Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Andstaða við olíugjald
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.04.2005 at 01:22 #195778
það er fleiri en við Jeppamenn andsnúnir þessu blessaða olíugjaldi ein og sjá má hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1131800
Kveðja,
Glanni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.04.2005 at 10:30 #520248
Ég held að Olíugjald vs. bensíngjald sé líka samgirnismál.
Það er heimskulegt að mæla með því að fluttir inn séu stórir bílar sem brenna miklu eldsneyti vegna þess að það er tollalega hagkvæmt og síðan sé ódýrar að slíta malbikinu á þeim. Þar á ofan sé betra að nýta meira af CO2 kvótanum okkar í 3 tonna bæjarbíla.
Spurning hvort ætti ekki þá líka að berjast fyrir aflagningu bensíngjalds?
Kveðja Fastur
ps. Ég er ekki bara að vera þver það heimskulegt að ég fái 3,5 tonna truck með rosalegri díselvél til landssins á minna verði en tvíorku bíl.
01.04.2005 at 10:33 #520250held að fáir séu með þessum væntanlega nýju "ólögum"
ég var nú að vonast til að næsti "félagsfundur" gæti tekið aðeins á þessu máli…en einhvernveginn þá virðist mér að þetta sé mest í orði en á borði sem er miðurkv
Jon
01.04.2005 at 11:24 #520252Það er eins og menn gleymi því alltaf að bensín og díselolía er langt frá því að vera sama efnið o.þ.a.l ekkert óeðlilegt að dísellinn sé töluvert ódýrari þar sem ann er miklu ódýrari í innkaupum og framleiðslu heldur en bensín.
Og fyrst menn eru komnir í þessa "sanngirnis" umræðu eina ferðina enn, hvaða sanngirni er það að borga meira fyrir díselinn sem kostar í raun miklu minna en bensín hvernig sem litið er á það.Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 11:41 #520254Er það bara eitt ríkisverð sem menn vilja?
Afhverju færð þú 30"soncy sjónvarpið þitt á 50þús á meðan ég þarf að borga 150þús fyrir 30"Pioneer sjónvarpið mitt er það sanngjarnt þau gera jú sama hlutinn frammkalla mynd á skjáinn.
sama með bensín og dísel, gera sama hlutinn drífa bíla áfram en er á engann hátt sambærilegt.Og menn skilja ekki þessa samlíkingu þá get ég seinna farið í einfaldari útskýringu eins og með hann óla hann á þrjú epli hann borðar eitt hvað á þá mörg eftir?………………………
það er eins það þurfi svona skýringar til sumir skilji…Kveðja,
Glanni.
01.04.2005 at 13:05 #520256
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Glanni,
dísellinn er dýrari í innkaupum en bensín
en þar sem að dísell mengar minna en bensín þá ætti álagningin á hann að sjálfsögðu að vera minni.
ekki ættla ég að hvetja menn til að hamstra olíu áður en að lögin taka gildi, en það myndi kosta ríkissjóð slatta ef margir myndu gera það og í stórum stíl…..;)
01.04.2005 at 13:34 #520258
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég las nú einhverstaðar að meingun af völdum díselbruna væri HÆTTULEGRI en af bensín brun EEEEEEEEEEEEN hvort að þetta sé rétt þori ég ekki að ábyrgjast, enda efa ég að menn væru að leggja svona mikið á sig að breyta þessum lögum til að reyna að auka díselbíla, en samt gaman að hafa þetta bak við eyrað, svona ef að það skildi koma einhverntíman upp 😀
01.04.2005 at 14:29 #520260Mér sýnist ljóst að verðið á díselolíunni m.v. núverandi forsendur verði hærra en til stóð þegar lögin voru sett, amk. í samanburði við núverandi bensínverð, þannig að fyrirhuguð skattlagning er þá í andstöðu við forsendur þær sem fyrir lágu þegar Alþingi setti lögin. Það eitt hlýtur að kalla á endurskoðun gjaldsins.
Þess utan þá er það mín skoðun að klúbburinn eigi að álykta gegn þessari viðbótarskattlagningu á ferða- og fjallamennsku sem er eitt mesta aðdráttarafl erlendra ferðamanna á Íslandi og einn mesti vaxtarbroddur í íslenskri ferðaþjónustu.
Það hlýtur að vera hagsmunamál fyrir alla félagsmenn að eiga raunhæft val milli orkugjafa, hvort sem viðkomandi einstaklingur velur að aka á bensín eða díselbíl. – Líka má benda á að þeir sem velja að aka á bensínbíl eru ekki að tapa neinu þótt einhver annar aki um á díselbíl sem hann telur hagstæðari fyrir sínar aðstæður. Mér þykir vegaslit ekki veigamikil rök í þessu efni þar sem amk. flestum þykir nóg um skattlagningu á bíla í dag, enda væri þá nær að byrja á stóru bílunum. Vinur minn sem vinnur hjá Vegagerð ríkisins sagði að fulllestaður flutningabíll af þyngstu gerð slíti vegunum meira en 1000 fólksbílar! Hvar eru þá rökin fyrir að byrja á "samræmingu" á skattlagningu á milli 2 – 4 tonna þungra bensín og díselbíla?
Umhverfissjónarmið mæla ótvírætt með því að áfram verði hagstæðara að aka á díselbílum en bensínbílum og nægir þar að benda á að díselbílar eyða færri lítrum af olíu en samsvarandi bensínbílar, t.d. í fjallaferðamennsku, að ekki sé talað um að eyðsla díselbíla eykst minna, í lítrum talið, þegar ekið er í þungu færi að vetrarlagi heldur en á bensínbíl.
Ég mæli því með því að ritfærir menn undirbúi ályktun sem borin verði upp á næsta félagsfundi – og benda má á að vefspjallið er fyrirtaks vettvangur til að undirbúa slíkt. Þá geta líka áhugasamar deildir gripið boltann á lofti og fylgt í fótspor Reykvíkinganna.
kv.
Þórir.
01.04.2005 at 15:00 #520262Klúbburinn á ALLS EKKERT að senda frá sér ályktun um þetta mál. Það eru alls ekki allir félagsmenn á móti þessu, langt í frá. Það er bara af hinu góða að leggja gamla þungaskattskerfið niður því auðvitað bera bensínkallar kostnað af skattaafslætti díselkalla það gefur auga leið. Þeir borga hlutfallslega meira fyrir sína notkun á vegakerfinu en hinir, þetta verður leiðrétt með nýju kerfi. Síðan á að rukka ra**gatið af þessum þungaflutningabílum því þeir eru á góðri leið með að rústa þjóðvegunum eftir að strandflutningar lögðust af. Með "réttri" skattlagningu á þá, miðað við skaðann sem þeir valda á vegum, skapast kannski grundvöllur fyrir strandflutningum aftur og við losnum við þessa plágu af þjóðvegunum.
Þið getið troðið þessum mengunarrökum þar sem sólin ekki skín (venjulega fyrir aftan díselbíla) því það er uppi umræða um að banna notkun á þessu drasli í helstu stórborgum Evrópu vegna mengunar.
Bjarni G.
01.04.2005 at 15:06 #520264Ýktur,
Það er nú alltaf þannig í öllum félögum að það næst aldrei 100% samstaða það ligggur nú bara í hlutarins eðli vegna fjölda félagsmanna.
En ég þori alveg að fullyrða að það eru örugglega yfir 70% félagsmanna á móti þessu gjaldi og sérstaklega vegna þess að það virðist alltaf vera að bætast ofan á þetta gjald.Kveðja,
01.04.2005 at 15:13 #520266
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er ekki málið bara að setja sama system á bensínbíla og er á díselbílum nú, það er að borga eftir því hversu mikið maður ekur EÐA borga fasta-gjaldið, og láta þá alla vera jafna, og borga mynna fyrir að fylla tankinn, það myndi allavegana vera þægilegt fyrir flesta myndi ég halda
01.04.2005 at 15:14 #520268Mér finnst þetta mál ekki þess eðlis að klúbburinn sem slíkur eigi að skipta sér af því. Ef stæði t.d. til að banna allan akstur á hálendinu þá væri það mál sem væri alger samstaða um í klúbbnum að mótmæla því þar væri verið að kippa fótunum undan tilveru hans.
Bjarni G.
01.04.2005 at 15:43 #520270
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hér sést svart á hvítu hvers vegna stjórn klúbbsins leggur ekki fram ályktun um þetta mál. Í svona málum þarf stjórnin að hafa nokkuð almennan stuðning félagsmanna til að fara í einhverja baráttu og þá finnst mér 70% ekki vera nóg. EN eins og ég hef sagt hér áður er öllum frjálst að bera fram ályktun til atkvæðagreiðslu, jafnt á félagsfundi sem aðalfundi. Þá væri það bara borið undir atkvæði til samþykktar eða synjunar. Samt vil ég benda á vissa áhættu í því, það er málstaðnum ekki sérstaklega til framdráttar að ályktun sem samþykkt er með litlum meirihluta fundarmanna sé send út, hvað þá ef það eru mótatkvæði. Þá er betra að sleppa því eða sníða orðalagið þannig að sem flestir geti sætt sig við það. En auðvitað eru svona mál borin upp ef einhver félagsmaður leggur fram ályktun.
Kv – Skúli
01.04.2005 at 15:57 #520272Ég er viss um að þetta hefur miklar afleiðingar fyrir klúbbinn ef þetta gjald kemur á óbreytt.
Vegna þess að klúbburinn verður af hundruðum árgjalda af þeirri ástæðu að menn bara hætta að nota jeppann sinn og þá yrðu nú sumir glaðir virðist vera.Glanni
01.04.2005 at 17:26 #520274Ja ef jeppakarlar hætta að fara á fjöll
vegna þessa máls þá segi ég nú bara að það eru ekki alvöru jeppakarlar alveg hefur verið sama hvort ég ek á
dísel eða bensín bíl það hefur ekki stoppað mig
og hættið svo þessu röfli áður en þetta var ákveðið vildu allir fá þeta inn í olíuverðið en svo eru allt í einu allir á móti BULL
01.04.2005 at 22:26 #520276Já já vinur,
þú ert eflaust hinn mesti jeppakarl.
01.04.2005 at 23:42 #520278Ég vil bara benda á lausn sem kom í fréttunum um daginn, þar sem hugmyndir voru um að setja GPS tæki í hvern bíl til að mæla hve langt hvert ökutæki keyrði, og veggjaldið færi eftir því. Sama hvort um væri að ræða dísel eða bensínbíl
líka að flokkar þungaskattskerfisins yrðu fleiri
Varðandi Bensínkerfið…
Það er fáránlegt að skellinöðrur, sem slíta vegum sama sem ekki neitt þurfi að borga fullt veggjald (allar bensínknúnar), eins með krossara og önnur vélhjól.
og vélsleðar þurfa að borga fullt veggjald,(allir bensínknúnir), samt er þeim ekki ekið á vegum, allavega yfirleitt ekki.
Utanborðsmótorar(held ég allir bensín) þurfa að borga fullt veggjald fyrir keyrslu á sjó!
Bensínknúnir Jeppar þurfa að borga fullt veggjald þegar þeim er ekið á jökli! með tilheyrandi aukakostnaði.
…Þetta er Ekki tæmandi listi
Þetta er í raun úrelt kerfi, og betra væri að gera bensínkerfið eins og díselkerfið er núna eða nota GPS lausnina
Jeppa og Tækjakveðjur
BragiG
P.S. Þá gæti maður líka rekið V8 bensínvél með góðu móti
02.04.2005 at 01:02 #520280Mér sýnist að nú stefni í að Ísland setji heimsmet í verði á bílaeldsneyti, a.m.k. á díselolíunni. Til þess að geta betur metið stöðuna væri fróðlegt að fá verðtölur frá öðrum löndum til samanburðar. Ég hvet félaga f4x4 sem ferðast í öðrum löndum á næstunni að skrá niður verð og taka gjarna myndir af verðtöflum á bensínstöðvum erlendis og senda þær á vefinn okkar.
Svo vil ég benda bensínköllunum á að vera ekki of fljótir að fagna "réttlátri" skattlagningu á díselbílana. Við erum í raun allir á sama báti því það er aldrei að vita nema skattmann finni þá þægilegu lausn að lækna öfugan verðmun á bensíni og díselolíu með því að hækka skattinn á bensínið.
Mótmælakveðjur
Ágúst
02.04.2005 at 11:38 #520282Hér : http://www.theaa.com/allaboutcars/fuel/
er verðið í UK í pensum, svo er bara að reikna.
-haffi
02.04.2005 at 11:43 #520284Ég held nefnilega að það sé málið eins og þú bendir á Ágúst,
Olían verður hækkuð til jafns við bensínið og svo í kjölfarið verður bensínið skattlagt ennþá meira til þess það sé einhver "eðlilegur" munur á verðinu.
Mér finnst að þetta stefni í hinn versta farveg og því finnst mér að menn ættu að koma sér saman um að kingja þessu ekki þeygjandi og hljóðalaust hvort sem menn eiga bensínbíl eða dísel.Kveðja,
Glanni.
02.04.2005 at 16:41 #520286Sæll öll
Ég var fyrst frekar á móti þessu og varð það en frekar þegar ég sá hvað olían mun kosta, svo er það annað að það eru fullt af fólki sem er að svindla á þessu með olíugjaldinu hætta þessir menn að svindla á þessu og þá kannski er hægt að lækka þetta gjald.
Snorri
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.