This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 15 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Í byrjun október hefst námskeið til amatörprófs.
Margir jeppaferðamenn hafa náð sér í radíóamatör réttindi til að geta verið í öruggara og betra sambandi í ferðum sínum á ódýran hátt.
Þekkingin sem fæst með því að gerast radíóamatör nýtist líka í flestum starfsgreinum sem tengjast tækni.
Námskeiðið er á færi allra sem hafa áhuga á tækni, engin sérstök grunnmenntun er skilyrði.
Fjarskiptanefnd og amatörar innan F4x4 munu kynna námskeiðið og þá möguleika sem þetta gefur okkur á opnu húsi næsta fimmtudagskvöld.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma og kynna sér málið.
Einnig má skoða heimasíðu radíóamatöra á Íslandi http://www.ira.is
Snorri Ingimarsson
R16
You must be logged in to reply to this topic.