This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 14 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Nú er klukkan greinilega farin að nálgast páska hjá vegagerðinni og því búið að setja „allur akstur bannaður“ merki á allt fjallabakssvæðið, kjöl og sprengisand.
Þetta er svo sem alveg í takt við undanfarin ár og virðist líkt og venjulega ekki vera í neinu samræmi við raunverulegt ástand vega eða snjóalaga og frosts í jörðu.
Þannig er t.d. athyglivert að skoða veðurathuganir á Hveravöllum og Kolku – en þar hefur verið svo til samfellt frost síðustu sex daga – en samt er ástæða til að loka veginum.
Ekki ætla ég að fullyrða neitt um fjallabakssvæðið enda hef ég ekki farið þangað nýlega – en mann rennir svo sem í grun að sumar af þessum lokunum geti tengst gosinu. Í fyrra voru allir vegir þar lokaðir um páska – líka þeir sem voru undir 3 metra snjólagi…
Hins vegar vita allir þeir sem óku um sprengisand um síðustu helgi að þar var engin ástæða til að loka og veðurfarið þar undanfarna daga gefur ekki tilefni til mikilla breytinga.
Það er því sama gamla tuggan hér eins ug undanfarin ár – það á að beita forræðishyggju dauðans á ferðafólk líkt og undanfarin ár, nákvæmlega á sama hátt og verið er að gera í gosinu.
Framundan virðast svo vera töluverð frost á hálendinu – forvitnilegt verður að vita hvort að það hefur áhrif á foræðshyggju vegagerðarinnar og þetta almenna einelti sem virðist vera í gangi gagnvart jeppamönnum og öðru ferðafólki á vélknúnum farartækjum.
Benni
You must be logged in to reply to this topic.