Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Amerískir ofurjeppar
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
18.10.2006 at 22:31 #198758
Eftir að hafa skoðað myndir úr myndaalbúmi af afar laglegum Ford pallbíl á myndasíðuni vaknaði gamall draumur. Í framhaldi af honum langar mig að spyrja. Hvernig eru þessir bílar að koma út? Eru menn almennt hrifnir af þessum amerísku pallbílum, eru einhverjir til sölu?
Ég verð að viðurkenna að mig dauðlangar í svona bíl. Hvað er svona bíll að kosta, fullbreyttur á 46″ eða stærra. Ég sem sagt auglýsi hér með eftir athugasemdum um svona tryllitæki. Viti einhver af svona bíl sem er til sölu og hægt að skoða væri gaman að vita af því.Kveðja:
Erlingur Harðarson
Illa haldinn af ameríska drauminum. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.10.2006 at 22:42 #563832
þetta er fínt ef þú átt benínstöð
18.10.2006 at 22:48 #563834Já ég skil. Ég er kanski að tala um nýlegan bíl, diesel og og og… já… svona draum!
Kveðja:
Erlingur Harðar
18.10.2006 at 22:51 #563836já þetta á við um þá þekki aðeins til svona apparats á 46" og þar er verið að tala um 30+ í eiðslu á góðum degi.
18.10.2006 at 22:52 #563838þessi bíll sem þú ert að skoða er einhvernveginn sú vara sem ekki er auðvelt að finna á sölum.
slegist var um þennan og stoppaði hann ekki nema í 1- 1/2 klst. kaupverð verður einhver kaupandinn bara að upplýsa, 😉
LG
18.10.2006 at 22:56 #563840Góða kvöldið þar sem við erum nú bara búinn að eiga þennan jeppa í tæpar 2 vikur þá er nú enginn reynsla kominn á drifgetu,viðhald,rekstur og annað að neinu viti en hann er samt að eyða um 20L sýnist okkur hefur reynar farið niður í 18 en ég held að það gefi augaleið að svona stór og þungur jeppi á þessari dekkjastærð eyði soldið af olíu.Við áttum reyndar 38" 90 Cruiser árgerð 2001 og hann var að eyða c.a 15-16 þannig að Fordinn er nú ekki svo slæmur finnst okkur.
18.10.2006 at 23:07 #563842Ég er á Ford F350 árg 2005 á 49" og með ca öllu sem þarf og kannski rúmlega það.
Ég get í raun ekki fundið neitt við bílinn sem er ekki hreint út sagt frábært. Að vísu átti hann við Jeppaveiki að stríða en eftir að orsökin fyrir því fannst og var löguð þá er bíllinn frábær í akstri á þessum hjólum og er laus við hopp. Það er himin og haf á milli þess að keyra á 44"DC og þessu, þetta bara liggur og er rásfast.
Aflið er svo sem alveg nóg – hjá mér er hann ca 450 Hp eins og hann er uppsettur núna en það er hægt að setja hann upp í ca 550 Hp og 1000 Nm með tölvukubb og öðrum intercooler.
Að innan er þetta bara flott – plássið fyrir farþega mun betra en í t.d. Pajero eða Patrol og svo er bíllinn mjög mjúkur og fer virkilega vel með farþega.
Hvort þetta á eftir að bila mikið er ekki gott að segja – en þeir bílar sem ég þekki til eru búnir að reynast vel og hafa lítið sem ekkert bilað.
Hvernig þetta svo drífur, ég hef nú ekki reynt mikið á bílinn sjálfur en ferðaðist töluvert með tveimur svona á 49" í fyrra og þetta bara drífur allt…. Og 44" bílarnir urðu bara að smábílum sem helst áttu heima á malbiki við hliðina á þessum trukkum. (Hlynur – Líka Patrol….)
Verðið – ja, þetta kostar eiginlega allan peninginn… Ætli minn standi ekki í rúmum 9 núna.
Eyðslan – hellingur….. En það er bara alveg þess virði. Hann fer með ca 26 í langkeyrslu núna – en mér skilst að ef ég lagfæri eina eða tvær vitlausar stillingar þá geti þetta lækkað eitthvað. En þó er engin ástæða til að ætla að þetta eyði minna en 25 á hundraðið – og eins og ég sagði, Alveg þess virði.
Ég veit um einn til sölu – hann er á bílamiðstöðinni hjá Lúther.
En ef þig langar bara að skoða þá geturðu kíkt á mig ef þú ert í bænum – – – en hann er ekki til sölu…
Benni
P.S. Á 46" eyddi hann um 22
18.10.2006 at 23:11 #563844Benni þú áttir nú 80 Cruiser á 44" í smá tíma hvað var hann að eyða ??? og luther 44" grútmáttlausann patrol og hvað var hann að eyða ??? Ég hef allavega heyrt ótrúlega háar eyðslu tölur miðað við ekkert afl.
Kveðja Sæmi
18.10.2006 at 23:14 #563846Þessi Toyota var með um 21 og Pajeróinn 18 – 20…. Báðir á 44"
BM
18.10.2006 at 23:14 #563848OK, svona bíll bara á að eyða olíu, það er bara eðlilegt. Þessir bílar eru flottir og það sem ég sé í honum er að hann tekur líklega auðveldlega camper. Það er það sem ég er líka að leita að. Veit einhver hvað varð um Kanada bílana, voru þeir seldir hér eða úti í Kanada? Annað, veit einhver hvað kostar að breyta svona bíl og þá hvort rétt væri að fara í 46" eða 49"? Ég á við svona hér um bil fulla breytingu þ.e. dekk, kanta, fjöðrun, hlutföll og milligír auk annars sem þarf.
Lúter, ertu búinn að selja marga svona bíla?Kveðja:
Erlingur
18.10.2006 at 23:16 #563850Erlingur ég skal segja þér allt um AMERÍSKA DRAUMINN og selja þér hann líka.
Kveðja Lella
18.10.2006 at 23:19 #563852Nákvælega.
Ég fór inná Ib.is og þar kostar svona bíll 5.590.000 og þá kemur hann á 35" Sýnist mér.Ég veit ekki hvað kostar nákvæmlega að breyta svona jeppa en ætli það sé ekki hægt að setja allavega 3+ Millur í það á 46" ??? Myndi halda það og sennilega töluvert meira einsog Benna Ford er.
18.10.2006 at 23:21 #563854Jesús minn almáttugur á nú þessi þráður að fara að breytast í einhverja Halelúja samkomu.
Maður eyðir öllum sínum peningum í venjulegann japanskann jeppa, og svona til að komast leiðar sinnar í smá ófærð hefur maður hann með læsingum, lógír, aukatank, og ýmislegu.
Þá kemur þessi nýstofnaða USA herdeild sem á víst allt í 4×4 núna og það skuldlaust.
Maður er víst orðinn kærulaus og heimskur ef maður vogar sér í Kópavoginn einbíla á 44" dekkjum.P.s
Erlingur ég er búinn að selja 3 svona mikið breytta og er biðlisti.
LG
18.10.2006 at 23:21 #563856Sæl Lella. OK, hvaða bíll er það, GMC?
Kveðja:
Erlingur
18.10.2006 at 23:22 #563858Lella þú ert ekki á ALVÖRU amerískum…. Þetta verður að heita FORD…..
Kanadabílarnir – ég er á einum þeirra, keypti hann af Glanna. Kristján og Ómar eiga sína enþá. Þeir voru allir á 46" en ég breytti strax upp á 49".
Breytingarnar með öllu kosta ca 4 Mkr
Það er [url=http://www.arctictrails.is/page.asp?ID=892:1xnhdvsq][b:1xnhdvsq]Þessi [/b:1xnhdvsq][/url:1xnhdvsq] Breyting
Benni
18.10.2006 at 23:23 #563860Erlingur [url=http://www.f4x4.is/new/ads/default.aspx?file=bilar/10070:293ydhpb][b:293ydhpb]sjá hér[/b:293ydhpb][/url:293ydhpb]
og Lúther hættu þessu væli (öfund) og gerðu það sem þú átt að gera.
og halelúlja hvað, er ekki Patrol mátturinn og dýrðin ?
Pattinn má allavega eiga þann stóra plús að hann hreyfist ekki á veginum
með dandalagóðri kveðju
Lella
18.10.2006 at 23:31 #563862Er virkilega enginn sem hefur prófað að vera með svona pikköpp með V10 bensín?
Pabbi tók Econolineinn sinn með þeirri vél og það er sko engin eftirsjá í því. Hann er bæði léttari og töluvert ódýrari en díselbíllinn. Svo maður minnist nú ekki á að það heyrist ekki múkk í honum!
Eyðslan hefur verið að koma út á mjög svipuðu róli og á díselbílunum, enginn töluverður munur þar á. Hann er að eyða um 25 á hundraðið á langkeyrslu, drekkhlaðinn á 46 tommunni og reyndar þá var líka sleðakerra með 2 sleðum aftaní þegar þessi mæling var gerð. Svo er nóg afl í þessu… og sama skipting og í díselbílnumkv. Kiddi kani
ps. það er munur á alvöru trukkum með HÁSINGAR og einhverju klafadrasli sem var skrúfað upp og hamast á… það var auðvitað bara spurning um hvenær þetta hryndi í sundur í gemmsanum, ekki hvort! kannski ég bæti því við að þessi orð eru ekki illa meint
19.10.2006 at 00:53 #563864Einmitt Benni minn. Er þetta ekki eitthvað svipað breytingarferli og Pæjan gekk í gegnum, allavega ofsalega margt í þessu eins.
Þannig að eins og ég hef áður talað við þig um þá var ansi mörgum breytingar hugmyndum hreinlega stolið frá Pæjero
LG
19.10.2006 at 08:41 #563866Nú er maður að sjá í bandarísku blöðunum að 53 tommur séu komnar í sölu. Er enginn kominn með það á teikniborðið hér?
Auðvitað eru þessir bandarísku trukkar það langflottasta. Það er bara gallinn á þessu öllu saman, að við erum flest líka að nota bílana okkar líka sem daily commuter og þá er helvítis eldsneytið svo déskoti dýrt og nú virðist það orðið viðvarandi að dieselfuel sé dýrari en benzín.
19.10.2006 at 09:37 #563868Já mér finnst íslensku bigfoot kallarnir ekki standa sig í stykkinu, engin komin yfir 49". En það hlítur að standa til bóta. Eg held að það sé alveg óþarfi að vera að hrella sig á eyðslunni og ólíuverðinu, það er eingin að segja að það þurfi að nota þessa trukka. þeir gera alt sem þeir þurfa á hlaðinu ekki satt. : )
19.10.2006 at 09:58 #563870Góðann daginn
Fuel pillan er product sem virkar gefur 10% betri nýtingu á bensin/diesel.
Ég hafði enga trú á þessu í byrjum en prófaði og þetta virkar.http://www.edsv.myffi.biz.
Kv Eddi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.