Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Árgjaldið
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2008 at 21:41 #203391
Er ég einn um þá skoðun að 6000 krónur fyrir árgjald í ferðaklúbbnum 4×4 sé of mikið
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.12.2008 at 00:24 #635090
Ég hef margsinnis borið saman hvort F4x4 afslátturinn sé raunverulega betri en hjá þessum sjálfsafgreiðslufélögum (AO, Orkan, ÓB) og miða ég þá alltaf við að maður fái afslátt með dælulyklum, fyrirframgreiddum kortum osfrv. Niðurstaðan hefur undantekningalaust verið að alltaf hefur það verið 2-3 krónum ódýrara að versla hjá Shell með F4x4 afslættinum (ef ég miða við algengustu verðin hjá sj.afgr.félögunum).
Kíkti aðeins á þetta í kvöld til að sjá hvort þetta hefði eitthvað breyst (dísel):
.
– Shell = 158,8 (mv -12 kr frá þj.verði m/afsl F4x4)
– Orkan = 161,1 (mv -3 kr m/Orkufrelsi fyrirfr.gr greiðslukort)
– AO = 161,2 (mv -3 kr, dælulykill + heimastöð)
Reyndar er hægt að fá líterinn hjá Orkunni á 159,6 í Spönginni og á 156,6 í Vík í Mýrdal með Orkufrelsinu en það telst ekki með.
.
F4x4 verðið er því 2,3 krónum lægra en besti díllinn annars staðar.
.
Ef við miðum við 15 þús km akstur á ári og 20 lítra á hundraði að meðaltali (samtals 3000 lítrar) og miðum við 2,3 kr afslátt umfram besta dílinn annars staðar þá fæ ég út að F4x4 afslátturin veiti mér 6.900 kr í afslátt umfram aðra söluaðila á ári.
kveðja
AB
P.S. 5 kr í afslátt á afmælisdeginum þínum er ein slappasta auglýsingabrella sem ég hef séð lengi, varla nokkur maður sem fellur fyrir þeirri vitleysu
22.12.2008 at 03:16 #635092Mér sýnist bara að upphafsmaður þráðarinns sé einn um að finnast gjaldið of hátt….
Benni
22.12.2008 at 11:18 #635094Þarna benti Agnar á svoldið skondinn punkt, sem ég ætla að skrifa aðeins meira um.
"Reyndar er hægt að fá líterinn hjá Orkunni á 159,6 í Spönginni og á 156,6 í Vík í Mýrdal með Orkufrelsinu en það telst ekki með."
Ef þið skoðið Shell reikninginn ykkar, þá sjáið þið að þeir draga afsláttinn frá sem þið fenguð á dælunni og reikna svo 4×4 afsláttinn aftur á heildarupphæðina. Þetta þýðir að ef þið verslið með Shellkortinu ykkar sem líka er 4×4 afsláttakortið, þar sem sérafslættir eru veittir, eins og í spönginni og líka eins og hefur verið undanfarna mánuði 10 krónu afsláttur í einn dag, þá fáið þið ekki þann afslátt, þas. þið borgið meira fyrir líterinn en gefið er upp á dælu.
Hinnsvegar aftur að upphafi þráðarins, þá borga ég 6000 kall í félagsgjöld í 4×4 með bros á vör. Þeim péningum er vel varið í hagsmunabaráttu okkar og afslættir eru aukaatriði, þó svo ég á venjulegu ári fái minn 6000 kall til baka or rúmlega það.
22.12.2008 at 15:12 #635096Sælir ég er sammála ykkur sem borgið félagsgjaldið sáttir, VHF rásirnar og viðhald á þeim búnaði, spjallið smáauglýsingarnar (síðan f4x4.is) og svo auðvitað sú staðreind sem hér hefur verið nefnd að við værum ekki að aka um með fulla skoðun á mikið breittum bílum nema fyrir tilstuðlan F4x4, allavega held ég því fram.
Borgaði því brosandi árgjaldið
23.12.2008 at 10:56 #635098… ég borga það með glöðu geði til að styrkja VHF kerfið okkar. Það er ekki ókeypis að halda því gangandi. Einnig er barátta klúbbsins fyrir að mega keyra á breyttu trukkunum okkar ómetanleg og hverrar krónu virði. Að ég tala nú ekki um eldneytisafsláttinn. Gleðileg jól og takk fyrir mig. :o)
23.12.2008 at 11:20 #635100ég held að þeir sem væla yfir 6000 kr á ári ættu þá bara að selja jeppann og snúa sér að öðru. mér finst þetta ekkert of hátt gjald þetta nær ekki einusinni einni eldsneitisáfillingu
svo ég skil ekki hvað menn eru að væla
kv Hilmar
23.12.2008 at 19:51 #635102Sé ekki baun eftir þessum 6000kr fæ fína afslætti í staðinn.
Það getur vel verið að með shell afslætti sé hægt að spara 2kr meir, en það hvarlar samt ekki að mér að fara til þeirra nema þá af illri nauðsyn, ef Atlantsolía væri ekki til staðar væri bensínlíterinn örugglega 10 kalli dýrari og svo eru hinir búnir að taka okkur svo ósmurt í görnina svo maður verslar ekki við þá framar.
En ég bendi hér á að Atlantsolía er oftar ódýrari við höfnina í Hafnarfirði en annarsstaðar, ég hef sé upp í 5kr mismun.
Tók þetta núna af niskupukinn.isAtlantsolía – Hafnarfjarðarhöfn 137,8 kr.
Atlantsolía – Kaplakrika 139,8 kr
23.12.2008 at 20:33 #635104eru þá ársgjöld eða afnotagjöld af vhf inní verðinnu borga sennsagt engar 2500kr á ári eða hvað það er fyrir að hafa hanna og ég sé ekki eftir 6þús kalli með afsláttunum kom þetta til baka strax þannig séð. Samt erfit eins og hér á ísafirði ég verslaði mér felgu í arctic trucks hann gat ekki vitað hvort ég væri félagsmaður eða ekki því hann hafði ekkert kerfi og treysti á það það skiptið finnst það mætii vera félagsnr í tölvum eða einhvað sem talvan getur þá skannað yfir og séð hvort þú sért meðlimur eður ei. erfitt að þurfa að fara að fara suður til að geta keypt út á það.
kv Brynjar Örn Í-2005
23.12.2008 at 22:47 #635106Já Póst og fjar breytti þessu þannig að í dag fær ekki stöðvareigandi rukkun, heldur rásareigandi.
kv Lella
25.12.2008 at 12:10 #635108Mér finst þetta of mikið sérstaklega þar sem ég nota ekki VHF né skálana en það er lítið við því að gera því ég efa að þessu verði breytt eitthvað
25.12.2008 at 17:23 #635110sælir félagsmenn.fyrir 3 árum fékk ég dellu fyrir jeppum og fljótt frétti ég ef ferðaklúbbnum og þessari síðu.keipti fyrsta jeppannjeppann minn hér.
og fjótt kinntist ég ferðafélögum fyrir tilvist síðunnar og ef ég þarf að fá að vita eitthvað gerist það hér.Svo ég þakka ferðaklúbbnum algjörlega fyrir að kveikja áhugann hjá mér fyrir utann allann afslátt sem ég hef nítt mér og afnot á auglisinga síðu hér svo ég borga félagsgjaldið glaður sem mér finnst ekki mikið og eflaust smámunir miðað við mörg önnur félagsgjöld
25.12.2008 at 17:50 #635112þú verður bara að fá þér VHF enda er þetta ÖRYGGISTÆKI eins og Georg B. myndi segja….
26.12.2008 at 11:03 #635114mér finnst árgjaldið ekki hátt enda nota ég VHF og afslætti við og við en hvernig stendur á því að ég er ekki búinn að fá 08 límmiðann á kortið hjá mér???? er með sömu adressu og áður og allt?? hef heldur ekki séð setrið??? og greiddi ég gjaldið með brosi á vör fyrir slatta tíma síðan???
einhverjir í sömu stöðu???
Kv Davíð Karl,
–
–
ps ég held að kortið mitt fari að renna út hvað geri ég þá?? útrennslutíminn er afmáður af kortinu??
26.12.2008 at 11:57 #635116Stóri misskilningurinn í þessum umræðum um félagsgjaldið er oft sá að félagsmenn virðast misskilja tilgang Ferðaklúbbsins 4×4. Og kemur það sennilega til að nafni félagsins ( ferðaklúbburinn 4×4 ). Ferðaklúbburinn 4×4 er í grunninn hagsmunaklúbbur en ekki ferðafélag. Og byggir á tveim megin gildum, Þ e að við fáum að aka á breyttum jeppum um óbyggðir íslands. Þetta er semsagt megin þema. Annað er einskonar skraut á tertuna til þess að halda aðal markmiðunum og efla samheldnina fjölga félagsmönnum svo slagkrafturinn verði meiri í hagsmunabaráttuni.
.
En því miður virðast margir velta því mikið fyrir sér, hvað fæ ég til baka í krónum og aurum af 6000 kallinum, ( margur verður af aurum api, á svolítið við þarna ). Þar að segja afslætti, tímaritið Setrið, vhf og skálar klúbbsins.
Fáir nema innmúraðir gera sér grein fyrir allri vinnunni sem liggur á bakvið það að við fáum, yfir höfum að ferðast með þeim hætti sem við gerum.
.
Fyrir gróðapúka.
Tímaritið Setrið nokkrar útgáfur á ári, f4x4.is og nú er verið að smíða nýjan vef með gps síðu, Réttartorfuskáli, Setrið, Sultafit, Skiptabakki, Álkuskáli, Vestar og austara Símahús, Suðurnesjadeild með Landmannahelli að vetri, Litlanefnd með nokkrar skipulagðar ferðir á ári, Árshátíðir um land allt, Sumarhátíð, Nýliðaferðir, Opið hús í félagsmiðstöð móðurfélagsins hverjum fimmtudegi, Stikuferðir, Landgræðsluferðir, VHF endurvarpakerfið, Afslætti hjá tugum fyrirtækja, Gjöld vegna vhf kerfis til póst og fjar nokkru hundruð þúsund, Aðgangur að Tetra, Hagsmunabarátta við að halda slóðum opnum umhverfisnefnd ofl, Tækninefndin berst fyrir þá að fá að halda breytingarreglugerðu, Jeppasýningar, Þorrablót um allt land, Fjöldi ferða og funda um allt land, Mánudagsfundir móðurfélagsins, Samstarf við Flugbjörgunarsveitina, Stórferðir
Barátta gegn utanvegarakstri, Ferlaverkefni klúbbsins ca 2000 vinnustundir félagsmanna, Hjálparsveit hjálpar til við að sækja jeppann á fjöll, Ýmis námskeið gps, skyndihjálparnámskeið, Myndbandskeppnir og ljósmyndakeppni, Aðild að Samút, Aðild að Landvernd, Landsfundir, Bjórkvöld hafa verið haldin oft og víða
26.12.2008 at 12:57 #635118væri þá bara að breita nafninu? til dæmis Ferða og hagsmunasamtök 4×4?
kv Hilmar
26.12.2008 at 23:08 #635120Mér finnst ekki þörf á að breyta nafninu, þetta nafn er 25 ára gamalt og hefur virkað vel og er orðin þekktur punktur. Hinsvega væri athugandi að athuga á hvaða forsendum fólk er að ganga í klúbbinn? Ferðaklúbburinn 4×4 er númer eitt, tvö og þrjú hagsmunasamtök. Þessi umræða kemur upp aftur og aftur. Er það kynningarstarfið sem er að klikka? heldur fólk að það sé að ganga í félag sem sér um og skipuleggur barnagæslu á fjöllum?
Kveðja Lella
26.12.2008 at 23:49 #635122Ég skil ekki þessa umræðu sem virðist koma upp á hverju ári. Að mínu mati er tilgangurinn með því að ganga í 4×4 ekki að spara með afslættinum, afslátturinn er rabbat. Tilgangurinn er fyrst og fremst að leggja góðu málefni lið og vera í góðu félagskap. Ekki segja mér að þið klósið í t.d. Idol fyror 100 kall símtalið til að vinna eða að þið kaupið happadrættismiða hjá fötluðum eða blindum til þess að vinna eða yfirleytt hvaða málefni sem er. 4×4 er svona ágóðalaust hagsmunafyrirbrigði sem vinnur fyrir okkur og við fyrir það. Þessi vefur einn og sér er 6þús króna virði.
Kveðja:
Erlingur Harðar
27.12.2008 at 10:49 #635124Hvar get ég séð hvernig þær tekjur sem koma inn skiptast í gjöld? (séð bókhald klúbbsins)
.
Það sem mig langar mest til sjá er:
hve stór hluti félagsgjalda fer í uppihald á húsum inn á fjöllum,
leigu á húsnæði í byggð,
kostnað við "fundahöld",
kostnaður vegna VHF,
kostnaður vegna hagsmunabáráttu jeppamanna
og e.t.v. fleira sem fellur til í rekstri félagsins.
.
Einnig langar mig til að vita, eins og áður kom fram, hvernig tekjur og félagsmannafjöldi hafa breyst eftir að gjaldið var hækkað.
.
Ég tek það fram að ég efst ekki um heilindi þeirra sem starfa innan klúbbsins og óeigingjarna vinnu þeirra, og tek ég ofan fyrir þeim að standa í þessu.
.
Jólakveðjur,
Atli E.
27.12.2008 at 12:45 #635126það er farið yfir þetta alltsaman á aðalfundi.
það getur verið að þú fynnir eithvað um þetta í fundargerðum, [url=http://f4x4.is/new/misc/default.aspx?file=35/12:2k3o71m8][b:2k3o71m8]bokasafn[/b:2k3o71m8][/url:2k3o71m8]
27.12.2008 at 13:01 #6351281 hve stór hluti félagsgjalda fer í uppihald á húsum inn á fjöllum,
2 leigu á húsnæði í byggð,
3 kostnað við "fundahöld",
4 kostnaður vegna VHF,
5 kostnaður vegna hagsmunabaráttu jeppamanna
.
.Þú getur ekki séð efnahagsreikning klúbbsins nema að mæta á aðalfund eða skoðað hann á skrifstofu klúbbsins.
Liður 5, hagsmunabaráttan er aðalega rekinn í gegnum þrjár nefndir tækninefnd, ferlaráð, og umhverfisnefnd. Og svo af stjórn í þeim málaflokkum sem ekki falla beinlýsis undir þessar nefndir. Ég get fullyrt að samanlagður kostnaður þessara nefnda er mjög lítill eða nánast enginn.
Ég ætla ekki að svara fyrir tækninefndina en þó man varla eftir útgjöldum í tækninefndina.
Umhverfisnefndin, kostnaður við hana eru reglulegar landgræðsluferðir og stikuferðir. Gróðinn af þeim verður ekki mældur í peningum. Enda eru landgræðsluferðirnar búnar að stimpla klúbbinn vel inn sem trúverðugan aðila í landgræðslu og verndara íslenskrar náttúru einsog landgræðsluverðlaun Landgræðslunnar sýna. Stikuferðir klúbbsins eru að mínu mati ein öruggast leið til þess að sporna við utanvegarakstri. Allavega höfum við haldið því fram og núna hefur fjárveitinganefnd alþingis einnig keypt þau rök, og veitt töluverðu fé til málefna umhverfisnefndar sem gera hana sjálfbæra og setur hana í raun í plús sem nemur öllum útgjöldum nefndarinnar á þessari öld.
Þáttur ferlaráðs í buddu klúbbsins er sá að ferlaráð hefur skapað klúbbnum meiri tekju en útgjöld.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.