FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Áskorun til jeppamanna

by Árni Alfreðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Áskorun til jeppamanna

This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 17 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 30.11.2007 at 17:01 #201293
    Profile photo of Árni Alfreðsson
    Árni Alfreðsson
    Participant

    Nú er komin talsverður snjór í Bláfjöllin og ef marka má spána þá bætir bara í á næstunni. Þó ekki sé formlega búið að opna skíðasvæðið þá er fólk byrjað að koma á svæðið á brettum, skíðum og fjölskyldur með krakkana á snjóþotum. Gönguskíðafólk stígur á skíðin á bílastæðinu við Ármannskála og fer út á heiði.

    För eftir jeppa eru mikil slysagildra. Ekki bara í stuttan tíma. Ef keyrt er í blautum snjó og froststillur fylgja í kjölfarið er jafnvel verið að tala um vikur. Jafnvel þó ekið sé í mjúkum snjó í þreifandi byl og tilheyrandi skafrenningur og ofankoma fylgi í kjölfarið fyllist farið ekki af samskonar snjó. Eini munurinn er að jeppinn skilur eftir sig slysgildru sem sést lítt eða ekki.

    Þetta er útivistarsvæði okkar allra og vélknúin tæki eiga ekki heima þarna utan vegar.

    Ég skora á jeppamenn að fara ekki út fyrir veg á svæðinu. Skora einnig á alla vélsleðamenn að virða þessar leikreglur.

    Eyðileggjum ekki ánægjulega útiveru í snjónum með óþarfa slysi.

    Kv. Árni Alf.

  • Creator
    Topic
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)
  • Author
    Replies
  • 30.11.2007 at 17:09 #605170
    Profile photo of Ísak Fannar Sigurðsson
    Ísak Fannar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 490

    Stöndum saman og stoppum þessa menn sem þarna fara og spóla allt í tætlur.
    Það er ekki nema hálftími sem fer í að keyra uppí Kaldadal og þar fær maður líka frið til að leika sér.
    –
    Kv Ísak Fannar





    30.11.2007 at 17:24 #605172
    Profile photo of Helena Sigurbergsdóttir
    Helena Sigurbergsdóttir
    Member
    • Umræður: 115
    • Svör: 2416

    sammála því miður örugglega fullástæða til að minna á þetta.
    En ég var mjög vonsvikin þegar ég opnaði þennan þráð var alveg viss um að hér væri komin áskorun til jeppamanna um að versla ekki olíu eða bensín eða eitt né neitt á neinni bensínstöð svona eins og í eina viku eða svo og vera svo með kröftug mótmæli öll kvöld og alla daga, hlekkja okkur við dælurnar og svetta bensíni yfir alþingismennina.
    Hjálp Lella





    30.11.2007 at 17:42 #605174
    Profile photo of Bæring J. Björgvinsson
    Bæring J. Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 1919

    Fyrir utan það að svæðið er Vatnsverndar svæði. Og þessvegna bannað allri vélknúnni umferð.

    man eftir atviki þegar ég var 14-15 ára í skólaferðalagi þegar krakki fótbrotnaði og braut skíði eftir að hafa lent í förum í stólalyftu brekkunni…. það væri nú ekki gott ef gönguskíðafólkið lendir í svoleiðis vandræðum……

    En svo vil ég líka biðja ykkur hálfvitana sem fara alltaf í skíðabrekkuna í breiðholtinu um að láta hana vera.

    Og foreldrar talið við krakkana ykkar ég hef aðalega séð krakka á crúserum eða öðru dóti 33-38" breittu sem augljóslega eiga ekki bílana sjálf.

    og svo framvegis nöldur og vitleysa





    30.11.2007 at 23:25 #605176
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sammála! Það eru margir aðrir staðir til að spóla á. Vanhugsað hjá þeim sem gera þetta.
    //BP





  • Author
    Replies
Viewing 4 replies - 1 through 4 (of 4 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.