Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › AT
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 16 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.04.2008 at 21:12 #202244
Heyrst hefur að lítið keyrð AT dekk séu bara að hvell springa. Er eitthvað til í þessu?.
Kv Bjarki -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.04.2008 at 21:26 #619288
Hverjum er ekki sama. Það eru bara hommar og kellingar sem eru á svona litlum dekkjum.
Góðar stundir
04.04.2008 at 21:35 #619290Hefur þú kæri vinur heyrt um fleiri en eitt AT dekk sem hefur sprungið með hvelli ! mér þætti líka fróðlegt að heyra hvort einhver Mudder dekk hafi sprungið með þessum hætti, við vitum nú um gh dekkin sem hafa átt þetta til og fl. sem ég man ekki hvað heita . En svo hlýtur alltaf að vera til gallað dekk sama hversu góð í raun dekkin eru sem á þetta til . Það verður gaman að fylgjast með þessum þræði.
kv:Kalli togleðurshryngjameistari
ps Nei Hlynur það eru hommar og kellingar sem komast ekki upp á "litlu HEKLU" á 44" túttum
04.04.2008 at 22:07 #619292Eru það ekki bara hommar og kellingar sem ÞURFA eitthvað stærra en 38" til að komast eitthvað? Þér er kannski málið eitthvað skylt, Hlynur ef þú þykist vita svona mikið um það. L.
04.04.2008 at 23:50 #619294Svara gamli fanntur, það þýðir ekki að koma með svona spurningu og vera svo ekki með í pælingunni.!
kv:Kalli semheldaðhönnuðurþessaradekkjasésnilli
05.04.2008 at 00:00 #619296Ertu sð spá í að setja svona dekk undir fjórhjólið ???
Kv Bubbi
05.04.2008 at 00:45 #619298Sæll krúttið mitt , ertu ekki á fjöllum ? en nei ég er með svo stórt tippi að ég þarf bara 27" dekk og susukí ATV.
kv:Kalli hógværi
05.04.2008 at 08:28 #619300Þetta dekk sem Crucer er eð vitna í kaupti ég í Mars 2006 og er ekið sirka 12000 og var notað sem vetra gangur neldur.
Aldrei var hleipt meira en 2 pund því eftir það dreif bíllinn ekkert.
En núna er ég búinn að selja bílinn á þessum dekkjum og þekki nýja eigandann vel og ferðast mikið með honum og veit að hann er ekki að hleipa meira en ég gerðiúr dekkjunum.
Það skrítna við þetta eftir að dekkið sprakk og eyðilagðist var fari að athuga hin dekkinn þá reyndist öll dekkinn ónýt og það eru búinn sirka 4mm af munstri.
Og hversvegna eru dekkin ónýt jú það er búið að hleypa svo oft úr þeim skilst mér að söluaðilar hafa sagt og búðu lítinn sem engan afslát af næsta dekkja ganagi.Spurning voru þessi dekk ekki gerð spes til að hleipa úr og til vetraaksturs ?
Höldum þessum þræði um dekkinnKv Eyþór
P.S. þarf maður kanski að fara selja AT dekkinn áður en 4mm eru búnir
05.04.2008 at 10:49 #619302Það er ekki aðalatriðið hversu mikið er hleypt úr dekkjunum, heldur hvort aksturs mátinn á þeim úrhleyptum sé þannig að hiti valdi skemmdum á burðavirki dekksins.
Mesta hitamyndun verður þegar ekið er hratt á linum dekkjum. Þungir bíla hita dekkin miklu meira en léttir. Stíf dekk, með massívar hliðar, hitna að öðru jöfnu meira dekk með þunnar og ræfilslegar hliðar. Ef menn finna fyrir því að það þurfi meira vélarafl til þess að koma bílnum áfram þegar hleypt er úr, þá fer sú orka að mestu í að hita dekkin, þar með að valda tjóni á þeim. Því er meiri hætta skemmtum á dekkjum undir þungum bílum og aflmiklum.-Einar
05.04.2008 at 10:54 #619304Sælir
hefur einhver prófað að mæla hitamyndun í dekkjum og borið saman, úrhleypt við mismunandi þrýsting?
Ég hef aldrei orðið var við mikinn hita, kannski vegna þess að ég þreifa ekki nóg?
KveðjaÞorsteinn
06.04.2008 at 09:16 #619306Nú spyr ég, hefur einhver séð vel slitinn AT dekk á ferðinni..
Það hef ég aldrei séð, alltaf dekk með fullu munstri. Samt er til alveg endalaust mikið af þessum dekkjum undir bílum en það virðist ekki ná að slitna áður en þau… tja……. galdramaðurinn í OZ notar töfrastafinn sinn til að búa til ný.
Og jú Arctic Trucks, að minni bestu vitund, hannaði þessi dekk fyrir snjóakstur.
Að þau séu öll ónýt eftir 12 þús, þýðir að annaðhvort hafi verið ekið á þeim alltof hratt og lengi úrhleyptum eða um galla sé að ræða.
Hvað með ykkur félagar, hafið þið séð svona dekk vel slitinn….
Mér finnst þessi AT dekk grunsamleg en það er örugglega bara paranoja í mérkv
Gunnar
06.04.2008 at 11:05 #619308Hef verið á AT dekjum síðan 2006 við allar aðstæður og hleypt úr í 1 pund og var það ekkert mál, er með þessi dekk á 12" breiðum stálfelgum og hef ekki enn lent í neinum vandræðum með þau.
Ég get bara mælt með þeim.
Kveðja,
SP
06.04.2008 at 12:10 #619310Ég sá svona gang undir 80 cruiser á Klaustri í vetur, sá gangur var alveg gaufslitin og eigandin var bara ánægður með endingu og virkni. Ég stórefa það að Arctic séu með eitthvað "cover-up" varðandi þessi dekk, en eins og alltaf þá eru menn tilbúinir með samsæriskenningar um leið og eitthvað lítur illa út.
06.04.2008 at 12:36 #619312Það er nú þannig að sömu menn er alltaf með allt á hornum sér
dekki er ekki nóu góð en gleima að skoða sína eigin keislu hvað
má bæta en ekki kenna dekkum um að þola ekki þennan böðulgang,
enda heirist messt frá þessum mönnum, það mætti heirast meira frá
þeim sem eru að láta dekkin endast og hvers vegna þeim tegst það
meira en hinum sem eru sí hvartandi .kv,,,,MHN
06.04.2008 at 22:13 #619314Mér hefur fundist best að vera með misnunandi dekkjategundir undir mínum bíl og aldrei lent í því að það hvellspringi. þegar maður er á eins munstri á öllum 4 dekkunum myndast ákveðin tíðni sem veldur því að dekk hvellspringa með tímanum. Hafið þið einhvertíman heyrt að því að jeppi á ósamstæðum dekkjum lendi í því að það hvellspringi. Svo vita það allir, að men drífa ekkert mema á hálfslitnum dekkum, 4 mm þýðir að maðurinn hefur ekkert verið að drífa.
Kveðja Magnús.
07.04.2008 at 21:41 #619316Jæja, ég held að þetta sé ekkert leyndarmál, var allavega ekki beðinn um að þegja.
Þetta dekk sem umræðir, þessi bíll og þessi ökumaður er ég. Lenti í þessu óskemmtilega atviki á leiðini á fjöll. Kominn upp ´Búrfellsbrekkuna og gott betur þegar þetta gerist. Hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef þetta hefði skeð nokkrum mínútum fyrr í Búrfellsbrekkuni sjálfri.
Þetta eru fín dekk og hafa ekki verið að heyrast draugasögur um þau, allavega ekki sem mín eyru hafa náð til. Tala nú ekki um hvað það eru margir bílar sem eru á þessum dekkjum, en það má ekki gleyma því að ég hugsa að meirihlutinn af þessum bílum sem eru á svona dekkjum fara aldrei útaf malbikinu þó það séu virkilega margir bílar á þessum dekkjum sem virkilega nota þau til fjallaferða.
Fór uppí Artic og var tjáð að þetta væri ekki galli. Þetta væri pjúradæmi um það hvernig væri búið að böðlast á þessum dekkjum og láta þau finna fyrir því, aka á of litlu lofti, bæði of hratt miðað við loftmagn og einnig hafði felgan að framan náð að berja í dekkið með þeim afleiðingum að strigalagið byrjar að trosna og svo myndast kúla og kabúmm. En þetta átti við um öll dekkin. Þau voru öll sprungin að innanverðu. Og kanturinn á einu dekki sem leggst að felgu var marinn á leiðini niður í striga þannig það hélt ekki lofti nema að 10 pundum og er ekki hægt að ústkýra það. Einu útskýringarnar, búið að keyra á of litlu lofti og þá hugsanlega of hratt. Ég myndi allavega passa mig á því að hleypa ekki niður fyrir 2 pund og passa það rækilega, það gæti verið hægt að troða því niður í kok á ykkur.
Þetta eru ekki hálfslitin dekk eins og Eyþór bendir á, örfáir mm búnir að munstri og´sér ekki á þessum dekkjum. Manni finnst hálf fúlt að gangur sem sér ekki á sé ónýtur. Að gangur sem er ekki búið að fara neitt öðruvísi með en aðra ganga sé bara ónýtur. Þetta vekur mann til umhugsunar um það að menn ættu kannski að láta taka eitt dekk af hjá sér og sjá hvernig þau er að innan. Ef það má ekki nota þetta eins og menn hafa verið að nota Mudderinn og önnur dekk þá er spurning um markaðinn fyrir þau.
Mér var sagt að það væri aldeilis búið að prófa þau og allt það, en ég greinilega búinn að prófa eitthvað sem einhver annar er ekki búinn að.
Að sjá svona dekk töluvert slitin er ekki algeng sjón, hef allavega ekki rekist á marga svoleiðis ganga en þó einhverja. En það hvað þau eru slitin segir ekki margt, heldur hvernig þau eru notuð, ef þetta eru notuð sem malar og malbiksdekk er ekkert mál að slíta svona gangi vel og vera ægilega ánægður. Það að einhver dekk séu orðin sköllótt segir mér ekkert, veit ekki hvernig þau er búin að vera notuð.
Vil þó benda á það að Artic menn komu til móts við mig í þessu máli og keypti ég annan gang og vil ég þakka fyrir það og þjónustuna., og varð AT aftur fyrir valinu þannig ég ætla nú ekki að segja bless við þetta strax þó ég hafi verið alvarlega að hugsa um að ná mér bara í gang af Mudder.
Ætla ekkert að fyrra mig því að vera búinn að taka á þessum dekkjum, og fyrri eigandi örugglega ekki heldur. En það er ekki búið að nauðga þeim og ekkert búið að fara öðruvísi með þau en undir öðrum bílum. eða aðrir sem keyra á þessum dekkjum eða öðrum, ef þau hafa verið í 2 pundum þá hefur verið það útaf færinu, ef það er 5 punda færi þá hafa þau verið í 5 pundum. 2 pund fannst mér þó orðið algert lágmark undir þessum létta bíl, dekkin vel mjúk.
Þetta eru fínustu dekk, frábær á malbiki, frábær í möl, og frábær að vetri til hvort sem er hálka eða snjór. Mjúk og fín, gripið fínt og hljóðlát, en þetta atvik setti stórann svartann blett að mér finnst, ég vil allavega ekki upplifa þetta aftur og vona það gerist ekki.
Kv, Kristján
07.04.2008 at 21:57 #619318Það er nú alvitað að þú ert algjör ökuníðingur og þetta er allt þér sjálfum að kenna. Eftir síðasta bíltúr þá sá ég það að það ætti að vera löngu búið að setja svona fallhlífasæti í kaggann til að maður geti skotið sér út áður en næsti gangur springur í loft upp.
21.04.2008 at 22:48 #619320Heyrst hefur að fleirri dekk hafi legið í valnum,
heyrst hefur að jafnvel ný og nýleg dekk hafi lent í þessu. Farið á felgu keyrt út í búð á kabúmm. Ekki bara eitt og ekki bara tvö.Heyrst hefur söluaðili sé alveg sama ef að dekkin séu ekki sett á hjá þeim.
Heyrst hefur að söluaðili hafi engann áhuga á að gera neitt í málinu.
Jafnvel þó að núverandi eða fyrrverandi (veit ekki) söluaðili hafi sett dekkin á.
Heyrst hefur að menn séu að fá þessi dekk í andlitið.Ef það þurfa að vera reglur um hvernig vörur eru notaðar eða meðhöndlaðar þurfa þær reglur þá ekki að fylgja með vöruni. Þarf ekki að upplýsa kaupandann að ef hann fari og láti annann en söluaðila setja dekkin á sé öll ábyrgð eða samviska farin útum gluggann hjá söluaðila.
Ef að þú hleypir niður fyrir tvö pund eða bara í 3 pund eða spólir á dekkjunum þá séu öll ábyrgð eða samviska farin hjá söluaðila og þú sért bara böðull að fara svona með dekkin sem eru jú bara hönnuð í malbiksakstur undir malbiksdollur.
Að þú sért bara lygari og vitir uppá þig sökina. Það hafi sést til þín eða fyrri eiganda.
Á ég að trúa því að enginn hafi heyrt neinar sögur eða verið viðstaddir svona tilvik. Er þaggað svona niður í mönnum eða hvað er málið?? Eða er þetta bara allt gott og blessað og ég er bara vitleysingur. Spyr sá sem ekki veit??
Hefur enginn tekið eftir hvað margir bílar eru með eitt AT dekk undir bílnum af öllum gangnum sem er lítið loft í eins og það sé gamalt en er kannski ekki orðið hálfslitið eða nýrra. Virðist seytla úr því, lekur á einum degi niður í 10 pund eða minna. Þarna er oft eða alltaf orsökin að kanturinn sem leggst á felguna er á leiðini niður í striga og lekur því eins og sigti. Jafnvel þó að dekkið hafi aldrei snúist á felguni. Að skvettan sem þú færð í andlitið sé sú að þú sért búinn að keyra á stein eða hleypa of mikið úr eða bara eitthvað.
Ef að þú affelgir sértu að eyðileggja dekkin með því að koma þeim sjálfur á felguna á fjöllum,
Kv, Kristján
21.04.2008 at 23:10 #619322nú veit ég ekki hvernig ábyrgð virkar með svona dekk…. enn ég hefði haldið að ef þú ert kaupandinn á dekkjunum og þú færð engar leiðbeiningar, tilsögn eða ábyrgðarskilmála með dekkjunum geti ábyrgðaraðili ekki bara kennt þér um og firnað sig allri ábyrgð. Hvernig veist þú t.d. að það gildi einhver "sérstök" ábyrgð á dekkjunum ef þú færð enga tilsögn um það þegar þú kaupir dekkin. Það væri gaman að fá þetta staðfest hjá einhverjum lögfræðingi hjá neytenda dótinu….
.
Ef þú hinsvegar færð dekkin með bíl sem þú varst að kaupa eða kaupir þau notuð getur ábyrgðaraðili, held ég, hafnað ábyrgð því þá er náttúrulega ekki vitað hvernig hefur verið farið með dekkin og ábyrgð oft á tíðum gildir ekki til þriðja aðila.
.
Kv.
Óskar Andri
21.04.2008 at 23:15 #619324"Af gefnu tilefni vill Arctic Trucks benda á eftirfarandi:
>Að keyra með of lítinn loftþrýsting í dekkjum getur valdið því að dekk
eyðileggjast og geta valdið slysi
>Öll notkun á dekkjum undir uppgefnum loftþrýstingi framleiðanda er á
ábyrgð kaupanda/notanda dekkjanna
>Kaupandi/notandi ber því ábyrgð á slysum og eða skemmdum sem
kunna að hljótast af vanrækslu við eftirlit með loftþrýstingi dekkjanna"
.
Þetta er frá því löngu áður en dekkin komu á markað… http://jeppar.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3297
21.04.2008 at 23:19 #619326Þeim er alveg sama hvernig það er búið að fara með dekkin. Þeir bara vita að það er búið að fara illa með þau. Tala nú ekki um ef það sjást einhverjir áverkar innan í dekkinu eins og var í mínu tilviki, veit ekki með hin. Þeir uppveðrast ef þeir frétta að það sé annar eigandi af bílnum, og tala nú ekki um ef þeir vita hver hann er í þokkabót.
Það skiptir engu máli hvað það eru margir búnir að eiga þessi dekki. Vegna þess að þeim er alveg sama. Þeir gefa það út að þeir geti aldrei gefið sér að ég sé að segja satt, hvort sem ég keypti dekkin og hafi alltaf ekið á þeim eða ekki. Þeir gefa sér alltaf að þú sért búinn að keyra á stein, keyra á hálfu pundi einhversstaðar eða keyra til Akureyrar á malbikinu á 2 pundum
Kv, Kristján
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.