This topic contains 2 replies, has 2 voices, and was last updated by Gunnar Sigurfinnsson 9 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Sunnudaginn 9. ágúst síðastliðinn lést Gunnar Sighvatsson eða Gunni frændi eins og við félagar í Ferðaklúbbnum 4×4 þekktum hann. Gunni var virkur félagi í klúbbnum alla tíð og var mjög litríkur í starfi klúbbsins. Flestir þekkja bílinn hans sem hann ók í mörg ár Toyota Hilux. Gunni frændi var einn af þeim sem vann að því að Setrið var byggt árið 1985. Gunni frændi mætti alltaf í vinnuferðir upp í Setrið og sýndi okkur græningjunum hvernig átti að gera hlutina. Gunnarhólmi er nefndur í höfuðið á honum en það er klósettbyggingin og baðhúsið sem stendur við Setrið. Margir þekkja sögur af Gunna frænda úr ferðum eða frá vinnuferðum í Setrið og má segja að jafn litríkur félagi og vinur sé vandfundinn. Það er sárt að horfa á eftir góðum félögum og er nú mikið skarð hoggið í hóp þeirra sem unnu að því að byggja upp skálann okkar Setrið en stutt er síðan Raggi yfirsmiður féll frá.
Ég fyrir hönd stjórnar Ferðaklúbbsins 4×4 votta aðstandendum Gunnars samúðar vegna fráfalls hans.
Kveðja
Sveinbjörn Halldórsson
formaður Ferðaklúbbsins 4×4
You must be logged in to reply to this topic.