Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › AT 405 ????
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Hallur Norðdahl 17 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
12.12.2007 at 21:09 #201371
Sæl veriði öll sömul, nú verður maður að vanda dekkjakaupin því nú fer að verða ferðaveðrið. Því ætla ég að spyrja ykkur hvaða dekk þið mælið með og hvort að artic trucks dekinn séu ekki með betri dekkjum í 38″???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.12.2007 at 00:31 #606440
Prófaðu að slá "AT 405" inn í leitarvélina því þessi umræða kemur upp reglulega. Mín skoðun er sú að þetta eru frábær keyrsludekk (kringlótt og hljóðlátari en mörg önnur), einnig hef ég trú á að það sé gott í hálku en hef ekki reynslu af því. Hinsvegar þykir mér mynstrið of fínt og þau hafa tilhneigingu til að fyllast af snjó/krapa frekar en t.d. mudder, ground hawk og super swamper.
.
Svo ef ég væri að kaupa dekk undir jeppa sem fer sjaldan út fyrir veg heldur er mestmegnis notaður á almenna vegakerfinu myndi ég kaupa mér AT en ég vildi ekki hafa þau undir jeppa sem er mest notaður á fjöllum.
.
Freyr
13.12.2007 at 07:52 #606442Mér finnst AT 405 fín í alla staði fyrir utan það að koma þeim á felgu. Þau eru frábær akstursdekk og ég held því fram að þau gefi ground hawk og mudder ekkert eftir þegar kemur að snjóakstri, hef prufað þetta allt saman og varð sko alls ekki fyrir vonbrigðum með AT dekkin. Þau koma míkróskorin og tilbúin fyrir neglingu, hlýtur að vera kostur.
Kveðja, Tolli
13.12.2007 at 07:54 #606444Mín skoðun er sú að fara beint og kaupa AT 405.
Ég er búinn að keyra á þónokkuð mörgum tegundum af 38" dekkjum og finst mér AT koma best út. Bara snild á malbiki og að mínu mati mjög góð í snjó og grípa vel. Var á þeim einn vetur á LC90 og fór mikið á fjöll og alltaf sáttur við þau.
–
Kv með mína skoðun. Ísak Fannar
13.12.2007 at 08:14 #606446Sá svona dekk í action…. eða 1 hringur og dekkin voru smekkfull af snjó og hreinsuðu sig ekki… Henta ekki fyrir snjóakstur… fín götudekk örugglega.
kv
Gunnar
13.12.2007 at 08:36 #606448AT 405 og Mudderinn eru einu radial dekkinn sem ég tel koma til greina í snjóakstur. Það er smekksatriði hvort menn vilja hafa gróft eða fínt mynstur, grófa mynstrið er betra í krapa og lausum snjó meðan fína mynstrið er betra á malbiki og í hálku.
Gúmíið í GrounHawg dekkjunum harðnar í frosti, sem gerir þau hál, og þau þola ekki vel að að ekið sé greitt á þeim linum. Önnur radial dekk eru stíf og rúm á felgum sem veldur því að þeim er hætt við affelgunum og að felgurnar eiga það til að spóla í dekkjunum. Stífleikinn dregur úr floti og étur upp afl, orku og eldsneyti og getur stuðlað að ofhitnun sem eyðileggur dekkin. Parnelli Jones og TrXus eru dæmi um það síðasttalda.-Einar
13.12.2007 at 10:59 #606450En hvaða álit hafa menn á nýja F-C II dekkinu? nú var gamli cepekinn mikið notaður á fjöllum.
Svo er þetta hræbillegt dekk, kostar 43900 minnir mig á móti 48900 fyrir AT dekkið. munar nú um minna
.
er með svona dekk undir 60 krúsanum hjá mér og virkuðu þau fínt síðustu helgi þrátt fyrir erfitt færi og þjösnaskap ökumanns 😛
Bældist mjög vel og gripu lýgilega m.v. svona fínt munstur.
.
reyndar þurfti svo að ballansera daginn eftir en það eru soðnir kantar á felgunum og dekkinn voru nýkominn á og þeir hafa sko ekki sparað feitina þegar þau voru sett á, er að vona þau hætti þessu ef þetta fær að þorna..[img:w24zxec4]http://photos-c.ak.facebook.com/photos-ak-sctm/v155/68/21/648067958/n648067958_509310_4353.jpg[/img:w24zxec4]
13.12.2007 at 11:05 #606452Lýsing Hjartar passar við það sem ég sagði að ofan. Radial dekk sem heita Dick Cepec FC-II, eru Mickey Thompson, með öðru nafni og öðru mynstri. Þessi dekk eru fræg fyrir að spóla á felgunum, eru massív og stíf en eigendur dásama hversu góð þau eru á malbiki. Ef ekki er hleypt úr þeim, þá endast þá án efa von úr viti.
-Einar
13.12.2007 at 11:09 #606454þessi dekk eru nú allt annað en stíf hjá mér, að vísu á töluvert þungum bíl en samt.
væri gaman að heyra ef einhverjir aðrir hafa svipaða sögu að segja um þessi dekk, ef nú bara prófað einn túr á þeim.
13.12.2007 at 11:16 #606456Hjörtur, þú getur farið á vefsíðu [url=http://www.dickcepek.com/FC_Radial.html:1w1bvoqv]Mickey Thompson/Dick Cepec,[/url:1w1bvoqv] þar eru upplýsingar um þyngd dekkja. 38" radíal dekkin eru næstum því jafn þung og gömlu FC 44" dekkin, þau dekk voru hönnuð áður en Mickey Thompson eignaðist merkið.
-Einar
13.12.2007 at 11:26 #606458Ég var með svona dc undir hilux og gafst ég reyndar upp á þeim og seldi þau.
Voru of sleip fyrir minn smekk og stíf.
Þau voru reyndar ekki microskorin en samt… ekki fyrir minn smekk allavega. Voru leiðinlega breið fyrir malbikið, leitað alveg rosalega á þeim.
–
Kv Ísak Fannar með sína reynslu á 38"dc
13.12.2007 at 11:56 #606460Að mínu mati alveg snilldar dekk,og ég er fjarri því að vera sammála hvorki Ísaki né Einari að þau séu ekki að duga,þar sem þú ert með bíl í þyngri kantinum Hjörtur,þá vei ég ekki hvernig þau eru að koma út þar,hinsvegar get ég sagt frá minni reynslu á þeim.Þannig er að ég hef verið á þessum dekkjum í bæði 35"&,38" burt séð frá því sem Einar talar um með þyngdina,þá eru þessi dekk að bæla sig mjög vel,35" var ég með undir bíl sem var 1620,kg sem þykir nú ekki þungt,38" var ég svo með undir 1810,kg bíl,þess má kannki til gamans geta að báðir þessir bílar eru Cherokee XJ,alveg sama boddy og einar er með,þannig það þarf ekki þyngri bíl en það til að bæla þau vel,eins eru þau góð á fjöllum í 2,psi og alveg niður í 1,5,psi.ég lenti í því í fyrsta skipti sem þetta var sett á hjá mér,einmitt því að þurfa ballansera þau eftir fyrstu úrhleypingu,en svo lét ég líma þau á í sama skipti og það var ballað aftur,og þau voru algjörlega til friðs eftir það.Þetta eru jú fínmunstruð dekk,en þau eru að skila sér alveg frábærlega þrátt fyrir það,eins eru þau góð á malbikini,og hreinsa sig vel í snjónum,hinsvegar þá mundi ÉG aldrei sleppa því að lata skera þau alveg yfir,því þá sleppurðu við hvað þau geta verið sleip(eða miðjuna ef þú vilt negla líka)Málið er að þessi dekk eru að endast og duga,hvort sem það er á malbikinu eða í snjónum,og heldur mundi ég ekki hika við að fá mér svona dekk aftur.
–
Mbk
Púkinn
–
P.s þetta er eingöngu mín persónulega reynsla og spannar 4ára tímabil
13.12.2007 at 12:11 #606462held að þessi mikla þyngd gæti stafað að því að munstrið á þessum dekkjum er rosalega breytt, allavega miðað við mödderinn sem ég var með. Svo er þetta svo þétt og mikið munstur, en já held ég skeri þau við tækifæri.
mér finnst þau alveg fín á malbiki, mjög lítið veghljóð og finnst þau ekki leita neitt svakalega en meira en mödderinn.
.
Svona reynir maður að selja sjálfum sér þetta 😛
13.12.2007 at 12:44 #606464já það er semsagt þeir sem prófað hafa AT finnast þau mjög góða. En í sambandi við naglastærð hvað eru menn að nota þar????
13.12.2007 at 13:25 #606466Sælir .
Þessi dekkjamál veðra aldrei krufin til mergjar í eitt skifti f. öll , skoðanir eru misjafnar , trúarbrögð og pólitík.
Ein er sú tegund dekkja sem lítið hefur verið um rætt hér . Það er 38 radial Mudder dekkið .
‘Eg er búinn að vera með ýmis dekk á löngum ferli á jeppum sem er um 35 ár .
Þegar allt er skoðað , þá er Mudder dekkið það besta allhliða dekk sem ég hef notað , og tala ég fyrir munn fjölda manns .
Þau eru eins og vín , bara batna með aldrinum.
Reyndar var munstrið mjókkað til mikillar bölvunnar , en samt er þetta svo sannarlega að gera sig .
‘Eg er búinn að slíta upp mörgum mudder göngum og
þeim er ekki hent fyrr heldur enn akkúrat ALLT munstur er farið .
Rúmlega hálf slitinn Mudder sem er búið að skera í , er með sömu munsturdýpt og nýr DC 38 .
Einn notaður Mudder gangur til sölu á 4×4 núna . ‘Eg myndi skoða það .Góðar stundir
13.12.2007 at 13:32 #606468Varðandi naglana , þá myndi ég hiklaust mæla með stórum fólksbílanöglum Td. 10/12 eða eitthvað í þá átt, og bara raða vel í tuðruna . Ekki nota stóru trukkanaglana .12/15 Þeir eru góðir bara fyrst . Svo jagast þeir úr og skilja eftir stór og ljót göt í dekkin.
Þetta hefur komið mjög vel út þar sem ég þekki til .
14.12.2007 at 00:54 #606470Það þarf þá væntanlega eitthvað breiðari kanta fyrir þessi DC dekk en Mudderinn?
kv. Kiddi
14.12.2007 at 08:57 #606472Ég ætla ekkert að útiloka 38" dc fyrr en ég er búinn að prufa svoleiðis skorið. þau voru allavega rosalega sleip hjá mér óskorin.
Varðandi það hvernig þau leggjast þá kom það vel út hjá mér.
Með 35" er það þannig, að ég hef aldrei verið á svoleiðis en vinur minn er búinn að vera töluvert á 35" dc og er alveg rosalega ánægður með það…
–
Kv Ísak Fannar
14.12.2007 at 12:51 #606474Þetta finnst mér snilldar lausn:
http://www.maxigrip.se/
Ég er persónulega á móti því að nota nagla innanbæjar, þó þeir séu nauðsyn fyrir þá sem ferðast á þjóðvegum milli landshluta.
En þessar skrúfur eru hrein snild, í stað tveggja dekkjaganga þá skrúfaru þær einfaldlega úr á vorin.
14.12.2007 at 19:48 #606476já ég held að skrúfur séu rosalega sniðugar í hjól og sleða en ekki undir jeppann þar sem hann er mikið þyngri og myndi bara eyðileggja hausinn mjög fljótlega
14.12.2007 at 22:09 #606478Þessir naglar eru notaðir í dráttarvélar sem eru talsvert þyngri en þyngstu jeppar, og reynast vel. Fengust þegar ég vissi síðast hjá Bújöfri á Sefossi og kostuðu dáltið, en þó ekki verulega mikið. Kannski er þó spurningin hvort þeir þola hraðakstur en margur bóndinn spólar þónokkuð á afar þungum græjum án skemmda þannig að sennilega myndi þetta gera sig á stórum jeppadekkkjum.
Kv Þ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.