This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Tryggvi R. Jónsson 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Góða kvöldið kæru jeppa félagar. Mig langar til að ræða aðeins um háuljósa og kasstara notkun jeppa manna út á vegum landsins. Ég var á norður leið í gærkvöldi frá Rvk og ég verð að viðurkenna það að ég var svona svolítið svektur út í nokkra jeppa menn sem voru á leiðinni norður þar sem þeir voru ekki til sóma hvað varður ljósa notkun finnst mér. Það voru nokkrir sem voru að taka frammúr mér og öðrum vegfarendum með háuljósin og stöku jeppi með kveikt á ljóskösturunum sínum. Og svo voru alla vegana 2 jeppar sem keyrðu með kveikt á eftir fólksbílum og það voru ekki nema 2-3 bíl lengdir á milli fólksbíls og jeppans, og jepparnir voru ekki á eftir hvor öðrum heldur voru margir km á milli þeirra. Og svo er því miður alltof margir sem keyra með háuljósin á eftir öðrum bílum. Mér finnst þetta ekki vera jeppamönnum til mikils sóma svona af því það eru svo margir fólksbíla eigendur sem eru svona frekar á móti okkur jeppa mönnum, svo að mér finnst rétt að við reynum frekar að reyna að gera þeim til hæfis með ljósunum okkar en ekki að ergja þá. Þar sem ég er nokkuð reglulega á ferðinni þarna á milli hef ég tekið eftir því að þetta er að fara mikið versnandi á síðustu árum. Ég held að við hljótum að getað verið betri en þetta út á vegum landsins.
Með von um betri ljósa menningu á vegunum.
Kv. Ragnar Páll jeppa ferða maður sem reynir að passa sig á háuljósunum og kössturum út vegi.
You must be logged in to reply to this topic.