This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 18 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Fyrir liggur að erfitt er að halda við NMT kerfinu vegna Þess að varahlutir eru af skornum skammti (ef marka má umfjöllun í fjölmiðlum).
Nú eru margir félagar í f4x4 sem treysta mjög á NMT kerfið sem öryggiskerfi og því mikilvægt að við fáum sem besta mynd af ástandi kerfisins hverju sinni.
Ég legg því til að fjarskiptanefndin spyrji Símann í nafni F4x4 af öryggisástæðum hvar sendar fyrir kerfið eru staðsettir og hverjir séu í lagi hverju sinni. Birti þetta síðan fyrir helgar í vetur á vef f4x4.
Einnig væri gott að fá betra kort yfir þá útbreiðslu sem Síminn fullyrðir að sé á kerfinu. Sjáið bara upplausnina, þetta er ekki læsilegt nema útlínur landsins og útbreiðslusvæði í grófum dráttum um allt land !! Síminn hlýtur að ráða við það einfalda mál að birta þetta í hærri upplausn á vefnum, eða hvað?
Að minnsta kost tel ég okkur sem greiðum fyrir þessa þjónustu rétt á að fá af öryggsiástæðum ávallt uppfærðar upplýsingar um ástand sendanna fyrir helgar.
Snorri
R16
You must be logged in to reply to this topic.