Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Amerískar vélar
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2007 at 23:44 #200055
AnonymousHæ, nú finnst mér umræðan um amerískar vélar vera að aukast, og fleiri og fleiri jeppar verða bensín í stað dísel. Einhvern veginn svona eins við séum að hoppa aftur í tíman. Einnig eru meir og meir um það að menn séu að skipta um véla, t,d eru fleiri pattar komnir með 6.5 L og 6,2 L. lítrar þetta og lítrar hitt. Ég hef svona aðeins staðið á hliðar línunni og ekki alveg fattað hvað véla stærðir þetta eru, þ.a.s ekki komið þessum tölum í samhengi við nokkuð sem ég þekki. Því væri gaman að fá einhver snillan til þess að yfir færa þetta fyrir okkur sem ekkert föttum í c/c t,d hvað eru þessar þekktur cubik tommu vélar í lítrum.
302-318-350-351-360-383-390-402-427-460Kv Ofsi sem fatta ekkert í þessari EB væðingu
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2007 at 21:36 #586984
þetta svarar ekki afhverju Toyoturnar eru með Chevy vélum.
03.04.2007 at 21:45 #586986hvaða toyotur eru það sem að eru með chevy vélum?
Hef aldrei á ævinni heyrt að toyota væri framleidd með chevy vél 😛
03.04.2007 at 21:45 #586988Af því að vélar undir 4L hvort sem það eru bensín eða diesel eiga heima í fólksbílum en ekki jeppum. Og stór hluti Toyota jeppa svo ágætir sem þeir eru eru bara einfaldlega með of litlum vélum. Og GM (Chevrolet) framleiðir fínar vélar sem passa ágætlega ofaní Toyota.
03.04.2007 at 21:55 #586990akkúrat það sem ég hélt, varla væru menn að setja GM vélar í Toyotur og rífa Toyotu vélar úr nema að það væri eftir einhverju að slægjast. Kannski eru þær amerísku ekki svo slæmar eftir allt….
03.04.2007 at 21:59 #586992aðalmálið er að það er nóg til af þeim, þær eru mjög einfaldar, ódýrar og mikið til af aukahlutum. Svona Hobbý dót og alveg prýðilegt sem slíkt.
Myndi bara aldrei vilja þurfa á treysta á bíl með svona vélakost nema vera með lítið verkstæði í skottinu.
Ekki að ég tali neitt af reynslu.
En málið er samt sem áður að mikið af þessum 8 gata rellum sem eru í gangi í dag voru alveg fínar fyrir svona 15-20 ja eða bara 40 árum síðan, en mér þykja þær ekki ýkja merkilega í dag, þó það sé búið að skítmixa innspítingar á þetta og fleirra.
03.04.2007 at 22:09 #586994jú, það leynir sér ekki að þú talar ekki af reynslu…
03.04.2007 at 22:19 #586996…engin reynsla bara sleggjudómar. Ég er búinn að eiga nokkrar amerískar vélar í gegnum tíðina, sú elsta 1967 og sú yngsta 1996 og þær hafa verið í öllum tilfellum sérlega vandræða lausar og gangvissar.
03.04.2007 at 22:46 #586998jæja þetta er nú eiginlega komið út fyrir það sem ég var nú upphaflega að tala um en það er að það eru margir aðrir möguleikar í stórum mótorum en bara bandarískt, menn taka kannski það sem maður segir full alvarlega en það verður þá bara að vera þannig.
En menn hljóta nú að gera sér grein fyrir að 67 árgerð af mótor hlýtur að vera meira en lítið úreltur.
Svo heyrir maður lítið annað en sleggjudóma í garð alls asísks frá ykkur usa köllunum þannig verði ykkur bara að góðu.
03.04.2007 at 22:48 #587000Jæja haldið ykkur nú, ég átti ekkert nema Ameriska jeppa í 11 ár og fór stundum í ferðir með jeppaklubb Reykjavíkur og það var yfirleitt nóg að gera í þeim ferðum, þetta ameriska dót bilaði mikið þá aðalega skiptingar mótora voru að stimpla sig út, það sauð á þessu öllu í tíma og ótíma og það flugu driflokur og öxlar í allar áttir, maður hafði gaman af þessu þá, svo nenti ég þessu ekki lengur og fékk mér kruicer. Nei Nei þetta er kanski ekki alslæmt að mínu mati eru eru 318 og Cummins bestu USA vélarnar og meira að segja er ég líklega að versla mér ameriskan bíl aftur, það er aðalega útaf því að þeir eru með stærri diselmótora, fengi mér aldrei aftu jeppa með bensín vél til að ferðast á, nei takk.
03.04.2007 at 22:57 #587002Cummins aftur á móti eru auðvitað bara með bestu mótorum sem framleiddir hafa verið (4bt og 6bt þar fremstar)
ekki margir dísel rokkar sem þola 100 punda túrbínuþrýsting gott sem orginal (aaaaðeins að breyta heddinu og spíssum) 😛
Enn og aftur tala ég ekki af reynslu en hin ritaði bókstafur hefur þann kost að maður getur kynnt sér hlutina án þess að þurfa að vesenast í gegnum þá sjálfur 😛
03.04.2007 at 23:05 #587004Jamm, ég varð ekki var við að ég væri með nokkra sleggjudóma gagnvart asískum vélum, jeppum eða nokkru öðru. Það hefði kannski verið full ástæða til miðað við svör sumra. Þar sem að ég tel að margt ágætis dót komi úr þeirri áttinni (þ.e. frá asíu) þá nennti ég ekki í svoleiðis pissukeppni.
–
En ég hef átt bæði japanska og ameríska jeppa. Þegar ég var á súkkunni hér í den þá varð ég alltaf að gera við í eða eftir hverja ferð. Eftir að ég fór á ameríska þá breyttist það. Mínir amerísku (bæði jeppar og fólksbílar) hafa verið mjög áreiðanlegir og skilja ekki eftir sig olíupolla útum allt (eins og sumir virðast halda).
–
Það geta allir lent á eintökum sem bila mikið. Ég lenti í því með gömlu súkkuna mína, súkkudótið átti svolítið erfitt með að sætta sig við aukið afl í húddinu. Ég lenti líka í því að það sauð á henni, en það var við sjálfan mig að sakast að hafa ekki sett almennilegann vatnskassa í hana.
–
Einnig stútaði ég gírkassa í henni, en það var líka vegna eigins aulaháttar (þeir amerísku virðast þola minn aulahátt betur, eru kannski vanir slíku vestan úr hreppum…)
–
Við breytingar á mínum amerísku þá hef ég getað leyft mér að hafa orginal drifrás, frá vél til hásinga (er reyndar í smá breytingum núna en það passar allt í orginal festingar). Þá losnaði maður við mixið og dótið vinnur eins og það á að vinna.
–
En eigum við ekki að sleppa sleggjudómum, koma okkur uppúr sandkassanum og ræða um þetta á skynsamlegum nótum.
03.04.2007 at 23:17 #587006Vissulega er árgerð Jeepster 1967 úreltur, hann var samt ekki alveg jafn úreltur þegar ég átti hann fyrir u.þ.b. 20 árum síðan.:) Og henn er raunar til og gangfær enn þann dag í dag. Það er eitt sem menn gleyma oft þegar þeir eru að tala um bilaða ameríska bíla að menn hafa í gegnum tíðina oft verið að nota eldgamalt samansafn af haugslitnu dóti, sett saman af vanefnum. Svoleiðis bílar bila, sama hvað þeir svo sem heita, engin spurning.
03.04.2007 at 23:23 #5870083000 V6 toyota er það eina sem virkar og allt annað er orginal ónýtt eða í besta falli mjög lélegt og hana nú…..
sagði hænan og lagðist á bakið 😉kv.
03.04.2007 at 23:30 #587010síðasta ræðumanni.
Það verður samt að viðurkennast að 350 Chevy mótorinn hlýtur að vera mjög vel heppnuð hönnun alveg frá upphafi. Þessi mótor er að sjálfsögðu búinn að ganga í gegn um ansi margar kynslóðir af breytingum, en að hann skuli enn vera gjaldgengur um 50 árum eftir að hann var fyrst smíðaður þykir mér alveg stórmerkilegt. Vissulega hefur hann fengið innspýtingu og framfarir í nánast öllu á þessum tíma, en breytingarnar eru samt ekki svo dramatískar miðað við tímann.
Hitt er annað mál að Japaninn hefur verið að gera ansi góða hluti síðustu 20-30 árin, um það verður varla deilt, en þeir hafa jafnframt gert nokkra skandala síðustu árin, sérstaklega með díselinn. Kaninn er heldur ekki saklaus af því, Oldsmobile diesel var ekki sérstaklega áreiðanleg rella, 6.2 diesel er með innbyggðan veikleika ofan við legubakkana o.s.frv. Mörg þessara mistaka má að mínu viti skrifa á fljótfærni framleiðendanna annars vegar, og svo fáránlega mengunar-reglu-ramma hins vegar, sem taka stórar og hagkvæmar vélar gjarna út af borðinu einhverra hluta vegna.
Japanskt-Amerískt-Evrópskt, allt hefur sína kosti og galla. Helsti kosturinn við Japanann, sem hefur verið að smitast yfir á aðra undanfarin ár, er öflug gæðastýring á famleiðslu, sem hefur leitt til lægri bilanatíðni sem rekja má til frávika í famleiðslu. Hönnunin er svo annað mál.Þetta eru mín 2c
kv
grímur
03.04.2007 at 23:45 #587012ef þessar vélar eru svona góðar af hverju eru ekki fleiri fullbreyttir dodge ram á fjöllum. einn forvitinn
03.04.2007 at 23:48 #587014Það þarf nú meira en bara góðan mótor til að gera jeppa góðan
Hef reyndar sjálfur spáð í þessu, svona þar sem það er varla þverfótandi fyrir F-250 og 350 fordum útum allar trissur og hef ég nú ekki góða reynslu af þeim búnaði (en skal ekki fara þangað)
03.04.2007 at 23:50 #587016en veit einhver hvernig raminn hefur komið út fullbreyttur 46til49"
04.04.2007 at 00:04 #587018Chevrolet LS7
Small block Chevy fjórða kynslóð (á 50 árum)
7 lítra (427cid en ath. ekki big block)
Fuel: premium required. 91 octane minimum
Horsepower: 500 (373 kW) @ 6,200 rpm
Torque (lb-ft): 475 (644 Nm) @ 4,800 rpm
Engine redline(rpm): 7,000
Engin leiðindabúnaður eins og túrbínur og svoleiðis drasl
Búinn að vinna sinn flokk í 24tíma LeManz í nokkur ár í röð. Þar er keyrt á útopnu í 24 tíma stanslaust (nema til að taka eldsneiti). Ekki slæm ending það.
Kannski ekki heppileg jeppavél en samt…
Er bara mig sem langar í svona sælgæti???
04.04.2007 at 09:15 #587020Já amerískt afl er skemmtilegt…
líkt og þessi vél
Hemi
The SRT version, at 6.1 liters, produces 425 net horsepower and 420 lb-ft of torque –425 bhp (318 kW) @ 6000 rpm, (69.8 bhp/L)
420 lb.-ft. (569 N.m) @ 4800 rpm[img:2ynecm7o]http://www.ajeepthing.com/images/jeep-srt8-engine.jpg[/img:2ynecm7o]
Sem státar sig í þessum bíl t.d.
[img:2ynecm7o]http://www.autoexpress.co.uk/images/front_picture_library_UK/dir_46/car_photo_23087_7.jpg[/img:2ynecm7o]
Sem tekur þjóðverjan í nefið… þá erum við að tala um Porsche Cyanne turbo…
Cherokee srt8 er 4.8 sec í 100… og kostar aðeins helminginn af því sem þýska druslan kostar..
Amerískt er málið..kv
Gunnar
(bmw eigandi
04.04.2007 at 09:28 #587022er hvaða vél ? er þetta ekki einstakklingsbundið hvað menn vilja, tog wersus hestar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.