsíðunni sem oftast þangað til þeir seljast.

    ef ykkur er svona svakalega illa við eina yaris tík er þá bara ekki málið að skella samann í púkk og kaupana þá kanski hættir hann að auglýsa :)
    eg er klár að kaupan þarf bara að selja smá drasl áður.. spurning hvort það sér brask

    kv. einn sem fynst sápuóperur leiðinlegar





    29.09.2007 at 20:14 #597834
    Profile photo of Jóhann Ingi Jónsson
    Jóhann Ingi Jónsson
    Member
    • Umræður: 44
    • Svör: 170

    hvernig getið þið ætlað til þess að menn hlusti á ykkur, taki ykkur alvarlega þegar þið látið sonna einsog 16 ára gelgjur?? þá er ég að tala um sonna comment einsog hjá honum Skúla. það mætti halda að þetta company/klúbburinn snúist um rassgatið á ykkur eingöngu en ekki 5000 félagsmenn og konur.

    en ef þetta er svona mikið vandamál þá er frítt auglýsingar pláss á http://www.gemlingarnir.com fyrir flest alla og allt.





    29.09.2007 at 21:07 #597836
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Ég hélt að þetta félag snérist um jeppamensku og því teingt en
    ekki um yfirgengilegt auglýsingar rugll, og þá sem eru í þessu félægi sér til
    gamans stunda þann ferðamáta vera á jeppum
    kv,,, MHN





    29.09.2007 at 23:06 #597838
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Þetta gengdarlausa tuð og þras tekur örugglega meira pláss en allar fólksbílaauglýsingar á þessum vef síðasta hálfa árið.

    P.s.
    Hvar fær maður 4×4 Yaris ?





    30.09.2007 at 00:17 #597840
    Profile photo of Trausti Kári Hansson
    Trausti Kári Hansson
    Participant
    • Umræður: 41
    • Svör: 320

    Ég sé ekkert að því að félagsmenn séu að auglýsa allt á milli himins og jarðar á vefnum svo framanlega að þeir séu félagsmenn og einnig er mér sama þó að sumir stundi spurningakeppni á vefnum því að ég er hlyntur frelsi en ekki höftum.
    kveðja Trausti k.





    30.09.2007 at 01:15 #597842
    Profile photo of Birgir Tryggvason
    Birgir Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 189

    Mér finnst ég rosalega heftur í Yaris. Má þá auglýsa hann eða ekki ;o)





    30.09.2007 at 01:23 #597844
    Profile photo of Erlingur Harðarson
    Erlingur Harðarson
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 1668

    Nei





    30.09.2007 at 01:41 #597846
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Gerum f4x4.is að undirsíðu hjá barnaland.is, og láglendisvæðum starfsemina hið fyrsta, enda virðist það vera stefna flestra í dag, að taka undir og grenja með minnihlutahópum.

    Góðar fasistastundir.





    30.09.2007 at 08:00 #597848
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Og margt gott sem hér hefur komið fram. Benni kemur hérna með ýmsa punkta sem kannski eru þeir mikilvægustu. Þ.a.s þjónusta við félagsmenn og hraðinn á vefnum.
    Við núverandi aðstæður er vefurinn kominn að þolmörkum bæði hvað varðar hraða og auglýsingar umfang. Sennilega væri ekkert mál að flokka auglýsinga með þeim hætti að allir gætu auglýst nákvæmlega það sem hugurinn girnist hverju sinni. Þá þarf tvennt til.
    Annars vega hraðvirkari vef og hinsvegar flokkun á auglýsingunum. En er vilji til þess að fara út í nýsmíði á vefnum eða hefur vefnefndin áhuga á því að dubba upp á auglýsingarflokkanna. Það er spurningin.
    Hvað flokkun auglýsinga varðar þá væri hugsanlegt að flokka þær með þeim hætti að einungis ferða og jeppatengt efni birtist á forsíðu. Með því móti gæti meirihlutinn verð sáttur. Markmiðið með auglýsingunum var að hér yrði mest auglýsingarflóra útivistarmann og virðist það vera að verða raunin, en fólksbíla auglýsingar og búsárhöld trufla þá ímynd. Síðan er það stóra málið hvort eigi að fara að huga að endurnýjun vefsins eða hvort það eigi að láta eitthvað annað njóta forgangs. T,d skálamál eða önnur hagsmunarmál klúbbsins. Reynda er það orðið þannig að hjartað í klúbbnum er f4x4.is og
    Flest snýst í kringum vefinn. Sennilega er það vefurinn sem skapar mest endurnýjun félagsmanna að öllu öðru ólöstuðu, þaðan koma líka flesta hugmyndirnar. Vefurinn er einnig tæki stjórnar og nefnda til þess að koma upplýsingum á framfæri. Þ.a.s allt snýst orðið í kringum f4x4.is.





    30.09.2007 at 08:20 #597850
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Þessa auglýsingu má sjá í smáauglýsingunum. Og sýnir tvöfeldni Skúla, þarna er Skúli ekki einungis tvöfaldur í roðinu heldur er hann svo ósvífinn að hafa hakkað sig inn á aðgang fyrrverandi formanns, til þess að fela slóð sína. Skúli er sem sé kominn óvar út úr skápnum, þó ekki eins fljótt og hann vildi sjálfur og ekki með þeim hætt sem hann vildi.
    Skúli hefur nefnilega lent í því ítrekað að á öllum stöðum sem hann hefur komið á, á sumarferðum sínum á Landrover að þá er það Yaris fyrir á stæðinu fyrir framan einhvern skálann.

    YARIS ÓSKAST, Bílar
    Benedikt Magnússon, 30. September 2007 – 01:16
    Óska eftir Toyotu Yaris, helst fjórhjóladrifnum en það er þó ekki skilyrði.
    Skúli Haukur Skúlason s: 8942920





    30.09.2007 at 12:59 #597852
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Heyr, heyr Ofsi.
    Það getur ekki verið að það sé mikið mál að laga þetta. Og þá eru flestir ánægðir.

    Eina sem þarf að gera er að setja sér flokk fyrir fólksbíla. Og ekki láta hann birtast á forsíðu. Þá er málið leyst.

    Og þessi blessaði Haukur sem er að auglýsa Yaris drusluna sína, segir að það komi ekki nokkrum við þó hann auglýsi bílinn hérna. Það er bara gjörsamlega alrangt hjá manninum. Það kemur okkur öllum við sem skoðum þennan vef og borgum félagsgjöld til að halda honum uppi.

    Svo fer annað doldið í taugarnar á mér. Afhverju þurfa sumir að býsnast yfir því að það sé verið að rökræða hlutina.

    Eins og t.d þessi:

    "Ótrúlegir tuðarar
    29. September 2007 – 23:06 | stebbi, 956 póstar
    Þetta gengdarlausa tuð og þras tekur örugglega meira pláss en allar fólksbílaauglýsingar á þessum vef síðasta hálfa árið.
    P.s.
    Hvar fær maður 4×4 Yaris ?"

    Og þessi:

    "Auglýsum Yaris
    30. September 2007 – 01:41 | Hlynur, 1187 póstar
    Gerum f4x4.is að undirsíðu hjá barnaland.is, og láglendisvæðum starfsemina hið fyrsta, enda virðist það vera stefna flestra í dag, að taka undir og grenja með minnihlutahópum.
    Góðar fasistastundir."

    Ef þetta er ekki tuð þá veit ég ekki hvað tuð er.
    Þetta er mun meira tuð en þegar menn eru að rökræða hlutina.
    Alger óþarfi að fara rífast eða vera með skítkast yfir hlutunum, við erum nú flest fullorðið fólk og eigum að haga okkur eftir því.

    Kannski er þetta allt sama bara grín hjá þessum blessuðu mönnum, en ef menn ætla ekki að taka þátt í umræðunum á skynsaman og málefnalegan hátt þá eiga þeir bara ekkert að vera pósta neitt. Það er allavega mín skoðun.

    Annars finnst mér yfirleitt mjög gaman að skoða þennan vef. Og umræðurnar eru oftar góðar og málefnalegar en slæmar og ómálefnalegar.

    Ég skoða hann á hverjum degi. Spjallborðið, myndaalbúmið og smáauglýsingarnar.

    Uss uss þetta er alltof langt hjá mér.

    Kveðja
    Þengill





    30.09.2007 at 14:39 #597854
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Tek undir með Þengli, segir allt sem segja þarf.

    Og Benni, ágætur hrekkur en það var nú full langt gengið að láta símanúmerið mitt fylgja með í auglýsingunni, ekki friður fyrir hringingum frá örvæntingafullum Yaris-eigendum sem grátbiðja mig að kaupa af sér tíkina. Það er greinilegt að hafi mönnum orðið á að eignast svona bíl er ekki svo auðvelt að losna við hann aftur og örvæntingin sem grípur menn tilfinnanleg. Ég hef eiginlega snúist 180 gráður í þessu vegna samúðar með þessum örvæntingafulla hóp, við verðum að leyfa þeim að reyna allt sem hægt er og legg til að aðeins verði leyfilegt að auglýsa Yaris á vefnum.
    Kv – Skúli





    30.09.2007 at 15:48 #597856
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Skúli… Ég hefði nú alveg viljað vera fluga á vegg snemma í morgun þegar einhver hringdi að reyna að selja þér yaris :-)

    Benni





    30.09.2007 at 20:14 #597858
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    "Ertu með HVAÐ til sölu???"





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 41 through 60 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.