This topic contains 20 replies, has 7 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 8 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Ég ákvað að gera tilraunir með Android spjald sem GPS tæki.
Ég mun halda utan um þessar til(raunir) hér á spjallinu eftir því sem fram líður.
Ég fór á útsöluna hjá Tölvutek milli jóla og nýárs og krækti mér í 8-tommu ACER spjald með sæmilegu innra minni og GPS móttakara. Ég var búinn að prófa tvö forrit á Android- símanum og leist sæmilega á, en síminn er svoddan ræfill með litlu plássi fyrir forritin, þannig að maður passaði sig að fá sér spjald með nægu minni. 16 Gígabæt virðast duga.
En áfram með prófanirnar. Kortaforritið heitir Oruxmaps (www.oruxmaps.com) og svo nota ég annað forrit sem heitir GPS-status.
You must be logged in to reply to this topic.