FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Auglýsingar á vefnum

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Auglýsingar á vefnum

This topic contains 76 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarki Clausen Bjarki Clausen 17 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.09.2007 at 13:23 #200852
    Profile photo of
    Anonymous

    Að undanförnu hefur borið mikið á því að f4x4.is sé misnotaður af fyritækjum og bröskurum í allavega starfsemi. T,d virðis fólksbílasölumarkaðurinn vera að teygja sig inn í auglýsingarnar og standa auglýsingar félagsmann orðið stutt við á forsíðunni þess vegna. Ég mæli með að stór bílabraskarar noti bílasölur.is en þar eiga þessar auglýsingar heima. Sömu sögu er að segja um fyrirtækja auglýsingar í smáauglýsingardálknum. Þær eiga ekki heima þar. Og geta fyrirtæki leitað til vefnefndar eftir örðum auglýsingarmögurleikum ella verður þessum auglýsingum eytt jöfnum höndum. Einnig eiga vefnotendur að gefa upp nöfn sín í prófílnum. Okkur langa einnig að benda auglýsendum að nota ekki myndaalbúmið undir auglýsingamyndir en all að 10 % myndaalbúmsins er undirlagt af ruslmyndum af dekkjum, dekkjamunsti og felgum og öðru drasli. Tökum til á vefnum.
    Hér má sjá prófíl notandans og dæmi um auglýsing sem ekki samræmist skilmálum
    síðunar.

    halldorat
    Veffang
    http://
    Tökum að okkur járnsmíði!, Bílar
    halldorat, 24. September 2007 – 11:55
    Dundaverk er vaxandi félag sem tekur að sér meiri eða minni járnsmíði eða viðgerðir. Kerrur, mótorfestingar, kerrulásar, stífur ofl.
    Hafið samband og ræðum málin. Jón og Halldór.
    Hafðu samband: dundi@simnet.is

    Skilmálar f4x4.is

    1. Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á vefsvæði Ferðaklúbbsins 4×4, f4x4.is.

    2. Skilmálarnir geta breyst án fyrirvara ef þörf þykir.

    3. Notkun vefsvæðisins skal vera í samræmi við hlutverk klúbbsins eins og það er skilgreint í lögum hans.

    4. Brot á skilmálum þessum getur valdið tafarlausri brottvikningu af vefsvæði klúbbsins og síendurtekin brot geta varðað brottvísun úr klúbbnum.

    5. Notendur skulu gefa upp rétt nafn og kennitölu við nýskráningu. Skráningum sem ekki uppfylla þetta skilyrði verður tafarlaust eytt.

    6. Óheimilt er að nota aðgang annarra. Þar með talið er óheimilt að lána öðrum aðgangsorð sitt, nota kennitölu eða félagsnúmer annarra, reyna að komast yfir aðgangs- og lykilorð annarra eða nota á annan hátt gögn sem tilheyra öðrum.

    7. Óheimilt er að nota aðganginn til að að brjótast eða reyna að brjótast inn í tölvukerfi eða tölvunet annarra eða til að valda tjóni á búnaði eða gögnum. Ferðaklúbburinn 4×4 ber ekki ábyrgð á því tjóni sem slíkt kann að valda.

    8. Haga skal notkun í samræmi við góða siði og umgengnisreglur. Ærumeiðingar, tilhæfulausar ásakanir og árásir á aðra notendur eru ekki liðnar. Þursar, sem hafa það eina markmið að koma af stað rifrildum, eru ekki umbornir og mun slíkum þursum verða meinaður aðgangur að síðunni í skemmri eða lengri tíma. Vefnefnd metur það hverju sinni hvort viðkomandi notandi sé að þursast eður ei og getur lokað aðgangi hans tímabundið. Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 í samráði við Vefnefnd ákveður hvort lokun skuli vera varanleg.

    9. Notendum skal vera ljóst að þeir bera sjálfir persónulega ábyrgð á öllu sem þeir skrifa eða senda á vefinn. Þeir skulu því haga notkun sinni á vefnum með þeim hætti að ekki sé brotið á friðhelgi persónu né einkalífi annarra. Vefnefnd mun fjarlægja slík skrif án nokkurs fyrirvara.

    10. Óheimilt er að nota upplýsingar af vefsvæðinu til að senda óumbeðnar fjöldasendingar.

    11. Auglýsingar frá notendum skulu vera á auglýsingasvæði, ekki í myndasafni eða spjalli. Fyrirtækjum er óheimilt að auglýsa á vefsvæðinu nema gegn greiðslu.

    12. Óheimilt er að birta efni á f4x4.is sem ekki er í samræmi við lög og reglur eða almennt velsæmi, þar með talið ærumeiðandi efni.

    13. Forsvarsmenn Ferðaklúbbsins 4×4 munu eftir fremsta megni reyna að tryggja öryggi þeirra gagna sem geymd eru á vefsvæðinu. Klúbburinn ber þó ekki ábyrgð á tjóni sem kann að orsakast af notkun vefsvæðisins eða ef vefsvæðið er ekki aðgengilegt af einhverjum ástæðum. Einnig ber klúbburinn ekki ábyrgð á gögnum sem geymd eru á búnaði vefsvæðisins ef þau tapast eða skemmast.

    14. Ferðaklúbburinn 4×4 áskilur sér rétt til þess að nota allt efni sem notendur vefsvæðisins birta á vefsíðunum, s.s. myndir, texta eða skrif á spjallið, í þágu starfsemi Ferðaklúbbsins, hvort sem það er til birtingar annars staðar á vefsvæðinu, í félagsritum eða öðrum vettvangi í nafni Ferðaklúbbsins. Önnur nýting á efni því er birtist á vefsvæðinu er óheimil án heimildar stjórnar klúbbsins og höfunda viðkomandi efnis.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →
  • Author
    Replies
  • 25.09.2007 at 21:17 #597780
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Til að fá að setja inn aulýsingu eða fara inn á spjallið fynst mér
    lámarks krafa að þar sé rétt nafn netfáng og símanúmer en ekki
    dulnafn, það sama ætti að gilda um myntasíðuna líka. þeir sem
    félagsmen sem eru að aulýsa einkvað annað en það sem snír ekki að jeppamensku ættu að finna þeim annan vetfáng til að aulýsa á, það sama gildir yfir alla hina utan félags menn. þeir sem hafa það að atvinnu að rífa sundur bíla ættu ekki vera hér inn eða önnur atvinusölumenska né annað í þeim dúr. Hvað annað á árærir er í góðu lægi
    kv,,, MHN





    26.09.2007 at 00:02 #597782
    Profile photo of Helgi Rúnar Theódórsson
    Helgi Rúnar Theódórsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 128

    Er það alveg sjálfsagt og öruggt að allir jeppamenn séu í klúbbnum? Nei! Er það það þá alveg öruggt að þið hafið ekki áhuga að kaupa jeppa eða jeppa tengda hluti af svoleiðis aðilum af því að þeir eru ekki í klúbbnum og gætu þar með ekki auglýst hér? Nei!

    Sjálfsagt að henda út dulbúnum auglýsingum frá fyritækum og auglýsingum frá "spömmurum" og jafnvel að vel íhugðu máli takmarka þær við jeppa / ferða tengda hluti. En að loka á utanfélags jeppamenn er ekki option að mínu mati svo lengi sem þeir spili eftir settum reglum.





    26.09.2007 at 01:06 #597784
    Profile photo of Jón Garðar Helgason
    Jón Garðar Helgason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 638

    Daginn

    Mér finnst samt ákveðin skynsemi í því að leifa eingöngu félagsmönnum að auglýsa á vefnum jafnvel þó aðrir geti boðið upp á vöru sem tengjast sportinu.

    Það virkar hvetjandi á menn að verða félagsmenn og borga félagsjöld ef menn fá frítt auglýsingapláss umfram aðra og það á vef sem eingöngu markhópur vörunnar skoðar.

    Mér sýnist líka að allir sem hafa tjáð sig hér séu sammála um að uppræta auglýsingarnar sem eru settar inn í atvinnuskyni.

    Kv Izan





    26.09.2007 at 22:27 #597786
    Profile photo of Þengill Ólafsson
    Þengill Ólafsson
    Participant
    • Umræður: 48
    • Svör: 611

    Þá er það ekki "frítt" auglýsingapláss. Við borgum jú félagsgjöld. Ekki satt frændi? 😉
    Ég held samt að menn færu ekki að borga 5000 kall á ári til að setja inn auglýsingar.

    Ég held að við sem félagsmenn og almennir jeppadellu kallar græðum lang mest á því að hafa auglýsingarnar opnar fyrir alla.
    Það má kannski skoða það að hafa þá spjallið lokað.
    Held frekar að menn myndu borga ársgjaldið til að fá að vera með í sjallinu og öllu sem því fylgir. Kannski hægt að skoða það en ekki skrifa þar.

    En allavega, út með fólksbílana. hehe :)

    Kveðja
    Þengill





    26.09.2007 at 22:49 #597788
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Núna eru 4 fólksbílaauglýsingar í topp 10. Það þarf að breyta þessu eitthvað, en ég veit ekki hvernig.

    Góðar stundir





    26.09.2007 at 23:03 #597790
    Profile photo of is
    is
    Participant
    • Umræður: 71
    • Svör: 994

    er búinn að auglýsa 3 sinnum lancerinn til sölu í september
    sími 8255686

    er ekki tími kominn að loka á þessa ójeppa tengdu bíla+hluti.

    kv. Kalli





    27.09.2007 at 03:09 #597792
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Er ég eini maðurinn í klúbbnum sem á líka fólksbíl?

    Ég lít eiginlega á það sem nauðsyn, þar sem ég er á gömlum jeppa og vil hvíla hann eins og ég get á milli ferða. Sömuleiðis eru nú flestir hérna í almennri ferðamennsku, en það mætti þá varla auglýsa prímus eða fellihýsi hér.

    Ég skil svosem að það væri ekki sniðugt ef auglýsingaplássið fylltist af auglýsingum um erótískt nudd, bingókvöld eða herbalife – en mér þætti það hálfgerð þröngsýni að útiloka allt nema jeppa og vara- og aukahluti í þá. Ég held að það væri til þess fallið að minnka traffíkina hér aðeins, auk þess sem það er örugglega sáraeinfalt mál að bæta bara við flokki fyrir fólksbíla.
    Ef einhver er á höttunum eftir bíl, þá lætur hann tvö til þrjú "click" ekki stoppa sig í leit að honum.

    En væri ekki mögulegt að setja tímamörk á notendur, þannig að þeir gætu t.d. aðeins birt eina auglýsingu á hverjum 48 tímum? Það mundi losa okkur við spamið, sem ég held að sé meira vandamál en að fólk sé að bjóða öðru jeppafólki bæjartík til að snattast á.





    27.09.2007 at 06:32 #597794
    Profile photo of Haukur Írvar Weihe
    Haukur Írvar Weihe
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 10

    Furðulegt þegar einhverjir gaurar hérna ætla að ákveða fyrir aðra hvaða auglýsingar mega birtast,
    sbr. Yaris auglýsinguna.
    Þeir sem vilja upplýsingar um Yaris þeir einfaldlega hringja eða senda póst en hinir láta það bara eiga sig.





    27.09.2007 at 09:13 #597796
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    1) Tvöfalda í það minnsta, fjölda nýrra auglýsinga sem sjást á forsíðu. 2)Stofna fólksbílaflokk 3) Takmarka fjölda auglýsingar (spam) í það minnsta í reglum, þó það væri ekki sjálfvirkt. Það er frekar þreytt, þegar menn setja sömu auglýinguna inn á hverjum degi.





    27.09.2007 at 09:23 #597798
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Mikið ofboðslega eru menn viðkvæmir… Þetta fer að minna á…. já best ég nefni engin nöfn.

    En er það þannig að jeppamenn kaupa og selja bara jeppadót ? Ég á breyttan jeppa og fullt af jeppadóti, ég á líka óbreyttan jeppa – sem er reyndar til sölu og hefur verið auglýstur hér… svo á ég líka tvo fólksbíla og gæti alveg auglýst annan þeirra hér fljótlega.

    Það er líka þannig að ef að mig vantar eitthvað þá nota ég hina stórsniðugu leitarvél og leita… Eru menn kannski þannig að þeir verða að sjá auglýsinguna um það sem þeim vantar á forsíðunni til að muna eftir að þeim vanti hlutinn ??? Eða eru snýst þetta um svona "spontant" innkaup, ég sé 38" dekk auglýst á forsíðu og stekk á þau… Þó mig vanti ekki svoleiðis..

    Annars auglýsti ég 49" dekk um daginn og sú auglýsing hékk á forsíðunni í tæpan sólarhring – sem ég er nú bara alveg sáttur við.

    Ég held að ef að menn ætla að vera að agnúast út í þessa síðu – sem er að verða bara nokkuð ágæt, þá væri nær að eyða púðri í að gera hana hraðvirkari… en í dag er hún án efa á botn 10 yfir hraðvirkustu síður íslands.

    Benni





    27.09.2007 at 12:47 #597800
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Kosturinn við svona auglýsingasíður á sérhæfðum vefum eins og þessum er að þar er oft hægt að browsa eða skoða auglýsingar á tilteknu sviði eða á að vera þannig. T.d. finnst mér oft áhugavert að fara í bílaflokkinn og skoða hvað sé af jeppum til sölu, hverjir séu að selja, hvaða verð séu í gangi etc. Þegar önnur hvor auglýsing eða meira í þessum flokki er fyrir einhverja fólksbílatík verður þetta bæði leiðinlegra og tímafrekara, þetta drasl er bara að flækjast fyrir og ég mun aldrei kaupa fólksbíl sem er auglýstur þarna. Að þessu leiti er vefurinn ekki að virka sem sérhæfður jeppa- og ferðavefur. Þetta myndi batna mikið með því að þessar fólksbíladollur fengju sérstakan flokk, þá gætu þeir sem reyna að nota þennan vef til að selja þetta drasl sett auglýsingar þar inn án þess að þetta sé að flækjast fyrir augunum á okkur sem lítum á f4x4 sem 4×4 ferðavef. Og helst að auglýsingar í þeim flokki birtist ekki á yfirlitssíðu auglýsinga, þó það sé svosem ekki aðalatriðið.
    Einar Elí, þetta útilokar ekki prímus eða fellihýsi, enda liggur það í orðana hljóðan að það er eitthvað sem á heima á vef ferðaklúbbs. Enda höfum við sérstakan flokk fyrir það. Hins vegar gegnir kannski öðru um eldavél í eldhúsið eða hjónarúm og ég hugsa að flestir yrðu frekar þreyttir á því ef vefurinn væri fullur af búsáhaldaauglýsingum.
    Kv – Skúli





    27.09.2007 at 14:53 #597802
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Ef við ætlum að láta nafn klúbbsins stýra því hvað má auglýsa hér – þá hljótum við í framtíðinni að verða að þola að Suzuki Swift verði auglýstir hér lon og don, svo fremi þeir séu fjórhjóladrifnir?

    Hvað sem því líður… Ég veit ekki hvort ég er dæmigerður notandi síðunnar, en ég er jeppamaður og ferðast líka á annan máta (fór til dæmis í útilegu í sumar á Audi. Vissuð þið að það er hægt?). Og ég sem félagsmaður kann ágætlega við auglýsingarnar eins og þær eru, ef frá eru taldar sífelldar endurtekningar á stuttum tíma. Ég held samt að það væri til bóta að hafa sérstakan fólksbílaflokk.

    Að öðru leiti finnst mér uppsetningin og flokkunin eins og hún er í dag fín og gagnleg.

    …En ég skoða smáauglýsingar reyndar til þess að sjá hvort eitthvað sé til sölu á góðu verði sem mig vantar/langar í. Fyrir afþreyingu beini ég sjónum mínum annað 😉

    kv.
    EE.





    27.09.2007 at 16:27 #597804
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Það er kannski ástæða til að spá aðeins í afhverju þessi umræða kemur upp? Það er vegna þess að allrahanda dót ótengt jeppum og ferðamennsku er gríðarlega fyrirferðamikið á vefnum. Kannski minna af búsáhöldum en þeim mun meira af fólksbíladollum sem eiga jafn mikið skylt við ferðamennsku eins og búsáhöld.
    Sem dæmi tók sig einhver til og setti fjórum sinnum í röð inn auglýsingu þar sem hann er að bjóða einhverjar 13 tommu felguskífur undir fólksbíla. Lancer drusla er auglýst þarna fimm sinnum á örstuttum tíma og talandi um Lancer þá er ljóst að þetta er frábær staður ef maður er að leita að gömlum Lancer tíkum því á síðustu dögum er að finna 11 auglýsingar þar sem slíkt hró er auglýst til sölu. Svo er það nú eiginlega grófasta dæmið sem líklega ýtir þessari umræðu af stað. Yaris er auðvitað frábær til fjallaferða eins og viðskiptavinir á bílaleigum vita eða telja, enda er að finna hér síðustu vikur hátt í 20 auglýsingar þar sem slík sardínudót er auglýst. Reyndar skekkir það myndina verulega að ég sé ekki betur en þarna sé SAMA AUGLÝSINGIN BIRT 16 SINNUM á jafn mörgum dögum. Ég ætla svosem ekki að fullyrða að þetta sé misnotkun, ekkert sem bannar þetta, en í þessu ljósi er ekki skrýtið að mönnum fari að leiðast þessar auglýsingar, þetta er svolítið dropinn sem fyllir mælinn. Þetta gæfi eiginlega tilefni til að banna sérstaklega að auglýsa Yaris dollur. Það væri kannski athugandi að skoða bílinn með því skilyrði að fá að fara prufutúr á honum um Vatnahjallaleið eða Arnarvatnsheiði.
    Kv – Skúli





    28.09.2007 at 10:06 #597806
    Profile photo of Birgir Tryggvason
    Birgir Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 189

    Ef rökin eru þau að það eigi að leyfa fólksbíla að því að jeppaeigendur þurfa að eiga fólksbíla líka. Er þá ekki allt eins gott að leyfa þvottavélar og bókahillur. Ég sem jeppamaður hef t.d. þörf fyrir bæði.
    Í framhaldi af því eiga þá ekki að vera spjallflokkar fyrir þessar sömu vörur. Jeppamenn geta líka haft gagn af því að vita hvar sé hagstæðast að fá 13" bling felgur á Yarisinn sinn, hvert sé best að leita með Ariston þvottavélina sína í viðgerð og hvort Ikea sé ekki örugglega með ódýrustu bókahillurnar. Á þessu er kannski stigsmunur en ekki eðlismunur

    Ef að það má auglýsa allt hérna. Hver er þá tilgangurinn sérstökum auglýsingabálki. Væri ekki alveg eins gott að setja bara link inn á smáauglýsingar mbl.is og benda fólki á að auglýsa bara þar. Þar eru þó allavega sérflokkur fyrir fólksbíla og sér fyrir jeppa.





    28.09.2007 at 11:30 #597808
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Ég sé ekki enþá vandamálið – enda er leitarvélin frábær og ef mig vantar eitthvað þá leita ég í auglýsingunum.

    Ég lít á þennan vef sem þjónustu við félagsmenn – ekki þjónustu við þá á takmörkuðu sviði. Þannig finnst mér ekkert að því að félagsmaður auglýsi þvottavélina sína eða lancerinn til sölu hér. En utanfélagsmenn eiga ekkert erindi með að nota "fría" þjónustu félagsmanna án þess að þeir greiði sérstaklega fyrir.

    Og Skúli – ég hugsa að það hafi farið fleiri Yarisar um hálendi Íslands í sumar en t.d. Landrover, eða breyttir jeppar almennt :-)
    (en þessi staðreynd ein og sér dugir til að ég kaupi aldrei notaðan yaris af ótta við að hann hafi verið hálendisbíll – ekki það að ég myndi nokkurntíman láta sjá mig á Toyotu aftur ! )

    Og svo að lokum minni ég á :

    2. grein.
    Markmið félagsins eru:
    . Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum.
    . Að gefa gott fordæmi um….. O.sfrv.

    Yaris er til fjórhjóladrifinn…….

    Benni

    P.S.

    Væri nú ekki ráð að fara að eyða púðri og peningum í að koma þessari síðu í hýsingu þar sem 95 % notendana er og á almennilegan vélbúnað þannig að hún hætti að vera hægvirkasta síða norðan Alpafjalla.





    28.09.2007 at 14:48 #597810
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég mæli með að 2. gr. laganna sé breytt og verði svohljóðandi:

    2. grein.
    Markmið félagsins eru:
    .. Að ná til sem flestra sem áhuga hafa á ferðalögum um landið á fjórhjóladrifsbifreiðum með millikassa, lægsta punkt undir kvið hærri en 20 cm og hásingar að framan og aftan.

    Að öðrum kosti legg ég til nafnabreytingu og klúbburinn heiti Yarisvinafélagið 4×4.
    Kv – Skúli





    28.09.2007 at 16:07 #597812
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    Hvað er málið með Skúla og Yaris ?
    hefur Yaris gert þér eitthvað eða gleymdurðu bleiku pillunum í morgunn.
    Alveg ótrúlegt hvað hægt er að eyða miklu púðri í ekkert eins og þessi þráður er………..
    Kveðja Lella





    28.09.2007 at 16:36 #597814
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég er kannski svona mikill skapofsamaður, en þegar maður opnar auglýsingasíðu þessa jeppa- og ferðaklúbbs ekki án þess að allt sé morandi í auglýsingum á þessum pútum og þá jafnvel sama tíkin aftur og aftur, þá fær maður bara nóg af Yaris. Yaris sjálfsagt ekki verri en hver annar Kringluskoppari, jafnvel sumt fólk sem ég þekki sem á svona bíl og ég tala ennþá við þau En það er bara hægt að fá nóg.
    Kv – Skúli





    28.09.2007 at 19:19 #597816
    Profile photo of Snorri Freyr Ásgeirsson
    Snorri Freyr Ásgeirsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 486

    En hvað með alla hiluxana og L 200 t.d sem eru með klafa að framan?????

    En annars er ég algjörlega sammála þessari breytingar tillögu á 2. grein lagana.

    Hásingar kveðja
    Snorri Freyr





    28.09.2007 at 20:38 #597818
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant
    • Umræður: 57
    • Svör: 1058

    Mér hreinlega ofbýður þetta tal að úthýsa Yaris úr auglýsingum á vefnum.
    Þetta er einn vinsælasti bíll meðal sparsamra Íslendinga og svo er einnig hægt að fá gripinn með drifi á flestum hjólum.
    Það að heimta að bíllinn er með millikassa til að hann megi verða auglýstur á þessum virðulega og hægfara vef, eru alltof strangar kröfur, enda þyrfti að bæta að minnstakosti meter við bílinn svo að þessi merkilegi millikassi rúmist.
    Hver myndi kaupa ofurlangan Yaris með millikassa, sem næði jafnvel aftur fyrir plastið, sem kallað er stuðplast?
    Ég vil biðja virðulega félagsmenn að stilla auglýsingakröfum í hóf.
    Kveðja Dagur





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 76 total)
← 1 2 3 4 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.