FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

AMERÍSKAR HÁSINGAR!!

by Ragnar Karl Gústafsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › AMERÍSKAR HÁSINGAR!!

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarni Gunnarsson Bjarni Gunnarsson 19 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 12.12.2005 at 11:05 #196844
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant

    Dana 44

    Dana44 hefur boðist í fjölda mörgum útfærslum, first kynnt til framleiðslu 1951. Dana44 kemur bæði sem lág og há pinjón, hún var líka notuð sem centersection í árg. 80 og upp Ford Twin-Traction-beam útfærslum. Dana44 kemur með 5, 6 og 8 bolta deilingu.

    Útfærslur: Fram og aftur hásing
    Tegund: Semi fljótandi afturhásing; flest allar framhásingar eru fljótandi, undantekningar eru 1974-79 Dodge með full-time 4WD 1/2- og 3/4 -ton
    Rilu fjöldi: 30 (seinnihluta árs 1972 og uppúr.) fyrir 1972 voru flestar 19 rilu.
    Orginal hlutföll: 2.76:1 til 5.89:1
    Sterkir punktar: Margar útfærslu og svo til endalausir möguleikar á factory framleiddum aukahlutum til styrkinga og breitinga.
    Veikir punktar: Orginal carrier og spider hlutföllin, hjöruliðirnir úti í hjóli.
    Gullmolar: 1976 og nýri 6 eða 8gata og 5 og átta gata Dodge vegna þess að þær hafa lokur og kúluna farþegameginn. Þessa hásingar hafa flata steipta stýrisenda og er auðvelt að breita yfir í crossover stýri.
    Sterkur leikur: Sterkar læsingar eins og OX og Detroit (no spin), skipta út hjöruliðum og setja OX, CTM eða jafnvel Spicer 5-760X.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService, Dynatrac.

    Dana 60

    Hin virðulega 60 hásing hefur verið boðin bæði með há og lág pinjón útfærslum en hefur aldrei verið notuð í IFS(sjáldstæð fjöðrun)útfærslum Kamburinn er 9 3/4. Til er 61 hásing sem er mjög sjaldgæf en þær eru svo til eins í sjón. Flest alla hluti úr 61 hásinguni er EKKI færanlegir yfir í 60 hásinguna og öfugt.

    Útfærslur: Fram og aftur hásing
    Tegund: Semi og fljótandi.
    Rilu fjöldi: 16, 23, 30 og 35
    Orginal hlutföll: 3.54:1 til 7.17:1
    Sterkir punktar: Til í mörgum breiddum, sem flest allar eru fljótandi. 8 gata afturhásingin er frekar ódýr.
    Veikir punktar: Mjög vinsæl og verða því framhásingarnar frekar dýrar.
    Gullmolar: Há pinion framhásing með kúluni bílstjóramegin má finna í flestum 4WD F-350 frá áttunda áratugnum. Venjulega má fá allan bílinn fyrir 1500$(í USA). Dana 60 afturhásing úr Dodge er venjulega með 30 rilu öxlum og þykir nokkuð góð. GM K30 árg 1977 og upp, ,open-knuckle, og diskabremsur voru settar á þá hásingu árið 1978
    Sterkur leikur: Skiptu út 30 rilu stutta öxlinum á frmhásinguni fyrir 35 rilu öxul frá CTM, Dynatrac Moser eða Superior Axel & Gears, einnig hafa menn notað stuttu öxlana úr dana70. Skiptu úr pinjón jókanum fyrir 1350-series ef þú vilt enn meiri styrk. Að lokum, leitaðu að 35 rilu öxlunum en forðastu 16 og 23 rilu öxlana..
    Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService, Dynatrac, Tera Manufacturing.

    Dana 70

    Dana 70 er allvöru, virkilega sterk (og þung) hásing sem er í uppáhaldi fyrir dráttar og hardcore jeppamennsku(í USA). 70 hásingin hefur framm yfir aðra að það er til hellingur af mismunandi stórum pinjón jókum, þar á meðal 1410. Farðu samt varlega í að setja stækka jókan vegna þess að pinjón legurnar eru ekki allar af sömu stærð.

    Útfærslur: Fram og aftur hásing
    Tegund: Allar fljótandi, þó eru til einhverjar semi fljótandi en
    það er afar sjaldgæft
    Rilu fjöldi: 23, 32 og 35
    Orginal hlutföll: 3.54:1 til 7.17:1
    Sterkir punktar: Stórar og sterkar tennur á kamb og pinjóni.
    Veikir punktar: Þyngd
    Gullmolar: Sjalfdséð en vitað er um tilvist dana 70 framhásingar, open knuckle, með diskabremsum. Heavy-duty afturhásingar undan Chervrolet dualie pallbílum á árunum 1973 til 91. Þessar hásingar voru búnar stærri burðarlegum en aðrar 70 hásingar.
    Sterkur leikur: Ef menn eru á annað borð að styrkja eða eiga við þessar hásingar er mælt með því að láta allan ausu og olíubiðu búnað í og við kambinum og við pinjónleguna eiga sig. Þessar biður eru til að halda olíu á pinjón leguni.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials, Dynatrac.

    GM 10bolta

    GM 10 bolta er stundum vanmetinn og hefur verið skipt út í mörgum tilvikum og verður að segjast að gróðinn sé enginn í mörgum tilvikum. Hvenær þá? Þessi 10 bolta hásing er með stærri og sterkari innri pinjón legu en til dæmis 12 bolta hásingin og þvermálið á pinjónöxlinum er líka stærra.

    Útfærslur: Fram og aftur hásing
    Tegund: Semifljótandi
    Rilu fjöldi: 28 og 30
    Orginal hlutföll: 2.56:1 til 4.56:1
    Sterkir punktar: Sterkur kambur og pinjón, sé miðað við stærð, stórir kambboltar, og þvermál á kamb og pinjón (sé miðað við t.d. dana 44)
    Veikir punktar: Forðastu, centerfugal-fore-triggerd Gov-Lok locker. Dæmi eru um að rörið hafi snúist í samskeytunum á kúlunni
    Gullmolar: Finndu GM10 bolta undan Chevy Blazer eða Suburban framleiddan eftir nóv 1989 til og með 1991. Þessar 10 bolta voru með 30 rilu öxlum.
    Sterkur leikur: Til eru dæmi þess að rörið hafi snúist á samskeytunum við kúlunna. Sjódu samskeytin saman
    Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.

    GM 12 bolta

    Þessar hásingar voru frammleiddar með bæði 5 og 6gata deilingu. Hásingar úr Chevrolet 73 til seinnihluta 80 4×4 og úr 2WD eru með sömu öxlum og rilu fjölda, og því hægt að færa á milli.

    Útfærslur: Afturhásing
    Tegund: Semifljótandi.
    Rilu fjöldi: 30 (eftir 1968)
    Orginal hlutföll: 2.50:1 til 4.56:1
    Sterkir punktar: Stærra þvermál á kamb en á 10 bolta hásinguni (8.875 tommur, 225,425mm)
    Veikir punktar: Pinjonlegan er tiltölulega lítil og bilar frekar oft.
    Gullmolar: Einhverjar hásingar úr 76 og eldri Chevy 1/2ton höfðu góðar gorma tregðulæsingar af Eaton gerð.
    Sterkur leikur: Nokkur hlutföll gefa nóg rúm til að hægt sé að nota, 12bolt automobile gearset, sem, nota bene, hefur pinjón með stærra þvermáli.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomService.

    GM 14 bolta

    GM 14 bolta kemur með bæði 9 1/2 og 10 1/2 tommu kamb. Þær eru mjög ólíkar og því eldri sem þær eru því óáreiðanlegri.

    Útfærslur: Afturhásing
    Tegund: Fljótandi.
    Rilu fjöldi: 30 og 33
    Orginal hlutföll: 3.23:1 til 5.13:1
    Sterkir punktar: Það er fjarlægjanlegt stuðningsbrakketið við pinjónin og við enda pinjónsins er burðarlega(pilot) sem bætir styrkinn til muna. Alls eru þrjár legur til stuðnings pinjóninu.
    Veikir punktar: Til eru dæmi um að vinstri burðarlegubakkin hafi brotnað út úr boltagatinu.
    Gullmolar: Finndu eina úr 73 eða nýrri 3/4 eða 1ton Chevy. Því nýrri, því betri.
    Sterkur leikur: Detroit Locker fyrir þessar hásingar eru undir meðalverði og passa vel.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.

    Ford 9 tommu

    Þessi vinsæla hásing hefur verið framleid síðan seint á fimmta áratug síðustu aldar og er fáanleg í fjölda mörgum breiddum og röratípum. Kamburinn er 9 tommur(segir sig nokkuð sjálft) Í geggnum árinn hafa þónokkrar breitingar orðið á hönnunum á hjólalegum og bremsubúnaði tengdum þessum hásingum. Athugaðu ef þú ert að leita að 9tommu hásingu að öxlar úr 9 3/4 Lincon bílum er ekki með sömu lengd á öxlum og aðrar 9tommu hásingar þar sem kúlan er ekki allveg fyrir miðju í Linconinum.

    Útfærslur: Afturhásing
    Tegund: Semifljótandi.
    Rilu fjöldi: 28, 31 og 35
    Orginal hlutföll: 2.50:1 til 4.56:1
    Sterkir punktar: Mikið til af eftirmarkaðs uppfærslum og talsvert um varahluti. Allur köggulinn er tekinn úr í einu, auðveldar uppfærslu og viðgerðir. Hægt er að fá voldugri pinjón með sverari öxlum. Pilot-lega fyrir enda pinjonsins.
    Veikir punktar: Pinjóninn er neðarlega sem eykur á erfiðleika við að ná ásættanlegum pinjónhalla þegar menn eru með stutt drifskaft. Til eru high pinjón kögglar.
    Gullmolar: Það er erfitt að finna þá en einhverjir Ford 1/2 ton 4X4 pallbílar höfðu (optional) ´nodular-iron´ 9tommu sem var sterkari og minkaði líkur á bilunum í burðarlegum og bökkum.
    Sterkur leikur: Skiptu út krumpuskinnuni á pinjónleguni fyrir heilsteyptan spacer. Þetta eykur styrk með því að koma í veg fyrir að pinjóninn hreyfist (fram/aftur) undir miklu átaki.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomServicetu, National Drivetrain Inc., Randy´s Ring&Pinion.

    Ford 8.8

    Explorer 8,8 tommu er vinsæl til að skipta undir Wrangler og XJ Cherokees veggna þess að hún er næstum því nákvæmlega jafn breið og Jeep hásingarnar. Engra lengina eða breikana er því þörf og 8,8 hásingin undan Explorer notar sömu 5gata deilinguna og Jeep (litla 5gata deilingin). 8,8 má líka finna undir Ford 1/2 ton frá 1980 til dagsins í dag og undir Mustang GT.

    Útfærslur: Afturhásing
    Tegund: Semifljótandi.
    Rilu fjöldi: 28 og 31
    Orginal hlutföll: 2.47:1 til 4.10:1
    Sterkir punktar: Nánast sama þvermál og á pinjón í dana 60, til í massavís.
    Veikir punktar: C-clips.
    Gullmolar: Leitaðu að fullsize Ford framleidan eftir seinnihluta 86 með ABS vegna þess að voru með stóran 7/8 ,cross-pin,. Leitaðu einnig að Explorer með þessum öxlum því þeir eru með diskabremsum.
    Sterkur leikur: Orginal lokið á kúluni er frekar þunnt og þolir ekki mikið, skiptu því út fyrir sterkari eftirmarkaðs lok. Settu silicon með jókanum þegar þú setur hann uppá rilurnar, þeir eiga til að leka.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Currie Enterprises, Custom Differentials, DTS CustomServicetu, Mounin Off Road Enterprises.

    Sterling 10 1/2

    Þessar hásingar finnast í Ford 3/4 og 1ton pickup og Van bílum frammleiddar uppúr 1980. Það hefur staðið á vinsældum þeirra til breitinga vegna þess hve lítið var hægt að fá í þær af eftirmarkaðsaukahlutum. Ein af ástæðum þess var að Sterling hásingar, framleiddar eftir 1987, voru með ABS neman inni í drifinu sem takmarkaði svo uppfærslumöguleikana. Einn kostur Sterling er einstakt fyrirkomulag á O-hring staðsetum á öxlinum til að halda olíunni inni á hásinguni. O-hringurinn er mun ólíklegri til að leka samanborið við venjulega pakkningu.

    Útfærslur: Afturhásing
    Tegund: Fljótandi.
    Rilu fjöldi: 35
    Orginal hlutföll: 3.08:1 til 4.10:1
    Sterkir punktar: Stórtrenntur kambur og pinjón. Til í massavís
    Veikir punktar: Kambboltar eiga til að losna. Dæmi um að rör hafa snúist í samskeytum við kúlu, undir mjög miklu álagi.
    Gullmolar: Allar Sterling fyrir 99 hafa 8 á 6 1/2 deilingu, Super Duty eru með metrakerfi 8- á 170mm
    Sterkur leikur: Orginal kambur og pinjón eru þekkt fyrir að boltar sem halda kambinum við keisinn losni, þetta gerist einfaldlega út frá hönnun þeirra. Custom Differentals notar bolta úr dana 70 drifi sem eru með öxlum sem koma í veg fyrir los.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Custom Differentials.

    Rockwell 2 1/2 ton

    Hvað er hægt að segja um hásingu notaða af hernum í fjöldamörg ár? Þessar hásingar eru til í bunkum um gervöll bandaríkin og geta þolað nánast hvaða misnotkun af öllu tagi.
    Komu undir GVW 6X6 hertrukum. Auðvitað er hún þung og bíður bara uppá eitt hlutfall en fyrir allvöru karla sem notast við stór deck og taka á því þá er þessi The Holy Grail.

    Útfærslur: Fram og afturhásing
    Tegund: Fljótandi.
    Rilu fjöldi: 16
    Orginal hlutföll: 6.72:1
    Sterkir punktar: Til í massavís. Það að inntakið fyrir drifskaftið sé að ofanverðu er meirháttar plus bæði hvað varðar halla á drifskafti og hækkun á hæd undir kúlu (ground clearance). Myndi auðvelda smíði á íslenskum 6X6 trukk.
    Veikir punktar: Aðeins fáanleg með einu hlutfalli og einni tegund af læsingu. Vigtar svipað og sæmilega velmjólkandi kú.
    Gullmolar: Nýri model sem eru með Spicer liðum.
    Sterkur leikur: Settu Detroit locer (no spin) í.
    Eftirmarkaðsmöguleika: Chuck´s Trucks, Boyce Equipment.

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 12.12.2005 at 11:07 #535686
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 167

    loksins tókst að troða þessu inn. mikið heitast!!

    Ekki fyrir menn með vasaTÖLVU fóbíu.

    Kv. Ragnar Karl





    12.12.2005 at 11:20 #535688
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Þetta á að fara beint í fróðleikslinkinn ekki seinna en núna…áður en þetta týnist í jólabókaflóði Morgunblaðsins.





    12.12.2005 at 11:55 #535690
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Það væri fínt ef þið gætuð snyrt þetta aðeins, sett í HTML töflu og sent á vefnefnd@f4x4.is (spjallið tekur ekki við nema takmörkuðu HTML-i). Þetta er dáldið í belg og biðu eins og það er og ég kemst ekki í að laga það núna.
    –
    Bjarni G.





    12.12.2005 at 12:16 #535692
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    …þangað til á morgun eða hinn get ég komið þessu í PDF form fyrir ykkur.





    12.12.2005 at 12:39 #535694
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    doh, hér setti ég eitthvað inn sem virkaði síðan ekki en það gekk út á að feitletra bara nöfnin á hásingunum, til aðgreiningar.

    -haffi





    12.12.2005 at 12:54 #535696
    Profile photo of Ragnar Karl Gústafsson
    Ragnar Karl Gústafsson
    Participant
    • Umræður: 35
    • Svör: 167

    þetta leit svo flott út á Word skjalinu.. :-(





    12.12.2005 at 12:59 #535698
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    html og word eru ekki góðir vinir, html og notebook eru miklu betri vinir.





    12.12.2005 at 19:01 #535700
    Profile photo of Önundur Jónasson
    Önundur Jónasson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 28

    Mér finnst þetta virkilega vel upp sett og ekki erfitt að finna (hásinganöfnin). Kannski nauðsinlegt að vita nöfnin á hásingunum samt svo að maður viti hvað maður er að skoða. Annars flott framtak og hellingur af uppl. sem maðurinn hefur komið frá sér og eitt alveg slatta tíma í að koma á skjal. Ekkert að því að hrósa líka :-)

    Kveðja Öddi





    12.12.2005 at 21:30 #535702
    Profile photo of Birgir Tryggvason
    Birgir Tryggvason
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 189

    Frábært að einhver skuli nenna að pikka þetta inn!
    Allar upplýsingar af hinu góða. Hér er eitthvað sem gæti gagnast líka

    [b:ecod5zln][url=http://performanceunlimited.com/documents/engineweights.html:ecod5zln]Vélaþyngdir[/url:ecod5zln][/b:ecod5zln]

    [b:ecod5zln][url=http://performanceunlimited.com/documents/enginedimensions.html:ecod5zln]Vélaummál[/url:ecod5zln][/b:ecod5zln]

    [b:ecod5zln][url=http://performanceunlimited.com/documents/componentweights.html:ecod5zln]Allskonar þyngdir[/url:ecod5zln][/b:ecod5zln]

    tekið úr [b:ecod5zln][url=http://performanceunlimited.com/documents/:ecod5zln]þessu safni[/url:ecod5zln][/b:ecod5zln]





    12.12.2005 at 23:26 #535704
    Profile photo of Bjarni Gunnarsson
    Bjarni Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 78
    • Svör: 1462

    Ég er byrjaður að setja þetta inn. Talsverð vinna við að snyrta þetta og laga stafsetningarvillur. Bætti líka inn þar sem mér fannst vanta.
    [url=http://www.f4x4.is/new/misc/?file=29/28:2po7h0mx][b:2po7h0mx]Hér er slóðin á síðuna[/b:2po7h0mx][/url:2po7h0mx]
    –
    Bjarni G.





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.