Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Andlát Ómars Wieth
This topic contains 15 replies, has 14 voices, and was last updated by Gunnar Sigurfinnsson 9 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.11.2015 at 10:50 #934810
Laugardaginn 21. nóvember síðastliðinn lést félagi okkar og vinur Ómar Wieth.
Ómar Wieth sem var í jeppaferð með félögum sínum síðastliðna helgi þegar hann hné niður, félagar hans kölluðu strax til þyrlu sem kom og flutti Ómar á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Ómar var mjög virkur félagi í Ferðaklúbbnum og sinnti mörgum störfum innan klúbbsins meðal annars vann hann í mörg ár við uppbyggingu Setursins og sat í mörg ár í skálanefnd klúbbsins. Ómars veður sárt saknað.
Við vottum fjölskyldu hans og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Fh. Stjórnar Ferðaklúbbsins 4×4
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.11.2015 at 21:12 #934812
Votta fjölskyldu Ómars mína dýpstu samúð.
Kv Bjarki R-2405
23.11.2015 at 23:03 #934813Takk Sveinbjörn fyrir hlýleg orð í minningu Ómars.
Vinskapur okkar Ómars nær langt aftur og átti ég margar ánægjulegar og eftirminnilegar samverustundir með honum, bæði í hvers kyns ferðalögum um landið og heima við. Oft leitaði ég til Ómars með stór og smá mál og ávallt var hægt að reiða sig á greiðvikni hans og fórnfýsi og það með bros á vör. Þá var lundarfarið eftirminnilegt, en hann hafði gott lag á að sjá björtu hliðarnar á málunum. Stundum hef ég haft orð á því að þegar við vorum á ferðalögum og þurftum einhverra hluta vegna að fara um bæjarhlöð, tún eða heimreiðar, var Ómar jafnan sá sem sá um svo viðkvæmar samningaviðræður. Og það brást ekki að eftir nokkra stund, gátu þó verið mislangar, voru jafnvel hinir óárennilegustu bændur farnir að hlæja með Ómari og okkur voru allir vegir færir. Ég fékk það aldrei almennilega upp úr honum hvaða aðferð hann beitti við slíkar viðræður, en gat mér þess til að ljúfmennska, þolinmæði og tilgerðarlaus lífsgleði hans hefði komið þar við sögu.
Um leið og ég votta aðstandendum samúð mína, tek ég undir orð þín Sveinbjörn, að hans verður sárt saknað, en minning hans lifir.
Friðrik H. Friðriksson
24.11.2015 at 01:43 #934821Góðan daginn,
já virkur var Ómar mjög og skemtilegur með eindæmum. Alltaf grunnt á gleðinni, brosið og hláturinn alltaf mjög stutt í það. Jeppaferðir, veiðiferðir hringja í Ómar þegar maður var kannski tilbúinn og kominn með allt sitt drasl í bílinn og einhverra hluta vegna var hringt of seint í Ómar. Ekkert mál sagði hann gefðu mér 20 mín og þá verð ég klár. Ég dáðist af þessum eiginleika Ómars og reyndar svo margra annara hans fádæma eiginleikum. Ómar fylgdist mjög vel með og var með skoðanir á mörgu, maður kom ekki að tómum kofanum þar.
Úr Breiðholtinu liggja hlýir straumar til aðstandenda sem fá samúð okkar alla
24.11.2015 at 06:20 #934826Sendi fjölskyldu Ómars innilegar samúðarkveðjur.
Kv Hafliði
24.11.2015 at 08:15 #934827Ég sendi fjölskyldu og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
24.11.2015 at 12:45 #934828Sendi fjölskyldur Ómars innilegar samúðarkveðjur.
Ómar var einn af þessum duglegu og skemmtilegu félögum í klúbbnum. Alltaf boðinn og búinn til verka og sinnti sínum störfum fyrir klúbbinn af dugnaði og gleði.
Hans verður sárt saknað
Kveðjur
Friðrik
24.11.2015 at 14:50 #934829Ómar var búnn að starfa með okkur í starfsmannafélagi SVR í jeppaferðum og fl og þar sem annarstaðar kom þessi jákvæðni og hlýleiki fram og vorum við búnnir að plana vetrarferðir á vegum félagsins og hann lagði hart að mér að koma með í ferðir með Seinagegninu sagði að við unglingarnir yrðum að standa saman,því miður kvaddi hann og fór í sína eigin vegferð snöggt og óvænt og sé ég hann fyrir mér er hann kvaddi mig á fimmtudagskv með þessum orðum.
Komdu með okkur í þessa ferð hver veit nema þetta sé síðasta ferðin,komdu með og svo fór hann af stað á leið 6,en engin ræður sínum örlögum og eftir situr maður og spyr sig af hverju,hvers vegna.
Ég vil votta aðstandendum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur í sorg þeirra
Hans verður sárt saknað sem vinar og félaga.
Kveðjur
Laugi.
24.11.2015 at 20:02 #934833Ég hef þörf fyrir að segja nokkur hlýkeg orð um Ómar vin okkar í Ferðaklúbbnum 4×4. Ég var þess aðnjótandi að fara með honum og fleirrum allmargar ferðið upp í Setur til smíða og viðhalds.
Ég var í samfloti með honum er hann flutti og dró Listerinn, nýju rafstöð klúbbsins upp í Setur. Þar lagði hann sig fram um að fara varlega og af öryggi yfir grýttann vegslóðann. Þar sem þetta var um kvöld og farið að rökkva bað hann mig að vera rétt á undan til að geta séð hreifingarnar á bílnum hjá mér og ekið samhvæmt því. Við komum síðan um miðja nótt á áfangastað eftir velheppnaða ferð.
Eitt sinn vorum við að koma úr vinnuferð frá Setri á fjórum bílum. Logi og Rúnar vorum fremstir. Síðan í röðinni var Ómar, bíllinn á undan mér og síðastur var ég eins og oftast. Eitthvað lá Loga og Rúnari á þannig að þeir voru spöl á undan okkur. Þá mætum við bíl á leiðinni uppeftir. Ómar hægir á sér og skrúfar niður rúðuna og við stöðvum bílana. Þar hefjast viðræður í drykklanga stund um hliðarrúðurnar. Þá heyrist í talstöðinni. Strákar hvað er að tefja ykkur? Er ekki allt í lagi? Ég sá mig knúinn til að svara og sagði. Jú jú. Það er allt í lagi. Hann Ómar okkar lenti á smá kj…..törn.
Ég upplifði Ómar sem glaðværan mann með sterkar ákveðnar skoðanir sem hann gaf sig ekki með en gat alltaf rætt af sannfæringu. Annað hvort urðu menn sammála eða ósammála en alltaf endaði samtalið með brosi af hans hálfu. Ómar er einn af þeim mönnum í klúbbnum sem mér þykir vænt um og auk allra þeirra sem voru með honum í þessari síðustu ferð hans um hálendið.
Ég votta aðstandendum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Hans er sárt saknað sem vinar og félaga.
26.11.2015 at 13:22 #934865Þarna kvaddi óvænt góður ferðafélagi. Ómar var vandaður maður og góður félagi. Hann var flottur reynslubolti í þeim ferðum og verkefnum þar sem ég kynntist honum. Teygði sig til mín eftir kynnum með því að færa rök fyrir því að jeppinn minn væri Puk að upplagi og gerð. Hann hélt ávall vð það og sagði „Þarna er Bergur á Puk inum sínum“ Hann var flottur. Samúðarkveðjur til fjölskildunnar.
Bergur Pálsson
26.11.2015 at 14:45 #934870Margir af félögum Eyjafjarðardeildar 4×4 voru kunnugir Ómari Wieth og enn aðrir þekktu hann af því góða orðspori sem af honum fór.
Ég kynntist Ómari fyrir nokkurum árum þegar við hittumst í Kerlingarfjöllum og
áttum við gott samtal um starfið í klúbbnum ég skynjaði það strax að þarna fór maður sem vildi Ferðaklúbbnum 4×4 allt hið besta og hann lagði svo sannarleg sitt af mörkum til þess að svo yrði.Við félagar Eyjafjarðardeildar 4×4 sendum fjölskyldu Ómars okkar innilegustu samúðarkveðjur ,ferðafélögum og vinum Ómars sendum við samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ómars Wieth
Jóhann Hauksson
ritari Eyjafjarðardeildar 4×4
27.11.2015 at 14:01 #934896Ég fékk að verða þess heiðurs aðnjótandi að kynnast Ómari í ferðum og starfi með klúbbnum.
Einn af vandaðari og skemmtilegri mönnum sem ég hef fengið að ferðast með. Hann þreyttist aldrei á að segja mér sögur úr ferðum sem farnar voru í kringum byggingu Setursins og frá öðrum svaðilförum.
Ég votta fjölskyldu og vinum mína dýpstu samúð, Ómars verður sárt saknað.
Benni
01.12.2015 at 17:57 #935018Hann Ómar Wieth var einn minn besti ferðafélagi og vinur í klúbbnum og hans verður afar sárt saknað. Í öllum okkar ferðum saman sá ég hann aldrei skipta skapi, heldur var hann alltaf hrókur alls fagnaðar og sífellt með glens og gamanyrði á vör. Þessi síðasta ferð hans var engin undantekning þar á. Það var dæmigert að hans síðustu skref í þessu lífi voru til hjálpar einum okkar félaganna sem hafði misst fótanna á svelli, rétt eftir að hann og Ómar höfðu í sameiningu spilað bíl annars félaga upp bratta ísskör. Minningin um afbragðs félaga mun lifa meðal okkar.
01.12.2015 at 19:17 #935019Útför Ómars Wieth verður á morgun Miðvikudaginn 2. nóvember kl. 11:00 og fer útförin fram frá Grensáskirkju.
01.12.2015 at 19:32 #935020Fyrir hönd aðstandenda og vina langar mig að biðja sem flesta um að mæta við útför Ómars á sínum fjalla bílum og sýna með því samstöðu okkar og virðingu, þessum fallna félaga.
Gunnar
01.12.2015 at 19:59 #935022 -
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.