Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Amerískar vélar
This topic contains 62 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.04.2007 at 23:44 #200055
AnonymousHæ, nú finnst mér umræðan um amerískar vélar vera að aukast, og fleiri og fleiri jeppar verða bensín í stað dísel. Einhvern veginn svona eins við séum að hoppa aftur í tíman. Einnig eru meir og meir um það að menn séu að skipta um véla, t,d eru fleiri pattar komnir með 6.5 L og 6,2 L. lítrar þetta og lítrar hitt. Ég hef svona aðeins staðið á hliðar línunni og ekki alveg fattað hvað véla stærðir þetta eru, þ.a.s ekki komið þessum tölum í samhengi við nokkuð sem ég þekki. Því væri gaman að fá einhver snillan til þess að yfir færa þetta fyrir okkur sem ekkert föttum í c/c t,d hvað eru þessar þekktur cubik tommu vélar í lítrum.
302-318-350-351-360-383-390-402-427-460Kv Ofsi sem fatta ekkert í þessari EB væðingu
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.04.2007 at 23:48 #586944
302-318-350-351-360-383-390-402-427-460
–
5.0-5.2-5.7-5.8-5.9-???-???-???-???-7.5
–
Bara margfalda: tommurúmtak*2.54*2.54*2.54
–
og deila svo í með 1000 til að fá lítrana.
–
-haffi
02.04.2007 at 23:52 #586946það þarf að snara þér yfir í tækninefnd, þú er tækni undur. Og málið leyst á 0.1 sek
03.04.2007 at 00:43 #586948Afhverju segirðu að það sé afturför þegar menn skipta um vélar til að fá meira afl, þar sem menn eru að breyta jeppunum með þyngdaraukningum og mun stærri dekkjum. Og frá diesel yfir í bensín, er það ekkert skrítið þar sem bensín vélarnar vikta sirka 40% minna en diesel vélar og skítt með eyðsluna. Ekki vantar peninginn hér á landi…. eða allavega miðað við alla nýju bílana og skuldahala á götunni.
Þróunin í bílaiðnaði er meiri kraftur sama hvaða bíl þú horfir á og það er þá ekkert skrítið að menn sem eyða milljónum í fjallatæki vilji að faratækið geti hreyfst hugsanlega á þeim hraða sem skemmtir þeim. Er það ekki til þess sem sportið er.. að skemmta sér.
Jú það eru komnar æðislega spennandi diesel vélar frá t.d. bmw og benz sem eru að skila bunka af hestöflum, og smíðaðar úr áli. En það dettur engum íslendingnum að gera það útaf kostnaði… comon er það nú ekki of gömul rulla til að eyða skrifum í.
Ísland flæðir í velmegun, allavega miðað við bílaflota landans…. og skuldahalana sem fylgir.
kv
Gunnar.. sem jú skipti um mótor til að skemmta sér betur á fjöllum.
03.04.2007 at 01:30 #586950þette er bara ákveðið stig í þroskaferli mannskeppnunar að læra að "grútur" er ekki eldsneiti, þeir eru meir að segja hættir að kynda hús með þessu, svo fyrir utan það að meðal grútarlampi er svipað aflmikill og meðal miðstöð og þar að leiðandi getur fun factorinn ekki verið uppá mikið adrenalin flæði
03.04.2007 at 07:02 #586952Ein kúbiktomma er umþaðbil 16.387cc, þannig að þá er einfalt að margfalda fyrir ykkur.
03.04.2007 at 07:27 #586954Ég meinti ekki endilega að þetta væri endilega afturför, heldur að við værum að hoppa aftur í tíman. Allavega er ég sjálfur kominn í þetta og er búinn að redda mér einni 318. Annars held ég að Sígríður Anna fyrrverandi umhverfisráðherra sé á þeirri skoðun að þetta sé afturför, hún ætlaði jú að útrýma bensínbílum með þungaskatts breytingunni. Henni virðis hafa orðið á í messunni loks þegar hún gerði eitthvað.
03.04.2007 at 09:48 #586956Bensínvélar henta svo miklu betur í jeppa á flestan hátt fyrir utan eyðslu en á móti kemur að við þungt færi er akstur á breyttum bensínjeppa eins og að keyra klósett þegar verið er að sturta niður. Ókosturinn við dísilvélar og þá aðallega þær af minni gerðinni er að þurfa að treysta á aflið sem túrbínan gefur sem gerir bílinn allan þyngri í vöfum enda verra að hafa ekki fullt afl nema á mjög afmörkuðum snúningshraða og þá oftast loksins þegar bíllinn er kominn á einhverja ferð að ráði. Þetta á samt varla við nýjustu díselvélarnar með breytilegu loftflæði þar sem túrbínan kemur inn á lægri snúning.
03.04.2007 at 10:25 #586958Það eru nú til grútarbrennarar sem virka… Það þýðir ekki að taka bara mið af þriggja lítra Patrol mótor
Ég er allavega með 6,0 l Powerstroke sem er að svínvirka og getur skilað mér hátt í 500 hp og ca 1100 Nm.
En ég var að kaupa mér annan jeppa með V8 bensínvél – það er 2006 Ford explorer með 4,6 l vél sem skilar ca 300 hp.
Það munar um 2,5 tonnum á þyngd þessara Bíla og F350 bíllinn er uppsettur til að skila mér ca 400 hp í daglegum akstri (Ég breyti aflinu með tunetölvu í mælaborðinu – einn takki :-))
Þannig að það munar ca 100 hp á bílunum.Það er bara einfalt að segja frá því að þegar ég ók Explorer í prufuakstri þá kom það mér mjög á óvart að F350 bíllinn er sprækari, þó hann sé mikið þyngri og á 49" dekkjum.
En ég er að vísu bara búinn að aka explorernum í prufuakstri – ég fæ bílinn minn ekki fyrr en eftir mánuð og þá næ ég að bera þetta betur saman. En ég verð að viðurkenna að aflið olli mér nokkrum vonbrigðum – þó svo að ég segi ekki að hann hafi verið máttlaus. En það eru til tunekit fyrir þessar vélar
Benni
03.04.2007 at 11:04 #586960þessi explorer er nú toglaus með öllu og hundleiðinlegur.farðu og prófaðu alvöru bíl en ekki þenan explorer mep v8 rellu.farðu í pfrufutúr á grand cherokee HEMI 5,7 og sjáðu muninn
03.04.2007 at 11:14 #586962Já það hlýtur að vera töluverður munur á þessum bílum – enda eðlilega munur á 4,6 l og 5,7 l.
Er ekki Jeep líka dálítið léttari ?
En mig langaði í svoleiðis bíl – en ég verð að hafa sæmilega rúmgóðann bíl með a.m.k. 6 sætum og þá datt þessi bíll út – þó hann hafi verið djöfull spennandi að öllu öðru leiti.
Benni
03.04.2007 at 11:33 #586964Afsakaðu ofsi.. ég var algjörlega að misskilja skrifin þín Aftur í tíman.. = the good old days..
hehe..
Já benni, prufaðu að eyða jafnmiklu í tjúnkit á 4.6 vélina og þú ert búinn að eyða í 6.0 og síðan taka test..
Settu einn blower á hana og hún skilar sirka 450 hrossum…. sem kostar 3000$…
Ekki alveg sambærileg prófun..
en benni ég skal spyrna við þig.. með mína litlu 4.7.. sem skilar varla 250 hrossum.. og sjá hver úrlausnin verður.. 😛 ef þú tekur 5.7 hemi Cherokee í spyrnu þá játa ég mig sigraðan.. en ég var óvart að leika mér við hliðina á svoleiðis bíl um daginn og það var hálf kjánalegt þar sem báðir bílarnir eru með sömu skiptingar og við vorum algjörlega samsíða upp í 100… slóum af þá.
kv
gunni
03.04.2007 at 13:02 #586966skulum bara hafa það á hreinu að stórir mótorar eru ekkert endilega amerískir
Nissan og Toyota framleiða nú slatta af vélum sem að mínu mati bera höfuð og herðar yfir kanadjöfulinn. (hvað varðar endingu og gæði)
þá er ég að tala um sambærilega mótora ekki 2000cc á móti 350Cu
skemmst er að nefna 1UZ-FE (4000cc V8) sem er búinn að fá hverja viðurkenninguna á fætur annari, skítléttur mótor sem skilar 280 hrossum og guð hjálpi þér ef þú setur á þetta túrbínur, hvort sem þær eru afgas eða reim.
Svo nýja 5.7l V8 vélinn frá toyota í tundrunni, 380 hross þar og glás af togi.
og auðvitað 5.6L V8 vélin úr Nissan Titan sem menn þarna í ameríku halda ekki vatni yfir
Bara vera með 😀
03.04.2007 at 13:06 #586968Hjörtur þessar vélar þarna 5.7 Toyota og 5.6 Nissan eru því miður fyrir þig ekkert minna amerískar en vélarnar frá Mopar, Ford og GM! Því þær eru jú hannaðar í kanalandi af könum fyrir kana og einmitt þess vegna eru þær svona góðar!
og megi guð blessa AmeríkuMeð bestu kveðjum Kiddi kani
03.04.2007 at 14:03 #586970Það er orði svolítið erfitt að fá "Japanska" japanska bíla. Flestir "Japanskir" bílar sem seldir eru í Evrópu eru eru einmitt framleiddir og HANNAÐIR í Evrópu, dæmi eru Toyota Avensis og Nissan Micra sem eru báðir framleiddir í Bretlandi. Og sama gildir í Ameríkuhreppi, bílarnir sem eru seldir þar eru oftast hannaðir og framleiddir þar.
03.04.2007 at 14:26 #586972það skiptir reyndar afar littlu máli hvar þetta drasl sé framleitt, þar sem hvert fyrirtæki fyrir sig hefur ákveðna framleiðslu staðla og toyota er alltaf toyota sama hvar hún er smíðuð og af hverjum (svona næstum því)
Aðalmálið felst í hönnuninni.
Svo eiga þessar japönsku V8 vélar fátt meira sameiginlegt með þessum kanahrúgöldum en slagrýmið.
Það verður bara hreinlega ekki af þeim skafið japönunum (nissan honda toyota etc.) að þegar þeir taka sig til og gera mótora þá eru það alvöru mótorar, ekki svona einnota hobbý drasl…jæja nú fer ég og fel mig 😛
03.04.2007 at 14:26 #586974jeep er framleiddur í steyr verksmiðjunni í austurríki
nissan navara, pathfander og patrol eru framleiddir á spáni.
toyota hilux minnir mig að ég hafi séð í skráningarskirteini um dagin að framleiðsluland hafi verið í afríku, gæti samt hafa verið önnur tegund og slegið saman hjá mér.
03.04.2007 at 14:44 #586976Hjörtur ertu nokkuð að tala um svona eðal mótora eins og í Nissan Patrol?
03.04.2007 at 15:13 #586978Manni bara ofbíður á að lesa það sem sumir láta út úr sér hér. Við skulum hafa það á hreinum að að þessar ameríkuvélar hafa aldrei verið góða 1. virka ekki rasgat miðað við rúmmál. 2. halda vart olíu svo óþéttar ogfv. Reinið að ímynda ykkur tildæmis mótor sem er í LC80 24ventla, hvernig haldið þið að hann yrði við hlíð 6.0 lítra vélar ef hann yrði útfærður sem 6.0 lítra….ég er ansi hræddur um að ansi margir Ford menn myndu fella tár eftir að hafa verið teknir ósmurðir í r……. af svoleiðis bíl. Þess má geta til fróðleiks að Yanmar motorin sem er notaður er í LC 80 er líka til í annari útgáfu (6LPA-STP) og skilar hann þar 850NM í tog ORGINAL! og já hann passar í LC80 þar sem þetta er "sami" 4.2 lítra 24 ventla mótor.
Já ég er Toyota maður dauðans.
03.04.2007 at 21:11 #586980…en ef amerískar væru svona slæmar og Toyota svona frábærar, af hverju eru þá svona margar Toyotur með Chevrolet vélum en fáir Chevrolettar með Toyotu vélum?
03.04.2007 at 21:20 #586982Af því að Toyoturnar eru léttar og nettar og Lettarnir eru þungir og… ja… klunnalegir.
-haffi
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.