This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Bjarni Ellert Ísleifsson 15 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Það var einhver að hrósa jeppadekkjaverkstæðinu hjá Artictrucks hérna á vefnum fyrir stuttu svo ég ákvað að prófa þjónustana í dag eftir hálfgert vesen hjá mér hjá tveimur öðrum jeppadekkjaverkstæðum fyrr í vetur. Í öðru tilvikinu þar sem naglar voru reknir of langt inn svo þeir gerðu minna gagn en þeir eiga að gera og bíllinn of laus í hálku. Einnig voru dekkin með litlar sprungur þétt upp við naglana einhverja hluta vegna. Svo hinu verkstæðinu þar sem jafnvægislóð hreinlega brotnuðu af eða voru laus á felgukantinum, sömu viku og þau voru sett á, og snerust með í hring í felgunni ef ýtt var fast á eftir þeim. Bíllinn ókeyrandi eftir eina ferð vegna dekkjakasts. Ástæðan tel ég að notuð voru gömul lóð þar sem festikrókarnir voru orðnir eitthvað slappir og útteigðir. Svona smáatriði sem skipta máli í jeppa sem fer út fyrir malbikið. Þetta hefði svo sem líklega dugað í venjulegum aðstæðum en ekki í klakasvelli eða krapa. En ágætis vinnubrögð voru síðan hjá Articktruck. Notuðu ný lóð sem munu ekki losna frá eða snúast í felgunni svo glatt. Bættu við nöglum sem voru reknir mátulega langt inn og greinilega passað samviskusamlega upp á að þeir lentu ekki í sömu línu og naglarnir sem fyrir voru. Engar sprungur við naglana. Finnst að svona megi koma fram hér á síðunni því það stuðlar að jeppakallar hitti frekar á góða þjónustu. Það er allavega min reynsla tvisvar eða þrisvar.
You must be logged in to reply to this topic.