Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › At 405
This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by  Daði Jóhannesson 19 years, 9 months ago.
- 
		CreatorTopic
 - 
		20.11.2005 at 12:41 #196677
Jæja Félagar
Hvernig er nú reynslan á þessum nýju AT 405 dekkjum. Er ekki einhver búinn að prufa þau í almennilegum snjóalögum. Gaman væri að fá einhver feedback á þessi dekk.
kv Gunnar Ingi
 - 
		CreatorTopic
 
- 
		AuthorReplies
 - 
		
			
				
21.11.2005 at 12:34 #533268
Er enginn að nota þessi dekk ?
bara svona að forvitnast
kv Gunnar
21.11.2005 at 15:23 #533270
Anonymous- Umræður: 0
 - Svör: 16404
 
Þar sem ég ætla að fara að fjárfesta í 38" dekkjum tek ég undir með síðasta ræðumanni að gott væri að fá enhverjar reynslusögur
Kv. Ragnar
21.11.2005 at 20:40 #533272sælir
Þessi umræða var tekin fyrir stuttu á [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/33:3laxco4l]þessum[/url:3laxco4l] þráð.
kv
AB
p.s. hann byrjar árið 2001 en endar 9. nóv 2005
22.11.2005 at 20:52 #533274eg er á þessum dekkjum og búinn að vera í 3 vikur.
Er lítið búinn að keyra í snjó en svolítið í hálku og slabbi og þar koma dekkin mjög vel út og mér finnst þau hafa mikið grip. Ég er mjög ánægður með þrjú dekkjanna en eitt er eitthvað öðruvísi en hin að því leyti að það titrar alltaf einhvernveginn, ekki hoppudekk og ekki illa ballanserað heldur virkar það í akstri eins og munstrið sé miklu grófara á hluta banans. Ég talaði við einhvern í artic og hann bað mig um aðkoma og sýna þeim það en vildi að Freyr væri við en ég komst ekki á þeim tíma sem hann nefndi, og hef ekki komist enn. Eg þarf að ná sambandi við þá aftur og hitta Frey til að leifa honum að finna titringinn og þá finnum við örugglega út úr þessu ef eitthvað er að .
kv Beggi
22.11.2005 at 21:40 #533276Við höfum orðið varir við lítilsháttar titring í dekkjunum og ég held að það sé í þeim öllum. þetta stafar að líkindum útaf mismunandi lögun kubbana. þetta finnst í sumum bílum og öðrum ekki. t.d finnur maður þetta vel í LC120 dýrustu VX gerð ef dempararnir eru stilltir á stífasta, en aftur á moti verður maður ekki var á LC120LX með venjulegri gormafjöðrun. það var svona titringur (bara mun meiri)í prototýpudekkjunum mínum og það hvarf á nokkrum mánuðum. það verður gaman að vita hvað það tekur langann tíma að hverfa í nýju dekkjunum.
Beggi, það væri gaman að fá að henda dekkjunum þínum í mælitækin okkar og sjá hvernig titringurinn er og hvort það sé eitthvað dekk verra en hin. Dekkin eru svoldið viðkvæm fyrir réttum loftþristing og t.d. getur of mikill þristingur í léttum bíl aukið á titringinn.
22.11.2005 at 23:59 #533278Hvað væri réttur þrýstingur fyrir 2,2-2,6t bíl?
kv Jóhann
23.11.2005 at 15:35 #533280
Anonymous- Umræður: 0
 - Svör: 16404
 
Hef verið með þessi dekk í nokkrar vikur. Í upphafi varð ég var við talverðan titring en þegar ég lækkaði loftþrístinginn úr ríflega 30 pci í 22-26 hvarf þetta nánast með öllu.
Er annars ánægður með þau svona innanbæjar, eru nánast hljóðlaus og virðast grípa sæmilega í hálku. Hef prófað þau einu sinni úrhleyptum í hundleiðinlegu færi og þau komu ágætlega út, fannst þau grípa dálítið, mikið svipað og nýr mödder, þannig að maður þurfti að vera á varðbregi með að spóla bílinn ekki niður. Það er hins vegar í mínu tilfelli ekki komin þannig reynsla að hægt sé að úttala sig um þetta með vissu, en þau lofa góðu enn sem komið er.kk gh
20.01.2006 at 13:42 #533282Hvað segja menn núna, hvernig eru þessi nýju dekk að koma út á fjöllum, eru menn sáttir, ánægðir eða eitthvað annað?
Kveðja
Bjarki
20.01.2006 at 15:51 #533284Ég keypti Pattann minn með nýlegum GH en þegar dekk nr. 2 hvellsprakk hjá mér núna um jólin henti ég þeim og setti undir AT 405. Ég ætla ekki að segja neitt um það hversvegn GH dekkin hvellsprungu þar sem að ég var ekki eigandi að þeim frá upphafi, en grunur leikur á að einhver misnotkun hafi átt sér þar stað hjá fyrri eiganda.
Nóg um það, aftur að kjarna málsins eða AT 405. Það sem strax vakti lukku var hversu vel þau koma út við vegaakstur, bæði eru þau mikið hljóðlátari en GH og bíllinn er líka léttari í stýri.
Ég var skíthræddur um að munstrið væri of fínt fyrir utanvegaakstur í snjó en ég er búin að fara tvær stuttar ferðir og satt best að segja koma dekkin frábærlega út og ég hlakka sannarlega til að prófa þau við fleiri aðstæður.
Það eina neikvæða við dekkin er að 3 dögum eftir að ég keypti þau var tilboð hjá AT þar sem að loftdæla fylgdi með ganginum
 en maður græðir ekki alltaf.Daði
 - 
		AuthorReplies
 
You must be logged in to reply to this topic.
