This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Þegar maður er á ferðinni úti á landi og alternatorinn í bílnum, sem er ekki ekinn nema um 2.000 km. tekur upp á því að hætta að framleiða rafmagn vegna þess að hann losnar í sundur og rafsýður sig saman, þá er manni vandi á höndum. Þetta henti mig þegar ég var staddur í fríinu á Akureyri núna fyrir skömmu. Mér var bent á rafmagnsverkstæðið Ásco á Glerárgötu 34b og gaurinn þar mældi fyrir mig hleðsluna og felldi sinn dóm, helvítis alternatorinn var ekki að gera jackshit fyrir mig í að hlaða rafmagni inn á geyminn. Hann bauð mér upp á að laga hann ef gæti svippað honum úr bílnum, ég út á næsta plan, sleit vandræðagemlinginn úr bílnum og afhenti manninum, fór síðan upp á Glerártorg og fékk mér kaffi og rölt og að því loknu var maðurinn búinn að framkvæma það sem hann hafði lofað, þ.e. að gera við alternatorin. Ég skrúfaði hann í bílinn og gat haldið áfram ferðinni. Ég vil hér með þakka þessum ágæta manni fyrir hans fyrirtaksþjónustu og óska honum alls hins besta í framtíðinni auk þess sem ég hvert 4×4 félaga að beina viðskiftum sínum til þessa fyrirtækis ef þeir þurfa á þjónustu rafmagnsverkstæðis að halda. Bestu kveðjur, Logi Már. R-3641
You must be logged in to reply to this topic.