Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Átt þú bestu myndina?
This topic contains 36 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Hálfdanarson 16 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.03.2008 at 14:14 #202179
Eins og kynnt var á félagsfundi fyrir margt löngu er nú búið að blása til ljósmyndakeppni. Verðlaun verða auðvitað í boði eins og venjan er með svona keppnir og einhver óvæntur heiður handa þeim sem eiga bestu myndirnar.
Skilafrestur er til 15. maí og útslit verða tilkynnt á fundi í júní.Nú er bara að klára veturinn með stæl og taka svo til í myndasafninu og finna þær sem standa upp úr. Allar nánari upplýsingar eru á vef keppninnar.
Dómnefndin
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.06.2008 at 11:18 #618470
Það væri nú gaman að sjá úrslitin fyrst maður býr ekki í Reykjavíkurhrepp, og gat ekki komist á þennan fund
17.06.2008 at 02:12 #618472Er ekki hægt að setja þessar myndir inn í myndasafnið hér á síðunni, a.m.k. þær myndir sem efstar voru???
Freyr
17.06.2008 at 21:59 #618474hvernig líður öllum eftir þennann fund.??? ég var ekki í bænum og hef ekkert heirt… hann var haldinn var þaggi?
19.06.2008 at 10:10 #618476Undanúrslitamyndirnar má sjá á [url=http://4×4.trigger.is/ljosmynd/urslit2008.jpg:39tni65s]ÞESSARI YFIRLITSMYND[/url:39tni65s].
Í 3. sæti var [url=http://4×4.trigger.is/ljosmynd/innsent/20080325-202025-72557595.jpg:39tni65s]Sverrir Daði Þórarinsson X-777[/url:39tni65s].
Í 2. sæti var [url=http://4×4.trigger.is/ljosmynd/innsent/20080504-223929-27670326.jpg:39tni65s]Halldór Freyr Sveinbjörnsson R-1043[/url:39tni65s]
Og í 1. sæti var [url=http://4×4.trigger.is/ljosmynd/innsent/20080509-133911-10882961.jpg:39tni65s]Benedikt Hálfdánarson, R-3652[/url:39tni65s]
[b:39tni65s]ATH: Birt með fyrirvara um að vinningshafar séu greiddir félagsmenn[/b:39tni65s].
23.06.2008 at 00:24 #618478Nohh djöfull var mín tæp á að komast í sæti hehe 😀
komst allavega í undanúrslit það er ágætt
Guðni
23.06.2008 at 00:36 #618480Mátti eiga við myndirnar í PSD ?
kv
Adobe ACE
23.06.2008 at 02:23 #618482Ljósmyndakeppni Ferðaklúbbsins 4×4
Velkomin á vef ljósmyndakeppni Ferðaklúbbsins 4×4.
Ferðaklúbburinn 4×4 (F4x4) heldur ljósmyndakeppni meðal félagsmanna sinna. Dómnefnd verður skipuð óháðum aðilum. Skilafrestur mynda er til 15. maí 2008. Úrslit verða tilkynnt á félagsfundi í júní 2008 og verða verðlaun í boði fyrir bestu myndirnar.
ReglurMyndin skal tengjast starfi klúbbsins, fjórhjóladrifsbifreiðum eða ferðamennsku, þ.m.t. landslagsmyndir, myndir af bílum í ferðalögum, fólki í ferðalögum, atburðum á vegum klúbbsins eða öðrum ferðum o.s.frv
Myndin skal vera tekin á tímabilinu frá 1.1.2007 til 15.05.2008
Hver félagsmaður má skila að hámarki 3 myndum inn í keppnina
Myndum skal skilað á JPG formi
Upplausn mynda skal vera amk 250 punktar á styttri hliðina
F4x4 áskilur sér rétt til að nota innsendar myndir, þar með taldar verðlaunamyndir í kynningarskyni fyrir klúbbinn
Hver mynd skal aðeins tekin á einum opnunartíma (exposure), að undanskyldum s.k. HDR myndum
Heimilt er að lagfæra minniháttar galla í myndum en ekki er heimilt að breyta, eyða, afrita eða búa til þýðingarmikla hluta myndarinnar
Dómnefnd er heimilt að dæma myndir úr keppni sem brjóta gegn þessum reglum
ÞátttakaÞátttökurétt hafa allir gildir félagsmenn F4x4. Til að senda inn mynd þarf að skrá sig inn hér fyrir neðan og senda inn mynd. Vinsamlegast fylltu út eftirfarandi reiti og smelltu á "Senda inn".
Ef þú vilt síðar senda inn aðra mynd þá er í lagi að senda inn aðra mynd. Ef innsendar myndir verða fleiri en þrjár munu elstu myndir sjálfkrafa verða ógildar og aðeins þrjár nýjustu gilda í ljósmyndakeppni.
Fylla þarf út nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Veljið svo myndina sem senda skal og titil myndarinnar og smellið á "Senda mynd". Athugið að það getur tekið smá stund að senda myndina inn áður en staðfestingarsíðan birtist.Frestur til að skila inn myndum er nú útrunninn. Úrslit verða tilkynnt á júní-fundi Ferðaklúbbsins 4×4
23.06.2008 at 02:35 #618484"Heimilt er að lagfæra minniháttar galla í myndum en ekki er heimilt að breyta, eyða, afrita eða búa til þýðingarmikla hluta myndarinnar "
Mynd nr. 2 er breytt þ.e búið er að eiga talsvert við himin, dekkja mikið til að fá drama í myndina. Það hefði átt að setja fagfólk í að dæma þetta…
Annars flottar myndir og til hamingju þeir sem unnu.Kv.
Einn sem ekki var með…Dæmi um góðar myndir er varðar uppbyggingu og lýsingu og eru orginal! fjölmargar svona myndir má finna í mörgum góðum albúmum hér víða á 4×4.is
[img:28edbqce]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/3046/19894.jpg[/img:28edbqce]
[img:28edbqce]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/3046/19897.jpg[/img:28edbqce]
[img:28edbqce]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/2174/14367.jpg[/img:28edbqce][img:28edbqce]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/1224/7582.jpg[/img:28edbqce]
[img:28edbqce]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/1224/7588.jpg[/img:28edbqce]
23.06.2008 at 08:21 #618486Benedikt, myndin í öðru sæti myndi flokkast undir HDR (margir mislýstir rammar) sem samkv. reglunni fyrir framan þá sem þú nefnir eru leyfðar. Þessi regla er til að koma í veg fyrir svona hluti eins og að Toyota sé tekinn af mynd heima á plani og sett upp á fjallstind.
Varðandi fagmennsku dómnefndar skal ég ekki dæma en einn er atvinnuljósmyndari úr röðum jeppamanna og annar áhugaljósmyndari ótengdur jeppamennsku en er stofnandi og sér um vefinn [url=http://www.ljosmyndakeppni.is:159bvuvh]ljosmyndakeppni.is[/url:159bvuvh].
23.06.2008 at 11:17 #618488Í 3. sæti var Sverrir Daði Þórarinsson X-777.
Í 2. sæti var Halldór Freyr Sveinbjörnsson R-1043
Í 1. sæti var Benedikt Hálfdánarson, R-3652
Þessir eru allir greiddir félagsmenn.
kv
Agnes Karen Sig
23.06.2008 at 11:22 #618490"Heimilt er að lagfæra minniháttar galla í myndum en ekki er heimilt að breyta"
HDR samstendur venjulega af 3 (geta verið fl. og líka bara 2) mislýstum myndum sem unnar eru venjulega í photoshop og moddaðar svo saman í eina mynd og þá oftast til að búi til drama og þú ert að halda því fram að ekki sé búið að breyta mynd eftir slíkt ferli…ok allt í lagi. Reindar er ekkert mál að vera með sömu myndina og mislýsa hana í phototshop og setja þær svo saman í 1.
En það er alveg klárt að í reglum segir"ekki er heimilt að breyta" og það er alveg klárt að eftir að HDR vinnsla hefur átt sér stað er myndin ekki orginal. Rest may case…ES.
Halldór Freyr þetta er gott hjá þér, ekki misskilja þetta!
23.06.2008 at 11:35 #618492Ég er ekki að reyna að halda því fram að hún sé "óbreytt" Benedikt, reglurnar leyfa [i:1bsg18vr]sérstaklega[/i:1bsg18vr] HDR vinnslu til að taka af allan vafa um þetta. Meginreglan er að myndin má bara vera úr einum opnunartíma en margir taka eins og þú réttilega segir mislýstar myndir og föndra svo saman með oft mjög skemmtilegum árangri.
Orðalag reglanna gefur ekki í skyn að þarna sé um "beint úr vélinni" keppni að ræða. Þetta eru sambærilegar reglur og hafa verið notaðar víða í sambærilegum keppnum til að tryggja að menn haldi sig við "basic editing" og fari t.d. ekki að búa til myndir meira og minna í Photoshop. Það að eiga við birtu, skertu, jafnvel keyra filtera eins og USM á að rúmast innan þessara reglu enda ekkert óeðlilegt við slíkar fegrunaraðgerðir.
Myndi vilja benda á seinni hluta setningarinnar sem þú vitnar til í sífellu:
[i:1bsg18vr]Heimilt er að lagfæra minniháttar galla í myndum en ekki er heimilt að breyta, eyða, afrita eða búa til [b:1bsg18vr]þýðingarmikla[/b:1bsg18vr] hluta myndarinnar.[/i:1bsg18vr]
Þarf að lesa þetta í samhengi, bann við breytingu, eyðingu eða afritun á við um þýðingarmikla hluta myndarinnar. Út frá þessu mætti t.d. "clone-a" út ryk á sensor án þess að brjóta þessa reglu enda vonandi rykkornið ekki þýðingarmikill hluti myndarinnar.
Eftir sem áður er alveg heiðskýrt að HDR vinnsla er sérstaklega leyfð.
23.06.2008 at 11:52 #618494Ok ok EN! Megin reglan er sú að HDR gengur út á marga mislýsta ramma sem jafngilda mörgum oppnunnartímum eða er það kannski rangt haha…
Þú segir eða reglur?:
"Meginreglan er að myndin má bara vera úr einum opnunartíma"Þetta passar ekki saman haha
Ok…. ég skal hætta að fíflast í ykkur/þér…..
23.06.2008 at 12:05 #618496Þú gleymir alltaf seinni hluta hverrar línu, Benedikt reglan er samkv. vefsíðu keppninnar:
[i:36ykvmyr]Hver mynd skal aðeins tekin á einum opnunartíma (exposure), að undanskyldum s.k. HDR myndum[/i:36ykvmyr]S.s. meginregla og svo undantekning frá henni. Einfalt, skýrt.
23.06.2008 at 15:14 #618498Til hamingju félagar sem urðuð í þremur efstu sætum, reyndar finnst mér mynd nr2 ekki rass í bala spes fyrir annað en að viðkomandi kann á einhvern fítus í tölvunni eða eitthvað… og þar sem að við hérna félagar í 4×4 erum ekki ljósmyndaspesíalistar fram í fingur að þá finnst mér nú frekar lélegt að svona myndir séu í verðlaunasætum, finnst að myndin eigi frekar að sýna eitthvað sem er varið í eða fallega tekin mynd, ekki tölvu eða ljósbrellur…
24.06.2008 at 03:33 #618500Þeir eru fáir spjallþræðirnir sem ég les á þessum annars ágæta vef, þar sem umræðan snýst ekki upp í einhverja neikvæðni. Ég hélt að tilgangurinn með þessari keppni væri að hvetja menn til dáða og reyna að fá sem skemmtilegastar og bestar myndir úr ferðalögum og öðru því sem tengist jeppamennskunni. Reglurnar voru skýrar og menn hvattir með mörgum meilum að senda inn myndir. Það er frekar leiðinlegt að nú skuli hraunað yfir þá sem það gerðu og þannig dregið úr áhuga þeirra sem gaman hafa af ljósmyndun og vilja senda inn góðar myndir á vefinn. Myndirnar hans Halldórs finnst mér einmitt dæmi um eitthvað sem er óvenjulegt og spennandi, þær gera myndasíðu klúbbsins áhugaverðari og skemmtilegri. Það væri bara óskandi að fleiri legðu sig jafn mikið fram um að taka góðar myndir og hann. Reynið nú að hafa jákvæðni að leiðarljósi, það er svo miklu skemmtilegra.
Með bestu kveðju
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.