This topic contains 46 replies, has 1 voice, and was last updated by Marteinn S. Sigurðs 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.05.2004 at 20:39 #194314
AnonymousÞetta finnist mér til skammar fyrir alla jeppamenn, og ætti alls ekki að sjást!
Þarf að fara látta menn taka próf í því að aka jeppa og kenna þeim hvernig vegir verða á vorinn?? og það þegar vegur hefur farið í sundur að keyra þá bara útfyrir beint í drulluna og eyðileggja landið!!!!!Mér finnst að menn ættu aðeins að fara hugsa sinn gang og vonandi fara menn aðeins að hugsa!
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.05.2004 at 22:41 #501441
Það er mikið sem þið getið skrifað um ferð yfir Kaldadal vegurinn var og er lokaður allri umferð en það eru fleiri vegir líka t.d. Sprengisandur og Kjalvegur með akstursbanni, en hvað er að gerast þar menn og konur að skvettast um í forinni og skrifa um það pistla og lýsa dásemdunum í myndum hér á síðunni.
Hver og einn ætti að líta sér nær áður en ráðist er á aðra
Kveðja SIGGI
sem ekkert hefur farið lengi.
06.05.2004 at 23:39 #501444Sælir
Það er sjálfsagt að menn hafi skoðun og láti ýmislegt flakka sem þeim dettur í hug um menn og málefni í ljósi málfrelsis en eitthvern vegin dettur mér í hug að þeir sem ekki skrifa undir nafni og vilja ekki að aðrir viti hvað eða hverjir þeir séu hafi eitthvað að fela sem þeir skammast sín fyrir og vilja ekki opinbera öðrum en þeir ættu þá að sjá sóma sinn í að vera ekki að tjá sig um menn og málefni hérna á vefnum
Ég tek undir með Hlyn það eru aumingjar sem ekki þora að kannast við skrif sín og ættu að leita sér hjálpar á viðeigandi stað en eins og Hlynur ættla ég ekki að svara frekari skrifum frá þinni hendi meðan þú ert í þessari holu og hvet alla til þess að gera það sama.
Kveðja Sigurlaugur Þorsteinsson (Laugi)félagi no 2151 í 4×4
06.05.2004 at 23:44 #501446Sælir
Fyrir það fyrsta, þá settu umræddir ferðafélar sjálfir inn myndir af bílum sínum, þar sem númer þeirra koma fram skýrt og greinilega. Menn eru nafngreindir af þeim sjálfum í frásögn ferðarinnar og alveg ljóst hverjir voru með í þessari ferð.
Ég hef því ekki birt neinar upplýsingar sem ekki lágu fyrir af þeirra höndum.
Mikið er búið að skrifa um mínar skoðanir í þessarri umræðu, en ég ítreka að fyrir þá sem ætla að skrifa um mínar skoðanir, að þá allavega lesa þá texta sem ég hef skrifað.
Meðal annars spyr ég í pósti "er ekki málið að láta lögrelgu vita af þessum akstri" ?, í þessari einföldu setingu felst spurning. Ekki lýsing á skoðun minni um málið.
Önnur lína sem ég skrifa í lok greinar "Hvað fynnst ykkur?"
þarna er líka spurning. – Spurningar sem eru spurðar því það er ekki mitt, né ykkar, naflausu hetjur, að dæma fólk í þessari stöðu. Spurningar sem eru spurðar af mér því ég ætla ekki að hengja menn og dæma hér á korkinum.Menn greinilega eru búinir að mynda sér sterka skoðun á hvaða skoðun ég hef um málið, en hafa í raun ekki hugmynd um hver skoðun mín er í málinu.
Fyrir nafnlausu hetjurnar sem hér skrifa með yfirlýsingum og nýð af ýmsum toga þá tek ég undir Hlyn að líkt er ekkert annað en aumingjaskapur og ekki tek ég mikið mark á slíkum pennum. Nafnlaus skrif á korkum almennt eru ekki til neins annars en til leiðinda og skora ég á viðkomandi að skrifa undir nafni.
Ef einhver er raunvörulega að velta fyrir sér minni skoðun á málinu, þá er hún einfaldlega sú, að viðkomandi aðilar hefðu átt að snúa við þegar þeir koma að veginum sundurskornum. Að þeir fari utanvegar hjá ánni og eins og myndir sína lenda þar í einhverju brasi með kerruna er miður og hefði verið betra að sleppa því. – Þeir vonandi, og hafa sýnist mér, lært á því og miðað við skrif Gringo um málið þá er mín skoðun að þeir hafa fullan hug á því að kynna sér ástand vega betur í framtíðinni sem er bara gott mál.
Það að keyra utan vegar er eitthvað sem getur komið upp og menn verða að bera fyrir sig skynsemi í þeim málum, – hvort það sé nauðsyn, einhver neyð eða hætta, eða annað slíkt. eða hvort sé ekki betra að snúa við og fara aðra leið sé þess kostur. – Ég tel að í þessu tilfelli hefði verið réttast að snúa við. – það er mín skoðun.
Varðandi vegagerðina og merkingar á vegum þá hef ég oft séð skylti þeirra sundurskotin og á hvolfi utan í vegkanti þar sem einhverjir vegfarendur hafa fjarlægt þau af veginum. Þetta er eitthvað sem menn þurfa að horfa eftir þegar keyrt er inn á vegi merkta "ófært" (þau skilti fá oftast að standa) , sérstaklega á þessum árstíma. – Vegur sem er merktur og auglýstur lokaður, er lokaður þangað til að vegagerðin opnar vegin aftur, ekki þangað til að einhver vegfarandi skýtur skiltið í spað. – Þess vegna er nauðsynlegt að kynna sér ástand vega hjá vegagerð hvort sem er í síma eða á netinu. – Ég held að umræddir ferðafélagar hafa lært sýna lexíu í þeim málum eftir umræðuna hér. – það er mín skoðun.
Og svona rétt í lokin, hvað í óskupunum eruð þið að tala um einhverjar krossfarir. – Vitið þið út á hvað krossfarir snúast?, – að ég sé eitthvað að böglast út í þetta mál kemur krossförum ekkert við, – ég er ekki að þvinga skoðanir mínar upp á aðra og hvetja til að einhver hafi mína skoðun fram, og- eða þvinga fram aðgerðir að neinu tagi.
Skrif mín um málið hefur að öllu leiti verið með það að markmiði að fá raunverulega mynd á hvaða akstur var viðhafður og hvaða orsakir lægu að baki þess að ferðin var farin eins og hún var. – Til þess eins að umræðan sé málefnaleg og leiði að einhverri gáfulegri niðurstöðu eins og að viðkomandi aðilar læri af þessu, – fengið upplýingar um hvar þeir geta leitað uppýsinga um ástand vega, og að þeir hafa áttað sig á því að akstur þeirra sé óæskilegur "þótt svo að það hafi verið einhverjir aðrir þarna líka", – það er kjarni málsins en ekki einhverjar krossfarir og hótanir eins og menn vilja hafa sagt um mín skrif hér.
góðar stundir
Marteinn
07.05.2004 at 03:13 #501450Það sem stendur uppúr þessari umræðu er hvað þessi vefsíða er orðin þreytt að á henni skuli ekki finnast áhugaverðara efni en þetta.
Er ekki tími til að uppfæra spjallborðið, koma inn með almenning þar sem menn geta skiptst á gríni og meinlausu slúðri og fengið þannig smá útrás þegar sjóa leysir og fjallvegir lokast. Umræður hér gerast helst til alvarlegar á köflum.
Kv
Óli
07.05.2004 at 08:24 #501452Sæll Maddi
Þessari ábendingu er ekki beint á þig persónulega heldur á alla félagsmenn sem hafa verið að skrifa um þetta tiltekna dæmi. Það eru myndir í myndasafninu af mörgum forkólfum félagsins á ferð um lokaða vegi (Vegi með akstursbanni)ferðir sem farnar voru nú í vetur og þótti mönnum það ekkert athugavert, kannski af því að þá var ekki liðinn sumardagurinn fyrsti, en vegagerðin hafði auglýst akstursbann á þessum tíma og var ég nokkuð undrandi á því að þessir menn skildu vera á ferð um þessar slóðir.
Kveðja
SIGGI
07.05.2004 at 09:58 #501456Sæll Siggi,
nei veistu að ég var ekki heldur að taka skrif þín til mín persónulega, – langt í frá.kveðja
Marteinn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.