Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Amper- eða voltmæli
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Árni Baldvinsson 21 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
09.12.2003 at 13:19 #193302
Ég er að velta fyrir mér, hvort er betra að nota amper- eða voltmæli til að fylgjast með hvort alternator hafi undan eða ekki? Og afhverju? Er með Toy Hilux 2,4 TDI er með 2 90 eða 100 amperstundageyma.
Kv Snorri Freyr og Selurinn. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
09.12.2003 at 13:51 #482378
Sælir.
Ampersmælir segir þér hversu mikið altenator hleður, nokkurskonar rennslismælir, en það segir ekkert um hvort torinn hafi við. Voltmælir er svipað og tankmælir, fellur við eyðslu. Sem aftur getur þýtt að torinn sé of fá amper, miðað við notkun.
Vonandi kemur þetta að gagni.Kv
Óli Hall.
09.12.2003 at 14:17 #482380ampermælir er straummælir, gefur upp hversu mikill rafstraumur rennur í rásinni, og hefur SI eininguna Amper (A) sem er C/s (C (coulomb) er stór fasti). Þannig að 1 A eru C rafeindir á sekúndu.
Voltmælir er hins vegar spennumælir, segir hver spennan er í rásinni í Voltum (V). En volt er skilgreint sem J/C eða orka á hverjar C rafeindir. Því get ég nú ekki verið alveg sammála manninum sem sagði að spennumælir væri eins og tankmælir.
Hins vegar er það rétt að spennan fellur þegar hleðslan á geyminum minnkar, en það er langt frá því að vera línulegt.
09.12.2003 at 15:50 #482382
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Taktu saman hvað öll raftæki í bílnum eru að taka mörg Amper, það ætti að vera skráð á tækjunum, ef ekki þá er hægt að mæla það með þar til gerðum Ampermæli. Virkar þannig að einskonar kjaftur er settur utan um vírinn frá tækinu og hann mælir hvað það er að taka.
Svo mælirru hvað altenaorinn er að gefa, með sama mæli, og ef að hann er að gefa minna, þá verra, ef hann er að gefa meira þá gott….
Ef eg er að fara með fleipur þá endilega leiðréttið mig, annars held eg að þetta sé nokkurnvegin svona…
09.12.2003 at 16:24 #482384Settu voltmælir í bílinn. Hann sýnir þér það sem þú þarft að vita. Ef að bíllinn er ekki að hlaða 13.8v þá er annaðhvort of mikið álag á alternatorinn, hann bilaður eða að rafgeymarnir eru lélegir og hættir að taka við. Þú þarft ekkert að sjá hvað bíllinn er að nota mikinn straum það er bara til að rugla þig, þetta er jú bara bíll ekki raforkukerfi fyrir suðurlandið.
09.12.2003 at 16:51 #482386Sæll Snorri.
Þó ég hafi ekki lært hebreskuna sem Baldurg skrifaði þegar ég lærði rafvirkjun, þá er að mínu viti er miklu skynsamlegra að nota voltmæli.
Eins og fram hefur komið fellur spennan á geymunum ef þú ert að klára af þeim, og það er akkúrat það sem þú þarft að vita. Reyndar held ég ekki að þú þurfir að hafa áhyggjur af því með þessa geyma sem þú ert með.
Þú þarft ekki að vita strauminn, og straummælar eru flóknari í tengingu, því þeir taka allan strauminn gegnum sig, eða miklu dýrari ef þeir nota spólu sem fer utanum vírinn.
Kv.
Emil
10.12.2003 at 00:03 #482388Á maður þá að nota 1 mæli fyrir allt saman eða 1 á sinnhvorn geyminn?
Kv Snorri Frey og Selurinn.
10.12.2003 at 00:37 #482390Sæll.
Einn mælir á nú alveg að duga, enda "bara" eitt rafkerfi í bílnum þótt geymarnir séu tveir.
Ferðakveðja,
BÞV
10.12.2003 at 02:38 #482392Sæll BÞV.
Hva… er ekki Autobón takki í dömunni.
Kv.
Benni
10.12.2003 at 11:07 #482394
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll, Snorri.
Er sammál flestum að nota voltmæli, hann segir þér allt.
Þú ert með nokkuð stóra geyma þannig að þeir ættu að duga þér eitthvað.
Vertu bara viss um, að rafallin í bílnum þínum framleiði það sem þú ert að nota í bílnum þínum.
Ég reyni að vera ekki með meira en 80% af því sem rafallinn getur framleitt. Jú, hann þarf líka að hlaða inn á rafgeymana, þá veitir manni ekki af þessum auka 20%.
Þú ættir að taka saman öll þau tæki + ljós og ath. straumnotkunina á þeim. Það er ekki nóg að vera með risa rafgeyma og lítinn rafall. Hann verður að geta fætt þá.
Það er nefnilega mjög algengt að menn eru að hrúga tækjum í bílinn en gleyma svo að það þarf rafmagn fyrir þetta allt.
Ef rafallinn er 100% nýttur þá fellur rafgeymirinn smátt og smátt og þegar þú ættlar að starta bílnum á köldum vetrarmorgni einhverstaðar á fjöllum þá, ups….Þannig að ampermælirinn segir þér hvort þú ert að nýta rafallinn 100% eður ei.
En volt mælirinn sýnir þér hvort hleðslan er í lagi eður ei.
Þannig að báðir kostir eru raunhæfir.kv. Sigurður – 112
10.12.2003 at 16:32 #482396Jæja, það var gaman að sjá rafvirkja lesa þessa pósta!
Satt best að segja er líklega best að vera með hvorttveggja, voltmæli og ampermæli. Það getur svo margt orðið til þess að alternator (rafali) hætti að framleiða rafmagnm stundum þarf ekki annað en bleytu og/eða ís á reiminni eða þá að hún sé of slök. Reyndar láta þær nú oftast í sér heyra þegar þær eru orðnar slakar og slitnar. En ampermælirinn sýnir þér hvort rafalinn er að framleiða orku inn á kerfið eða ekki. Ef hleðslan er mikil og viðvarandi getur það þýtt að geymarnir séu orðnir lélegir og taki endalaust við EÐA að hleðslustillirinn sé orðinn ónýtur og setji alltaf hleðslu inn á geymana, óháð stöðu þeirra og það eyðileggur þá á mjög skömmum tíma. Ofhleðsla er nefnilega mjög slæm fyrir geymana. Voltmælirinn segir þér hinsvegar til um spennuna á kerfinu. Ef kerfið er í lagi á spennan ekki að fara mikið yfir 13,7 – 13,8 volt þegar vélin gengur nægilega hratt til að alternatorinn hlaði. Ef vélin er hinsvegar ekki í gangi, á spennan helst ekki að fara niður fyrir 12,4 volt og ef hún fer niður fyrir 12 voltin eru geymarnir annað hvort að verða tómir eða ónýtir nema hvorttveggja sé. Rafkerfið þarf sumsé helst að vera í jafnvægi, þá er allt í góðum gír. Hinsvegar þurfum við að muna það sem mósi segir, að oflesta ekki kerfið. Sumir hafa afskaplega mikinn metnað fyrir að hafa kastara með stórum perum og láta helst loga á þeim öllum í einu. Það þarf öflugt kerfi til að ráða við tvo 210W kastara á toppnum, tvo 130W kastar á stuðaragrindinni plús svo tvö venjuleg háljós á 100W stykkið. Svo bætast kannski við á nýjustu bílunum lágljósin, sem loga með háljósunum og fleira og fleira. Nefni nú ekki gömlu Gufunesstöðvarnar, sem tóku afspyrnu mikinn straum í sendingu.
Nóg í bili.
kv.
12.12.2003 at 10:39 #482398Sælir allir.
Ég var að rena yfir þennan þráð, og má til með að skrifa svolítið meira.
Það er ekki spurning að bæði Volt og Amper mælar gefa mestar upplýsingar, og lýsa ástandi hleðslukerfisins best. En er þörf á því? Ég held ekki. Og hves vegna ekki? Voltmælirinn sýnir stöðu hleðslunnar, þ.e. hleðsluspennu, ca. 13,8V. Ef rafallinn af einhverjum ástæðum hættir að hlaða, fellur spennan samstundis í ca. 12V. Ef hann aftur á móti bilar þannig að hleðsluspennan hækkar, sést það líka. Gamlir og lélegir rafgeymar halda illa spennu, og eru oftast með undir 12V. þegar bíllinn er ekki í gangi.
En af hverju vil ég ekki hafa Ampermæli?
Ástæðan fyrir því er sú að hann krefst miklu vandaðri frágangs og þekkingar á raflögnum en Voltmælirinn. Af Ampermælum eru til tvær gerðir. Sú algengari tekur vírinn sem er verið að mæla í gegnum sig. Það þýðir að ef mæla á hleðslu alternators þarf að taka vírinn frá honum sem venjulega liggur frá alternator og í rafgeymi, eða öryggjabox, inn í bílinn. Um þennan vír getur farið allur straumur rafkerfisins, þvi í mörgum bílum er ekki öryggi á hleðslunni. Margir eru með 60 ? 80A. alternatora, en fyrir þá þarf svera víra. (10 eða 16q) Flestir ampermælar eru gerðir fyrir 60A. straum, og eru með mjög litlum tengiskrúfum, í flestum tilfellum 5mm. sem er enganveginn nóg. Það er mjög algengt að tengingarnar á mælum losni. Þá getur myndast sambandsleysi, hiti og eldur í verstu tilfellum. Ég hef séð alltof mörg tilfelli þar sem þetta hefur gerst. Þarna þarf að vanda frágang mjög mikið.Svo er til önnur gerð Ampermæla. Þeir notast við spólu sem sett er utanum vírinn sem skal mæla. Þegar straumur ferðast um vírinn myndast í honum span sem spólan pikkar upp, breytir í spennu og það er hún sem mælirinn mælir. (þetta gerist reyndar í hinni gerðinni líka, en þar er spólan innbyggð í mælinn.) þarna þarf ekki að leggja sverar lagnir inní bíl, heldur eingöngu grannar. Þessir mælar hafa alla kosti framyfir hina. Þeir eru auðvitað miklu dýrari, og ég sjálfur hef mjög sjaldan séð þá notaða.
Jæja. Hljómar þetta skynsamlega?
Ef einhver er að velta því fyrir sér, þá er ég rafvirki, og hef unnið talsvert við bílarafmagn, þó ég hafi ekki haft það fyrir fullt starf.Bestu kveðjur,
Emil Borg
12.12.2003 at 12:21 #482400Sæll Snorri
Margt er bullað á þessum vef.
Ég skal sem rafvirkjameistari ráðleggja þér kvað best er að gera.
Farðu í Bílanaust og kauptu þér hitamæli sem hefur innbyggðan volt og geimamæli. Hann kostar ca 3000 kall.Mælirinn er tengdur inn á rafkerfi bílsins og mælir spennu. Þú getur fylgst með hvort altanatorinn er að skila hleðslu inn á geiminn,hvort hann anni orkuþörf bílsins, hvort geimarnir eru í lagi og séð hita úti og inni.
Þegar allt er í lagi þá á spennan að vera 13 til 14 volt í venjulegri keyrslu. frávik getur verið upp í ca 14.5v en má ekki fara mikið hærra. Ef spennan fellur niður fyrir 13 volt í akstri þá er altanatorinn ekki að skila hleðslu inn á geiminn hann rétt hefur undan að framleiða nóg rafmagn fyrir þau tæki sem kveikt er á. Ef hann sínir minna en ca 12,5 volt þá er bíllin að ganga á rafmagnsforða geimanna. Ef mælirinn sínir minna en 12 v þegar hann er ekki í gangi þá er eitthvað að geimum. Bíll með nýja geima sínir ca 12.4 volt í enkvern tíma eftir að drepið hefur verið á honum en spennan fellur fljótlega niður í 12 volt. Þessir mælar gefa frá sér aðvörunarhljóð ef spennan fellur óeðlilega mikið.
Ég vona að þetta gagnist þér
Árni Bald
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.