FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Árásir leigubílstjóra á jeppamenn

by Björn Þorri Viktorsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Árásir leigubílstjóra á jeppamenn

This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 22.03.2003 at 13:26 #192385
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant

    Sælir félagar.

    Mig langar að vekja athygli ykkar á grein/frétt á síðu 9 í Mbl. í dag.

    Þar heldur Jón nokkur Stefánsson, varaformaður bifreiðastjórafélagsins Átaks, fram ýmsum athyglisverðum fullyrðingum sem mér sýnist að séu ekki beinlínis vel rökstuddar. Svo virðist af málflutningi hans, að honum finnist að leigubílar eigi að aka túristum að óbyggðavegum og þar sé fólkinu skipt yfir í jeppana…

    Umfjöllun um tjónatíðni í greininni finnst mér einnig mjög athyglisverð. Hvernig er það fengið út að jeppabifreiðir séu með 100% hærri tjónatíðni en leigubílar skv. skýrslu Umferðarráðs fyrir árið 2000??? Er maðurinn ekki á hálum ís þarna? Getur verið að hann fái út þessa tölu með því að miða við alla „jeppa“ á landinu sem eru mörg þúsund vs. leigubíla sem eru einungis nokkur hundruð? Getur verið að maðurinn sé viljandi að sleppa því að bera saman tjón og slys á fólki í ferðum með jeppum vs. leigubílum?

    Ég verð að játa að mér hitnaði nokkuð í hamsi við lestur þessarar greinar/fréttar, sérstaklega í ljósi þess hve jákvæðar niðurstöður voru úr hinni málefnalegu og vönduðu skýrslu verkfræðistofunnar Orion, varðandi tjón og tjónatíðni breyttra jeppabifreiða.

    Er þetta ekki annars bara týpískt væl frá stétt manna sem hefur lifað of lengi í vernduðu umhverfi sem byggist á einkaleyfum, bitlingum og fríðindum, án þess að nokkrar konkret skyldur komi þar í staðinn. Skoðum til gamans kaflann um starfsskyldur leigubílstjóra í 9. gr. laga nr. 134/2001 sem tóku tildi 15. mars í fyrra, en með þeim lögum varð heilmikil lagfæring á þessum málum, sem voru áður í afleitu horfi. Skoðið sérstaklega til gamans síðustu málsgreinina….

    Hvet hér með hagsmunaaðila í jeppaferðamnnesku til að bera hönd fyrir höfuð sér og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

    Ferðakveðja,

    BÞV

    9. gr. Nýting atvinnuleyfis.
    Leyfishafi skal hafa leigubifreiðaakstur að aðalatvinnu. Þó má víkja frá því skilyrði á svæðum þar sem íbúar eru færri en 10.000.
    Veita má leyfishafa tímabundnar undanþágur frá akstri eigin bifreiðar vegna:
    1. orlofs, þ.m.t. fæðingar- og foreldraorlofs, veikinda eða annarra forfalla,
    2. vaktaskipta á álagstímum,
    3. viðgerðar eða endurnýjunar á bifreið.
    Samgönguráðherra setur nánari reglur um undanþágur skv. 2. mgr. að fengnum tillögum Vegagerðarinnar og félaga leigubifreiðastjóra. Leigubifreiðastöðvar geta annast veitingu undanþágna á grundvelli upplýsinga í gagnagrunni sem Vegagerðin heldur og hefur að geyma upplýsingar um leyfishafa, undanþágur til þeirra, forfallabílstjóra og annað sem nauðsynlegt þykir í þessu skyni, sbr. 2. gr. Ráðherra er heimilt með reglugerð að ákveða gjald fyrir afgreiðslu veittra undanþágna.
    Vegagerðin getur heimilað að félög leigubifreiðastjóra annist afgreiðslu undanþágna, sbr. 3. mgr., standist þau kröfur hennar.
    Leigubifreiðastjóra sem öðlast atvinnuleyfi ber að hefja nýtingu þess innan sex mánaða frá útgáfudegi og að nýta það samfellt í tvö ár áður en til fyrstu innlagnar kemur. Að öðrum kosti fellur atvinnuleyfi úr gildi.
    Vegagerðin setur reglur um heimildir til tímabundinna innlagna atvinnuleyfa.
    Atvinnuleyfi fellur úr gildi við lok 70 ára aldurs leyfishafa. Þó er heimilt að framlengja atvinnuleyfi til eins árs í senn þar til atvinnuleyfishafi nær 76 ára aldri ef hann telst hæfur til að stunda leigubifreiðaakstur. Nánar má kveða á um þessi atriði í reglugerð.
    Heimilt er að leyfa eftirlifandi maka leyfishafa að nýta atvinnuleyfi hans í allt að þrjú ár eftir andlát leyfishafa, þó eigi lengur en til þess tíma er leyfishafi hefði misst leyfið fyrir aldurs sakir ef hann hefði lifað, þó aldrei skemur en tólf mánuði. Þegar maki er ekki til staðar er dánarbúi leyfishafa heimilt að nýta atvinnuleyfi hans í allt að þrjá mánuði eftir andlát leyfishafa en þó ekki eftir lok búskipta.

  • Creator
    Topic
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)
  • Author
    Replies
  • 22.03.2003 at 14:00 #471320
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar,

    þetta er nú ekki allt, sennilega eru þeir að skipuleggja hernað þar sem fyrir um það bil 2-3 vikum var grein í DV held eftir annan "forsvarsmann" leigubílstjóra þar sem SAGT var að ALLIR þeir bílstjórar í jeppaferðum með útlendinga væru "bara" með bílpróf en þyrftu að hafa "leigubílapróf"…. Við mínar fyrirspurnir fékk ég hvergi fram annað en að slíkir bilstjórar væru flest allir með alla stimpla í skírteinum sínum enda væri annað ekki leyfilegt þar sem fólk væri annars ekki tryggt í bílum með þeim !!
    Það þarf að huga vel að öllum áttum sem skotin eru að koma úr núna þessa mánuðina… það virðist allt vera reynt og við þurfum því að vera með enn meiri samheldni en áður hefur þurft.

    Kær kveðja
    R-2682





    22.03.2003 at 19:29 #471322
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Sælir félagar
    Ég sé mig knúinn til að leggja orð í belg vegna skrifa Jóns þessa Stefánssonar.
    Það er með öllu ljóst að hann skrifar umrædda grein af vanþekkingu, svo ekki sé meira sagt.
    Þeir sem starfa sem ökuleiðsögumenn fá EKKI vinnu nema að hafa til þess tilskilin réttindi,meirapróf,og ef þeir starfa sjálfstætt þurfa þeir einnig að hafa hópferðaleyfi. Þar fyrir utan hefur Vegagerðin,í samstarfi við Ríkislögreglustjóra,virkt eftirlit með þeim sem stunda þennan akstur. Það að þessir bílar valdi meiri tjónum en aðrir er úr lausu lofti gripið, enda færir maðurinn engin rök fyrir því. Í greininni nefnir hann það heldur ekki að leigubílstjórar fá niðurfellingu á innflutnings- og vörugjöldum sinna bíla en ekki þeir sem stunda akstur á jeppum, þeir þurfa að borga sína bíla fullu verði!
    Einungis bílar sem falla undir að vera "hópferðabílar" fá niðurfellingu af téðum gjöldum, en ekki af breytingakostnaði. Hópferðabílar eru t.d. Econoline, og bílar sem taka 8 farþega og fleiri.
    Öfund er orð sem kemur upp í huga minn þegar þetta er rætt,
    en það verður hver að dæma fyrir sig.
    Rétt er að fram komi að ég hef starfað í þessum geira í á 5ta ár og tel mig hafa einhverja þekkingu á málinu, einnig hef ég oft þurft að hlusta á tal misfróðra manna um vinnuna mína, en af kurteisisástæðum ekki blandað mér í umræðuna. Ég hef alla jafna litið svo á að fólk sem talar um hluti sem það hefur ekki vit á, sé ekki þess virði að á það sé hlustað, en núorðið er fólkið sem hlustar og tekur mark á því sem þessir spekingar segja, af mjög svipuðu sauðahúsi og ræðumenn.
    Vonandi var þetta ekki of mikil langloka :)
    Bestu kveðjur
    Steinmar

    P.S.
    Líklega er hægt að ræða þetta út í jafnmikinn hörgul og misjöfn gæði bílategunda. :)





    22.03.2003 at 19:42 #471324
    Profile photo of Páll Arnarsson
    Páll Arnarsson
    Participant
    • Umræður: 21
    • Svör: 494

    Ég er nokk sammála þessu. Held að þessar "árásir" sé sprotnar af öfund þeirra sem eru að halda þessu framm. Nú svo er önnur hlið á þessu og það eru fordómarnir sem við verðum fyrir. Tjahh ég huxa ef maður væri af öðrum kynþætti og yrði fyrir öðrum eins fordómum og öfund að þá væri hægt að leggja inn kæru vegna rasisma. Kannski er þetta bara rasismi ?? Nei ég veit það ekki





    22.03.2003 at 21:45 #471326
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Þetta er nú hlutur sem maður er búinn að hlusta oft á þegar þessir leigubílstjóra spekingar fara að segja okkur sem eru að keyra með ferðamenn að við séum ólöglegir en geta ekki rökstutt það með nokkru móti, en helvíti er gaman að æsa upp þessa bjána sem eru að nöldra og gera það hálf brjálaða.

    Eins og Steinmar bendir á er nóg af lögum og reglum sem þarf að fara eftir og vegaeftirlitið skoðar reglulega að menn séu með öll plögg og leyfi í lagi og það er ekki ólagengt að hitta þessa vegaeftirlitið á Geysi eða Gullfoss það sem gengið er á línuna og allir skoðaðir.

    Þetta félag Átak er vist lítið félag leigubílstjóra sem hefur flest allt á hornum sér og nöldrar yfir öllu sem hugsast getur sagði mér leigubílstjóri sem ég talaði við í dag og vildi hann ekki láta stimpla alla leigubílstjóra sem sauði sem væru sammála þessari grein.

    Ef leigubílstjórara eru svona góðir í umferðinni hvernig stendur þá á því að tryggingariðgjöld af leigubílum eru langtum dýrari en af venjulegum jeppa sem ekur með ferðamenn.

    Hlynur R2208





    22.03.2003 at 22:18 #471328
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvernig væri að velskrifandi pennar myndu svara þessum manni í mbl. Og sýna kannski frammá hve rangt þeir hafa fyrir sér.





  • Author
    Replies
Viewing 5 replies - 1 through 5 (of 5 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.