This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Clausen 17 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
.
Hef ekkert getað farið út úr bænum síðustu daga þannig að ég hef aðeins verið að hanga á netinu (kanski of mikið) og skoða jeppa dótt, datt í hug að einhverjir vildu kanski pæla eitthvað í þessu.
.
Hefiði eitthvað heyrt um Bensín/olíu tanka frá Ástralíu, hvort einhver hafi t.d. prófað svoleiðis tanka. Ég var fann þrjá staði í Ástralíu sem framleiða ýmist aukatanka eða stærri tanka sem koma í staðin fyrir orginal tanka.
The long ranger virðast vera vandaðistir í þessu og er t.d. ARB dreyfingaraðili fyrir þá.
Hjá þeim er t.d. hægt að fá 140L tank í Hilux 2007 sem kemur í staðin fyrir orginal tankinn sem er 80L, notar sömu festingar og tengingar þannig að það væri lítið mál að setja hann í. Ég sendi þeim fyrirspurn og svona tankur kostar t.d. 900 Ástralska dollara sem er um 47.000,- ? en þá á eftir að koma honum til landsins.
Þeir eru síðan með tanka í fleiri gerðir jeppa.
.
Ætli að það sé eitthvað reglugerðarvésen að fá svona inn til landsins?
.
Kv.
Óskar Andri
You must be logged in to reply to this topic.