FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

AT405

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › AT405

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Halldór Sveinsson Halldór Sveinsson 23 years, 4 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 04.01.2002 at 16:21 #191250
    Profile photo of
    Anonymous

    Veit einhver hvort nýju dekkin AT405 frá Artic séu komin á markað og hvernig þau virka.

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 04.01.2002 at 19:33 #458230
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Sæll Steini,
    ég talaði við þá þarna uppí Artic truks í gær og þeir sögðu að búið væri að fresta því að dekkið væri sett í
    sölu eina ferðina enn.
    Þeir sögðu mér líka að það kæmi EKKI á þessum vetri því þau eru ekki nógu góð ennþá, sem sagt enn í þróunn
    sem er bara hið besta mál því þeir ætla ekki að setja þetta út á markaðinn fyrr en þeir eru fullkomnlega
    ánægðir.

    Kveðja,

    Glanni.





    05.01.2002 at 17:44 #458232
    Profile photo of Ásgeir Sæmundsson
    Ásgeir Sæmundsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 75

    Það skyldi þá ekki vera að þeir væru búnir að fresta þessu á markað afþví að þessir Andsk. ESB og hvað þetta kjaftæði nú heitir eru búnir að koma því í gegn að við fáum ekki að keyra á NEMA 33" dekkjum í framtíðinni, það verður þokkalegt eða hitt þó heldur. Við skulum vona að það sé nú bara einhver skelfileg mistök sem gleymdist að laga en verður kippt í liðinn sem allra fyrst. kveðja Einn sem hefur áhyggjur.





    05.01.2002 at 22:13 #458234
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll GeiriSaem.

    Ég er forvitinn að vita hvaða ESB reglur þetta eru sem þú ert að vitna í. Er þetta einhver reglugerð sem bannar akstur á stærri dekkjum en "33 eða hvað. Endilega upplýstu okkur sem fyrst!

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    06.01.2002 at 01:25 #458236
    Profile photo of Ásgeir Sæmundsson
    Ásgeir Sæmundsson
    Participant
    • Umræður: 6
    • Svör: 75

    Bleessaður BÞV!
    Ég get því miður ekki upplýst þig um hvaða regla þetta er ég heyrði þetta eftir öðrum og hann var að tala um að það væri einhver ESB eða EES regla, (ég er nú ekkert inni í þessum skamstöfunum) en þar var verið að banna notkun á stærri dekkjum en 33" og þar sem við erum á góðri leið með að afsala okkur sjálfstæði okkar í einhverjar skamstafanir þá gilda sömu reglur þar og hér en ég sagði nú við hann að þetta hlýtur að vera kjaftæði en hann sagði að íslendingar hefðu verið og seinir að senda inn einhver mótmæli, ég trúði þessu nú ekki hjá honum en þegar að ég sá að þeir voru búnir að fresta en einu sinni markaðssetningu á AT405 þá fór ég að hugsa að kanski væri það rétt sem vinur minn var að segja mér, en ég vona að þetta sé bara eitthvert rugl, en ef það er einhver sem getur frætt okkur þá væri það mjög gott. Þangað til það gerist þá skulum við bara vona það besta því við þurfum stór dekk til að komast áfram í þessari DRULLU sem er að hrjá landan þessa dagana og líka ef það skildi nú einhvertímann koma snjór!
    Kveðja!
    GeiriSæm





    06.01.2002 at 02:12 #458238
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll aftur.

    Endilega reyndu að kryfja það til mergjar í gegnum þennan félaga þinn hvaðan þessi vísdómur kemur. Það er nú reyndar svo að í mörgu tilliti eru íslendingar skyldugir til að taka upp reglur ESB í sinn landsrétt eftir að við gerðumst aðilar að EES. Á þessu eru þó margskonar undanþágur m.t.t. séraðstæðna í hverju samningsríkjanna. Um það allt gilda hins vegar tilteknar reglur, eins og t.d. það að mótmæla þurfi tilteknum reglum sem menn vilja ekki að taki gildi (hugsanlega innan tiltekins tíma) á ákveðnum svæðum.

    Það rignir yfir okkur allskonar reglum sem sprottnar eru af þessum skuldbindingum okkar í gegnum EES og alþingismenn hafa orðið berir að því opinberlega að setja lög á hinu háa Alþingi sem þeir vita ekkert hvað þýða í raun. Við skulum því ekki láta okkur detta í hug að framkvæmdavaldshafarnir (mennirnir í ráðuneytunum sem smíða og setja reglugerðirnar) geti ekki gert samskonar mistök, þ.e. steypa yfir okkur reglum án þess að vita í raun hvað þær þýða. það er því mikilvægt að grafast strax fyrir um allt svona til að hægt sé að bregðast við og snúa ofanaf vitleysum án tafar.

    Hins vegar trúi ég og vona að þetta sé saklaus kjaftasaga sem á sér enga stoð í veruleikanum, en hlustaðu samt þennan félaga þinn til öryggis.

    Með ferðakveðju,

    BÞV





    07.01.2002 at 11:16 #458240
    Profile photo of Rúnar Sigurjónsson
    Rúnar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 3028

    Einhvernvegin hefur maður nú efasemdir um að sagan hans GeiraSæm sé sönn. Ef svo er þá vorkenni ég nú allavega Hummer eigendum….:)

    Hins vegar er það skylda klúbbsins (og þá væntalega tækninefndar) að fylgjast með þessum EES/EB málum, þar sem mjög líklegt er að einhverjar reglur þar séu álíka vitlausar og að banna 33" dekk.

    Og tel ég það eiginlega víst að einhverjar reglur þar banna eitt eða annað sem við erum að gera við bílanna okkar, og þær gætu þessvegna verið búnar að taka gildi hér nú þegar, án þess að nokkur viti af því…!

    P.s. veit einhver hvernig það er að fara með breyttan bíl til evrópu? Hvaða reglur og samþykktir maður þarf að hafa með sér til að geta staðið fastur á því að maður eigi að fá akstursleyfi í útlandinu?

    Kveðja
    R2018.





    07.01.2002 at 12:39 #458242
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Glanni, veistu eitthvað nánar varðandi dekkið, hverju þeir vilja breyta og hvenær þeir reikna með næstu prufu?
    Kv – Skúli





    07.01.2002 at 23:34 #458244
    Profile photo of Halldór Sveinsson
    Halldór Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1069

    Sæll Skúli.
    Þeir sögðu mér að þeir væru ekki ánægðir með útkomuna miðað við þær prófanir sem þeir eru búnir að gera og þess vegna verður þetta dekk ekki sett í sölu fyrr en í fyrsta lagi í sumar.

    Kveðja,

    Glanni.





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.