Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › AMS kort 1:50.000
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Bergur Pálsson 13 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
23.01.2011 at 00:21 #216994
Góða kvöldið
Hefur einhver séð skönnuð AMS kort (1:50.000) í notkun í Ozi eða Nobeltec ? Þessi vanalegu DMA kort (1:50.000) ná bara yfir hluta miðhálendisins, eru ekki til fyrir Austurland, Vestfirði, norð-austurland osfrv.
Skv því sem ég finn þá voru öll AMS kortin gefin út og ættu því að vera til einhvers staðar, amk á pappír ?
kv/Agnar
.
[attachment=0:2j770klt]AMS (600 x 409).jpg[/attachment:2j770klt] -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.01.2011 at 07:16 #717250
Þetta er hér á rafrænu formi:
[url:1fp34ua4]http://lmi.is/kortathjonustur/kortasafn/[/url:1fp34ua4]
Bæði sem ókeypis í lágri upplausn og einnig hægt að kaupa.
//BP
23.01.2011 at 10:36 #717252Þetta er ákkúrat það sem mig vantaði. Fría upplausnin er fín til að keyra eftir í Ozi Explorer eða Nobeltec (3750×3340). Í kortaflokknum AMS C762 eru kortahlutar í 1:50.000 sem aldrei hafa verið til í DMA kortunum eins og fyrir vesturland og austanverðan Vatnajökul, alla vega ekki að mínu viti.
Nú er bara að hlaða niður þeim svæðum sem mann vantar og calibrera fyrir Ozi ….. Það væri auðvitað flottast að vera með allt landið en ég held ég nenni ekki að hlaða niður og calibrera 220 kort :-S
takk fyrir þetta.
kveðja
Agnar
23.01.2011 at 17:07 #717254Veit einhver hvaða Datum maður á að nota fyrir þessi kort, þau eru gerð fyrir tíma Hjörsey 1955 (á árunum 1940-1950) en það er vísað í einhvern punkt í Rvk sem viðmið. Veit einhver hvaða Datum ég á að velja á þetta ?
Einnig, þessi kort eru Transverse Mercator Projection en það krefst þess að ég setji inn staðsetningu þegar ég er að Calibrera. Á ég þá að setja inn staðsetninguna sem fylgir með (í Reykjavík) eða á ég kannski bara að velja UTM ?
kveðja
Agnar
23.01.2011 at 17:33 #717256Ég hef tekið inn Atlas kortin, WGS 84 og Transverse mercator. Fallega teiknuð kort. Þurfti ekki frekari stillingar á Ozi. Hnitin eru á kortinu sjálfu. Gallinn er handavinnan, ég setti bara inn 4 punkta á hverju korti þannig að ég get eingöngu notað þau sem mjög gróft viðmið.
23.01.2011 at 18:58 #717258Atlas kortin 1:100.000 eru stillt inn hjá mér í Hjörsey 1955 og með "Lambert Conformal Conic" Map Projection en það krefst Lambert Projection CC setup (Latitude 1/2 = efsta/neðsta breiddargráða á viðkomandi korti og Central Meridian = lengdargráða í miðju kortinu). Það er meiri vinna að koma þessu inn svona en væntanlega réttara en að nota WGS og TM eða hvað ?
Ég er bara ekki nógu vel að mér í þessum fræðum til að segja til um hvað er réttast í þessu.
25.01.2011 at 23:58 #717260Sendi fyrirspurn á LMÍ varðandi AMS kortin og svarið sem ég fékk var að AMS kort eldri en 1955 væru í Datum ´Reykjavík 1900´ með ´International 1924´ sporvölu. Ozi býður ekki upp á Reykjavik 1900 og ekki upp á International 1924 þannig að ég er eiginlega fastur núna.
Eftir smá Gúggl á netinu sýnist mér að skekkjan frá Reykjavík 1900 miðað við WGS84 sé um 200m á Y-ás og 20m á X-ás þannig að ekki gengur að nota það. Veit einhver hvort hægt sé að velja td WGS84 en setja inn þekkt skekkjumörk ?
26.01.2011 at 12:33 #717262Des Newman, sá sem forritar Ozi, hefur örugglega ekkert á móti því að heyra af þessu. Það mætti kanna hvort hann geti bætt þessu við. Ég get sent þetta ef þú ert ekki með licece.
Vandamálið verður örugglega að hann vantar upplýsingar um hvernig "Reykjavík 1900" er ákvarðað. Þar ættu LMÍ að geta leiðbeint. Kæmi mér ekki á óvart ef skilgreiningin á "International 1924" sé þekkt alþjóðlega.Nefni í þessu samhengi að elstu herforingjaráðskortin eru miðuð við Sívalaturn í Kaupmannahöfn, ekki Greenwich (fyrir ca. 1930). Ég reiknaði mismuninn og það skilar mér þokkalega rétt inn á kortið. Gömlu kortin eru hvorteðer ekki byggð á ljósmyndum eða seinni tíma reiknitækni þannig að skekkja er alltaf nokkur, inni á þeim.
26.01.2011 at 17:04 #717264Já ég sendi á hann í gær og bað hann að skoða að bæta þessu við. Ég sendi honum viðmiðunarpunktinn sem er á kortunum, Map Projection sem er Transverse mercator og svo fann ég líka á netinu hver skekkjan er á Reykjavik 1900 miðað við WGS84. Sendi honum þann link líka. Annars veit ég ekki hvort hann þarf eitthvað meira.
Ég sé ekki betur en að sporvalan fyrir Reykjavik 1900 sé Danish 1876 Ellipsoid þannig að ég veit ekki alveg hvað hann hjá LMÍ var að fara með að vísa í International 1924 sem sporvölu.
Ætla að bíða eftir einhverjum svörum frá LMÍ og Ozi áður en lengra er haldið. Ég er búinn að hlaða niður kortin fyrir Vestfirði og prófa að calibrera þau inn með Hjörsey 1955 og UTM og það er greinilega skekkja í kortunum þannig.
27.01.2011 at 01:04 #717266Jæja, það stóð ekki á svari frá Herra Des Newman, hann sendi mér textaskrá sem ég gat bætt inn hjá mér í OziExplorer directory-ið (beint undir OziExplorer folderinn) en það sem hún gerir er að bæta við Reykjavik 1900 Datum inn á listann yfir available Map Datums í Ozi. Ég nota síðan UTM sem Map Projection. Málið leyst
Það sem þessi textaskrá gerir er einfaldlega að bæta við því sem hann kallar user Datum en hann benti mér á leiðbeiningar í hjálpinni um hvernig ég get útbúið svona textaskrá sjálfur fyrir hvaða Datum sem er. Einnig fékk ég link frá honum sem gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um viðkomandi Datum svo hægt sé að setja það upp í textaskránni. Linkurinn fyrir Reykjavik 1900 er [url:1a25fgns]http://www.spatialreferences.org/ref/epsg/4657/[/url:1a25fgns]
Reyndar hefði ég aldrei getað gert þetta sjálfur þar sem Danish 1876 sporvalan vantaði inn á listann hjá honum (nr.30) í hjálpinni þótt hún sé til í hugbúnaðinum.
Ég er búinn að setja inn hluta vestfjarða og calibrera og þetta lítur bara vel út, ætla að klára restina af vestfjörðum á næstu dögum. Mun síðan örugglega setja inn austurland líka og já bara öll þau svæði sem vantar inn á DMA 1:50.000 kortin.
Ég veit ekki hvort ég er á eintali hérna en ef einhver hefur áhuga á að fá þetta þegar ég er búinn þá póstið hér inn contact upplýsingar og ég reyni að koma þessu til ykkar einhvern vegin.
kv/Agnar
27.01.2011 at 14:01 #717268Hér koma nytsamlegar upplýsingar sem ég fékk frá LMÍ varðandi Kortaviðmiðanir (datum) og sporvölur (elipsoid):
.
[attachment=0:s9hrukt8]Datum.jpg[/attachment:s9hrukt8]
.
T.a.m þá voru Atlas kortin ekki rétt calibreruð hjá mér, voru í stillt inn miðað við Hjörsey 1955 sem er ekki rétt. Væntanlega gæti það átt við um fleiri því þessi kort ganga manna á milli á diskum.kv/Agnar
27.01.2011 at 14:13 #717270Snilld.
Hef áhuga á að fá þetta frá þér.
kv,
Bergur
27.01.2011 at 17:07 #717272Sæll,
vildi gjarnan fá þessa skrá hjá þér.Kv, Grétar
27.01.2011 at 20:11 #717274Flott frumkvæði hjá þér Agnar. Gaman að fá að fylgjast svona með einkaframtakinu
kv. Óli, Litlunefnd
27.01.2011 at 21:14 #717276Sæll Agnar.
Er ekki hægt að dreifa vinnunni við þetta þannig að þetta lendi ekki allt á þér??
Ég var eitthvað að reyna þetta um daginn en gékk ekki alveg eins og ég vildi.
Ef þú setur nokkra leiðbeiningapunkta hér þá er ekki spurning að taka þátt í verkefninu.PS – hef auðvitað áhuga á skránum…
Kv Hafsteinn.
28.01.2011 at 11:51 #717278Jú það væri ráð að dreifa aðeins vinnunni ef menn hafa áhuga á því. Þá gætum við kannski tekið allt landið complet Það er tiltölulega einfalt að framkvæma þetta, þetta er aðallega bara handavinna.
Sendið mér email á agb@applicon.is ef þið hafið áhuga á að taka þátt í að koma þessu inn í Ozi Explorer. Ég skal græja leiðbeiningar, skipuleggja vinnuna og græja þær skrár sem þarf til.
kv/Agnar
28.01.2011 at 11:54 #717280[quote="GGI":2475t2gj]Sæll,
vildi gjarnan fá þessa skrá hjá þér.Kv, Grétar[/quote:2475t2gj]
Ég skal senda þér textaskrána þegar ég er búinn að bæta við inn í hana Datum Reykjavik 1900 fyrir sporvölu International 1924.
kv/Agnar
28.01.2011 at 12:34 #717282[quote="AgnarBen":2od5veyp]Hér koma nytsamlegar upplýsingar sem ég fékk frá LMÍ varðandi Kortaviðmiðanir (datum) og sporvölur (elipsoid):
.
[attachment=0:2od5veyp]Datum.jpg[/attachment:2od5veyp]
.
T.a.m þá voru Atlas kortin ekki rétt calibreruð hjá mér, voru í stillt inn miðað við Hjörsey 1955 sem er ekki rétt. Væntanlega gæti það átt við um fleiri því þessi kort ganga manna á milli á diskum.kv/Agnar[/quote:2od5veyp]
Eins og þið sjáið í töflunni þá er notast við tvær mismunandi sporvölur (elipsoid) fyrir Datum Reykjavik 1900 og því þarf ég að búa til tvö Reykjavik 1900 user datum með mismunandi sporvölum. Ætla að græja það um helgina, læt vita hér þegar það er tilbúið og þá get ég sent ykkur textaskrána. Sendið mér bara email á agb@applicon.is.
28.01.2011 at 13:18 #717284Sæll Agnar, flott framtak. Mættir kannski smella skránni inn hér sem viðhengi þegar hún er tilbúin.
-haffi
28.01.2011 at 15:30 #717286[quote="dagaffi":3bm2mwg2]Sæll Agnar, flott framtak. Mættir kannski smella skránni inn hér sem viðhengi þegar hún er tilbúin.
-haffi[/quote:3bm2mwg2]
Já, auðvitað, mun einfaldara þannig.
Græja það.
28.01.2011 at 17:00 #717288Hérna kemur textaskráin sem bætir við tveimur nýjum user datum í Ozi
– Reykjavik 1900 fyrir elipsoid Danish 1876
– Reykjavik 1900 fyrir elipsoid International 1924Fyrir voru í skránni nokkur User Datum sem ég þekki ekki og hægt er að fjarlægja úr henni ef þið viljið ekki hafa þau. Þetta er mjög einföld textaskrá, ein lína per Datum.
Hlaðið skánni niður og vistið hana í rótinni á OziExplorer möppunni á tölvunni ykkar. Næst þegar þið opnið Ozi þá ættu þessi tvö Datum að vera komin inn. Til að skoða hvort Datum er komið inn opnið þá viðkomandi kort og smellið á File -> Check Calibration. Þá opnast gluggi hægra megin með nokkrum svæðum, í flettiglugga þar er hægt að skoða Map Datum, Reykjavik 1900 Datum-in tvö ættu að birtast neðst í listanum.
Nú ættuð þið að geta Calibrerað rétt inn Atlas kortin og AMS kortin inn í Ozi. Þeir sem vilja leggja hönd á plógin við að Calibrera inn AMS kortin inn í Ozi sendið email á agb@applicon.is, öll hjálp vel þegin enda er um 220 kort að ræða.
kv/Agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.