Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Amerískar vélar
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2007 at 23:44 #200055
AnonymousHæ, nú finnst mér umræðan um amerískar vélar vera að aukast, og fleiri og fleiri jeppar verða bensín í stað dísel. Einhvern veginn svona eins við séum að hoppa aftur í tíman. Einnig eru meir og meir um það að menn séu að skipta um véla, t,d eru fleiri pattar komnir með 6.5 L og 6,2 L. lítrar þetta og lítrar hitt. Ég hef svona aðeins staðið á hliðar línunni og ekki alveg fattað hvað véla stærðir þetta eru, þ.a.s ekki komið þessum tölum í samhengi við nokkuð sem ég þekki. Því væri gaman að fá einhver snillan til þess að yfir færa þetta fyrir okkur sem ekkert föttum í c/c t,d hvað eru þessar þekktur cubik tommu vélar í lítrum.
302-318-350-351-360-383-390-402-427-460Kv Ofsi sem fatta ekkert í þessari EB væðingu
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.04.2007 at 09:35 #587024
Held það sé frekar hvað menn sætta sig við, sumir sætta sig við gott tog og engin hestöfl… og sumir sætta sig við fullt af hestöflum og sæmilegt tog…
En auðvitað eru allir ánægðastir með sinn eigin búnað og finnst hann bestur í heimi og gera hvað sem er til að réttlæta þann búnað, sama hversu góður eða lélegur búnaðurinn er.
Ég segi fyrir alla… Minn búnaður er bestur… og hana nú.
Þessar vélar sem nefndar eru hér fyrir ofan eru nátturulega overkill í jeppa, nema þá mjög þunga…
kv
gunnar sem þykir sinn hestur bestur…
04.04.2007 at 10:28 #587026…hvað sætta menn sig við.
…hverju hafa menn efni á.
…hvað dugar til að komast á áfangastað.
…hvað vilja menn hafa gleðistuðulinn háan.
…hvað hefur forgang.
…hverju hafa menn trú á.
Ég hef svo sem gefið það sterklega í skyn að ég vilji hafa bensínvélar í jeppum en það hefur samt ekki komið í veg fyrir að það standa tveir diesel knúnir fólksbílar í innkeyrslunni hjá mérPS. Gunnar, fyrir utan það að SRT-8 tekur Porsche Cayenne í nefið fyrir helmingi minni pening þá er þetta Cayenne fyrirbrigði einhver ljótasti bíll sem sögur fara af.
04.04.2007 at 11:09 #587028Hvað segið þið um Dodge 318 vél ofan í 4cyl. bensín Hilux? hvernig er eyðslan á þessum 318 vélum. Ég gæti hugsanlega nálgast eina eða tvær 318 vélar úr gömlum dodge ram, man ekkert hvaða árgerð en þetta er úr þessum jeppa: [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2869/18737:1unjegw8][b:1unjegw8]Dodge Ram [/b:1unjegw8][/url:1unjegw8]
.
Veit einhver hvað þessi vél er í hestöflum?
.
Kv.
Óskar Andri að láta sér dreyma….
04.04.2007 at 18:56 #587030Þarna ertu líklegast með blöndunga vél.. og sú vél ef hún er ekki rétt styllt gæti verið að eyða gúmmu af eldsneyti…
veit að 318 5.2 magnum í einum grand cherokee er að eyða 20 l.. í innanbæjar akstri (sú vél er með innspytingu og 3" pústi)
Þessi gamla vél gæti verið .. svo ég skjóti nú alveg blint… sirka 170 hp..ef hún er alveg original.. eða um 200hp… veit það ekki.. en það er hægt að tjúnna þessar vélar alveg helling .. og fá fullt af hrossum úr þessu.
hún er frekar þung þessi vél.. .sirka 40 kg þyngri en 4.0 lítra.
kv
Gunnar
04.04.2007 at 19:03 #587032þessi vél (318) er 170 hp.. original, og 260 ft í togi.
kv
Gunnar
04.04.2007 at 19:58 #587034Þetta var hressandi lesning! allir vel heitir en engin með leiðindi svona á að gera þetta. En mér sýnist nú ef við stokkum þetta saman og ég bæti smá við þá væri útkoman svona ca. Patrol með "heita" 350 cheví ! það besta frá tveimur heimsálfum og það hljóta allir að geta sagt amen við því.????
kv:Kalli sáttasemjari
04.04.2007 at 20:49 #587036Var aðeins að velta mér upp úr þessu á netinu í dag. Sennilega væri betra/auðveldara að fara í 4,3 vortec vél. Það t.d. til frá downey kit sem er með öllu til að setja chevy V6 vél ofaní þ.e.a.s. kúplingshús, mótorfestingar og jafnvel rafkerfi… tala nú ekki um að sennilega er vortec vélin eitthvað léttari en gamla 318 vélin.
.
Kv.
Óskar Andri ennþá að láta sér dreyma…
05.04.2007 at 00:03 #587038og hann rótvirkar …..
.
[img:11z4ufez]http://images116.fotki.com/v704/photos/7/762268/3449776/IMG_5974-vi.jpg?1145246015[/img:11z4ufez]
05.04.2007 at 00:07 #587040held það sé líka miklu skemtilegra að fá aukadót í 350 (4,3 er bara 350- 2 cyl)
svo bara spurning að sleppa að fara í sexuna og fá sér bara alla 8, hef ekið slatta á bíl með 4,3 (þó ekki "vortec") og fannst ekki mikið til hennar koma þó hún hafi nú verið ágæt blessunin, en það vantaði oft uppá og eyðslan var ekkert minni en 350 (þetta var í 2 tonna 38" bíl)
05.04.2007 at 00:14 #587042og svo ég haldi mig nú við mitt uppáhald að þá er ekki mikið mál að skella annað hvort 1UZ-fe eða 7M-GTE eða 7M-ge ofaní hilux og hefur verið gert margoft.
1UZ-fe er hræbillegur í ameríku og alveg gull af vél allt úr áli og víst alveg snilldar vinnsla.
7M-GTE og GE komu í toyota supra 86,5-92 og toyota Cressida (stóru bílunum í USA) en GTE er turbo en hinn ekki, þarna ertu með 3000cc línusexu sem togar af þér andlitið ef túrbínan er látin vinna fyrir kaupinu sínu, og enn og aftur hefur þetta farið ofaní hiluxa og 4runnera, meirasegja einn hérna á klakanum með svona ("bóndinn" minnir mig).
sé að þú ert með 2,4 bensín hilux en 7M blokkin passar beint á kassan hjá þér og hægt að fá orginal mótorfestingar af 5M-GE og þá bara smellpassar þetta
(fyrir utan að þetta er frekar langur mótor)
..áttu hérna fyrir nokkrum árum supru með 7M-GE mótor og skildi maður ófá 305 Camarhróinn eftir, 350 var svo annað mál en þetta var samt túrbínulaus bíll hjá mér sem vigtaði 1500kg.http://www.supracharged.com/ ef þú hefur áhuga
http://www.boosted4runner.com/index1.htm og hérna fyrir 1UZ-fe.
05.04.2007 at 01:37 #587044Ég er búin að vera leyta af specum um þessar vélar aðeins á netinu og virðist vera nokkuð margar kynslóðir til af Chevy V6 bæði vortec og ekki vortec (getur verið að munurinn á þessum tvennu sé að Vortec er með CPI en hin, væntanlega eldri sé með TBI innspítingu?). Þetta getur verið allt frá 150 til 280 HP þegar það er komin túrbína og millikælir?? (vissi reyndar ekki að það væri notast við millikæli við bensínvélar??) trúlega væri skemmtilegast vélin úr Chevrolet S-10 c.a. árg 92-94 en hún er á bilinu 180-200HP.
.
Jájá….
.
Enn hvað með þessar toyotu vélar, hvernig er að fá þetta hérna á klakanum. Er ekki bara bilun að fara að kaupa 8 cyl. Toyota vél 1UZ-fe þ.e.a.s. er ekki hægt að kaupa margar amerískar áttur fyrir verð á einni svoleiðis?? hinsvegar er hún öll úr áli sem er spennandi. Ég las aðeins líka um 7M vélarnar á Wikipedia og þar var talað um að það hefði verið eitthvað heddpakningavandamál í þeim [url=http://http://en.wikipedia.org/wiki/Toyota_M_engine#7M-GE:38o26jtr][b:38o26jtr]7M-GE[/b:38o26jtr][/url:38o26jtr]
.
Kv.
Óskar Andri alltaf gaman að láta sér dreyma
05.04.2007 at 01:52 #587046jú það er heddpakkninga vandamál aðalega í túrbó vélinni, en það eru til margar útgáfur af aftermarket heddpakkningum (t.d. Greedy) sem gera það óhætt að hækka boostið, málið var bara að orginal pakkningin þoldi ekki að fara yfir 300 hoho minnir mig. Fór allavega aldrei hjá mér í þessu 3 ár sem ég átti bíl með svona vél.
.
En 1UZ-FE er hræódýr í USA, færð lítið ekinn svona mótor á 1000-2000 dollara ef þú leitar nógu vel.
svo eru reynar nokkrar útgáfur af henni (með eða án VVti osfrv.) Bara vera dulegur á google 😉
.
7M mótorinn er samt níðsterkur (stálblokk) og myndi henta vel ég jeppa, hellings tog, bara ganga vel frá kælingunni ef þú færð þér með túrbínu 😉
.
http://www.lextreme.com góð síða um 1UZ sem ég var búin að gleyma
.
og grein um 1UZ-fe http://wardsautoworld.com/ar/auto_toyotalexus_dohc/
.
…"This new engine is everything anyone could want in a contemporary luxury/performance V-8.".. 😛
05.04.2007 at 02:23 #587048Eru einhverja sniðugar skiptingar til sem passa með þessum Toyota mótorum?
kv. Kiddi
05.04.2007 at 02:29 #5870505zc c .8smwu. 6zzmwi.. já það er flott vél… x.wmei.s.6zmw … líka flott.
ok ég er kannski bara svona einfaldur… en hvað er málið með nöfnin á þessum japönsku vélum… hérna áður fyrr.. og jú enn í dag voru vélar bara 302 , 318 , 427… svona einföld nöfn…
hætta þessu rugli of á sér 5.7 hemi… einfalt og gott nafn..
kv gunnar.. sem þarf að fara læra japönsk vélanöfn…
05.04.2007 at 13:55 #587052þetta er nú frekar einfalt kerfi á þessum nöfnum hjá þeim, svo eru bandaríkar vélar líka oft með tyrfin nöfn, 351M 351 Windsor 351 Clevland osfrv 😛
.
7M-GTE = 7 sería af M blokk – G = Hedd (stærri ventlar ofl. miðað við hámarks afl en ekki eyðslu), T = turbó E = electronic (innspíting)
.
1UZ-FE = 1 Sería af UZ blokk – F = Hedd miðað við hagkvæmni (economy), E = innsp
.
skelfilega einfalt alveghreint
.
En í sambandi við skiptingar þá eru mjög margar sem passa beint aftan á M blokkina (W56 og R15eikkað)
en með UZ mótorinn var eitthvað vesen því hún var víst hönnuð með sjálfskiptingunni en það er hægt að fá svona aftermarket heila sem á að redda því dóti.
Svo kom þetta auðvitað í toyota tundra of landcruiser (þá 3UZ-FE) samt sami afturendi og svona held ég.
.
Svo er bara að finna einhverja kappa í útlandinu sem hafa gert þetta og senda þeim mail, flestallir alveg himinlifandi að geta hjálpað mönnum í svona
.
En ég viðurkenni að það er örugglega einfaldar bara að henda 4,3 ofaní. But where´s the fun in that 😉
05.04.2007 at 18:58 #587054
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hjörtur, þú útskýrir þetta ágætlega svo sem, eeeeen hvað er hver blokk stór? afhverju stendur það ekki bara þarna? meina 350sbc er 350 kúbic tommu small block frá chevy, allt segir sig sjálft, en þetta þarna dæmi krefst annaðhvort þess að maður leggi á sig að læra þetta eða sé með doðrant við hliðina á sér 😛
05.04.2007 at 19:26 #587056held þeir geri þetta því að kalla mótor 2000 væri ekki ýkja gáfulegt þar sem það eru svona 50 2000cc mótorar í gangi hverju sinni.
Kanin hefur þetta svona einfalt því hann er jú einfaldur 😛
.
Svo eru svona fín og flott verksmiðjuheiti ekki fyrir okkur sauðsvartan almúgan að vita, bara muna hvar bensínið fer 😛
05.04.2007 at 22:20 #587058Talandi um mótor sem virkarrrrrrrr
Allt tal um hrísgrjón og svoleiðis nokk er bara ekki sambærilegt
http://videos.streetfire.net/video/a4f8 … fb787b.htm
06.04.2007 at 18:01 #587060Video Description:
Cummins vs. 14sec stock SRT8 Jeep Grand Cherokee!
12valve Diesel got him by 4 truck lengtshttp://pcp.vidiac.com/video/048345c3-8a … d55569.htm
06.04.2007 at 19:18 #587062Já það er ekki hægt að segja annað en vá… fyrir amerískum vélum.. hehe..
Glæsilegur diesel trukkur þarna á ferð, spurning hvað vélin endist lengi í honum, en það er nátturulega aukaatriði.. .snýst allt um skemmtun og þessum bíl tekst það mjög vel. (verst að ef að srt. myndi setja blásara á vélina, þá væri þetta mjög ójafn leikur)
það er augljóslega hægt að ná fullt af hrossum úr þessum cummins vélum, enda amerískar… auðvitað..
Þessi vél er frekar þung fyrir minn smekk, en það eru til fullt af trukkum hérlendis sem hefðu gott af því að fá að prufa smá kraft.
Það er hægt að ná fullt af krafti úr diesel bílum augljóslega, og ég er búinn að sjá 2 diesel vélar sem ég væri til í að hafa í húddinu hjá mér , en bensínið er víst komið í þannig að það verður víst lítið gert núna
Flott spyrna þarna.
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.