Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › aquatune
This topic contains 24 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.03.2004 at 12:57 #194110
sælir allir saman!
hafa menn heyrt um og eða prófað AQUATUNE. vatnsinnspýtingu??
hafið þið eitthvað komment á þetta, einhverjar reynslusögur?
kv. Freyz
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.03.2004 at 14:05 #502244
Sælir!
Þegar ég sá skilaboðin hérna að ofan fór ég á google og spurði þá um aquatune. Þar komu upp ýmsir möguleikar og sérstaklega fannst mér athygliverð grein sem var þriðja í röðinni. En, lesi menn ekki beinar auglýsingar um þessa græju, kemur fram hjá flestum sem þarna fjalla um mál að þetta geri sama gagn og segularmband, voltakross og kínalífselixír.
En eigi menn meiri peninga en þeir þurfa er þetta sjálfsagt ágæt leið til að koma þeim í lóg vilji þeir ekki taka hval í fóstur.
Ég ætla bara að kaupa eitthvað annað fyrir mína aura og get hellt vatni niður um blöndunginn hjá hverjum sem er, alveg gratís.
Bless Þ
30.03.2004 at 14:05 #494929Sælir!
Þegar ég sá skilaboðin hérna að ofan fór ég á google og spurði þá um aquatune. Þar komu upp ýmsir möguleikar og sérstaklega fannst mér athygliverð grein sem var þriðja í röðinni. En, lesi menn ekki beinar auglýsingar um þessa græju, kemur fram hjá flestum sem þarna fjalla um mál að þetta geri sama gagn og segularmband, voltakross og kínalífselixír.
En eigi menn meiri peninga en þeir þurfa er þetta sjálfsagt ágæt leið til að koma þeim í lóg vilji þeir ekki taka hval í fóstur.
Ég ætla bara að kaupa eitthvað annað fyrir mína aura og get hellt vatni niður um blöndunginn hjá hverjum sem er, alveg gratís.
Bless Þ
02.04.2004 at 12:27 #502247sælir aftur!
hafa menn aldrei heyrt um þetta eða hafa menn bara ekkert að segja.
kv. Freyz
02.04.2004 at 12:27 #494933sælir aftur!
hafa menn aldrei heyrt um þetta eða hafa menn bara ekkert að segja.
kv. Freyz
02.04.2004 at 12:38 #502251það er búið að prufa þetta með litlum árangri.
eins og gefur að skilja virkaði þetta ekki vel í frostinu á
jöklum.en jú einhver örlítil kraftaukning, en hentar eingan vegin á Íslandi.
kv
bjarki
02.04.2004 at 12:38 #494937það er búið að prufa þetta með litlum árangri.
eins og gefur að skilja virkaði þetta ekki vel í frostinu á
jöklum.en jú einhver örlítil kraftaukning, en hentar eingan vegin á Íslandi.
kv
bjarki
02.04.2004 at 16:40 #502256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki mögulegt að nota þetta, með því að láta vatnið hitna með vélar hita, og hafa þetta þá svona slökkva og kveikja dæmi, þannig að mar kveikji bara á þessu þegar vélin er orðin heit, þá ætti ekki að vera neitt frost vandamál, en hvort að þetta sé nokkuð vesenins virði, veit ég ekki, ef þetta virkar það er að segja.
02.04.2004 at 16:40 #494941
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki mögulegt að nota þetta, með því að láta vatnið hitna með vélar hita, og hafa þetta þá svona slökkva og kveikja dæmi, þannig að mar kveikji bara á þessu þegar vélin er orðin heit, þá ætti ekki að vera neitt frost vandamál, en hvort að þetta sé nokkuð vesenins virði, veit ég ekki, ef þetta virkar það er að segja.
02.04.2004 at 17:43 #502260
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta??? Að hella vatni niður um blöndunginn??? Maður á bara ekki til orð. Er þá ekki eins gott að setja plóg framan á dolluna, og skafa snjónum inn um grillið, og upp í lofthreynsarann?? Og allt til að fá hálft hestafl. Er ekki nær að hella bara meira bensíni í rörið? Eða metanóli?? þar liggja sko hestöflin. Eða það sem er best, að fá sér góðan MITSHUBISI mótor. Það þarf sko engar andalækningar og kukl við þá til að komast áfram.
Tryggvi.
02.04.2004 at 17:43 #494945
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta??? Að hella vatni niður um blöndunginn??? Maður á bara ekki til orð. Er þá ekki eins gott að setja plóg framan á dolluna, og skafa snjónum inn um grillið, og upp í lofthreynsarann?? Og allt til að fá hálft hestafl. Er ekki nær að hella bara meira bensíni í rörið? Eða metanóli?? þar liggja sko hestöflin. Eða það sem er best, að fá sér góðan MITSHUBISI mótor. Það þarf sko engar andalækningar og kukl við þá til að komast áfram.
Tryggvi.
02.04.2004 at 18:18 #502264Ef ég man rétt þá var verslun í Skeifunni sem hét Háberg? sem seldi svona búnað fyrir ca 20 árum. Einhverskonar frostlögur var settur í vatnið þannig að það ætti ekki að vera vandamál.
Jónas
[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:1uamwa79]Heimasíða[/url:1uamwa79]
02.04.2004 at 18:18 #494949Ef ég man rétt þá var verslun í Skeifunni sem hét Háberg? sem seldi svona búnað fyrir ca 20 árum. Einhverskonar frostlögur var settur í vatnið þannig að það ætti ekki að vera vandamál.
Jónas
[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:1uamwa79]Heimasíða[/url:1uamwa79]
02.04.2004 at 18:29 #502267að sjálfsögðu er sett frostlögur í þetta svo það frjósi ekki, eða öllu heldur ísóprópanól.
það er greinilegt að það hafa ekki allir sem hér hafa svarað kynnt sér hvernig þetta virkar.
það er nú bara eðlisfræðilegt að þegar vatnsmólikúlið hitnar og splundrast að þá margþúsundfaldast rúmmál þess og þar af leiðandi eykur það þjöppuna í mótornum.
það er enginn að tala um að "HELLA" vatni inn á mótorinn, heldur eru þetta ca. 2 L (sem er 50% vatn og 50% ísóprópanól) sem fara með kannski 100L af bensíni.
spurningin er hins vegar sú hvort einhverjir hafi reynslusögur af þessu, því ég gæti ýmindað mér að þetta virki misvel á vélar.
lítill fugl hvíslaði að mér að Fjalli væri með svona búnað í bílnum hjá sér, og væri búinn að vera með þetta í nokkur ár.kv. Freyz
02.04.2004 at 18:29 #494953að sjálfsögðu er sett frostlögur í þetta svo það frjósi ekki, eða öllu heldur ísóprópanól.
það er greinilegt að það hafa ekki allir sem hér hafa svarað kynnt sér hvernig þetta virkar.
það er nú bara eðlisfræðilegt að þegar vatnsmólikúlið hitnar og splundrast að þá margþúsundfaldast rúmmál þess og þar af leiðandi eykur það þjöppuna í mótornum.
það er enginn að tala um að "HELLA" vatni inn á mótorinn, heldur eru þetta ca. 2 L (sem er 50% vatn og 50% ísóprópanól) sem fara með kannski 100L af bensíni.
spurningin er hins vegar sú hvort einhverjir hafi reynslusögur af þessu, því ég gæti ýmindað mér að þetta virki misvel á vélar.
lítill fugl hvíslaði að mér að Fjalli væri með svona búnað í bílnum hjá sér, og væri búinn að vera með þetta í nokkur ár.kv. Freyz
02.04.2004 at 19:22 #502271Sælir!
Til að gefa eðlisfræðileg komment á þetta apparat þá er auðvitað alveg rétt að þegar vatn sýður eykur það rúmmál sitt ca 1600 sinnum. Orkan til þess að sjóða þetta tiltekna vatn fæst hinsvegar úr bensíninu sem brennt er í mótornum og nýtist það þá ekki á meðan til þess að snúa honum. Og af því að það er afar einfalt eðlisfræðilegt lögmál að ekkert gerist með 100% nýtni, alveg sama hvað þeir segja sem eru rétt að verða búnir að finna upp eilífðarvél, er ljóst að orkutapið í þessu er meira en gróðinn. Framleiðendur sambærilegra verkfæra segja líka að sogið í vatnsglasinu verði svo mikið að hluti þess sundrist í súrefni og vetni sem síðan brenni í vélinni. Til þessa efnahvarfa þarf gífurlega orku og þar gildir það sama, orkan til þessa fæst úr bensíninu og tapið er meira en gróðinn eins og sést á því að það borgar sig alls ekki að nota olíu til að kljúfa vatn og fá vetni til að knýja bíla. Þessi vatnsspraututækni var hinsvegar notuð á lokadögum stórra stimpilmótora í flugvélum, þegar þeir voru komnir í kannski 28 strokka. Þegar komið var í mikla hæð, og þá erum við að tala um 20000 fet, og búið að stilla aflið á jafnt álag sem ætlunin að halda næstu klukkutímana var blandan þynnt þar til naumast týrði. Þá varð bruninn hægari og ýtti því lengur á stimpilkollinn og þar með náðist meira tog úr mótornum og hægt að hafa skrúfuskurðinn grófari. En af því bruninn stóð lengur yfir hitnaði allt heila móverkið þangað til það bráðnaði. Til að koma í veg fyrir það var sprautað vatni inn til að kæla brunann og koma í veg fyrir úrbræðslu. -Þessir mótorar voru svo keyrðir alveg á tampi alla leiðina og mér skilst að það hafi verið jafnvel algengara að DC-7 flugvél næði ekki yfir hafið með alla mótorana gangandi.- En um leið og farið var að keyra með breytilegu álagi var skrúfað fyrir vatnið. Þetta gat sem sé virkað í flugvél við gríðarlega sérstakar aðstæður sem bílar geta ekki komist í en í bílum er þetta í besta falli skaðlaust.
Hér með vona ég að það sjáist að ég er ekki að fimbulfamba um eitthvað sem ég hef ekki vit á en auðvitað get ég ekki komið í veg fyrir að aðrir trúi að eitthvað fáist fyrir ekki neitt.
Og megi svo sumarið verða snjólétt!
Þ
02.04.2004 at 19:22 #494956Sælir!
Til að gefa eðlisfræðileg komment á þetta apparat þá er auðvitað alveg rétt að þegar vatn sýður eykur það rúmmál sitt ca 1600 sinnum. Orkan til þess að sjóða þetta tiltekna vatn fæst hinsvegar úr bensíninu sem brennt er í mótornum og nýtist það þá ekki á meðan til þess að snúa honum. Og af því að það er afar einfalt eðlisfræðilegt lögmál að ekkert gerist með 100% nýtni, alveg sama hvað þeir segja sem eru rétt að verða búnir að finna upp eilífðarvél, er ljóst að orkutapið í þessu er meira en gróðinn. Framleiðendur sambærilegra verkfæra segja líka að sogið í vatnsglasinu verði svo mikið að hluti þess sundrist í súrefni og vetni sem síðan brenni í vélinni. Til þessa efnahvarfa þarf gífurlega orku og þar gildir það sama, orkan til þessa fæst úr bensíninu og tapið er meira en gróðinn eins og sést á því að það borgar sig alls ekki að nota olíu til að kljúfa vatn og fá vetni til að knýja bíla. Þessi vatnsspraututækni var hinsvegar notuð á lokadögum stórra stimpilmótora í flugvélum, þegar þeir voru komnir í kannski 28 strokka. Þegar komið var í mikla hæð, og þá erum við að tala um 20000 fet, og búið að stilla aflið á jafnt álag sem ætlunin að halda næstu klukkutímana var blandan þynnt þar til naumast týrði. Þá varð bruninn hægari og ýtti því lengur á stimpilkollinn og þar með náðist meira tog úr mótornum og hægt að hafa skrúfuskurðinn grófari. En af því bruninn stóð lengur yfir hitnaði allt heila móverkið þangað til það bráðnaði. Til að koma í veg fyrir það var sprautað vatni inn til að kæla brunann og koma í veg fyrir úrbræðslu. -Þessir mótorar voru svo keyrðir alveg á tampi alla leiðina og mér skilst að það hafi verið jafnvel algengara að DC-7 flugvél næði ekki yfir hafið með alla mótorana gangandi.- En um leið og farið var að keyra með breytilegu álagi var skrúfað fyrir vatnið. Þetta gat sem sé virkað í flugvél við gríðarlega sérstakar aðstæður sem bílar geta ekki komist í en í bílum er þetta í besta falli skaðlaust.
Hér með vona ég að það sjáist að ég er ekki að fimbulfamba um eitthvað sem ég hef ekki vit á en auðvitað get ég ekki komið í veg fyrir að aðrir trúi að eitthvað fáist fyrir ekki neitt.
Og megi svo sumarið verða snjólétt!
Þ
03.04.2004 at 21:10 #502275Ég vil taka það fram að ég er enginn ofsatrúarmaður á svona fyrirbæri og tækla viðfangsefnin frá fræðilegu sjónarhorni frekar en hitt.
Það var gaman að heyra að þetta hafi verið notað í flugvélum þegar blandan var orðin dauf í mikilli hæð til að minnka hitann, það hef ég ekki heyrt áður….
Vatnsinnspýtingar eru helst notaðar (á landi) í vélum með mjög háa þjöppu, til að minnka líkurnar á forsprengingum (detonation) sem eru eitur í bensínvélum. Varmarýmd vatnsins og fasaskiptavarmi eru það há að þau ná að koma í veg fyrir að bensín/loft blandan springi áður en neistinn kveikir í henni.
Ég hef lesið að metanól sé notað 50/50 til að frostverja, en ekki própanól, en svo langt sem mín efnafræðiþekking nær skipti það ekki miklu máli þar sem própanól og metanól eru nauðalík efni.
Semsagt: Vatnsinnspýting virkar, en bara til að leysa hitavandamál!
kveðja
Grímur R-3167
03.04.2004 at 21:10 #494960Ég vil taka það fram að ég er enginn ofsatrúarmaður á svona fyrirbæri og tækla viðfangsefnin frá fræðilegu sjónarhorni frekar en hitt.
Það var gaman að heyra að þetta hafi verið notað í flugvélum þegar blandan var orðin dauf í mikilli hæð til að minnka hitann, það hef ég ekki heyrt áður….
Vatnsinnspýtingar eru helst notaðar (á landi) í vélum með mjög háa þjöppu, til að minnka líkurnar á forsprengingum (detonation) sem eru eitur í bensínvélum. Varmarýmd vatnsins og fasaskiptavarmi eru það há að þau ná að koma í veg fyrir að bensín/loft blandan springi áður en neistinn kveikir í henni.
Ég hef lesið að metanól sé notað 50/50 til að frostverja, en ekki própanól, en svo langt sem mín efnafræðiþekking nær skipti það ekki miklu máli þar sem própanól og metanól eru nauðalík efni.
Semsagt: Vatnsinnspýting virkar, en bara til að leysa hitavandamál!
kveðja
Grímur R-3167
04.04.2004 at 01:02 #502279Sælir
Vill endilega taka það fram að ég hef ekki kynnt mér þetta vel en…
Af hverju í ósköpunum er þetta notað í bæði rallý-bíla sem og spyrnubíla?
Er það bara til að minnka hita?
Einhver sagði mér að aflið myndi aukast heilan helling…Kveðja
Izeman
04.04.2004 at 01:02 #494964Sælir
Vill endilega taka það fram að ég hef ekki kynnt mér þetta vel en…
Af hverju í ósköpunum er þetta notað í bæði rallý-bíla sem og spyrnubíla?
Er það bara til að minnka hita?
Einhver sagði mér að aflið myndi aukast heilan helling…Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.