This topic contains 42 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Örn Örn Þórðarson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
12.11.2007 at 15:18 #201157
Við erum nokkrir sem ættlum að vera með ferð í Árbúðir helgina 23-25 nóvember nánari uppl. eru að finna hérna á litladeildin.net
Kveðja Addikr
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 01:05 #602944
Einhverjar fréttir???
Ég var að heyra að þeir væru enn á jökli í slæmu skyggni og aðstæður væru ekki góðar og hugsa væri verið um að ræsa út björgunarsveitir.
eru einhverjir með uppfærslu á fréttum??
26.11.2007 at 01:07 #602946Ef að rétt reynist að þeir séu ekki komnir af jöklí þá get ég sagt þér það að það er aftaka veður inn á Kaldadal og svæðinu þar um kring. Þó svo að ekkert ami kannski að þeim þá veitir þeim líklegast ekki af þeirri hjálp sem að þeir geta fengið…
–
það væri nú gott að þeir myndu melda sig hér inn ef/þegar að þeir eru komnir í bæinn.
Kv. stef…
26.11.2007 at 01:38 #602948Hverjir eru þarna á ferðinni núna ? hversu margir bílar ? hefur ekkert samband náðst við þá,hvaða fjarskipta tæki eru þeir með ? VHF NMT TETRA
26.11.2007 at 02:18 #602950ég hef ekkert heyrt neitt meir um stöðuna en þetta er að minni bestu vitund s,s "krapagengið" eða kiddi á musso addikr, pabbi adda (skylst mér) og einar á l200, þeir eru með vhf allir en nmt stöðu veit ég ekki þó á addi að vera með nmt,
ef einhver veit meira (og er vakandi" má hinn sá sami pósta
26.11.2007 at 02:42 #602952náði í einar fyrir rælni í gsm og eru þeir staddir einhverja 800 metra fyrir ofan jaka allir stopp og eru að bíða veðrið af sér (og enginn fastur að svo stöddu) en þarna eru addikr, musso , kiddi musso, einnar l200, kristján musso, og svo gunnar á musso og sverrir á patrol. Öllum heilsast vel þó kalt sé og nóg olía á bílum og nægur matur að sögn einars, En tók hann framm að þeir vildu EKKI hjálp björgunarsveita nema í ÞEIRRA samþykki??
Kv Dabbi "afleysingafréttaritari"
26.11.2007 at 08:35 #602954Það er þetta að frétta af þeim á jökli.
Addi hafði samband við mig um kl 11 í gærkv og sagði mér að skyggni væri orðið þannig að ekki sæist í næsta bíl þó ekki væri nema c 1metri á milli og hífandi rok og þeir teldu það vera ráðlegast að stoppa,eitthverjir bílar væru farnir að ganga illa vegna þess að loftsíur væru að fyllast og ekki smuga að fara út til að hreinsa,veðrið væri þannig að ekki væri stætt úti við,ég hafði í framhaldi af þessum fréttum samband við bakvakt björgunarsveita og gaf þeim upp staðsetningu og olíustöðu og hverjir væru í bílunum ásamt fjölda bíla og manna,jafnframt því að ekki væri óskað eftir aðstoð að svo stöddu,það er nægur matur og drykkur(um 40l af vatni og eitthvað af kaffi ef eitthverjir vilja vita um hvaða drykkjarföng er að ræða)allir væru vel búnir og búnnir að koma sér fyrir í svefnpokum og tilbúnnir í að bíða af sér veður.
Þeir eru um það bil 790m fyrir ofan Jaka,en telja það vera útilokað að komast þangað að svo stöddu.
Nýjustu fréttir eru þær að núna kl 08 talaði ég við Adda og var allt við það sama þeir bara bíða og hafa sofið mest af nóttinni,það amar ekkert að og vilja þeir bara bíða eitthvað áfram,veðrinu hefur ekkert slotað glórulaus hríð og mikill vindur og ekki glóra í að fara í neinar aðgerðir,þeir eru í sambandi við mig og bjsv klárar ef þeirra verður óskað jafnframt hefur Addi óskað eftir því að þeir sem óska efti upplýsingu hafi samband við mig svo ekki sé verið að eyða rafmagni af gsm og nmt símum að óþörfu,en það mun vera búið að drepa á öllum bílum og verða þeir ekki settir í gang nema ef veðrinu slotar og reynt verður að komast niður af jökli.ég verð í gsm og nmt sambandi og fer sennileg af stað á móti þeim í birtingu.
Kv Klakinn
26.11.2007 at 13:15 #602956Hefur einhver heyrt frá þeim. Ery þeir lagðir af stað af jökli.
kv
Þórður Ingi
26.11.2007 at 14:30 #602958Væri ekki ráð hjá þeim strákum að taka framm fyrir ferðir þeirra að þeir vildu ekki að neinn skipti sér af nema þú laugi og sæir um þau mál???, ég fékk símtal kl 08,05 frá addakr og var ég beðinn um að þegja um stöðu þeirra og að þeir væru með tengilið (sem er væntanlega þú laugi) þetta símtal hljómaði þannig að engum kæmi við hvernig staða þeirra væri og var hann augljóslega mjög pirraður. en ég talaði við Einar um 02 í nót og spurði um aðstæður mannskap og matar og olíustöðu bíla, og sagði að ég hafi frétt að pælingar hafi verið að kalla út björgunarsveit, ekki þótti ástæða fyrir björgunarsveit (með áherslum) en aldrei var mér sagt að þegja???
.
alveg fannst mér óþarfi að menn hringi pirraðir/reiðir á að maður virði ekki það sem maður er ekki beðinn um að virða.en það er flott að öllum heilsast vel og vonandi komist allir í bæinn fljótlega,
Kv Davíð (sem greynilega má ekkert segja)
26.11.2007 at 17:14 #602960Fréttir voru mér að berast um að einhverjir jeppamenn á Langjökli væru á leið niður af jöklinum núna, þessi hópur fékk aðstoð björgunarsveitar en voru bílar víst óviljugir í gang, fenntir niður eftir nóttina síur illa farnar og einn sjálfskiptur Musso sem ekki vildi skipta sér, þó heyrði ég ekki að neitt amaði að ferðamönnum þessa hóps, reiknað er með að hópurinn komi í bæinn í kvöld.
Ath… Vegna símtala sem ég á til að fá með leiðindum og rugli hef ég ákveðið að nefna ekki hverjir þessir ferðamenn eru og leyfi ég ykkur að njóta vafans:D
Kv Davíð Karl (sem á víst að Þegja!! að annara sögn)
26.11.2007 at 17:38 #602962Bara að leiðrétta smá villu, ég er annar tveggja sem komum í Árbúðir á laugardagshvöld,búnir að fara í kerlingafjöll og gekk mjög vel,ekkert mál að fara yfir ánna við Gíjarfoss.
26.11.2007 at 17:38 #602964Alveg er þetta frabær hopur a ferð i vandræðum a
langjökli reynir eins og hann getur að þagga niður
eigin svaðilfarir. Hvers vegna,mer er spurn.
Skammast þeir syn svona mikið, eða hvað
og ef svo er fyrir hvað, ALLIR geta lent i ofærð
og vandræðum er ekki betra að vita af ahugasömum felögum sem vilja aðstoða þegar svo er það hefði eg haldið, en nei þessir snillingar vilja frekar þagga niður malið og fa björgunarsveit i laumi til að hjalpa ser og verða svo vondir ef menn forvitnast um hagi þeirra a jökli.
Er þetta þrounin sem við jöklaferðamenn viljum sja.
EG SEGI NEI. Eg er alltaf tilbuinn að fara og hjalpa
ef menn vilja mina hjalp og a moti vil eg þiggja hjalp ef eg þarf þess með.
Min skoðun a þessu ferðalagi er su að þeir hefðu bara att að fara þessa ferð i kyrrþey ef enginn matti vita af þeim, skipuleggja ferð a f4x4 þyðir bara að felagar vilja
fylgjast með ferðinniferðakveðja Helgi
26.11.2007 at 18:02 #602966Það á ekki að vera lendarmál að vera á fjöllum, ég held að það sé betra fyrir alla að fréttir berist frá mönum sem eru á hálendi íslands. Í dag er frétt um það á mbl að maður sem beið í bilnum sínum í 55 tíma, hafinn var leit þar sem ekki hafði heyst frá honum í tvö daga og vissu menn að hann væri á hálendinu.
Svo er það annað að vilja ekki láta vita að björgunarsveit komi til hjálpar er ræfilsháttur. Ég lít á þá sem eru tilbúnir að viðurkenna vanmátt sinn gaggnvart náttúruöflunum meiri menn heldur en þá sem halda að þeir séu svo klárir að það þurfi ekki að bjarga þeim. Ég hef starfað i björgunarsveit og þar á bæ vilja menn vita ef einhver vandræði eru á fjöllum. Ég væri till í að fara í björgunarleiðangur en til þess þurfa menn að láta vita af sér.
26.11.2007 at 21:00 #602968Ég ætla nú bara að láta vaða…
–
Hvar í fjandanum eru þeir…? Ætla þeir að hafa vetursetu upp á jökli eða eru þeir komnir í bæinn.
–
kv. stef..
26.11.2007 at 21:24 #602970Jeppamenn strandaðir á Langjökli
Aðgerðagrunnur Slysavarnafélagsins LandsbjargarAlmennar upplýsingar
Nafn aðgerðar : Jeppamenn strandaðir á Langjökli
Stofnandi : Sigurður Ó Sigurðsson Tími : 26.11 14:30
Tegund : Aðstoð á landi Svæði : Svæði 04
Ábyrgð : Lögregla á viðkomandi svæði Boðstig : F2 Gulur
Seinasta skráning : 20:01 ( Sigurður Ó Sigurðsson ) Lengd aðgerðar : 0
Lýsing : 7 menn á 6 jeppum voru fastir vegna veðurs um 750 m ofan við Jaka vestan í Langjökli. Björgunarsveitin Ok fór með snjóbíl og jeppa og hjálpaði mönnunum til byggða. Bílarnir voru fenntir í kaf að hluta og nokkur vinna við að ná þeim upp og gera gang- eða dráttarfæra.
26.11.2007 at 21:25 #602972smá viðbót
Nú spyr ég… eru þetta mennirnir sem að vildu ekki fá aðstoð frá félögum F4x4… vildu frekar láta björgunarsveitir koma og bjarga sér.[url=http://notes.landsbjorg.is/leitir.nsf/(webAdgerdirOpinberar)/FF058A8D67DCB7EB0025739F006D5C52?OpenDocument:2znco7fl][b:2znco7fl]kannski árbúðaferðin… [/b:2znco7fl][/url:2znco7fl] … maður spyr sig.
kv. stef…
ps. sé að ég og gundur leituðum á svipaðar slóðir
26.11.2007 at 22:02 #602974Það er nú það þegar haft var samband við mig í gærkveldi vegna hópsins þá var óskað eftir því að ég myndi ekki setja þetta á netið,annarsvegar vegna þess að það var ekkert að hjá þeim,ættluðu barar að bíða af sér veðrið og sjá svo til,hins vegar vegna þess að sófariddararnir væru fljótir að blása þetta upp í eitthvert bull á netinu,sem greinilega er komið í ljós,og hvort eitthver skammar Davíð í síma kemur mér bara slétt ekkert við,hlítur að vera milli hans og viðmælanda.
Það að fara til þeirra var ákvörðun okkar Magnum það kom engin beiðni um það frá hópnum,og ég minntist á það í pistli hér að ofan,hefðu eitthverjir viljað koma með var hægur vandi að hringja í mig eða þá sem eru í umræddum hóp sem aldrei óskaði eftir hjálp,við Magnum hefðum fegnir viljað fá fl í hópinn,en töldum að flestir væru í vinnu á þessum tíma og degi,það var mín ákvörðun að óska eftir aðstoð bjsv eftir samtal við Adda rétt um kl 1,30 bjsv komu svo um kl 16 til okkar og var þá einn bíll ekki kominn í gang og er ekki enn,verður dregin í bæinn og eru þeir á leiðinni núna.
Ástandið á mannskapnum er við magnum komum var eins og við var að búast,menn blautir og hraktir eftir að streða við að moka bílana úr sköflunum og bjástra við að koma þeim í gang.í slagveðurs rigningu og vindi.
En engu að síður allir eru heilir og allir bílar komnir til byggða og menn á leið heim til sín.og ef eitthverjum finnst það skrítið að ég skuli virða þá ósk strákana um að setja þetta ekki inn á netið þá verður bara að vera svo,stundum er hysterían hér á vefnum alveg stórskondin og furðulegt hvað menn geta lesið úr skrifum og jafnvel engum skrifum,en svona er netið i dag og verður væntalega á morgun líka.
Með Kveðju KlakinnMönnum svona til glöggvunar þá bendi ég á pistil minn hér ofar á þræðinum,þar kemu fram hvenær haft var samband við bjsv og allar ákvarðanir teknar í samráði við þá,gærkv og í dag.og ef eitthver er svo skini skroppin að halda að það sé eitthvað leynimakk ef kallað er í bjsv ætti að lesa meira tjá sig minna.ég hringdi í allav 3 aðila í morgun til að athuga hvort þeir gætu komið til aðstoðar,en það var ekki hægt enda ekki hægt að ættlast til að menn hlaupi úr vinnu ef bjsv eru klárar í startholunum.
26.11.2007 at 22:16 #602976Laugi
Ef þér finnst óeðlilegt að fólk sé að spá í afdrifum félaga sinna (félagsmanna f4x4) þá verður þú að eiga það við þig. Ég kem ekki hins vegar auga á þessa hysteriu. Ég get ekki betur séð en að óskir þeirra um að fá ekki aðstoð frá félögum f4x4 hafi verið virt þrátt fyrir að mörgum hafi fundist þetta skrítin ósk. Og ákvörðunin um að hringja í björgunarsveitir er alfarið ykkar að sjálfsögðu. Enda var þessi ferð ekki skipulögð af F4x4 en hvað um það… velkomnir heim strákar… þetta fer bara í reynslubankann ykkar.Kv. stef…
26.11.2007 at 22:36 #602978Ég verð nú að viðurkenna að ég hef hvergi þá ósk framsetta að félagsmenn 4×4 komi ekki til aðstoðar,ef það hafi komið fram hefur það allavega farið fram hjá mér,hysterían kemur fram eftir að ég set inn hvað sé í gangi og jafnframt læt vita að ég ættli af stað í birtingu til þeirra.bæði gsm og nmt númer mín eru hérna á vefnum og hefðu hinir "áhyggjufullu" einfaldlega getað hringt í mig,eins eru númer flestra sem í ferðinni voru einnig á netinu.Svo þessi hystería er sett fram án þess að leita frétta hjá þeim sem vissu þær réttastar,nei betra að vera með vangaveltur og spegulasjónir sem eiga engann grunn í sannleika,hann er óþarfur.
Já það er rétt hjá þér stefanía ég tók þá ákvörðun að kalla í bjsv,hefði sennilega ekki vitað það nema af því þú sagðir mer það.
Nenni ekki meiru bulli í kvöld er frekar þreyttur eftir vafstrið á jölki í dag og erfiðinu að vera í feluleik
Klakinn
26.11.2007 at 23:32 #602980Það er svo sem ekkert nýtt að menn veigri sér við kalla eftir björgunarsveit eða láta það fréttast að þeir hafi fengið hjálp frá hjálparsveitum. Megin ástæðuna tel ég hvað oft er hraunað á hina sömu frá einhverjum sem virðast halda að þeir viti betur um aðstæður eða réttmæti hjálparbeiðna og líka kannski smá sært stolt við ð kalla eftir aðstoð. Vafasamt að véfengja nauðsyn hjálparbeiðna nema þó með einni undantekningu ef hjálparsveitir þurfa augljóslega að leggja sig í bráða lífshættu við björgun á hættulegum svæðum í vondu veðri þegar ekki er þörf á skjótri neyðarhjálp. Slíkt er þó erfitt að meta og meiri líkur á af því hlotist slæm slys að hika við eða hreinlega ekki kalla á hjálp. Þetta er bara almennt mín skoðun og á ekki við í þessu tilfelli á Langjökli þar sem aðstæður við björgun hafa varla verið svo varasamar .
27.11.2007 at 00:36 #602982Af hverju hringdirðu ekki í mig Laugi, þú veist að ég er ekki í vinnu og hefði geta farið?
Ef ástæðan er sem mig grunar þarf að ræða það svo aðrir galdi ekki fyrir.
Kv. S.B.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.