This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 21 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Mig langar til að athuga hvaða lausnir menn hafa notað til að koma í veg fyrir jeppaveiki á 44″ dekkjum. Sjálfur er ég búinn að skipta öllu út í stýrisgangi, s.s nýjar legur, nýjir stýrisendar, stýristjakkur, stór stýrisdempari, allar fórðingar nýjar og svo koll af kolli. Það eina sem ég notaði voru gömlu spindillegurnar. Ég talaði við þá hjá Atric Truck og þeir bentu mér á að herslan á þeim þyrfti að vera rétt þ.e. þarf að vera ca. 4 Kg til að snúa liðhúsi. Ég á reyndar eftir að prófa þetta en ef einhverjir eru með aðrar góðar hugmyndir væru þær vel þegnar. Tek það fram að á 38″ dekkjum er bíllinn eins og hugur manns.
Kveðja Theodór.
You must be logged in to reply to this topic.