This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurlaugur Þorsteinsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Árbúðar fréttir.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4, frétti af því í gegnum hjáleiðir að búið væri að leigja út Árbúðir til fyrirtækisins Gljásteins ehf. Og nýi ætlaðir að reka skálann á ársgrundvelli. Þetta kemur okkur nokkuð á óvar og þykir okkur þetta sérkennileg stjórnsýsla hjá Bláskógarbyggð, þrátt fyrir að samningstíminn hafi veri löngu runnin út milli okkar. En hinsvegar vissu sveitarstjórnarmenn vel af starfsemi 4×4 í Árbúðum. Það má segja að þetta hafi veri smá viðvörun fyrir klúbbinn að hafa sín mál á hreinu þegar samningar um skálamál eru annarsvegar. Því oft eru skálanefndarmenn í persónulegur samskiptum við einstaka sveitarstjórnarmenn og er þá oft ekkert verið að flýta sér að ganga frá samningum. Ekki er ég að segja að það hafi verið með þeim hætti í tilfelli Árbúða. Síðan eru tíð skipti sveitastjórnarmanna eða þá að sveitafélög séu sameinum eins og gerðist í tilfelli Árbúða.
En Árbúðir voru samvinnuverkefni Biskupsmannahrepps og Ferðaklúbbsins 4×4. skálinn var byggður nýr árið 1992 og tók Ferðaklúbburinn 4×4 Árbúðum 1 október það ár. Var gerður leigusamningur milli þessara aðila til 5 ár. Þar sem fram kemur að skálinn sá í umsjón 4×4 frá 1 sept til 1 júní ár hvert. Þessum samningi er síðan framlengt 5 árum seinna eða 1997 og gilti því samningar milli aðila fram til ársina 2002 eða fram til í 1 október 2002.
Eftir að samningatímanum lauk, ítrekuðu skálanefndarmenn Árbúða það til stjórnarmanna að ganga frá samningum. Einhvernvegin dróst það á langinn og gleymdist sennilega við stjórnarskipti, enda tíð skipti stjórnarmanna í 4×4. Þannig er staðan í dag.Það sem er leiðinlegt við þetta mál, er auðvita sú staðreynd að Árbúðarnefnd hefur starfað samkvæmt samningi í 5 ár eftir að samningstíminn rann út, og hefur sveitastjórn Bláskógabyggðar verið fullljós starfsemi 4×4 vegna skálans. Nýir leigjendur mar ítrekuð það við sveitarstjórn Bláskógarbyggðar að nýjan samning þyrfti að gera í sátt við 4×4. Og kom fram að Bláskógarbyggð sagðist annast þann þátt, samkvæmt heimildum. Ferðaklúbburinn heyrði engu af síður ekki orð frá sveitarstjórninni og vissum við ekkert fyrr en nýr leigjandi hafði frumkvæðið af því að hafa samband við okkur.
Það sem stjórn vatnar að vita vegna þessa mál er eftirfarandi.
Hversu mikla vinnu lögðu 4×4 félagar fram við skálabygginguna
Og hversu miklir peningar voru lagðir í skálann frá 4×4. en vitað er að samkvæmt aðalfundargerð 1993 var samþykki fyrir 500.000 kr fjárveitingu. Sem voru töluverðir peningar í þá daga og dugðu allavega fyrir nokkrum spítum myndi ég ætla.Kv Jón G Snæland
You must be logged in to reply to this topic.