Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › ARB læsing í drif
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Axel Sigurðsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.02.2003 at 00:28 #192216
Ég er búinn að panta loftlæsingu að utan og er hún á leið til landsins ásamt dælu og öllu draslinu sem því fylgir… ég var að spá, með hverjum mæla menn í að setja svona í fyrir sig, ég er ekki mjög kátur með að hleypa hverjum sem er í hlutföllin mín… hver er bestur???
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.02.2003 at 01:49 #469062
Sæll muffin.
Ég hef lýst því áður á spjallinu, að ég hef látið Aron Árnason hjá Jeppaþjónustunni (587-2930) stilla inn öll mín hlutföll frá 1990 og sú vinna hefur reynst afar vel.
Það er rétt hjá þér að hleypa ekki hverjum sem er í þessa aðgerð, það skiptir miklu máli að þetta sé vel gert.
Ferðakveðja,
BÞV
22.02.2003 at 10:56 #469064Sæll Muffin.
Ég er sammála BÞV (þó hann sé kominn á Pajero) með hann Aron. Hann er sérfræðingur í að stilla inn drif. Mjög vönduð og góð þjónusta.
Kveðja.
MogM.
22.02.2003 at 14:26 #469066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sælir nú
Heyrðu Muffin hvaðan pantaðirðu þessa læsingu?
22.02.2003 at 17:42 #469068ég pantaði hana á rocky-road.com þeir eru ódýrastir í heiminum með loftlæsingar… og dælur…
læsingin kostar hjá þeim 595$ og arb dælan kostar 185$ og komið hingað til íslands með flutningskostnaði og virðisauka og öllu því að þá er þetta helmingi ódýrara en hjá Benna til dæmis…
22.02.2003 at 20:07 #469070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mæli með Árna Palla hann er í Eldshöfðanum s 893 4043. Hann setti ARB RD09 læsingu í Patrol ’92 fyrir mig um daginn og var hann snöggur að því og sanngjarn í verði.
Kv Svenni
22.02.2003 at 20:43 #469072Hvað kostar u.þ.b að láta svona í drifið hjá manni?
Kveðja
Helgi
22.02.2003 at 21:39 #469074Var búinn að setja þessa sögu áður en góð vísa er ekki of oft kveðinn.
Einu sinni lét ég skipta um drif hjá mér og stilla drif, að vori eftir að hásin hafði sungið í tvennt hjá mér en þar sem það var í framhásingu tók ég lokurnar af og setti þær ekki á aftur. Líður fram á sumar þegar loftlás gefur sig í afturhásingu hjá mér og set ég keisingu í staðinn og læt sömu aðila stilla inn drifið hjá mér. Er þetta á þriðjudegi fyrir verslunamanna helgi, á fimmtudeginum fer ég áleiðis á Neskaupstað, er ég nálgast Klaustur fer ég að heyra smá högg og grunar mig strax hvað er, en klukkan er orðin margt og ákveðið var að gista þar sem og við gerðum og áhvað ég að sjá hvað ég kæmist langt daginn eftir. Þegar við erum kominn austur að Breiðamerkurlóni er djöfulgangurinn orðinn það mikill að ég stoppa þar, tek lokið aftan af drifinu og voru nokkrar tennur úr kambnum niðri í botninum, hreinsa úr mesta mulninginn og áhveð að reyna að komast að næsta bóndabæ því ég var ekki með tjakk. Reyni svo að koma mér af stað en það var ekki auðvelt þar sem alltaf hjó í skemdina og bremsaði með látum en með smá djöfulskap og blótsyrðum komumst við af stað og hefði ég viljað vita hvað þeir hugsuðu útlendingarnir sem voru að missa augun er þeir mændu á eftir mér og er ég viss um að þeir heyrðu í mér alla leiðina að bænum en þangað var töluverður spölur. Sem betur fer var bóndinn heima og vel búinn af verkfærum og tjakk og dró ég út öxla tók út keisinguna og kambinn af og setti svo saman aftur og skyldi nú ekið á framdrifinu einu saman það sem eftir væri ferðar. "Hafði ég ekki sett lokurnar á frá því um vorið" En Adam var ekki lengi í paradís þegar ég var kominn 40 km austur fyrir Höfn þá var framdrifið farið hjá mér!%$#"=&%$#"!¨"#$%&//&%$ Var JAKINN skilinn þar eftir alla helgina, sem betur fer komst ég að bóndabæ þar sem hann var hultur. Og var mér svo sagt af þessum snillingum að framhásingin (ný notuð sett undir um vorið)hefði verið orðin léleg pinjónsslífin hefði verið laus og með afturdrifið það væri alltaf vont að stilla inn notuð drif. Tómt helvítis kjaftæði!! Alla vegana settu þeir þau saman án þess að minnast á nokkurn skapaðan hlut við mig fyrr en eftirá. Því segi ég EKKI HORFA Á EFTIR EINHVERJUM ÞÚSUNDKALLI ÞAÐ GÆTI REYNST DÝRT SPAUG.
Ég veit að Ljónsaðabræður eru góðir.
Með kærri kveðju Hjörtur og JAKINN.
22.02.2003 at 22:32 #469076Þeir í stál og Stönsum hafa stillt inn drif fyrir mig og
það reyndist bara vel. voru líka sangjarnir á verðum…
23.02.2003 at 10:01 #469078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú getur óhræddur talað við bræðurna Steinar og Snorra hjá SS GÍSLASON s:5872060 Smiðshöfða 11.
Þeir hafa unnið talsvert fyrir mig, m.a. breytt 2 patrolum á 38" og alltaf skilað fyrsta flokks vinnu gegn sanngjarnri greiðslu.
23.02.2003 at 16:09 #469080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll Muffins
eg var að spá í að fá mer svona í minn Nissan double cap ekki vitið þið hvar maður fær læsingar og dælu í svona bíla ????
helst myndi eg vilja kaupa þetta að utan því það munar svo miklu!!!
kv Cool
23.02.2003 at 21:28 #469082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er líka að spá í svona læsingu, en langar að vita hvort það séu einhver vandamál í sambandi við þær, svo sem vegna raka sem kann að safnast fyrir í loftkerfinu og hvernig þetta virkar þá í frosti.
Hafa menn verið að nota sodastream kúta til að drífa þetta og veit einhver hvernig það virkar?Kveðja,
Villi.
23.02.2003 at 22:46 #469084sko ég pantaði mína frá rocky-road.com og þeir virðast vera mjög liðlegir, ég er búinn að vera í stöðugu email sambandi við þá og ég get sagt ykkur það að þetta er helmingi ódýrara en að kaupa þetta í bílabúð benna, ég er búinn að reikna út að læsingin, dælan, sendingakostnaður og virðisauki gerir þetta að 87000 kalli sem er ja… helvíti góður díll
23.02.2003 at 22:48 #469086þið getið farið inn á arb heimasíðuna og opnað þar pdf skjal sem sýnir nákvæmlega hvaða týpu af læsingu þið þurfið í bílana hjá ykkur… þannig komst ég til dæmis að því að það er RD09 í patrolinn hjá mér….
kveðja Axel Sig…b
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.