Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Árgjaldið
This topic contains 45 replies, has 1 voice, and was last updated by Loftur Jónsson 16 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2008 at 21:41 #203391
Er ég einn um þá skoðun að 6000 krónur fyrir árgjald í ferðaklúbbnum 4×4 sé of mikið
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.12.2008 at 22:02 #635050
Það væri gaman að sjá tölulegar staðreyndir um það hvort fjöldi félagsmanna hafi aukist eftir þessa hækkun, eða staðið í stað, eða jafnvel fækkað… Og þar af leiðandi hver mikið þetta hefur skilað í kassann.
.
Sjálfur nota ég ekki afslætti sem eru í boði á vegur f4x4 og ég nota skálana sem f4x4 sára lítið, og þegar það gerist, þá borgar ég mín skálagjöld eins og aðrir.
.
Reyndar fer konan í kvennaferð sem var yfirleitt styrkt af bönkum og fl. aðilum, sem verða kannski mis fúsir að styrkja svona ferðir í ár. Einnig hefur þurft að greiða gjald fyrir gistingu og fl.
.
Einnig höfum við farið á þorrablót, en það hefur heldur ekki verið "í boði klúbbsins", heldur unnið af dugnaði einstakra félagsmanna og við svo aftur greitt bæði mat og gistingu.
.
mbkv.
Atli Eggertsson.
20.12.2008 at 22:07 #635052Hvað var aftur árgjaldið fyrir síðasta ár???
en nei mér finnst þetta svosem eingin ósköp en ef maður ætlar að ná inn með olíuafslættinum á shell þá þarf maður að borga meira heldur en hjá atlandsolíu svo ég er ekki að sækja árgjaldið þannig til baka en á móti kemur að bara eins og þessi heimasíða sem hér er i gangi er að gera mjög mikið fyrir mig og hef ég mjög gaman af því að skoða hana og svo ef maður kemur þessari andsk…… hugmynd á hjólin þá fer maður að nota sér ferðaklúbbinn frekar svo þegar allt er skoðað þá finnst mér í góðu lagi að borga 500 kr á mánuði eða eingreiðsu upp á 6000 kr árið
kv Gísli
20.12.2008 at 23:32 #635054hvað meinarðu með að þú endir með að borga meira fyrir olíuna hjá Shell heldur en Atlantsolíu, ert þú á einhverjum sérafslætti hjá Atlantsolíu? Ef svo er ekki þá held ég að það sé misskilningur að að þú borgir meira hjá Shell, en ef við snúum okkur að upphafi þráðarins þá er þetta sama tala á árgjaldinu og í fyrra þannig að hlutfallslega hefur það þá lækkað, L.
20.12.2008 at 23:33 #635056ef ég man þetta rétt þá fór félagsgjaldið í 6000 í maí 2007 þ e fyrir 19 mánuðum síðan. Og verður óbreytt allavega til maí 2009. Svo það er nú frekar lítil verðbólga í þessu. en semminlega munar nú flestum um hverja krónuna á kreppuárinu 2009 sem fer í hönd.
20.12.2008 at 23:35 #635058Fyrir mína parta þá finnst mér þetta vera smámunir miðað við kostnaðinn í þessu sporti en það er auðvitað afstætt hvernig menn líta á þetta.
Ef við hugsum bara um krónur og aura þá næ ég þessu auðveldlega til baka bara með afsláttunum og þá er ég ekki að reikna inn eldsneytisafsláttinn en sá útreikningur er auðvitað mismunandi á milli manna. Reyndar er örugglega mun auðveldara að nýta sér afslættina hér í ´borg óttans´ en á landsbyggðinni.
En það sem mér finnst menn oft gleyma í þessu eru hlutir eins og afnot af VHF kerfinu en það er búið að leggja mikla vinnu og peninga í það sem verður seint metið til fjár. Vonandi heldur sú uppbygging áfram og þú ert að styrkja það. Einnig má minnast á það að klúbburinn á og rekur skála sem maður notar öðru hvoru, þú ert að styðja við þá vinnu. Heimasíðan er líka mjög öflug og að lokum þá hefur klúbburinn ávallt unnið að hagsmunamálum jeppamanna og þessa sérstæða ferðamáta okkar og gerir það vonandi áfram.
.
Þar sem ég covera gjaldið auðveldlega bara með afsláttum þá er restin bara bónus. Ef þú sérð ekki neina hagsmuni í ofantöldum atriðum þá myndi ég ekki borga 6.000 kall ef ég væri þú.
kv
AB
ps. Gjaldið var líka 6 þús kall fyrir 2008
20.12.2008 at 23:38 #635060að flesta munar sjálfsagt um krónuna í kreppunni en ég segi fyrir mig að ég er að ná upp í afsláttinn og vel það þannig að fyrir mig er þetta beinn hagnaður en þetta fer að sjálfsögðu eftir viðskiftum hvers og eins. L.
20.12.2008 at 23:41 #635062Athyglisvert.
Þegar sagt er að ég noti ekki neitt frá 4×4 einsog Atli nefnir og segist fara í þorrablót.
.
En Atli gleymir því að félagsmenn eru klúbburinn. Og svo gleymist eitt og annað í þessu. Það er mikið til í því að við ökum á breyttum jeppum og á snjó einmitt af því að klúbburinn er til. Ég er sannfærður um það að, ef 4×4 væri ekki fyrir hendi þá væru fljótlega allar jeppabreytingar bannaðar og allur vetrarakstur bannaður. Einungis á linum misserum þá hefur klúbburinn komið í veg fyrir stórslys í reglugerðum um vetrarakstur og jeppabreytingar.
21.12.2008 at 00:05 #635064Þessi umræða kemur upp á hverju ári og á fullan rétt á sér, bara fullkomlega eðlilegt og mikilvægt að árgjaldið sé ´rétt´ fyrir alla félagsmenn.
Það er reyndar athyglisvert að setja þetta í smá samhengi við hvað það kostar að fara á fjöll í dag. Bara eldsneytiskostnaður fyrir eina helgarferð er að lágmarki 25 þús kall ef miðað er við 150 lítra af olíu og þegar menn eru farnir að fara 5-10 helgarferðir á ári þá er þessi 6 þús kall farinn að verða ansi léttvægur.
…. ég var reyndar búinn að lofa sjálfum mér að sleppa því alveg að reikna ferðakostnaðinn þennan veturinn þannig að ég held ég stoppi bara hér :-S
21.12.2008 at 00:28 #635066Ég er sammála Ofsa menn mega ekki gleyma því að ef klúbburinn væri ekki til þá ækjum við ekki á þeim bílum sem við eigum í dag. Félagsgjöldin standa td. straum að kostnaði VHF kerfisins, munið þið eftir rukkununum sem við fengum einu sinni á ári frá fjarskiptaeftirlitinu???, aðstöðunni upp á Höfða og marrgt. fl. Það sem árgjaldið gefur jeppamönnum almennt er miklu meira en bara félagsgjald, við fáum afslætti hjá mörgum fyrtækjum. Klúbburinn er þrýstiafl á stjórnvöld og hafa nefndir í klúbbnum unnið öturlega af því að standa vörð um frjálsa ferðamennsku. Slóðamál, utanvegaakstur og ESB málin eru stór mál sem klúbburinn þarf að vinna í. Ég lít svo á að með greiðslu félagsgjaldsins sé ég að stuðla að því að efla og styrkja starf klúbbsins og því greiði ég það, hvort ég græði 100 kr af bensíni á ári eða einhvað annað það er aukaatriði og bara bónus. Því ég veit að félagsgaldið fer líka í að standa vörð um þá hagsmuni sem frjáls ferðamennska gefur mér. þ.e. að fá að ferðast á mínum fjallabíl.
Kv.
Sveinbjörn R-043
21.12.2008 at 00:30 #6350686000 kr er gjald sem ég er tilbúinn að borga fyrir VHF kerfið og baráttu við lög og reglugerðir. Hinsvegar þykir mér tímabært að hætta að eyða peningum í útgáfu fréttablaðsins, nota frekar þessar krónur í þarfari hluti.
Freyr
21.12.2008 at 00:44 #635070Sex þúsund kall á ári er ekki rassgat. rétt um 16 krónur á dag. maður þarf nú að vera fjárans nánös held ég til að týma því ekki í jafn mkilvægt félag og Ferðaklúbbur 4×4 er fyrir okkar sport.
ég hugsa að 6 þúsund kall á mánuði færi kanski aðeins fyrir brjóstið á mér, en skitinn 500 kall á mánuði (sem gerir 6 þús á 12 mánuðum) er bara ekkert.
Ég reyndar viðurkenni fyrir mitt leyti að ég er duglegur að nýta afslættina og borgar þetta sig upp nánast í hverjum mánuði.
ég mun allavega ekki væla yfir kostnaðinum þótt ég sé ekki mjög duglegur að nýta mér annað en afslætti sem félagsskírteinið færir. önnur not eru bónus (m.a. afsláttur af gistingu í setrinu ofl.)
nú vona ég bara að tækninefndir og aðrar nefndir beiti sér ötullega gegn lagasetningum sem banna sportið okkar í komandi ESB árás. vonandi náum við að brjóta þá vitleysu á bak aftur
kveðja,
Lalli
21.12.2008 at 13:32 #635072Persónulega finnst mér 6000 kall ekki mikið fyrir slíkan félagsskap og
það sem hann gerir fyrir okkur jeppamenn . Það er afstætt hvað mönnum þykir dýrt eða hafið þið spáð í hvað sumir eyða á ári í gos og sælgæti og þykkir ekki stór mál, bara svona sem dæmi. Ef ég þyrfti að velja þá væri það ekki spurning hverju maður mundi sleppa. Ég er nú að verða búinn að vera félagi í ár og er held ég langt í búinn að fá til baka félagsgjaldið í afsláttum og slíku þó ég búi út á landi þannig að það á ekki að vera vandamál.BIO H-1995
21.12.2008 at 14:32 #635074Félagsgjaldið er ekki hátt miðað við hvað er innifalið í félagsgjaldinu.
Ég nota alltaf shell kortið þegar ég tek olíu og á ca tveim mánuðum er ég kominn með meiri afls hjá shell en félagsgjaldið er.
Við sem erum með vhf þurfutum áður að borga 2500kr til póst og fjarskiptastofnunar en nú er þetta gjald komið inn í félagsgjaldið.
Skoðum gjaldið í samhengi og þá sjáum við hvað við fáum mikið fyrir penninginn.
mun ég glaður greiða félagsgjaldið um næstu mánaðarmót
21.12.2008 at 15:06 #635076Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það þótt félagsfólk velti fyrir sér útgjöldum á borð við félagsgjöld. Staðan er þannig hjá ansi mörgum, að það verður nánast að velta hverri krónu í lófa sér áður en henni er ráðstafað og ansi margir þurfa að raða útgjöldum í forgangsröð, því ekki eru til aurar fyrir öllu sem helst þyrfti að greiða. Staðan er því miður þannig hjá mörgum. Hitt er svo annað mál, að mér hefur til þessa fundist mikils virði varðandi þennan félagsskap, að hann skuli vera afl, sem mark er á tekið, varðandi hagsmunamál félagsmanna. Seint verður metið eða þakkað til fulls það starf, sem stjórnir og nefndir hafa unnið í þágu félagsmanna hvað varðar að fá yfirleitt að breyta bílum og að samræma reglur, sem um það gilda. Það starf hefur einnig skilað sér í auknu öryggi og vandaðri vinnu hvað þetta snertir. Vegna þessa markvissa starfs eru breyttir bílar nú mun öruggari, en þeir voru á fyrstu árum breytinganna.
21.12.2008 at 16:06 #635078SÆLIR .
Þetta er reyndar ágæt umræða eins og fram hefur komið .
‘Argjaldið er fljótt að skila sér í formi afsláttar á vöru og þjónustu .
Minnst var á hér ofar að kortið nýttist ekki viðkomandi nógu vel sem afsláttarkort .
Mæli með að meðlimir kynni sér vel þá afslætti
sem veitast við að vera greiddur félagi í 4×4.
Allt hitt er svo eins og fram hefur komið, bara bónus .
‘Eg er meðlimur í 5 klúbbum og viðurkenni vel að það munar um þá upphæð sem þetta tekur til sín .
‘Eg borga 6000 kallinn í 4×4 glaður .
Gleðileg jól !
21.12.2008 at 18:51 #635080Ég var að skoða reikninginn frá skeljung og þar er sundurliðað hvar og hvað var keypt. Þar er samtals afsláttur uppá 4032 kr (sem er heildar afsláttur frá verðlistaverði með þjónustu). og svo neðst er raun afsláttur á nótunni uppá 537 kr það er innan við 1% af heildar upphæðinni, 52931 kr. Þetta er allt tekið á orkunni hjá kænunni. Ætli það sé þá bara 1% ódýrara að versla þar. Svo gæti maður fengið 2 kr af með lykli hjá atlansolíu og þá er orðið ódýrara að versla við þá.
Leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál.Annars fynst mér bara eðlilegt klúbba verð á félagsgjöldum hjá F4x4. Ég er einnig að borga svipað í Hestamannafélagið Sörli og AÍH. Græt það ekki.
21.12.2008 at 21:54 #635082Kreppan kemur aldrei til mín hvað varða árgjaldið í okkar góða klúbb. Ég fæ þetta margfalt inn á hverju ári, olíuafsláttur, VHF-kerfið, afslættir, nota þá að vísu ekki eins mikið og ég vildi, allar uppákomur klúbbsins og svo allt það mikilvæga og skemmtilega starf sem við vinnum í sameiningu þá finnst mér árgjaldi bara verðskuldað. Ég vildi óska þessi vísitala og verðbólga héldi á mínum lánum. Ég reyki nærri því pakka af vindlum á sólarhring, stundum meira og minna, og pakkinn er frá 530 – 600 kr. En það er náttúrulega bara mín sóun á líkama og peningum.
Kv. Magnús G.
21.12.2008 at 22:32 #635084Hvað á það að þíða að senda mér nafnlaust sms í gegnum ja.is með eithvað rugl !!!
Ef menn hafa eithvað athugandi við skrif mín hér á vefnum og þora ekki að annað hvort svara mér á netinu eða hringt í mig geta þeir étið það sem úti frýs.
Kveðja Ingi pirraði.
21.12.2008 at 23:40 #635086Ég hef ekkert á móti því að borga þetta árgjald en vildi bara benda á það að það er rétt hjá þeim sem segja að það sé ódýrara að versla hjá Atlantsolíu heldur en hjá Shell, það er margbúið að reikna þetta hjá Atlantsolíu, en ég vinn þar við að keyra út þessari olíu.
Það er hægt að fá 2kr. afslátt með dælulykli og svo er hægt að velja eina "heimastöð" og þá er hægt að fá auka krónu á þeirri stöð alltaf, einnig er 5kr. afsláttur á afmælisdegi dælulykilshafa.
22.12.2008 at 00:11 #635088Ég er bara með staðgreiðslukortið frá Shell og það er alltaf ódýrara að taka bensín hjá Shell en hjá Atlandsolíu. Þó að ég noti lykilinn frá þeim.
Þjónustuverð hjá Shell er 146,4kr. 21.12´08
Kúbburinn fær 12kr af þeirri upphæð. Sem gera þá 134,4kr.
Hjá Atlandsolíu kostar líterinn 139.8 og ef þú ert með lykil þá lækkar það um 2kr. sem gera 137,8kr. En svo náttla á afmælisdaginn þinn þá er literinn ódýrari.En þetta segir okkur það að það er alltaf ódýrara að versla hjá Shell en Atlandsolíu. (nema einn dag á ári) Þó að þú sért með einhverja "heimastöð"
Og það er alveg sama uppá teningnum með díselinn.
Kveðja
Þengill
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.