This topic contains 71 replies, has 33 voices, and was last updated by Sveinbjörn Halldórsson 11 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Ágætu félagar.
Árshátíð F4x4 verður haldin laugardagskvöldið 2. nóvember næstkomandi á 19. hæðinni í Turninum í Kópavogi.
Bjarni töframaður verður veislustjóri og Ingó veðurguð mun sjá um fjörið eftir matinn. Verðum einnig með flott happadrætti og einhverjar óvæntar uppákomur.
Matseðillinn, sem verður einkar glæsilegur, verður settur inn á þennan þráð síðar í dag/kvöld ásamt miðaverði sem reynt verður að stilla í hóf eins og frekast er kostur.
Samkæmt upplýsingum Einars Sól, formanns skemmtinefndar, liggja þegar fyrir pantanir frá hinum ýmsu félögum / gengjum / nefndum í klúbbnum. Hægt er að panta með því að hafa samband við hann í síma 894-6586, hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma í síma 568-4444 eða skrá sig á þessum þræði, gott að láta þá fylgja símanúmer svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi ef þörf er á.
Meiri upplýsingar síðar í dag / kvöld.
Mynda svo stemmingu og skrá sig í hvelli.
Skemmtinefndin.
You must be logged in to reply to this topic.