Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Ameríski draumurinn
This topic contains 34 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn V. Björnsson 17 years, 2 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.10.2007 at 13:30 #201061
Nú er hægt að fá Jeep Wrangler 08 með dieselvél sem togar meira en bensínvél og er álýka fljót upp í 100 km
að öllu öðru leiti er sami búnaður í bensín og dieselCubic Capacity 2777 cc
Configuration 4 cylinders in line
Bore x Stroke 94.0 x 100.0 mm
Compression Ratio 17.5:1
Fuel Delivery Diesel direct injection
Maximum torque 295 lb ft @ 2000-2600 rpm ( 400Nm )
Maximum power 174 bhp @ 3800 rpm ( 139 kw )
Gearbox 5 speed automatic
Fuel Type Dieselkv,,, MHN
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
01.11.2007 at 22:56 #601386
Það hefur nú reyndar lengi loðað við Land Roverinn sú vangavelta að hann hafi nú kannski verið hannaður fyrir eitthvað allt annað enn menn.
Hinsvegar hefur Cheeroke’inn ávalt verið hannaður fyrir menn. Gæti skýrt muninn á skott stærðinni að mestu leitikv
Rúnar.
ps. Gamli góði Double cap er eitthvað í í kringum 4.7 metrar að lengd ef ég man rétt, og er "skottið" á honum litlir 1.4 metrar að lengd.
01.11.2007 at 23:11 #601388Það er reyndar satt – og þegar þú nefnir það þá er allsherjar lítramálið kannski ekkert svo svakalega mikið meira í Defender. Framrúðan er náttúrulega í nefinu á manni. – Jú jú, það má vel vera að þeir séu áþekkir ef maður setur stokkinn á þá – það er best að fullyrða bara sem minnst. Joke’s on me í þetta skiptið.
.
En þyrfti ég að velja annan bílinn til að flytja fólk og farangur, nú eða búslóð… þá tæki ég nú samt Defenderinn. Svona er maður ruglaður…
01.11.2007 at 23:31 #601390Sá jeep wrangler má vera dýr svo að hann nái sama verði
og Patrol eða um 45,000 þúsund $ + skattar og annað eða
um 88,400 þúsund $ hingað kominn sem Patrolinn kostar hér 89,524 þúsun $ um reiknað að vísu er kanski ekki mægt að bera þessa bíla saman. ÞAÐ er bara þannig þeir sem þurfa stóra bíla til að geta með sér alla varahluti til að halda bílnum gangandi, væri
ekki kominn tími til að skifta um bíl og fá sé bíl sem bilar lítið
og kemst báðar leiðir án þess að hafa verkstæðið með sér á fjöll
og fá sé Jeep Wrangler og taka það bara sem þú notarkv,,, MHN
01.11.2007 at 23:37 #601392Sko. Ég fór of mældi minn gamla 2 dyra Wrangler svona að gamni mínu. Málbandið sagði að hann væri 3.7 metrar en Jeep biblían mín segir að hann sé 3.85 metrar. WHAT THE FUCK??? Jæja bíttar ekki alveg öllu. En af þessum 3.7 metrum þá tekur framendinn nefnilega alveg 1.6 metra sem slagar upp í hálfan bílinn, fjandinn hafi það…
Meir að segja nýi 2 dyra Wranglerinn er alveg hálfum metra lengri en minn trítill þannig að þessi 4 dyra er bara einhver langavitleysa í samanburði við minn
Svo þætti mér fróðlegt að vita hvaða 300 hestafla jeppar þetta eru sem Einari finnst kraftminni en Hilux. Já eða þá hvaða ofur Hilux hann er að tala um??? Ég hef nú að vísu bara keyrt einn Hilux ’91 og ég get svo svarið það steypubíllinn stakk mig af í brekkunni upp að Rauðavatni!kv Kiddi kanamella
01.11.2007 at 23:54 #601394Það skal nú viðurkennast að þetta með hælúxinn var meira til að krydda lýsinguna, þó ég hafi nú séð þá nokkra vel spræka.
En þeir amerísku jeppar sem ég varð fyrir mestum vonbrigðum með þegar kemur að hestöflum vs. "áfram" voru Ford Explorer og Ford Edge. Sá fyrri er 292 hö en sá seinni 265. Það þarf nú samt smá þolinmæði þangað til maður finnur fyrir því.
02.11.2007 at 00:22 #601396Jáááá af hverju sagðirðu ekki strax að þú værir að tala um Ford, en það þykir mér nú allt annað og verra mál að þú hafir yfirhöfuð haft einhverjar væntingar um að þau skrapatól gætu verið kraftmikil!
02.11.2007 at 09:44 #601398Ég og bróðir minn ferðuðumst saman í nokkur ár, ég á litlum jeep cherokee og hann á 4runner 94 minnir mig.
Hann talaði stundum um að hann væri á stærri bílnum sem útskýrði meiri eyðslu og annað, ég rengdi það ekkert.
Einhverju sinni þegar við vorum að troða farangri inn í bílanna inn í veiðivötnum virtist ganga ótrúlega illa að
koma öllu fyrir, það endaði með því að við fórum að mæla stærðina að innan á bílunum. þá kom í ljós að
litli cerokeeinn sem hann hafði eiginlega alltaf litið á sem smábíl var bara verulega stærri en 4runnerinn.
þar munaði mestu um að cherokeeinn var 15 cm hærri frá gólfi og upp í topp og eins var hann talsvert breiðari
að innan. Svona getur tilfinning manna um stærðir verið brengluð. Landróverinn er örugglega minn en margur heldur
einfaldlega vegna þess að sætunum er raðað miklu þéttar í hann en í venjulegum bíl.
02.11.2007 at 10:01 #601400Eru menn að nefna Defender og Pláss í sömu setningu?
Ég hef einu sinni þurft að ferðast í Defender og sat þá í aftursætinu (ekki í langsum aftasta bekknum) og ég myndi ekki einu sinni bjóða hundi uppá þennan ferðamáta! Óþægilegasta seta (pláss, halli stærð sætis) sem ég hef upplifað!
02.11.2007 at 20:48 #601402Frá því að maður sá fyrst þennan fimm dyra Jeep Wrangler Unlimited Rubicon fannst mér augljóst að þarna væri kominn jeppINN sem maður hefur alla tíð séð fyrir sér í draumum sínum. Þarna er allt fyrir hendi. Fjöðrunarbúnaður, hásingar á báðum endum, læsingar í drifum, aftermarket búnaður sem uppfyllir villtustu drauma, aflmiklar vélar, ágætur búnaður, auðveldur í umgengni og þægilegt að breyta bílnum. Hvað getur maður beðið um meira? Svo er þetta með vélarnar. Mér finnst nú að margar þessar þriðju kynslóðar common rail dieselvélar vera farnar að eyða býsna miklu. 2nd generation var að eyða minnu í flestum tilvikum og maður óttast að þegar farið er að taka 170+ hestöfl út úr 2,5 lítra vél sé ekki hægt að búast við löngum líftíma. Svo bætist við, að ennþá er opin heimild fyrir ríkissjóð að hækka verð á diesel fuel um 4 kr. pr. lítra til að skattlagning verði sú sama og á bensín. Þar til viðbótar er heimsmarkaðsverð á diesel fuel stöðugt að hækka umfram hækkanir á bensíni. Þarna vegur líka að bensínvélar eru stöðugt að verða hagkvæmari í rekstri og fjárinn hafi það, þær verða lengst af snarpari og gangþýðari en diesel rokkarnir. Margar V6 og maður tali nú ekki um V8 vélar eru með low end torque sem jafnast á við diesel rokka. Sumsé: Ef ég væri að kaupa svona Wrangler myndi ég hiklaust taka hann með bensínvél. Ekki spurning.
02.11.2007 at 21:33 #601404Einhvernvegin finnst mér að 3 L dísil og ameríski draumurinn fari illa samann. 3 L dísilvél og 200 hö
er eitthvað sem ég á eftir að sjá virka. En sem komið er hefur engin díselvél sem farið hefur yfir
50 hö á lítran verið til friðs í svona breyttum jeppum á stórum hjólum. Þar fyrir utan held ég að
þessi bíll sé orðin svo þungur að hann þarf stærri vél en þetta til að vera skemmtilegur. Fyrir mína
parta þá held ég þessi 4 hurða wrangler sé ekki nothæfur nema með hemi vélinni sem er rúm 300
hö og á 44 tommu hjólum.
02.11.2007 at 23:52 #601406hér er ágætis síða til slefa yfir næstu mánuðina…
[url=http://project-jk.com/:1dzjt8c3]http://project-jk.com/[/url:1dzjt8c3]
04.11.2007 at 18:01 #601408http://www-5.jeep.com/vehsuite/VehicleCompare.jsp
Skv. þessu þá er tómaþungi á bílnum rétt um 2 metric tons og heildarþungi um 2,5 tonn – Er það ekki eitthvað svipað og á LC120? – þannig að með standard vélinni, 6 cyl. bensínrokk, hefur maður 202 hross til reiðu. Einhvernveginn finnst mér að það eigi að duga öllu venjulegu fólki miðað við að mörg okkar eru með talsvert þyngri bíla, eins og t.d. Pajero og Patrol svo dæmi sé tekið, með allmiklu aflminni vélar og sýnist manni að þeir komist leiðar sinnar. Ég ætla svo sem ekki að gera lítið úr því að þessi bíll yrði aldeilis skemmtilegur með Hemi mótor, ekki spurning! – Eitthvað er komið til landsins nú þegar af þessum bílum, ég sá einn á Eldshöfðanum á dögunum, ekki langt frá Parti, og var sá greinilega ekki löngu kominn til landsins. Gaman verður að sjá þegar íslenskir breytingasnillingar eru búnir að fara höndum um þá. Nóg er hægt að fá af aftermarket dóti í þá allavega.
04.11.2007 at 20:29 #601410Þeir sem það hafa prófað vita það að 100 diesel hestar gefa þér meiri orku en 100 bensín hestar, hvað sem öll fræði segja. Munurinn liggur í toginu (og hvar í aflkúrfinni togið er). Þessi 200 jeep hestar eru ekki að gefa nema rétt um 300 nm af togi, sem er töluvert minna en diesel vélarnar í patrol og Land-Cruiser t.d.
Tek undir með GummaJ, þessi bíll þyfti 44" og 300 bensín hesta til að verða virkilega skemmtilegur. Væri reyndar örugglega ágætur einnig á 38", ekki síður en t.d. 120 cruiser.
Ef menn eru að spá í 38" bíl með þokkalega drifgetu ætti þessi að vera tær snilld. Gormar, yfir 3.0 m milli hjóla, sporvídd rétt tæpir 1.7m, rúmgóður, hásingar og læsingar (er eiginlega akkurat formúlan sem var sett fram í Jeppar á fjöllum hér um árið). Eftir að hafa skoðað jk-project.com er reyndar ennig ljóst að innanrýmið er frekar dósalegt. Plast og járn og ekkert glingur neinsstaðar. Menn verða svo að ákveða hvort það telst kostur eða galli
Einn stór galli við þennan bíl er burðargetan, sem er uppgefin í USA sem 1000 pund, (ca450 kg), á móti um 600-700 kg sem pattar og cruiserar hafa. Það gæti valdið vandamálum við fullvaxta breytingar.kv
Rúnar.
05.11.2007 at 00:10 #601412Get ekki lesið þennan texta,hann nær langt út fyrir skjáinn !!?? hvað er að…..bara flottur þessi fjagra dyra Willys,setja svo í hann chevy vél ,bensín.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.