Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › AT
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 16 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.04.2008 at 21:12 #202244
Heyrst hefur að lítið keyrð AT dekk séu bara að hvell springa. Er eitthvað til í þessu?.
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.04.2008 at 23:24 #619328
Kemur að þessu sama. Þarf þá ekki að segja þér hvert hæfilegt loftmagn í svona dekkjum, þarf ekki að fylgja snepill eða leiðsögn hvað má og hvað má ekki. Eða er það kannski mitt að að fá upplýsingar, má vera. Maður má kannski ekki taka kanann á þetta, ef það stendur ekki neins staðar þá er ekki endilega sagt að maður megi það. Eitthvað af þessum dekkjum sem hafa sprungið hefur ALDREI verið hleypt úr.
Hvað gefur framleiðandi upp??
Kv, Kristján
22.04.2008 at 09:38 #619330Hvernig er það voru þessi dekk ekki í hönnun í mörg ár svo hægt væri að keyra á þessu loft litlu og þar fram eftir götonum. Nei bara svona hugmynd.
Kv Bjarki sem er á AT kaupstaðardekkjum
22.04.2008 at 17:43 #619332Hja kristni herna a undan mjög skarplegt svar
með það i huga að þetta AT dekk var hannað
i snjoakstur mer finnst einsog einhver hafi
skotið sig illa i löppina HA
kveðja Helgi
22.04.2008 at 17:53 #619334Eruð þið með töfralausn á því að dekk hitni ekki þegar þau bælast?
22.04.2008 at 19:11 #619336Hvernig væri að setja bara kælir á dekkin? Element inní þau og slöngur og bla bla bla…. Nei, þetta er kannske gengið of langt, tala nú ekki um ef maður er líka með úrhleyppibúnað. 😀
.
En ég tek undir það sem flestir segja, ég sé sjaldan slitin svona dekk. En er það kostur eða galli?
.
Tökum sem dæmi, ef ég ætti gang af dekkjum og keyri þau í 4 ár, miðað við nokkuð mikið af fjallaferðum, sumar og vetrar, og eftir þessi 4 ár eru þau ónýt, en munstrið í fínu lagi.
.
Svo ætti ég annan gang af dekkjum, sem ég hefði ekið 4 ár á undan og farið í álíka margar ferðir og ekið svipað marga kílómetra, og þau væru mikið slitin en ekkert rosalega "fúin" eða skemmd á hliðunum, hvor dekkin eru þá skárri? Dekkin sem eru munstursmikil til enda eða þau sem eru munsturslítil og jafnvel jafn mikið skemmd á hliðum?
.
Núna verð ég að viðurkenna að þetta er svolítið skot í myrkri og eiginlega bara smá hugleiðing hjá mér, ég veit ekkert um hve mikið þessi dekk eru keyrð sem hafa verið að springa.
.
kkv, Úlfr.
E-1851
22.04.2008 at 19:48 #619338Snua ut ur Kristinn
ekki gleyma að þessi dekk voru hönnuð
til að hleypa ur þeim svo ekki koma með
svona bull takk
kveðja Helgips hef enga tru og hef aldrei haft a þessum
dekkjum
22.04.2008 at 20:32 #619340það stendur á hliðunum á dekkjum hver loftþrýstingurinn á að vera og ef dekkin eru ekki notuð þannig dettur ábyrgð út einfalt.og ef það á að fara taka ábyrgð á dekkjum sem hleypt hefur verið úr verður einfaldlega hætt að selja þau.
22.04.2008 at 20:48 #619342Ekki gleyma því Indjáni að þessi dekk voru *hönnuð* til snjóaksturs og ekki heldur gleyma því að miðað við þessar sögur eru AT dekkin að endast mun verr en t.d. Mudderinn.
Ég man ekki eftir mörgum sögum af Mudder að hvellspringa eftir lítinn akstur á þeim. Hinsvegar sé ég allstaðar draugslitna möddera sem virka bara fínt.
T.d. 38" mödderinn (sem reyndar stendur 35" núna) er alveg draugslitinn og fúinn en virkar samt og stendur fyrir sínu. Mér þætti gaman að sjá AT dekk sem væri búið að misbjóða jafn miklu og þeim dekkjum, n.b. þá myndi ég áætla að dekkin mín væru yfir 4 ára gömul, er þó ekki alveg viss því það eru amk 3 eigendur á undan mér… 😛
.
kkv, Úlfr
E-1851
22.04.2008 at 22:44 #619344Á hliðum dekkja stendur bara hámarksþrýstingur ekki hvað er eðlilegt eða hvað er lágmark. Loftþrýstingur dekkja fer eftir þyngd bílsins sem situr á þeim.
22.04.2008 at 22:54 #619346Er kannski ekki beint hægt að taka ábyrgð á svona dekkjum sem eru notuð í svona hörku eins og við erum að nota þau í. En það má ekki gleyma því eins og nokkrir benda á var nú aldeilis legið yfir þessu í pælingum að gera dekkið eins nothæft fyrir okkur eins og hægt er. Sérstaklega þunnar hliðar sem eru kannski of þunnar og spes mýkt í gúmmí og ég veit ekki hvað og ekki hvað. Og miðað við það allt saman finnst mér þetta ekki vera að gera sig.
Sem dæmi voru dekkin mín eitthvað um 2 ára og keyrð 12-15 þúsund, önnur dekk sem hafa sprungið hafa verið jafnvel bara ný og jafnvel aldrei farið á fjöll og önnur dæmi eflaust svipað dæmi og ég er í.
Það stendur ekkert á dekkjunum hver loftþrýstingurinn á að vera, einungis að hann megi max vera 35pund þegar dekkin eru köld..
Eru þessi dekk ekki hönnuð til að vera í 2 pundum ef að færið fyrir það er fyrir hendi. Eða er þetta bara 25 pund og malbik.is
Að sjálfsögðu hitna öll dekk þegar þau bælast og tala nú ekki um ef að þeim er snúiið, hvort sem er í spóli eða á meiri ferð en kannski æskilegt er, en finnst það ekki réttlæta endingu sem þessa á dekkjum sem eiga að vera hönnuð í svona vitleysu. Segir það okkur ekki meira um að það sé eitthvað eins og það á ekki að vera.
Ef þetta er eins og þetta á að vera þá er best að henda þessu drasli og finna sér eitthvað annað, enda er drifgeta á þessum dekkjum smekksatriði.
Þetta með slitið, segi það enn og aftur, slit á dekkjum segir manni ekkert hvernig þau eru að reynast, fer allt eftir hvenrig notkun þau eru í. Og þar sem ansi margir bílar eru notaðir sem einugis malbiks tíkur þá finnst mér að maður ætti að sjá fleirri dekk slitin, ekki nema menn séu svona svakalega duglegir við að skipta þeim út. En það má ekki gleyma því að munstrið er að endast mjög fínt þrátt fyrir töluverða keyrslu. Auðvitað eru slitin dekk á munstri betri en dekk sem eru ónýt að innan og enginn veit neitt.
Kv, Kristján
22.04.2008 at 23:19 #619348mér heyrist á lýsungunum (þó ber að hafa í huga að það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og ég hef 0 reynslu af AT405) að AT menn spili eigendur þessara dekkja sem algjöra viðvaninga sem byrjuðu í sportinu í gær og vita ekkert hvað þeir eru að gera…. ég held að flestir sem eru að stunda þetta sport eitthvað viti það alveg að það má ekki keyra á dekkjunum mikið úrhleyptum nema þau fái nóga kælingu og það á ekki að keyra á þeim úrhleyptum í grjóti og þessvegna passa menn þetta… í þessum ferðlalögum sem ég hef verið í allavega hittir maður hina og þessa og er samferða hinum og þessum sem maður kanski þekkir ekkert…. enn…. það bregst aldrei að yfirleytt eru menn rosalega samstíga í því að hleypa úr og bæta í þegar við á (nema ég er stundum doldið kærulaus…. enda keyri ég á mudder Þessvegna finnst mér ekki alltaf hægt að segja að notandinn sé að gera eitthvað rangt…..
22.04.2008 at 23:24 #619350Varðandi hita á dekkjum að þá hef ég aldrei fundið svo mikið sem velgju í dekkjum hjá mér þegar ég er að keyra í snjó, ég hef einungis fundið velgju í dekkjum hjá mér þegar ég hef keyrt á malarvegi eða malbiki með of lítið í dekkjum. Eru menn í alvöru að keyra svo svakalega að það hitni dekk sem eru stöðugt kæld af snjó? Djöfuls kerling hlýt ég þá að vera í akstri. En þetta er þá orðin spurning líka hvort það megi skína sól á dekkin, þau hitna nú allsvakalega við það enda svört og draga í sig hitann…
.
Best að halda sig bara við þekkt 44" gleðigúmmí, kaupi allavega ekki þessi AT dekk og það er ekki síst út af verðinu…
kv. Axel Sig…
24.04.2008 at 17:50 #619352Óskar, þetta er alveg rétt hjá þér, menn eru yfirleitt rosalega samstíga í úrhleypingu og í að pumpa í þegar við á þegar menn eru að ferðast saman. En það má ekki gleyma því að bílastjórar geta keyrt misjafnlega þó þeir séu í hóp með kannski sama loft. Sem getur skýrt mismunandi hitamyndun. En munurinn getur varla verið sá að einhver uppsker ónýt dekk eftir nokkrar ferðir en aðrir ekki…..
Auðvitað eru alltaf tvær hliðar á málinu, en þessi hlið sem er hérna er ekki einungis frá mér, enda er ég ekki sá eini.
Kv, Kristján
28.04.2008 at 01:00 #619354Rifan sem myndaðist, það sést glitta í kúluna og hlutanum sem rifnar frá. Þarna á felgan að hafa barið í kantinn með þeim afleiðingum að strigalagið fór í sundur, vírslitnaði og kúla.is.???? Þess má geta að hleypt var úr dekkjunum helgina áður á Langjökli, 2 punda færi í mjúkum snjó. Nánast aldrei í förum þannig það var mjúkt undir nema á bakaleið og þá var keyrt rólega vegna færðar og veðurs og fjöðrunargeta bílsins var bara samsláttur á 8-25 km hraða. Það hefur dekkið ekki þolað……..
[img:texchnpp]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6116/50829.jpg[/img:texchnpp]Kanturinn við felgu kominn niður í striga sem ekki er hægt að skýra. Dekkið hefur ekki snúist á felguni. Eina skýring frá söluaðila, hvað vitum við nema þú sért búinn að keyra á of litlu lofti, keyra á steina eða eitthvað. Dekkið heldur ekki lofti nema á 10 pundum og undir
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=carmembers/6116/50831:texchnpp][b:texchnpp]Kantur[/b:texchnpp][/url:texchnpp]
[img:texchnpp]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6116/50831.jpg[/img:texchnpp]Hérna sést lítið dæmi hvernig dekkin eru öll sprungin á því svæði sem dekkið er að bælast, svona er þetta allann hringinn, og eiginlega einungis á ytri hlið sem snúr út að götu. Innri hliðin virðist alveg vera laus við svona.
[img:texchnpp]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6116/50832.jpg[/img:texchnpp]Ef þreifað var á dekkjunum þá voru þau einstaklega mjúk akkurat við kantinn þar sem dekkið rifnaði. Öll dekkin voru svoleiðis, eins og innra lagið væri búið að étast upp að einhverjum hluta, svæði sem er svona 3 cm breitt fyrir neðann kannt.
Samkvæmt þessari kenningu hjá söluaðila um að felgan hafi barið í dekkið og kramið og þar hafi gamanið byrjað finnst mér fáránleg. Mallað í viku og svo búmm. væri þá ekki annaðhvert dekk sprungið??
Kv, Kristján
28.04.2008 at 09:34 #619356Ég tel líklegt að kanturinn sé svona slitin aðalega vegna þess að felgan er ekki góð með aðeins kónísku sæti sem gerir það að verkum að dekkið er á stöðugri hreyfingu í sætinu og þegar þessi furðulega felgu vörn sem er á þessu dekki bætist við verður vandamálið enn verra. Er myndin sem er innan úr dekki af dekkinu sem rifnaðið ? eftir þeirri mynd að dæma virðist vera að vandamálið geti verið hiti ? Var eingin gúmísalli inn í dekkjunum? Ef þú og fyrri eigandi gætuð komið ykkur saman um að áætla raunæft hve marga kílómetrar þessi dekk eru búinn að rúlla undir 3 psi þá myndi það vera mikilvægt innlegg í umræðuna.
28.04.2008 at 09:53 #61935828.04.2008 at 12:54 #619360Þetta er ekki mynd af dekkinum sem sprakk. En þau eru öll svona dekkin það er sprungin. Jú eflaust er þetta hitavaldur sem orsakar þessar sprungur.
Enginn gúmmísalli var inní dekkinum sem ég sá að var rifið af. Veit ekki hvort það hafi verið í hinum, en efast um það þar sem engin merki um slíkt er í dag, engar leifar og ekkert búið að eiga við þetta nema henda inní skúr.
Km fjöldi er eitthvað sem maður ætti að leggjast yfir og reyna fá einhverja yfirsýn yfir.
Björn, hmm hvað, ef þú tekur myndina og súmmar inn þá sérðu hraðann í vinstra horninu uppí og hann sýnir 33 kmh ef ég man rétt. Það var ekkert bogið við þetta langjökulsferðalag. Það var mjög þungt færi og ekki hægt að tala um að hraða væri náð. Ef það vantar einhverja vitneskju um það væri eflaust hægt að hafa uppá þessu fólki sem ég var að dóla í kringum. Sem ég þekki ekki neitt og hefur engra hagsmuna að gæta. Enda er þessi myndasería og textinn við bara djók sem ég held að flestir fatti.
Kv, Kristján
28.04.2008 at 13:36 #619362Skemmtileg athugasemd undir [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/6012/49775:2jm7qj8z][b:2jm7qj8z]myndinni[/b:2jm7qj8z][/url:2jm7qj8z] sem Björninn setur inn…
[i:2jm7qj8z]"Þarna sýnir GPS tækið örugglega 140 kmh á jöklinum"[/i:2jm7qj8z]
Mín skoðun, sem endurspeglar ekki endilega skoðun þjóðarinnar, er að þú keyrir of hratt með of lítið loft í dekkjunum og steikir þau. Kannski myndi úrhleypi/ípumpubúnaður út í hjól bjarga framtíðardekkjagöngum hjá þér.
–
Bjarni G.
28.04.2008 at 23:47 #619364Bjarni; ferðahraði er afstæður, ég ætla ekki að vera fífl og segjast aldrei hafa keyrt of hratt miðað við loftmagn. Hver hefur ekki gert það???? Ja, kannski þú, enda átt þú bara eilífðarverkefni sem kemst aldrei neitt nema bara milli skúra 😉 En þetta með hita og skemmdirnar á dekkjunum ætla ég ekkert að þræta fyrir. Virðist liggja í augum uppi. En útfrá lítilli notkun líta dekkin fáránlega illa út.
Og hvað er það að menn kaupi einhverja ferða- og myndasögu sem ég sýð saman og set á netið eins og sannleikann í morgunblaðinu er svoldið magnað. Hefði verið nær að lesa hana eins og hún væri í DV. Hefði nú haldið að fyrri skrif á vefnum hefðu átt að tækla það. Það ætla allavega margir að falla í sömu gryfju og Artic menn og það er að gefa sér eitthvað sem þeir vita ekkert um af því einhver myndasaga eða myndaalbúm er til. Eða af því þetta er bill með öfluga vél og vitleysing undir stýri. Ætla skrifa það aftur fyrst þú og kannski fleirri lásu ekki fyrri póst, en það er það að á þessari mynd sýnir GPS tækið 33kmh og menn sjá það ef þeir einfaldlega opna myndina í paint þarft ekki einu sinni að súmma. Þetta er hraði sem var töluvert yfir meðalhraða hugsa ég. Max hraði í þessari ferð náði kannski 60 ef það hefur náð því og það voru einhverjar sekúndur niður í móti í átt að Geitlandsjökli. Sammt svoldið gaman af því að menn séu að misskilja þetta, gefur þessa meira gildi. Enda hvað væri gaman ef það má ekki djóka hérna. Kaldhæðni.is yfir þessu öllu saman.
Þess á milli sem druslan hefur verið biluð heima í hlaði þá hef ég reynt að vera duglegur að fara eitthvað. Og eins og flestir vita sem eiga jeppa sem virkar og keyrir og hafa farið eitthvað í vetur vita það að það er búið að vera sykurfæri í allann vetur. Ekki hægt að segja að það sé búið að vera spíttfæri. Hugsa að ég sé búinn að nota milligírinn meira heldur en hestöfl og hraða í allann vetur.
Að ætla halda því framm að ég sé búinn að grilla dekkin á þessum köflum sem maður hefur kannski náð að gefa aðeins í finnst mér ekki alveg í lagi. Ef að það reynist raunin þá segir það miklu meira um dekkin heldur en mig. Ég er alveg örugglega búinn að keyra hraðar en loftmagn leyfir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar eins og allir aðrir hér. Ef það er ekki hægt að eiga öflugan bíl, geta spíttað frammúr ferðafélögum eða þrusað upp brekkur eða hvað maður er að gera það og það skiptið nema kaupa dekk eftir veturinn af því þú fórst hraðar en 40kmh á úrhleyptu er bara rugl. Þessi dekk eru þá greinilega bara gerð fyrir dísel power ef það er hægt að kalla það power. Allavega hef ég ekki heyrt af öðrum Tacomueigendum sem kaupa sér dekk eftir veturinn af því þeir gáfu í á snjóbreiðu til að stríða ferðafélögunum. Enda aka líka alvöru jeppakallar ekki á AT dekkjum sem sést best á hinum Tacomu strákunum fáir á AT. En svo er spurning með þetta allt saman, enda er ég ekki alvöru jeppakall því ég ek um á AT dekkjum og sagan segir að ég viti ekki hvað loft eða hraðamælir sé.
Að segja að ég keyri alltof hratt með of lítið loft og sé að steikja dekkin er ásökun, ekki skoðun. Ef að það væri málið að druslan væri bara sett í 2-3 pund og pinnstaðinn alla ferðina um leið og sést snjór, þá myndi ég vita uppá mig sökina. Þá væri ég ekkert að nölla þetta, þá væri ég ekkert pirraður að eftir nokkra jeppaferðir séu dekkin undir bílnum bara ónýt. Ég er ekkert að reyna koma mínum vandamálum á aðra. Ef ég vissi uppá mig sökina, þá hefði ég farið og keypt annan gang og haldið áfram á sömu braut og ekki sagt orð um það. Það er dýrt að vera flottastur, það er bara svoleiðis. En þegar ég hef ekkert slæmt á samviskuni þá verður maður pirraður þegar þú ert sagður stunda eitthvað sem þú gerir ekki, allavega ekki í þeim mæli sem þarf. En þar sem þú og fleirri virðist vita meira um mínar ferðir heldur en ég þá er ég farinn að efast um þetta allt saman.
En það var ekki búið að keyra mikið á þessum dekkjum og ekki búið að fara í margar fjallaferðir. Þessi gangur var notaður sem vetrargangur þangað til ég eignaðist bílinn síðasta haust og síðan þá hafa þessi dekk verið undir bílnum. Breytingu á bílnum var lokið fyrir kvennaferðina 2006 og voru þessi dekk þá sett undir. Bíllinn er að verða 2,5 árs gamall og eru því dekkin búinn að vera undir bílnum í 2 vetur. Og alls ekki hægt að segja í fullri notkun í fjallaferðum, hefur dvalist ófáum stundum inní skúr yfir vetrartímann.
Þetta er vægast sagt ömurleg ending.
Kv, Kristján
29.04.2008 at 08:24 #619366Þetta er allt satt hjá þér í þær ferðir sem ég hef farið með þér í vetur hefuru bara ekkert drifið verið í förum í lóló og verið hringaður af patta
Ég veit líka hvernig þú ekur og það er bara vel og já það kemur fyrir að farið sé hratt yfir en þó ekkert hraðar en hver annar!! ég er bara sammála þér með endinguna hún er frekar ömurleg hver svo sem ástæðan er þar á bakvið.
Kv Gísli og ofur Pattinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.