This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég er að velta fyrir mér hver sé besta leiðin til að auka aflið í Hilux DC, hvort ég eigi yfirhöfuð að velta því fyrir mér eða bara sætta mig við það sem ég hef! Bíllinn er á 38″ með lækkuðu drifi og bensínvél. Hann er út af fyrir sig fínn þegar í lágadrifið er komið, nema þegar mann langar upp á mjög háan hól, þá situr maður og sötrar kaffið. Einnig er það andstætt mínu ,,karma“ að aka Kambana á 70, og það er ósanngjarnt gagnvart Lúxa að þurfa að sníta blóði á lokasprettinum á leið heim eftir erfiðan dag.
Ég er ánægður með bílinn, hann er óslitinn og vel með farinn, á gormum að aftan og búinn að fasttengja öfluga dælu aftur í pallhúsi og bla bla bla, þannig að ég ætla að eiga bílinn. Hann er með 2,5″ pústi (þrjár tommur eru of víðar – komast ekki fyrir) og Það munaði heilmiklu. Í stað þess að skipta í þriðja gír neðst í Ljósavatnsskarðinu sl. sumar þurfti ég þess ekki fyrr en efst! Nýlega setti ég nýjung í bílinn, hundeinfaldan loftventil frá apparati í Kópavogi (í grend við Sigga Harðar) við soggreinina. Hún gerir ekki annað en draga falst loft. En afleiðingin er sú að bíllinn öðlaðist í fyrsta sinn á ævinni ,,tork“. Nú hangi ég í hærri gírum von úr viti. Það er mikill kostur frá því sem var þegar maður var bókstaflega handlama við að hræra í þessi djöf. gírstöng (það á ekki að framleiða beinskipta bíla!).
Þetta var ingangurinn!
Hvað á ég að gera (fyrir utan að selja bílinn)?
Búinn að eiga tvo LC 90, skemmtilegasta bíl sem ég hef ekið og ferðast í en ætla að eiga þennan áfram.Ég get auðvitað sett í hann díselvélina úr 4Runner, get fengið hana erlendis á ca 400 þús. komna inn á gólf. En þá er restin eftir.
Hvað með að setja litla 8 cyl. bensínvél? Hver væri heppilegasta vélin og er það yfirhöfuð skynsamlegt? Of mikið mix og vesen eða hvað?
Núverandi vél fer ekki undir 16 lítra hjá mér og ekki yfir 22. Búinn að margmæla það. Jafnvel þótt rokkurinn öskri allan daginn þá fer eyðsla ekki upp fyrir þetta.
Ég heyrði af einum með Buickvél, veit ekki meir.
Hvað finnst ykkur?Kv,
BV
You must be logged in to reply to this topic.