This topic contains 54 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 13 years ago.
-
Topic
-
Jæja ágætu félagar í Ferðaklúbbnum F4x4
Nú er komið að því…ÁRSHÁTÍÐ klúbbsins verður haldin laugardagskvöldið 5. nóvember í ÖL-veri í Glæsibæ. Því er lofað að um verður að ræða hörku fjör líkt og var í fyrra þegar ólíklegustu menn og konur tóku þvílíka snúninga á dansgólfinu,,,maður hélt að þarna væru komnir kandídatar í keppnina So You Think You Can Dance svo mögnuð voru tilþrifin….súpergrúbban SILFUR sér um tónlistina, alvöru hljómsveit sem kann að spila undir dansi….sem betur fer fær hljómsveitin STJÓRNINN algert frí þetta kvöld…….
Munum byrja á fordrykk og í beinu framhaldi af honum vindum við okkur að veisluborðinu sem verður ALVÖRU (matseðillinn kynntur síðar), tökum nokkur lög saman, hlustum á snillinginn Örn Árnason reyta af sér brandarana og gamansögurnar, drögum í happdrætti (svakalegir vinningar) og svo tekur danstónlistin við. Svo þarf auðvitað að heimsækja barinn, blanda geði við aðra og segja grobbsögur og metast um það hvaða bíltegundir séu virkilega að gera sig á fjöllum…..er það Toyota, Ford, Patrol, Jeep, MMC eða hvað þetta nú allt heitir. Við í skemmtinefndinni hvetjum alla til að mæta og hafa gaman að, miðaverði er stillt í hóf eins og mögulegt er, fjöldi miða er takmarkaður (100 – 120stk) og eins og þið sem mættuð í fyrra vitið þá verður þetta bara gaman.Varðandi skráningar þá ætla ég að vera gamaldags í þessu og setja þau nöfn inn sem ég veita að munu mæta…etv mætti líka hugsa sér að nota skráningarkerfið sem t.d. Litlanefndin hefur verið að nýta sér…sjáum til með það.
Skráðir eru:
Hafliði formaður klúbbsins og frú.
Samúel meðstjórnandi og frú
Arnþór gjaldkeri og frú
Einar Sólonsson formaður SKEMMTINEFNDAR
Sveinbjörn Halldórsson og frú Ingibjörg eða Inga í daglegu
Guðmundur Sigurðsson og frú Sólrún.
Ágúst Birgisson og frú Jóhanna.
Logi Ragnarsson og frú Jóhanna (ekki sú sama og Gústi er með)….bætið á listann
You must be logged in to reply to this topic.