This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Logi Már Einarsson 11 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Árið er 1982
Tveir hópar jeppamanna með áhuga á ferðalögum um hálendi Íslands að vetri til höfðu breytt jeppum sínum á stærri hjól þ.e. 35 til 38” voru á leið í páskaferð.
Annar hópurinn fór á Hveravelli, þaðan í Kerlingarfjöll, suður fyrir Hofsjökul og í Nýjadal.
Hinn hópurinn fór Sprengisandsleið í Laugafell og síðan í Nýjadal, hittust hóparnir þar.
Veður og færi var mjög gott, og gekk páska ferðin vel.
Kompás og landakort voru þá einu leiðsögutækin og fjarskifti með CB talstöðvum.Ári seinna eða í Mars 1983 hittust flestir úr þessum tveim ferðahópum og fleiri til, og stofnuðu Ferðaklúbbinn 4×4.
Brýn nauðsyn var á því þar sem í þá daga fengu menn ekki skoðun á bílana hjá Bifreiðaeftirliti rikisins ef þeir voru komnir á stærri dekk.
Barátta Ferðaklúbbsins fólst fyrst og fremst í að fá breytingar á jeppum samþykktar.
Í klúbbnum starfaði tækninefnd sem í voru m.a. verkfræðingar og snjallir tæknimenn, sem bjuggu til regluverk um breytingar á jeppum, sem síðar var samþykkt af Bifreiðaeftirliti ríkisins.
Þetta regluverk um jeppabreytingar sem tækninefndin hafði fengið samþykkt gjörbreytti aðstæðum jeppamanna. Nú gátu menn breytt jeppunum og fengið skoðun og ekið frjálsir án þess að eiga á hættu að númer væru “klippt af” eins og það var kallað.
Jeppabreytingar hafa verið stór atvinnugrein á Íslandi síðustu 30 ár.
íslenski breytti jeppinn hefur komið víða við á hálendinu, jöklum og erlendis, m.a. á Suðurskautinu, Grænlandsjökli, Kanada og víðar.
Björgunarsveitir og lögregla nýta sér breytta jeppa vegna sinna starfa.
Ferðaþjónusta á breyttum jeppum er einnig stór og skapar gjaldeyristekjur.
Allt er þetta Ferðaklúbbnum 4×4 að þakka
Fyrir 30 árum var baráttan að fá breytingar á jeppum samþykktar.
Í dag er baráttan að fá að nota jeppana í því umhverfi sem þeir henta best í,
þ.e. á hálendi Íslands við erfiðar aðstæður, þar sem varnarlaus göngumaður getur hæglega orðið úti í vondum veðrum.
You must be logged in to reply to this topic.