This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 14 years ago.
-
Topic
-
Það var glatt á hjalla á skemmtistaðnum Mælifelli í gærkvöldi, þar sem félagsfólk í Skagafjarðardeild kom saman og hélt sína árshátíð. Við gæddum okkur á góðum veitingum, í föstu og fljótandi formi (ehemm…..) og eftir borðhald og skemmtiatriði var fjölmennt í Menningarhúsið Miðgarð í Varmahlíð, þar sem Siggi Doddi í hljómsveitinni Von hélt upp á fertugsafmæli sitt með bravúr og dansleik. – Við óbreyttir þökkum stjórn og skemmtinefnd fyrir frábært kvöld. Í þessum félagsskap er nú ekki setið með fýlusvip, heldur er bros á hverju andliti og gleðin ríkir.
You must be logged in to reply to this topic.