Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Athugasemdir vegna virkjanaframkvæmda á Ölkelduhálsi
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
08.11.2007 at 16:59 #201134
Mig langar til þess að vekja athygli þá því að frestur til þess að senda Skipulagsstofnun athugasemdir vegna umhverfismats fyrir virkjun í austanverðum Henglinum og á Ölkelduhálsi, rennur út á morgun.
Sjá frétt frétt á vef SkipulagsstofnunarÞað er mín skoðun að með þessari framkvæmd, ef af verður, þá verði rústað einu flottasta útivistarsvæði á landinu. Mér finnst það ekki í lagi að eyðileggja nátturuperlur, bara vegna þess að þær eru í nágrenni Höfðuborgarsvæðisins.
-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.11.2007 at 15:07 #602542
Það er hægt að finna innblástur á þessari síðu:
[b:2n3m4f1o][url=http://www.hengill.nu/:2n3m4f1o]http://www.hengill.nu/[/url:2n3m4f1o][/b:2n3m4f1o]Baráttukveðjur
-Einar
09.11.2007 at 15:31 #602544Það er hægt að líta á þetta frá fleiri sjónarhornum. Ég allavega fagna virkjunaráformum á Reykjarnesi frá ystu tá austur fyrir Helgilsvæðið. Af hverju geri ég það, jú við því er einfalt svar. Ég met meiri hagsmuni fyrir minni. Ég er hreinlega guðs lifandi feginn að virkjað sé á IÐNAÐARSVÆÐINU Reykjarnesi, frekar en Landsvirkjun eða aðrir fari og rústi því sem t,d eftir er á Sprengisandi eða á öðrum hálendissvæðum.
Reykjarnesi er orðið athafnarsvæði og þar munu mannanna verk sjást meir og meir á næstu árum hvort sem það eru virkjanir, vegir eða önnur mannvirki. Því verður hreinlega ekki breytt nema tilkomi stöðnun í fólksfjölgun og atvinnulífi á höfuðborgarsvæðinu, eða viðsnúningur í fólksflótta til höfuðstaðarins. Sem ég sé ekki gerast, enda er fólksflóttinn frá landsbyggðinni ekki nýr af nálinni.
09.11.2007 at 20:38 #602546Athyglisverður punktur hjá þér Jón en þó að mínu mati ekki nógu sterkur til að fá mig til að skifta um skoðun gangvart þeirri stefnu sem er í gangi gagnvart Hengilssvæði og Reykjanesi. Ég veit t.d. ekki hvort þú hefur gert þér grein fyrir hversu mikil náttúruperla Reykjanesið og Hengilssvæðið er eða hvort þú ert bara einn af þeim sem sækir sem hæst og fjærst í burtu og skoðar ekki þitt nánasta nágrenni. Ég hef bæði gengið og ekið talsvert um þessi svæði bæði og er ekki tilbúinn að sjá á þessum svæðum meiri röskun en orðin er, mér finnst t.d. ekkert augnayndi að aka austur fyrir fjall og horfa á allt það "aktífítet" sem, þar er í gangi. EN!!!! Ég get sætt mig við það sem komið er, SÉRSTAKLEGA, vegna þess að það sést frá veginum. Ég ætti erfiðara með að sætta mig við að fara í göngu eða bílferð inn í land og sjá þar eitthvert pípuverk og gufublásandi skronster. Þegar öllu er botninn hvolft er kannski kominn tími til að við förum í alvarlega naflaskoðun á því hvert við ætlum að stefna í umhverfis og orkumálum. L.
09.11.2007 at 21:18 #602548Það er auðvita ýmislegt í þessu hjá þér Logi, en ég er ekki einn af þeim sem fer endilega yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Og hef farið um umrætt svæði, þó aðalega að vetri til.
En orkugræðgin er orðin þvílík og græðgi íslendinga yfir höfuð. Að það er greinilegt að einhverju verður að fórna ef græðgin á að ráða ferð. Og af tveim slæmum kostum, þá vel ég hálendið fram yfir nágrenni Reykjarvíkur. Það liggur mér einfaldlega nær hjarta. En auðvita er þetta svona einsog að velja á milli þess að fá eyðni eða krabbamein. Ef nota á líkindamál. Við vitum það að orkufyrirtæki sækja það stýft af fá að rótast í mörgum viðkvæmum svæðum. Svo sem Hagavatnssvæðinu, Torfajökul, Hólmsá, Kerlingarfjöll, Hágöngur, Skjálfandafljót, Eystri og Vestari jökulsár. Og fleira og fleira.
Það að fara í alvarlega nafnaskoðun á því hvert við stefnum, það er jú eitthvað sem ýmsir þykjast vera að gera, sýnt og heilagt. Kannski er komin tími til þess að þingheimur fari að hlusta á hjartslátt þjóðarinnar en það virðist vera komið að þolmörkum þolinmæðinnar og alveg klárlega hvað varðar vatnsaflsvirkjanir á hálendinu.
09.11.2007 at 23:20 #602550Það er sannarlega rétt hjá þér að það sé kominn timi til að þingheimur fari að hlusta á hjartslátt landans. En kannski stöndum við frammi fyrir því sama og austfirðingar stóðu frammi fyrir með Kárahnjúkavirkjun. Að halda hlutunum gangandi og fá eitthvað aktívítet á svæðið eða deyja smámsaman út og flytja á mölina. Það er kannski bara ekki alveg komið að því ennþá. En hvað svo? Sérð þú fyrir þér að það verði látið staðar numið þegar allt Reykjanesið og Hengilsvðið verður fullnýtt? Verður græðgin stöðvuð, verður ekki bara erfiðara að stöðva hana eftir því sem hún verður meiri og lengra er haldið og þá komi að því að þau svæði sem þú taldir upp og, trúðu mér, ég vil alls ekki að hróflað sé við, verði tekin undir líka? Ég held að því fyrr sem við tökum hálfleik og endurmetum stöðuna, því betra. Ég allavega trúi og vona að með Kárahnjúkavirkjun hafi komið ákveðin vakning meðal þjóðarinnar um að það sé ekki þess virði að fórna öllum náttúruaugasteinum fyrir fjármagn. Og þar getum við, sem viljum ferðast um landið og höfum farið á staði sem aðrir hafa ekki séð komið sterkir inn, reynt að gera fólki grein fyrir hverju er verið að fórna. En einhverju verðum við svo eftir sem áður að lifa á, það breytist ekki. Og þá ríður á að hugmyndaflug og sköpun tækifæra, annarra en orkuöflunar komi fram úr hugarfylgsnum landsmanna. Lífið liggur við. L.
10.11.2007 at 23:30 #602552Þessi hugmynd Ofsa að fórna einhverju til þess að bjarga öðru hefur kannski eitthvað til síns máls en þó hefur trú mín á hana dvínað mjög. Reyndar er ég svo mikill samsæriskenningamaður í þessum efnum að ég held að orkugeirinn hafi fyrir löngu áttað sig á þessu hugarfari og spilað inn á það með því að stilla dæminu alltaf upp í svona valkostum. Annað hvort eyðileggja þetta eða hitt. Annað hvort verðum við að fá að drekkja Eyjabökkum og ef menn vilja það ekki verðum við að fá Kárahnjúka. Annað hvort drekkja Þjórsárverum og ef ekki þá verðum við að fá neðri hluta Þjórsár. Og þá er náttúrulega mjög sterkt að hafa að minnsta kosti annan valkostinn land sem felur í sér mikil náttúruverðmæti. Fórnarkenningin sé því í raun vel heppnað áróðursbragð.
Reykjanesið er mjög mikið nýtt og vinsælt útivistarsvæði. Kannski ekki svo mjög mikið af jeppaleiðum þar, en þeim mun meira af gönguleiðum. Einn mesti gagnagrunnur um gönguleiðir á netinu sérhæfir sig í þessu svæði, ferlir.is. Þarna eru ennþá þokkalega stór svæði óspillt með mikið af flottri náttúru eins og er svo gjarnan þar sem eldvirkni er til staðar. Sama á við um Ölkelduháls, þetta er flott og vinsælt útivistarsvæði. Það að hafa slíkt svæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar er náttúrulega frábært. Hálendið er vissulega verðmætt og ég vill ekki fyrir nokkurn mun að meiri eyðilegging eigi sér stað þar en ég held að það sé alveg ástæðulaust að samþykkja endalausa eyðileggingu á útivistarsvæðum í nágrenni borgarinnar í því skyni að bjarga því. Ég er þó sammála Loga um það að virkjanir í næsta nágrenni við hraðbrautina fela kannski ekki í sér svo mikinn skaða því þar er raunar búið að fórna ákveðnu svæði. Þannig finnst mér Hverahlíðasvæðið skipta litlu máli, þar er hvort eð er stöðugur niður frá umferð. Sjálfsagt að byggja upp og virkja þar sem öðrum verðmætum er ekki fórnað. En það þýðir engan vegin að allt Reykjanesið og austur fyrir Hengil sé ónýtt, það er svo margt þar ennþá sem er mjög mikils virði.Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.