This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristófer Karlsson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Skyndihjálparnámskeiðið sem halda átti um næstu helgi er hér með aflýst vegna þátttökuleysis. En til gamans má geta að 6 skráðu sig á námskeiðið !!!!!!!!!! og eiga þau 6 hrós skilið. Neyðarlína og Hekla fá þakkir fyrir að hafa áhuga á að styrkja okkur og vonandi getum við sest niður og spilað einhverju úr því öllum til góðs. En hvernig er þetta eiginlega? Hvað er að ykkur menn og konur?
Það eru ekki allir björgunnarsveitarmenn hér, þó að þeir séu örugglega margir. Jú margir eru líka með meirapróf og þekki ég það af eigin reynslu að þú kemst ekki langt á þeirri skyndihjálparkunnáttu sem þið hafið úr þeim skóla ( hringdu í 112 og hjálpin er komin áður en þú leggur á) og ekki reyna að halda því fram að 7.500 sé dýrt, það er sama verð og kostar á Skyndihjálp 1 hjá RKÍ og með fullri virðingu fyrir því námskeiði þá get ég kennt ykkur núna hvað þið lærið þar þú hringir í 112 og hjálpin er komin áður en þú leggur á, því jú þetta námskeið miðar út frá fyrstu hjálp á höfuðborgarsvæðinu.
Núna í kvöld þegar tilkynningin um námskeiðið er búin að vera í viku efst á forsíðunni eru 178 búnir að lesa hana og já þráður sem kom inn i dag Jeppi á frímerki 601 búnir að lesa hann, hættiði nú alveg eigum við ekki bara að breyta þessu í frímerkjaklúbb. Endalausir þræðir um eyðslu, stafsetningu og annað bull GÓÐA SKEMMTUN.
Fyrr í mánuðinum kom upp þráður um hvaða björgunnarbúnaður væri nauðsyðnlegur í jeppan, það voru siglínur og sigstólar og ég veit ekki hvað og hvað, ansi margir voru með það á hreinu hvað væri nauðsyðnlegt að hafa en kunniði að nota þetta? Sá þráður hefur 31 póst og hefur verið lesinn 2398 sinnum
Er ekki í lagi með ykkur?
Þið komist ekki langt á búnaðinum einum saman. Hvað ætlið þið að gera við alvarlegt brunasár? Meðhöndla manninn þannig að hann sé kominn í lífshættulegt ástand vegna ofkælingar? Þegar hjálp berst. Eða beinbrot? Eða barkaskurð við bráðaofnæmi, sem er ekki óalgeng ástand vegna lyfjatöku td vegna þynku. Hvað þarf til að þið vaknið af þyrnirósar-svefninum?
Allir tilbúnir að röfla og rífast og það eigi að gera hitt og þetta og halda námskeið um hitt og þetta og allt mögulegt, haldiði bara áfram röflinu og sandkassaleiknum, það er allavega greinilegt að það er ekki grundvöllur fyrir því að halda skyndihjálparnámskeið, sér sniðið að þeim aðstæðum sem við gætum lent í. Ég held að ég haldi mig bara við þá speki sem 8 ára sonur minn sagði FÖRUM BARA MEÐ HANNES JÓNI HANN ER LÆKNIR.
Þið ættuð að skammast ykkar og ekkert annað
Með skammarkveðjum Lella og Þorgeir
You must be logged in to reply to this topic.