Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Auglýsing
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 16 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.06.2008 at 02:44 #202586
Nú er uppi auglýsing og er til sölu amatör talstsöð.
Þarna er verið að auglýsa til sölu búnað sem ekki má vera undir höndum fólks sem ekki hefur réttindi til og auglýst er sérstaklega að stöðin er ekki skráð og ekki þurfi að borga af stöðinni gjöld.
Þetta er alls ekki boðlegt að lögbrot skuli auglýst hér á þessum vef. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.06.2008 at 09:32 #624826
Hefði ekki verið nær að senda póst á vefnefnd í staðinn fyrir að auglýsa þetta ennþá betur hér… Núna þarf að eyða þessum þræði líka…
–
Bjarni G.
24.06.2008 at 09:51 #624828eins vel og þessum radio/tíðni reglum/lögum…. whatever… er nú fylgt eftir í þessu ágæta landi… eða þannig….. hvað ætli það séu margir sem hafi nokkra hugmynd um að þetta sé eitthvað ólöglegt……. kanski hefur þessi sem er að auglýsa stöðina ekki hugmynd um að þetta sé ólöglegt…..
.
bara spökulera….
24.06.2008 at 10:14 #624830auglýsingin hefur verið fjarlægð af vefnefnd.
24.06.2008 at 12:39 #624832Eru engin takmörk fyrir forsjárhyggjunni ??
Ég vil benda á að það eru allmargir félagsmenn í þessum klúbb með tilskilin réttindi og kunnáttu til að eiga og nota amatörstöðvar, t.d. undirritaður.Ef einhverjum dytti í hug að auglýsa flugvél eða bát seem þarf próf til að stjórna – ætlar stóri bróðir þá að grípa aftur inn og eyða auglýsingunni ? Hvar eru mörkin ???
Ágúst Ú Sigurðsson
24.06.2008 at 12:51 #624834sammála síðasta manni
(það er að segja ef ekki er búið að fjarlæga svarið)skari
24.06.2008 at 13:42 #624836Hér hafa báðir nokkuð til síns máls.
Eins og Dagur lýsir þessu þá er auglýsingin sett fram með "einbeittum brotavilja". Því er rétt að fjarlægja hana.
Ég sé ekkert að því þó að amatörar auglýsi slíkar stöðvar til annara amatöra hér á síðunni. Tel þó rétt að viðkomandi gefi upp kallmerki sitt með auglýsingunni.
Svokallaðar amatörastöðvar eiga ekki erindi í hendur annara en þeirra sem hafa þekkingu (og réttindi) til að nota þær. Það er mikill misskilningur að amatörastöðvar séu eftirsóknarverðar fyrir aðra til að spara örfáar krónur. Nokkrir þræðir hér hafa fjallað um þetta efni.
snorri
R16
24.06.2008 at 14:22 #624838Ég legg til að við bönnum bílaauglýsingar hér á vefnum þar sem að hingað koma inn aðilar sem ekki hafa bílpróf og lesa vefinn..
Það væri vítavert kæruleysi af vefnefnd að leyfa að slíkt væri borið á borði fyrir próflausa og jafnvel barnunga lesendur vefjarinns.
Að maður tali nú ekki um auglýsingar stórglæpamanna sem bjóða meiraprófsbíla til próflausra eða próflítilla einstaklinga hér á vefnum.
Svo legg ég til að Dagur fái notendanafn á Barnalandi…
Þvílíkt bull
Benni
24.06.2008 at 14:33 #624840Verður ekki þá líka bannað auglýsa bjórkvöld á síðunni,sumir hafa ekki aldur til að kaupa hann.
24.06.2008 at 14:44 #624842Að auglýsa amatörstöð með þeim formerkjum að hún sé óskráð og ekki þurfi að borga af henni gjöld, er svipað og að auglýsa bjór og taka fram að hann sé smyglaður eða auglýsa bíl og taka fram að svindlað hafi verið á vikt.
Snorri.
24.06.2008 at 15:37 #624844Til að kaupa bíl þarf aðeins peninga, en að keyra bíl þarf réttindi, tryggingar, skoðun í lagi ogfl.
Ég hef tildæmis ekki sóst eftir óskráðum bíl þó að engin gjöld eru af honum og að keyra slíkan bíl í umferðinni er lögbrot.
Til að meiga hafa amatör stöðvar undir höndum þarf leifi og ekki má selja slíkar stöðvar til annara en þeirra sem hafa slíkt leifi.
Ég veit að margar amatör stöðvar eru í höndunum á þeim sem ekki hafa tilskylin leifi og hef ekki skipt mér af því, á meðan menn eru ekki að auglýsa brotið sérstaklega.
Mér finnst rétt að upplýsa að þetta er ekki leifilegt, en ákvörðun um að fjarægja auglýsinguna er ekki mín.
kveðja Dagur
24.06.2008 at 15:47 #624846Ég skal bara leysa þetta mál og kaupa stöðina þá ættu allir að vera glaðir.
73, tf3tw
24.06.2008 at 15:54 #624848Soll vertu.
Til að upplýsa þig þá getur handhafi þessarar Amatör talstöðvar, sem var í auglýsingunni, hæglega hlustað á öll þín NMT samskipti.
Amatörar verða að skrifa undir þagnareið um að öll persónuleg samskipti, sem þeir verða vitni að, skulu ekki fara lengra og er þeim uppálagt að forðast að vera vitni að slíku.
Þeir sem ekki hafa réttindi, hafa heldur ekki skrifað undir þagnareið.
kveðja Dagur TF3DB
24.06.2008 at 16:07 #624850Klúbburinn hefur heldur ekki leyfi til að selja bjór, hvert svo sem gjaldið er fyrir hann.
…………………………………
Bjór seldur á kosnaðar verði
11. apríl 2008 – 20:11 | Ferðaklúbburinn 4×4, 29 póstar
………………………………..
4. júní 2008 | Stjórn F4x4Bjórkvöld
Á laugardaginn eftir Stefnumótunarfund verður haldið Bjórkvöld.Húsið opnar um kl 20.30.
Bjór og gos selt á kosnaðarverði.
Bjórkvöldið verður hér í Húsnæði 4×4
kv
Stjórn 4×4
24.06.2008 at 16:19 #624852Ég er alveg sammála því Dagur að menn eiga að hafa leyfi fyrir þeim tækjum og tólum sem þeir nota – en stöðvar líkar þeirri sem hér var auglýst eru töluvert algengar og ganga kaupum og sölum eins og menn vilja. Ég átti svona stöð sem ég keypti eftir blaðaauglýsingu – fannst svo hundleiðinlegt að nota hana og seldi aftur…
Hvert greiða amatörar fyrir sínar stöðvar ? Ég greiði ekkert fyrir mína, en greiði tíðnigjald í eitt skipti fyrir þær rásir sem settar eru í mína stöð. Greiða Amatörar til póst og fjar fyrir þær tíðnir sem þeir vista í sínum stöðvum ? Spyr sá sem ekki veit…
Síðan finnst mér amatör prófið mjög góðra gjalda vert og flott að sem flestir séu með og ég ætla mér í þetta þegar ég hef tíma til að sitja námskeiðið – en undirritaðaur þagnareiður sem að ekkert eftirlit er með er lítils virði – ef menn vilja hlusta þá hlusta þeir… Og blaðra…
Benni
24.06.2008 at 16:56 #624854Amatörar greiða fyrir Leifisbréf og fá úthlutað TF kallmerki hjá Póst og Fjar. eftir að hafa undirgengist próf í radófroðum og reglugerðum.
Einnig eru alþjóðlegar reglur sem Amatörum ber að hlíta.
Amatörum er úthlutuð tíðnisvið á alþjóðavísu, en hogt er að skipta því í mörg þúsund rásir.
Td hef ég enga fasta rás hjá mér, heldur stilli í hvert sinn á þá tíðni sem ég nota.
Ekki er greitt aftur nema að búsetu er breytt og er leifið og kallmerkið bundið ákveðnum stað, með nokkrum tímabundnum ubdantekningum.
kveðja Dagur TF3DB
24.06.2008 at 18:46 #624856Ég veit ekki betur en að hér auglýsi menn óskráða bíla, jafnt og skráða bíla. Síðast þegar ég gáði þá þarf maður ekki að tryggja né borga bifreiðagjöld af óskráðum bíl.
Ef tekið er mið af því sem á undan er gengið þá ætti að banna slíkar auglýsingar líka, og punkturinn með bjórauglýsinguna er ágætur líka.
Annað eins væl og dellu og þvælu hef ég ekki lesið lengi.
Djöfulinn vitið þið hvort ég er með réttindi eða ekki, sem ég er ekki með, og enn síður vitið þið hvort ég er að auglýsa stöðina fyrir sjálfan mig eða félaga sem er fullgildur aðili í IRA.
Þessi stöð var flutt inn af radíóamatör og hann sagði mér það að hún væri ekki skráð, en þar sem ég er ekki eins merkilegur og vissir TF-vælukallar hérna þá vissi ég bara alls ekkert að það væri ólöglegt að auglýsa svona skaðlegan og hættulegan varning.
Nú veit ég að þegar einstaklingur prufukeyrir bíl, mótorhjól eða annan varning sem krefst þess að hann hafi viss réttindi þá er hann krafinn um þau áður en hann fær að taka á honum.
Ég sá hvergi tekið fram í þessari auglýsingu minni að hún yrði seld manni sem ekki hefur réttindi.Ef þið fáið hland fyrir hjartað að auglýst sé svokallað lögbrot á þessari heimasíðu, þar sem menn GEFA SÉR ýmislegt, þá held ég að klúbburinn ætti að sjá sóma sinn í að selja ekki bjór og enn síður auglýsa það á síðunni.
En í stuttu máli, höldum þessu áfram, tökum út auglýsingar hjá félögum eftir að við höfum gefið okkur það að um lögbrot sé að ræða.
Og svo það fari ekki milli mála þá var það ég sem setti inn þessa auglýsingu og hafði ekkert lögbrot í huga.
Bestu kveðjur,
Andri Johnsen
Öfgafjarskiptaglæpamaður
24.06.2008 at 19:07 #624858þetta er að mörgu leiti rétt hjá þér Andri minn og ég held nú að menn hafi kannski hlaupið aðeins of hratt hér núna og að sama skapi hefðir þú mátt orða þetta öðruvísi þannig að ég held að þetta sé ekki bara einnamanna sök hér…
24.06.2008 at 20:31 #624860Nú er komið fram að viðkomandi setti inn auglýsinguna í góðri trú, vissi ekki betur.
Legg nú samt til að menn lesi þann texta sem skrifaður hefur verið hér á þræðinum og ígrundi hann áður en þeir hella úr skálum reiði sinnar með fúkyrðum yfir menn og málefni.
Reiði er að mínu mati engin afsökun fyrir fúkyrðum og ljótum ummælum hér á spjallþráðnum þó að mörg dæmi séu um slíkt.
Legg til að enginn láti frá sér fara texta hér á vefnum sem hann myndi ekki vilja setja á pappír og undirrita. Eftir nokkra fljótfærnispósta hér á undanförnum árum hef ég nú fyrir sið að lesa vel það sem fer og geyma í nokkrar mínútur áður en ég ýti á -í lagi-.
Fróðlegt væri nú eftir allt þetta, að sjá nákvæmlega þann texta orðréttan sem var í auglýsingunni.
Snorri
P.S. Er þó enn á því að taka beri út auglýsingar um amatöratalstöðvar nema fram komi að það sé einingöngu ætlað TFnxxx mönnum.
24.06.2008 at 22:39 #624862Hversvegna á klúbburin að vera einhver löggæslu aðili fyrir amatörstöðvaauglýsingar frekar en annað sem er auglýst á vebnum.
Ég held að menn eigi að gá að puttunum á sér allveg eins og að vanda orðalag sitt.
Ég ætla ekki að hafa þetta leingra þá þyrfti ég að fara að vanda orðalagið og lýsingarorðin um s###.
S.B.
24.06.2008 at 22:51 #624864Og ég var kannski full harðorður hérna áðan, fauk aðeins í mig, svo ég biðst afsökunar á að hafa orðið persónulegur hér á þræðinum og tek undir það sem þú segir með að bæði auglysingin og það sem ég setti fram hér á þræðinum hefði mátt vera öðruvísi orðað.
kv.
Andri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.