This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 17 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Nú er komin talsverður snjór í Bláfjöllin og ef marka má spána þá bætir bara í á næstunni. Þó ekki sé formlega búið að opna skíðasvæðið þá er fólk byrjað að koma á svæðið á brettum, skíðum og fjölskyldur með krakkana á snjóþotum. Gönguskíðafólk stígur á skíðin á bílastæðinu við Ármannskála og fer út á heiði.
För eftir jeppa eru mikil slysagildra. Ekki bara í stuttan tíma. Ef keyrt er í blautum snjó og froststillur fylgja í kjölfarið er jafnvel verið að tala um vikur. Jafnvel þó ekið sé í mjúkum snjó í þreifandi byl og tilheyrandi skafrenningur og ofankoma fylgi í kjölfarið fyllist farið ekki af samskonar snjó. Eini munurinn er að jeppinn skilur eftir sig slysgildru sem sést lítt eða ekki.
Þetta er útivistarsvæði okkar allra og vélknúin tæki eiga ekki heima þarna utan vegar.
Ég skora á jeppamenn að fara ekki út fyrir veg á svæðinu. Skora einnig á alla vélsleðamenn að virða þessar leikreglur.
Eyðileggjum ekki ánægjulega útiveru í snjónum með óþarfa slysi.
Kv. Árni Alf.
You must be logged in to reply to this topic.