Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Athugasemd við auglýsingar á forsíðu
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Pálsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2007 at 20:51 #201470
Ágæta stjórn.
Ég vil gera athugasemd við auglýsingu sem er á forsíðu vefsins okkar undir nafninu GÆÐAFLUGELDAR í Norðlingaholti.
Ég tel að auglýsingar sem þessar eigi ekki erindi inn á forsíðu þar sem að forsíðan er nánast eingöngu notuð til tilkynninga til félaga frá móðurfélagi og deildum.
Í þessarri áðurnefndu auglýsingu/tilkynningu er veittur 30% afsláttur til félagsmanna gegn sönnun, en þá frá hvaða verði? (svona er hægt að spyrja)
Að mínu mati eru Björgunarsveitirnar hafnar yfir alla aðra varðandi flugeldasölu og þess vegna geri ég þessa athugasemd.
Með jólakveðju og ósk um gott nýtt ferðaár.
Elli A 830. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.12.2007 at 21:21 #608106
Það er annar þráður um þetta mál 😀
En annars er rugl að kaupa af þessum einstaklingum
Sé ekki fyrir mér menn frá Gæðaflugeldum koma og bjarga mér úr sprungu eða eitthvað í þá áttina
Guðni Bridde
29.12.2007 at 21:33 #608108Elsku Elli minn
Rétt skal vera rétt, tilkynningarplássið á aðalsíðunni er ekki einungis fréttir frá klúbbnum.
Sjá hér að neðan:
5. desember 2007 | VefnefndDigital Task – Nýr afsláttaraðili
Fyrirtækið Digital Task, Grensásvegi 11 veitir félagsmönnum 10% staðgreiðsluafslátt og 5% kreditafslátt.Kíkið á úrvalið hjá þeim á http://www.digital.is
26. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4
Nýr samstarfsaðili – Óbyggðaferðir
Óbyggðaferðir sem sjá um Hólaskóg bjóða félagsmönnum afslátt á gistingu.
Gisting kr 1.500 fyrir greidda félagsmenn en 2.200kr fyrir aðra.
Muna að sýna greitt félagsskírteini.
Upplýsingar um skálapönntun er hjá
Helga í síma 661-2504 og
Unnari í síma 661-2503
25. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4Nýr afsláttaraðili – Hella ljós hjá Volta
Volti hf Vatnagörðum 10 mun bjóða félagsmönnum F4x4 30% afslátt af Hella ljósum fram til 1.1.2008 gegn framvísun félagsskírteinis.Dæmi með F4x4 afslætti:
HELLA LUMINATOR XENON FLÓÐLJÓS 12V 35W 55.506kr (stykkið m.VSK)
HELLA Luminator Króm Blá Ökul/Park mynst 13.940kr (stykkið m.VSK).
6. nóvember 2007 | Ferðaklúbburinn 4×4
Nýr afsláttaraðili – Poulsen
Poulsen Skeifunni 2 veitir félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 20% afslátt af vörum í búðinnigegn ávisun félagsskirteinis.
Kv.
Friðrik.
Verslunarstjóri.
29.12.2007 at 21:45 #608110Komdu sæll Elli minn og gleðilega rest.
Ég skrifaði á hinum þræðinum að þessi auglýsing væri búin að snúast upp í andhverfu sýna og þjappa mönnum saman í að stirkja hjálparsveitirnar og held ég að það sé að mörgu leiti rétt.
En nú er framgangan orðin sú gegn Einari að ég er orðin hálf hræddur um að einhverjir vesli frekar við hann vegna hluttekningar með honum heldur en við hjálparsveitirnar.
Nú er ég orðinn svo áttavilltur að ég veit ekkert hvert ég á að fara, ég versla bara þar sem verðið er lægst.
Í þessa stöðu eru örugglega margir komnir vegna þessara ofstopa sksifa á hinum þræðinum.
Við erum í frjálsu landi og viljum vera það áfram.
Eigum við að lúta því að stjórnin skamti okkur val á þvi hvað við gerum, nei það held ég ekki , þess vegna gerði stjórnin það eina rétta sem var í stöðunni.
Við eigum að vera það þroskuð að láta ekki svona lagað setja okkur úr jafnvæi og halda áfram að gera það sem okkur finnst réttast, án þess að ausa gífur yrðum yfir allt og alla og valda sjálfum sér og öðrum sárindum í málæðinu.
Svo vona ég að allir nái áttum í þessu og geri það sem gera þarf, það er að ,stirkja hjálparsveitirnar.
Kv. Stefán Baldvinsson. R-266.
29.12.2007 at 21:49 #608112Mumm hum er Einar með Gæðaflugelda, ég veit ekki betur en Sveinbjörn Halldórsson félagi í klúbbnum hafi boðið félagsmönnum þennan afslátt ?
29.12.2007 at 22:14 #608114Sæll Jón og þakka þér fyrir á bendinguna.
Það mun víst vera rétt að Einar er með Alvöruflugelda en ekki Gæðaflugelda.
En þar sem ég hef ekki á nein hátt verið með ómálefna lega um fjöllun um Einar tel ég mig ekki hafa á nein hátt rírt hans persónu í þessiri umfjöllun nema ef síður skildi.
Enn samt sem áður bið ég hann og ykkur afsökunar á þessum mistökum.
En að öðru leiti lær ég skrifin standa.
Með bestu Kv. Stefán Baldvinsson
29.12.2007 at 22:19 #608116er það mín skoðun að fjáröflun sú sem björgunarsveitirnar standa fyrir um áramót ættu að vera undanskilin samkeppnisreglum almenna markaðarins.
Ég veit að ekki eru allir sammála því en ég treysti á að félagsmenn standi við bakið á björgunarsveitunum og láti ekki auglýsingar annarra hafa áhrif þar á.
Ofsi og úlfur: gleðilega hátíð og takk for sidst.
Kveðja Elli.
PS: veit ekkert um Einar, Gunnar eða Halldór eða neinn þann er stendur að þessari umræddu auglýsingu.
30.12.2007 at 01:14 #608118Komnir tveir þræðir í gang um þetta viðkvæma mál, en ég kýs að ræða þetta frekar hér á lokuðu svæði.
Þeir stjórnarmenn sem hafa svarað (þá aðallega á opna þræðinum) sýnist mér hafa rökstutt ákvörðun stjórnarinnar skilmerkilega og nokkuð ljóst hvað réði ákvörðun þeirra, en samt sem áður er ég persónulega engan vegin sammála niðurstöðunni. Það er ekki í gangi nein samkeppni um að bjarga okkur ef við lendum slæmum málum á fjöllum, það eru allar líkur á að þá verði það meðlimir sveitanna sem stökkva til hvernig sem á stendur hjá þeim. Ég sé því ekki að það sé svo nauðsynlegt að þeir standi í samkeppni um þessa peninga sem landsmenn ákveða að verja í flugelda, sem um leið eru þeir peningar sem gera þeim kleyft að bregðast við útköllum. Það er kannski hægt að réttlæta að einhverju leiti þegar önnur félög fóru í flugeldasölu til að fjármagna einhverja samfélagsstarfsemi, þó það sé í mínum huga óæskilegt og flest þau félög hafa ótal aðra möguleika á fjáröflun. En þegar einkaaðilar tóku upp á að koma inn á þennan markað er það nánast svipað og ég myndi fara að selja lyklakippur með björgunarsveitaköllum á sama tíma og sveitirnar eru að selja Neyðarkallinn svonefnda. Við verðum að athuga að það að þyggja afsláttartilboð og kynna það á besta stað á heimasíðunni felur í sér að klúbburinn er kominn í ákveðið samstarf með viðkomandi aðila. Mér finnst að klúbburinn eigi ekki að fara í samstarf sem vinnur gegn hagsmunum björgunarsveita, til þess eigum við alltof mikið undir starfsemi þeirra.
Ég er þó allavega afskaplega feginn að ekki var gengið að því tilboði sem Sveinbjörn skýrir frá í hinum þræðinum um að hagnaðarhlutdeild af flugeldasölunni rynni til klúbbsins. Ef klúbburinn hefði farið að fjármagna starfsemi sína með flugeldasölugróða hefði verið fokið í flest skjól. Ég er ekki viss hvernig maður hefði brugðist við því.
Viðbrögð mín og fleiri hérna kunna að hljóma öfgakennd en þau eru það af því þetta er verulega stórt mál.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 02:39 #608120Mín skoðunn er sú að það á bara vera Hjálpasveitir sem
eiga fá að selja fluelda og því sem fylgir um áramót, þeir
verð ekki svo feitir af þessum peningum þegar er búið að
gera upp árið við að reka þessar sveitir. Ég hef stutt þeira
starf með því kaupa af þeim Áramótadót, en ekki verið
kosnaður fyrir þá, víð að látta leita af mér, svo lánsamur sem betur fer hingað til. ( 1 útkall kostar gott betur en nokkrir 1000 kallar sem maður eiðir í fluelda )kv,,, MHN
30.12.2007 at 08:55 #608122Er komin upp sama staða og var síðustu áramót og enn eru sömu aðilar á ferðinni og skaðar þetta verulega innkomu Björgunarsveitana sem nota sína peninga til bjargar mannslífum.
Ég tek undir hvert orð sem Skúli og Stefán hafa skrifað hér ofar og hvet menn eindregið til að versla ekki við einkaaðila og stjórn klúbbsins til að hafna öllum samskiptum við sömu,það er klúbbnum til skammar ef hann verði á eitthvern hátt tengdur við þessa sölur.
Kv Klakinn
30.12.2007 at 10:13 #608124Tek undir hvert orð félaga Skúla hér að ofan, rök hans eru pottþétt og framsetning hjá honum til fyrirmyndar. Typiskt fyrir Skúla að geta rætt svona viðkvæmt mál án þess að vera með ofstopa og stóryrði. Takk.
Meðal annarra orða: Gleðilegt nýtt ár félagar góðir og vonandi eiga allir framundan farsælan ferðavetur.
30.12.2007 at 15:34 #608126Þakka stjórninni fyrir breytingarnar á forsíðu.
Kveðja.
Elli A830
30.12.2007 at 17:47 #608128ég heyrði bestu sögu sem ég hef heyrt nokkurntíman í Kringlunni, þeirri ágætu verslunarmiðstöð, í hádeginu.
þar voru tvær ungar stelpur að tala saman og sagði önnur að pabbi sinn hefði farið í alvöru flugelda og verslað fyrir áramótin slatta af dóti í gær. í nótt fylltist kjallarinn á húsinu þeirra af vatni og kalla þurfti til björgunarsveit til að hjálpa til við að bjarga því sem bjarga varð í húsinu. í dag er pabbinn að drepast úr samviskubiti yfir því hvar hann verslaði sína flugelda fyrir þessi áramót.
þessi saga sýnir að björgunarsveitir eru langt því frá að vera eintómir strákar með ævintýraþrá sem vita ekkert skemtilegra en að komast frítt út að leika sér á tækjum björgunarsveitana eins og einhver orðaði fyrr í þessari umræðu.
væntanlega verslar þessi maður hjá björgunarsveitum að ári.
30.12.2007 at 18:18 #608130Mönnum er frjálst að auglýsa það er svo bara í okkar höndum hvort við förum eitthvað eftir því eða hvort við látum samviskuna ráða.Ég versla af björgunarsveitunum.
Gleðilegt ár
Kv
Baldur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.