Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Átak gegn akstri utan vega, ný grein í Fréttablaðinu
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 15 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.11.2009 at 07:44 #208050
Góðan daginn
Svandís Svavarsdóttir hefur sent frá sér nýja grein í Fréttablaðinu í dag 06.11.2009, þar sem hún fjallar um Átak gegn akstri utan vega. Greinina má lesa á blaðsíðu 28, en annars er hægt að finna hana hér.
kveðja Didda R 3756
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.11.2009 at 10:37 #665502
Ég vil bara þakka þér og öðrum þeim sem fylgjast með gangi mála fyrir það senda inn linka á greinar sem þessar. Annars er hætt við að þær færu fram hjá fleirum en mér. Er búinn að senda þetta áfram á alla Jeppavini.
Kveðjur,
Ingi
06.11.2009 at 14:48 #665504Gaman að því að allri þeirri þrotlausu vinnu sem klúbburinn er búinn að framkvæma á þessu sviði sé gerð þetta góð skil, sé viðkennd. Þetta er í raun mikil viðkenning fyrir klúbbinn og það sem við stöndum fyrir.
Loksins virðist einhver hafa tekið eftir okkur….!Rúnar.
06.11.2009 at 14:56 #665506Frábært að sjá fjallað um þetta viðkvæma mál á jákvæðum nótum og er það skref fram á veginn.
En einnig er frábært að sjá að sú mikla og merkilaga vinna sem margir í klúbbnum eru búnir að seggja í að trakka slóða á hálendinu sé að skila sér.Baráttu kveðjur
Árni F
Ö-1459
06.11.2009 at 16:42 #665508Þetta er ágætis gein. Og margt jákvætt þarna hjá Svandísi. Þó lesum við sem stöndum í barátunni alla dag ára eftir ár, annað út úr þessu. En þeir sem eru ekki jafn innsettir í smáatriðinn. Það fyrsta sem ég hnýt um í greininni eru rangfærslum um þá sem eru í Slóðanefnd ríkisins. En sveitarfélöginn eiga ekki fulltrúa í nefndinni, heldur vantar þar fulltrúa Landmælinga íslands og Samút ( reyndar meintur gervifulltrúi fulltrúi, það lúkkar vel á pappírum umhverfisráðuneytisins ). Þetta er þó smáatriði sem skiptir kannski ekki máli. Einnig segir Svandís að það taki nokkur misseri að vinna úr mælingargögnunum og er það jákvæð frétt. En hingað til hefur átt að moka þessu áfram í flýti á kostnað þess að vanda til verka. Þetta gefur von um það að betur verði staðið að framhaldi verkefnisins en hingað til hefur verið gert. Þar að segja að það verði samráð og samvinna í raun og veru. En ekki einungis á pappírunum, fjölmiðlum og á fínum kokteil fundum. En staðreyndin hingað til hefur því miður verið allt önnur.
Hvet ég því Svandísi til þess að standa við öll fyrri loforð um samvinnu og samstarf. Í slóðamálunum, stækkunarferlinu í Þjórsárverum og í málefnum Reykjarnesfólkvangs. Og svo því nýjast ( Landnýtingaráætluninni ).
En því miður hefur ekki verið staðið við stóru orðinn í þessu af neinum undanförnum ráðherrum, né embættismönnum ráðuneytisins.Kv Ofsi
07.11.2009 at 17:15 #665510Sæl
Ég vil benda á nýja grein í Fréttablaðinu á bls.24 þar sem Einar Mathiesen framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, fjallar um vegi og vegslóða í eigu Landsvirkjunar. Greinina er einnig hægt að nálgast [url=http://vefblod.visir.is/index.php?s=3513&p=82582:15y996lv]hér[/url:15y996lv].kveðja Didda
09.11.2009 at 10:01 #665512Er vélhjólafólk vont fólk?
UMRÆÐA Jakob Þór Guðbjartsson skrifar um akstur utan vega Umhverfisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið 6. nóvember síðastliðinn.
UMRÆÐA
[url:p6x0x3br]http://vefblod.visir.is/index.php?s=3517&p=82676[/url:p6x0x3br]
Jakob Þór Guðbjartsson skrifar um akstur utan vegaUmhverfisráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið 6. nóvember síðastliðinn. Í augum hennar virðast vélhjólamenn vera sá armur útivistarfólks sem mest ógnar náttúrunni. Vandamál vegna utanvegaaksturs er til staðar og ber ekki að gera lítið úr því. Hins vegar hefur umræðan um akstur utan vega oft einkennst af upphrópunum fárra einstaklinga, sem oftar en ekki bera með sér óvild í garð mótorhjólamanna og þeir álitnir holdgervingar alls þess á hlut náttúrunnar er gert. Akstur mótorhjóla er staðreynd og ætti að vinna sem verkefni en ekki sem vandamál.
Ég veit ekki hvort Svandís viti það en flestir slóðar á hálendinu eru bara troðningar sem myndast hafa í landið við reglulega umferð ferðafólks. Í upphafi ferðalaga á hálendinu var bifreiðum ekið eftir melum og móum og með tímanum urðu þessar leiðir að slóðum. Í dag eru margar af þessum leiðum komnar í umsjón Vegagerðarinnar og engum kemur til hugar að líta á þessa slóða sem akstur utan vega. Mótorhjólafólk er ekkert öðruvísi en annað ferðafólk að því leyti að það hefur ákveðnar væntingar til umhverfisins og þess undirlags sem ferðast er yfir. Akstur utan vega verður ekki vandamál ef komið er til móts við væntingar ökumannsins.
Barátta ráðuneytisins við akstri utan vega er liður í því að takmarka aðgengi almennings að náttúrunni, öðrum en þeim sem góðir eru til gangs eða sækja þurfa fé á fjall. Ef raunverulegt markmið væri að draga úr landsskemmdum og loka ósjálfbærum leiðum væri ekki lögð svona mikil áhersla á lokanir, lögleiðingu og reglugerðarsmíð.
Umhverfisvitund mótorhjólafólks er mun meiri en ráðherra gerir sér grein fyrir, þótt vissulega séu til undantekningar. Forysta mótorhjólafólks hefur mætt á fundi hjá ráðherrum, sveitarfélögum og stofnunum með lausnir á akstri utan vega en ber sjaldnast annað úr býtum en kaffisopa, japl, jaml og fuður. Ef ástandið er jafn slæmt og landverðir og landgræðslan láta vera, hvers vegna er ekki lagður peningur í þennan málaflokk? Hvers vegna er ekki lögð meiri áhersla á samvinnu við grasrótina? Fyrir brot af þeim peningum sem hestamenn fá af samgönguáætlun árlega væri hægt að byggja upp sterkt fræðslunet og tryggja sjálfbærni slóðakerfisins náttúrunni og útivistarhópum til heilla.
Höfundur er jarðfræðingur og formaður Ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina.
09.11.2009 at 14:52 #665514Greinin er jákvæð í garð jeppamanna, en í sjálfu sér skiljanlegt að hjólamenn séu ekki eins kátir. Svandís segir um torfæruhjólin: "Sumir virðast telja að þessi tæki hafi eða eigi að fá annan og meiri rétt til umferðar í óbyggðum en bílar. Það er misskilningur. Torfæruökumenn geta nýtt sér sama vegakerfi og jeppamenn, vilji þeir nota ökutæki sín til að ferðast um landið."
Þarna er raunar slegið alveg út með þá hugmynd hjólamanna að fá að nota einstigi (gamla kindaslóða). Kemur ekki á óvart að sú hugmynd eigi erfitt uppdráttar, því þó maður geti skilið að slíkir slóðar séu skemmtilegir til að hjóla þá á ég mjög erfitt með að sjá það ganga upp sem einhverja almenna reglu að hjólin megi fara um slíkar leiðir. Væri kannski hægt að leyfa það á afmörkuðum svæðum og æskilegt að með einhverjum hætti væri komið til móts við þessa kröfu.
Kv – Skúli
09.11.2009 at 15:17 #665516
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Daginn félagar
Mig langar aðeins að tjá mig um motorkross og fjórhjólamenninguna sem mér finnst að megi batna hjá fjandi mörgum, ég er ekki að setja alla undir sama hatt þeir sem eiga sneiðina munu skilja hvað ég á við, Dagur skrifar að ráðherra beini spjótum sínum að vélhjólamönnum og að það sé ekki réttlátt, en ég er sammála henni því að ég sé þetta sjálfur í hverri viku því að ég vinn við að keyra erlenda ferðamenn og er því mikið á ferðinni á fjallaslóðum, og ég ætla bara að skora á sem flesta og fá sér bíltúr upp að Heklu austanverðri keyra upp frá skjólkvíum og upp á hrygginn í ca. 980 metra hæð fyrir neðan gíginn sem gaus árið 2000 og skoðið landslagið OG
öll hjólförin út um og upp um allt þarna þarna virðast vélhjólamenn álíta að þeir megi bara hegða sér einsog þeir vilja og eftir að sjá þetta aukast meir og meir þá get ég ekki haft samúð með þessu liði, þeir einfaldlega bjóða upp á gagnrýnina sjálfir og ef maður bendir þeim á þetta þá hóta sumir að lemja mann (hef upplifað það sjálfur)
Ég er ekki að hvítþvo jeppamenn því að þeir eru sannarlega enn til sem marka landið utanslóða en hitt er miklu algengara að sjá þ.e mótorhjólaför, en talandi um jeppa þá sá ég Hilux keyrandi út um alla sanda í hrauninu upp af Dómadal leytandi að rjúpu og uppi við Bláfellsháls og á Kaldadal virðast menn alltaf þurfa að keyra svona 200/300 metra út fyrir veg áður en þeir byrja að ganga og það er ekki gott núna því að jörðin er gljúp núna.
kveðja Helgi
09.11.2009 at 16:56 #665518Leiðrétting á skrifum Brjóts hér að ofan.
Ég Dagur Bragason skrifaði ekki þennan texta hér að ofan og er ég að vekja athygli á grein í Fréttablaðinu eftir Jakob Þór Guðbjartsson.
Textinn er hans óbreyttur.kveðja Dagur
09.11.2009 at 17:47 #665520
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Dagur já það er rétt fyrirgefðu það sé það núna en ok ég var ekki að deila á þig svo ok
kveðja Helgi
09.11.2009 at 17:55 #665522Helgi, Er Hekla nokkuð hætt að gjósa ? Fer þetta hvort sem er ekki allt undir ösku í næsta eða þarnæsta gosi ?
En ég ætla þó ekki að mæla utanvegaakstri bót með þessu og á þessu svæði sem Helgi nefnir eru förin reglulega áberandi.
Hins vegar finnst mér siðapostularnir í þessu stundum missa sig gjörsamlega þegar kvartað og kveinað er yfir akstri utan vega á foksöndum, í fjörum og á svæðum þar sem að náttúran sér sjálf um að afmá förin í næsta góða roki.
Hitt er svo en annað mál í þessu að mér finnst að menn verði að gera greinarmun á akstri utan vega sem veldur spjöllum og svo hinum sem skilur ekkert eftir sig. Þannig var það mikil afturför þegar reglugerðinni var breytt þannig að allur akstur utan vega og slóða varð bannaður en áður hafði verið leyft að keyra utan vega ef ekki hlaust skaði af.
Annars er þetta þannig í dag að sumir meiga keyra utanvega og aðrir ekki. Þeir sem eru að elta rollurassa meiga keyra hvar sem er og ég varð vitni að akstri hóps smala nú í haust og ég verð að segja að þar varð ég vitni að algeru virðingarleysi gagnvart umhverfinu og ég sá á nokkrum stöðum þar sem að þessir aðilar skildu eftir sig mjög ljót för sem eiga eftir að verða áberandi næsta vor – og um það verður jeppamönnum að sjálfsögðu kennt. Í flestum þessu tilvikum var um að ræða för sem voru gerð vegna þess að verið var að sneiða fyrir smá skafla og torfærur sem að vanbúnir bílar smalanna réðu ekki við.
Þannig að vandinn er svo sannarlega ekki eingöngu bundinn við mórorhjól, heldur alveg eins við aðila sem maður hélt að bæru virðingu fyrir náttúrunni sem þeir lifa á, og þykjast í sumum tilvikum eiga.
Benni
09.11.2009 at 23:53 #665524
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú Benni Hekla gýs aftur en þetta er bara eitt dæmi það eru aðrir staðir á fjallabaki og víðar þar sem sumir hugsa …það gerir ekkert til þó ég fari hérna það koma engin för eftir mig…… en viti menn það örlar á förum og næsti bílstjóri sér þau og ályktar að hér sé slóði og keyrir og svo kemur annar og næsti og……….
kveðja Helgi
10.11.2009 at 09:56 #665526Sammála Helga þarna, ef við förum að álykta sem svo að það sé lagi að keyra hér eða þar af því það fer undir ösku í næsta gosi, þá erum við farin að teygja hlutina talsvert. Þetta er ekki bara spurning um hvort förin sjáist næstu 100 árin, þetta er líka spurning um hvort þau sjáist upp um allar hæðir þegar næsti maður kemur á svæðið sem vill njóta náttúrunnar. Ekki bara spurning um ummerki næstu 100 árin heldur líka hvort verði ummerki um næstu helgi. Ég er að vísu sammála Benna um að það hefði verið gott ef hægt hefði verið að halda því inni í reglugerðinni að utanvegaakstur sem ekki veldur spjöllum sé löglegur, svosem á áraurum þar sem markar ekki í þó 10 tonna trukkur fari um. Vandamálið við það er hins vegar að það er misjafnt hvernig menn meta hvað séu spjöll og hvað ekki og eins hætta á að menn haldi að það komi engin för en svo verður raunin önnur. För í sandi geta horfið fljótt ef hann er nógu laus í sér, en annars staðar koma varanleg för í sandinn. Ég sá t.d. inni á Fjallabaki í sumar gömul för í sandi þar sem grasstrá voru farin að spretta í förunum þó allt í kring væri ekki stingandi strá. Skýringin væntanlega að raki situr meira ofan í förunum og því nær gróðurinn sér aðeins af stað og útkoman verður græn strik, ekkert mjög náttúruleg að sjá. Í öðrum tilvikum sér maður lausari sand fjúka í förin og setjast þar og þá sést strikið varanlega. Því held ég að því miður hafi ekki verið hægt að hafa bannið svona opið að það væri undir hverjum og einum að meta hvort aksturinn valdi spjöllum. Hins vegar þyrfti að koma eitthvað inn í reglurnar sem gerir mögulegt að leita að leiðum yfir ár og upp á jökla þar sem landið er síbreytilegt.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.