FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Árnar í Þórsmörk

by Freyr Þórsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Árnar í Þórsmörk

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Freyr Þórsson Freyr Þórsson 23 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.05.2002 at 22:12 #191520
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant

    Veit einhver hvernig farvegir Krossár og Steinholltsár eru núna? Renna þær í einum streng eða eru þær dreyfðar um auranna? Síðustu tvö eða þrjú ár hefur Krossá runnið í einum streng en Steinholltsá runnið dreifð um auranna, áður var það öfugt. Mér fannst árnar skemmtilegri áður þegar Steinholltsá var í einum öflugum streng og Krossá var síbreytileg. Veit einhver af hverju þessar breytingar urðu?

    Að lokum, vitið þið um myndir á vefnum sem eru af jeppum í vatnaakstri? Það væri gaman að sjá greinar og myndir úr Mörkinni.

    Freyr

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 20.05.2002 at 11:28 #461202
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Heill og sæll Freyr.
    Best að byrja á smámunaseminni, áin heitir Steinsholtsá, ekki Steinholltsá. Svo er einfalt "i" í dreifðar. Nóg um það.
    Í riti Sigurjóns Rist, "Íslenzk vötn", segir á bls. 23: "Eitt af höfuðeinkennum jökulvatna er, að þau hlaða undir sig og bylta farvegi sínum, þar sem flatlent er." Síðar segir: "Lofthitinn á auðvelt með að hafa áhrif á vatnshitann, því að jökulár renna yfirleitt dreift….Vatnsstaðan hækkar af grunnstingli og árnar leggur snemma að haustinu."
    Grunnstingull er krapamyndun á botni árinnar og getur leikandi orðið hálfur til einn metri!!! Þannig getur áin líka fært sig um set.
    Nú, Steinsholtsáin rennur frekar krappt (bratt) þar sem hún kemur úr dalkjaftinum. Þú kemur iðulega að henni á sama stað, að vaðinu þar sem vegagerðarmenn reyna að hafa áhrif á rennsli hennar með því að breikka farveginn og búa til brot. Gakktu að upptökum árinnar og fylgdu henni þar til hún sameinast Krossánni. Þá sérð þú betur hvert eðli hennar er.
    Útivistarmenn hafa breitt farvegi Krossár fyrir innan Bása, og víðar eru leiðigarðar sem beina ánni að Merkurrananum. Ég man þá tíð að þurfa að krossa Krossána oftsinnis á leiðinni inn í Langadal. En, Krossáin mun "hlaða undir sig og bylta farvegi sínum".
    Skoðaðu Krossána neðan Merkurranans, kannski hún bylti sér þar frjáls.
    Mér finnst reyndar alltar svolítið skondið þegar ferðamenn eru að spá í færðina viku fram í tímann með tilliti til snjólags eða vatnavaxta. "Ég ætla á XXXjökul næstu helgi, hvernig var færðin um helgina". Það er aðeins ein leið til að komast að því, -sannreyna það! Álíka öflugt væri að spá í veður næstu helgar með tilliti til þeirrar síðustu…
    Með kveðju og vonandi er stafsetningin í lagi hjá mér,
    Ingi.





    20.05.2002 at 12:37 #461204
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Sæll Ingi.

    Stafsetningin var bara góð hjá þér.
    Ég hef oft farið ínn í Þórsmörk (eins og þú kannski veist) og veit því að árnar eru síbreytilegar. Þó hefur það verið þannig að síðustu tvö til þrjú ár hefur Krossá alltaf runnið í sama farvegi en Steinholtsá runnið dreifð, áður var það öfugt.

    Ég var því ekki að spyrja um vatnsmagn þar sem það breytist mjög ört. Ég var að spyrja um hvort Steinholtsá væri aftur komin í einn streng. Einnig var ég að vellta því fyrir mér hvort Krossá renni ennþá í sama farvegi og síðustu tvö ár, þ.e. í einum stórum streng með stóran hlykk alveg við Langadal.

    Freyr





    20.05.2002 at 13:57 #461206
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Af því að verið er að benda á stafsetningu má geta þess, að sögnin að breyta er rituð með y. Af samhnegininu verður ekki ráðið, að Útivistarmenn hafi breitt úr farveginum heldur breytt honum.

    Vinsamlegast,

    V





    20.05.2002 at 23:59 #461208
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    það má því með sanni segja að sá tingit hafi skitið vítt og breytt í skóinn sinn.

    mbk





    21.05.2002 at 12:45 #461210
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þakka þér ábendinguna Vigfús, ekki er ég óskeikull enda hafði ég vit á að hafa fyrirvara á um stafsetningu mína.

    Finnsa vil ég segja að ég kannast við að hafa skitið vítt, en hvorki breitt né breytt í skóinn minn.

    Að öllu skítkasti slepptu, þá er ég að reyna að benda þér Freyr á, að ekki þýðir að meta jökulár út frá aðstæðum við eitt tiltekið vað, þú talaðir um árnar báðar mjög almennt í fyrsta póstinum. Eins og þú veist drengja best sjálfur, þá má iðulega finna betri vöð en þar sem slóðin liggur að ánum.
    Ég hef ekki farið til Þórsmerkur mjög nýlega og dreg því svar mitt til baka.
    Bestu kveðjur,
    Ingi.





    21.05.2002 at 15:54 #461212
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Auðvitað er það rétt hjá þér Ingi að vöð eru oft betri annars staðar en þar sem slóðin er. Ekki er heldur hægt að Tala um báðar árnar sem eitt.

    Freyr





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.