This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson 16 years ago.
-
Topic
-
Ég fór í gær og keypti mér ný dekk hjá AT og fékk þá til að setja dekkin á felgurnar hjá mér og ballansera.
.
Oft þegar ég fer með dekk á dekkjaverkstæði, þá er þetta allt unnið með rassgatinu og sleggjum. Dekkjunun hent á felgur án umhugsunar og oftast sér á felgum og dekkjum eftir hamaganginn. Og ég verð hundfúll þegar ég borga.
.
En þjónustan sem ég fékk hjá AT í gær var með eindæmum fagleg. Dekkjum snúið á felgu þannig að sem best færi, til að lágmarka kast. Felgurnar voru jafn hreinar og óskemmdar á eftir og allt unnið af mikilli viriðingu við viðfangsefnið. Tæki og tól eru varin þannig að bert járn skemmir ekki felgur. Allt hrint og snyrtilegt og klárlega menn með reynslu og þekkingu að vinna verkin.
Það sem kom mér svo mest á óvart, var að verðið var mjög gott. Þannig að ég borgaði með glöðu geði og fór sæll heim.
.
kv. Atli E.
You must be logged in to reply to this topic.